Fréttamaður

Vésteinn Örn Pétursson

Vésteinn er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Suðri gefur eftir en Norðri gefur í

Lítið lát virðist á hraunrennsli úr gosstöðvunum í Geldingadölum. Mesta breytingin upp á síðkastið er sú að meiri kraftmunur er á virkni úr gígunum tveimur en áður. Gígarnir hafa fengið viðurnefnin Norðri og Suðri, til aðgreiningar.

Verður sviptur riddara­tign vegna barna­níðs

Einn þekktasti viðskiptamaður Nýja-Sjálands, Ron Brierley, hefur gengist við því að hafa haft barnaníðsefni í fórum sínum. Myndefnið sýndi börn allt niður í tveggja ára gömul. Vinna er hafin við að svipta Brierley riddaratign vegna málsins.

Sýndu nýjar myndir af hand­töku Floyds

Ákæruvaldið í réttarhöldunum yfir Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumanninum sem ákærður hefur verið fyrir að hafa banað George Floyd þegar hann kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur, sýndi kviðdómi í gær myndbönd af handtöku og dauða Floyds sem tekin voru á búkmyndavélar lögreglumanna á vettvangi.

Stolinn bíll fannst fjórum tímum síðar

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrot og þjófnað í miðbæ Reykjavíkur á tólfta tímanum í nótt. Í dagbók lögreglu kemur fram að veski, bíllyklum og fleiri munum hafi verið stolið. Bíl húsráðanda hafði verið stolið, en hann fannst um fjórum tímum síðar, mannlaus í Breiðholti.

Allra veðra von um páskana

Í dag verður suðvestan strekkingur norðantil á landinu og sums staðar hvasst á morgun, einkum þar sem vindur stendur af fjöllum, en hægari vindur syðra. Skýjað veður, úrkomulítið og milt, en léttskýjað á Austurlandi á morgun.

Sjá meira