Fréttamaður

Vésteinn Örn Pétursson

Vésteinn er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Segir lækni hafa stækkað brjóst hennar án sam­þykkis

Bandaríska leikkonan Sharon Stone segir að skurðlæknir hafi sett í hana stærri brjóstapúða en hún hafði samþykkt, í aðgerð sem hún gekkst undir árið 2001, í kjölfar þess að góðkynja æxli voru fjarlægð úr brjóstum hennar.

Dá­lítið eins og stjórn­völd „séu í öðrum heimi“

Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor telur að búa þurfi til heildaráætlun með heildarhagsmuni að leiðarljósi, ekki aðeins einnar atvinnugreinar, þegar litið er til komu ferðamanna hingað til lands. Hann telur viðleitni stjórnvalda til að greiða leið ferðamanna hingað til lands frá og með 1. maí koma of snemma. Hann segir að stjórnvöld virðist með áformum sínum „í öðrum heimi.“

Andri og Gerður til liðs við aha.is

Aha.is hefur ráðið þau Gerði Guðnadóttur og Andra Davíð Pétursson til starfa. Gerður hefur verið ráðin markaðsstjóri og mun bera ábyrgð á markaðsmálum félagsins. Andri hefur verið ráðinn í stöðu tengiliðar við veitingastaði.

„Það er allt hægt, en hið ó­mögu­lega tekur að­eins lengri tíma“

Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa, segir að hafa þurfi hraðar hendur til að breyta Fosshóteli í Reykjavík í farsóttarhús. Gott hefði verið að fá meiri fyrirvara, en tilkynnt var í dag að fólk sem ferðast hingað til lands frá svokölluðum rauðum svæðum þurfi í farsóttarhús frá og með 1. apríl.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Skyldudvöl í fimm daga sóttkví á hóteli mun kosta fimmtíu þúsund krónur. Farþegar úr helmingi allra véla sem lenda á fimmtudag, þegar nýjar reglur taka gildi, þurfa að fara í sóttkví á Fosshótel við Höfðatorg.

„Derek Chau­vin sveik skjöld sinn“

Saksóknarar og verjendur í máli bandaríska fyrrum lögreglumannsins Dereks Chauvin, sem er ákærður fyrir morðið á George Floyd, fluttu upphafsræður sínar fyrir kviðdómi í Minneapolis í dag. Réttarhöldin yfir Chauvin eru hafin, tíu mánuðum eftir að Floyd lést þegar Chauvin kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur.

„Fólk heldur að þetta sé eins og Kringlan“

Löng bílaröð myndaðist að bílastæðinu sem liggur við gönguleið að gossvæðinu í Geldingadal í kvöld. Klukkan níu var lokað fyrir umferð um Suðurstrandarveg og svæðið verður rýmt á miðnætti. Formaður björgunarsveitarinnar í Grindavík biður fólk að sýna þolinmæði á svæðinu.

Sjá meira