Fréttamaður

Vésteinn Örn Pétursson

Vésteinn er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fylgjumst að sjálfsögðu áfram með skjálftahrinunni suður með sjó. Það er stöðugt óvissustig, ekki síst hjá fólkinu sem býr í nágrenninu, Grindavík, Vogum og öðrum bæjum á Suðurnesjum og sérfræðingar fylgjast grannt með.

Þyrla Gæslunnar aðstoðar við leit að manni sunnan við Keili

Björgunarsveitir af Suðurnesjum studdar þyrlu Landshelgisgæslunnar leita nú karlmanns sem varð viðskila við konu sem var með honum á ferð sunnan við Keili í dag. Konan fannst eftir leit en björgunarsveitir telja sig vita staðsetningu mannsins.

Að­stoðar­maður Lady Gaga tjáir sig um skot­á­rásina

Ryan Fischer, aðstoðarmaður söngkonunnar Lady Gaga, er á batavegi eftir að hann var skotinn í síðustu viku þegar hann var á gangi með hunda söngkonunnar. Tveimur hundanna var stolið en þeim var komið aftur til söngkonunnar á föstudag.

Fjögur hundruð stefna til landsins vegna raf­í­þrótta­móts

Eitt stærsta rafíþróttamót heims, League of Legends Mid-Season Invitational, verður haldið í Laugardalshöll í maí. Í framhaldi af því verður í fyrsta skipti haldið alþjóðlegt mót í tölvuleiknum Valorant á sama stað. Framleiðandi leikjanna, Riot Games, staðfesti þetta í dag. Um fjögur hundruð manns munu koma til landsins í tengslum við mótin.

Settu upp beint streymi af Keili ef það skyldi gjósa

Staðarmiðillinn Víkurfréttir í Reykjanesbæ sendir nú út beint streymi af fjallinu Keili, eftir að fregnir bárust af því að líkurnar á eldgosi á Reykjanesskaga gætu verið að aukast. Streymið er tekið upp út um glugga á skrifstofuhúsnæði á fjórðu hæð, sem ritstjórinn segir hafa vaggað nánast stanslaust síðustu daga.

Ein sprauta dragi veru­lega úr líkum á al­var­legum veikindum

Ein sprauta af bóluefnum AstraZeneca eða Pfizer, sem bæði eru almennt gefin í tveimur skömmtum með nokkurra vikna millibili, dregur úr líkum á þörfinni á spítalainnlögn vegna Covid-19. Þetta hefur rannsókn sem gerð var á fólki yfir áttræðu í Englandi leitt í ljós.

Sjá meira