Aðstoðarmaður Lady Gaga tjáir sig um skotárásina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. mars 2021 23:20 Önnur myndanna sem Fischer birti á Instagram. Búist er við að hann nái fullum bata. Instagram/@valleyofthedogs Ryan Fischer, aðstoðarmaður söngkonunnar Lady Gaga, er á batavegi eftir að hann var skotinn í síðustu viku þegar hann var á gangi með hunda söngkonunnar. Tveimur hundanna var stolið en þeim var komið aftur til söngkonunnar á föstudag. Fischer var á gangi með hundana í Los Angeles síðastliðið miðvikudagskvöld þegar tveir menn réðust að honum og skutu hann einu skoti í bringuna. Því næst námu þeir tvo hunda Gaga á brott, þá Koji og Gustav. Þriðji hundurinn, Miss Asia, varð eftir hjá Fischer. Það segir hann að hafi orðið honum til happs. „Angistaróp mín róuðust þegar ég horfði á hana, þó ég hafi áttað mig á því að blóðið sem umlauk hana hafi verið mitt eigið,“ sagði Fischer í annari af tveimur Instagram-færslum sem hann birti um árásina í dag. View this post on Instagram A post shared by Valley of the Dogs (@valleyofthedogs) „Ég hélt utan um hana eins og ég gat, þakkaði henni fyrir öll ævintýrin okkar, bað hana afsökunar á að hafa ekki getað passað upp á bræður hennar og lofaði svo að ég myndi reyna að bjarga þeim, og sjálfum mér,“ skrifaði Fischer í færslunni. Færslunni fylgdi mynd af Fischer á spítalanum en gert er ráð fyrir að hann nái sér að fullu af sárum sínum. Hundar Lady Gaga skiluðu sér til söngkonunnar á föstudag. Kona sem kveðst hafa fundið hundana kom þeim til lögreglunnar í Los Angeles, sem kom þeim síðan á réttan stað. Þá liggur ekki fyrir hvort konan fær í sinn hlut þá hálfa milljón dollara sem Gaga hafði heitið hundaræningjunum ef þeir skiluðu Koji og Gustav. Gaga hét því þó í tísti að hver sem skilaði hundunum fengi verðlaunin, sem nema rúmlega 63 milljónum króna. View this post on Instagram A post shared by Valley of the Dogs (@valleyofthedogs) Hollywood Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Aðstoðarmaður Lady Gaga skotinn og hundum hennar rænt Tveir menn réðust að aðstoðarmanni söngkonunnar Lady Gaga í Los Angeles í gærkvöldi og skutu hann einu sinni í bringuna. Því næst rændu mennirnir tveimur af þremur hundum söngkonunnar og flúðu af vettvangi. 25. febrúar 2021 14:06 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fleiri fréttir Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Sjá meira
Fischer var á gangi með hundana í Los Angeles síðastliðið miðvikudagskvöld þegar tveir menn réðust að honum og skutu hann einu skoti í bringuna. Því næst námu þeir tvo hunda Gaga á brott, þá Koji og Gustav. Þriðji hundurinn, Miss Asia, varð eftir hjá Fischer. Það segir hann að hafi orðið honum til happs. „Angistaróp mín róuðust þegar ég horfði á hana, þó ég hafi áttað mig á því að blóðið sem umlauk hana hafi verið mitt eigið,“ sagði Fischer í annari af tveimur Instagram-færslum sem hann birti um árásina í dag. View this post on Instagram A post shared by Valley of the Dogs (@valleyofthedogs) „Ég hélt utan um hana eins og ég gat, þakkaði henni fyrir öll ævintýrin okkar, bað hana afsökunar á að hafa ekki getað passað upp á bræður hennar og lofaði svo að ég myndi reyna að bjarga þeim, og sjálfum mér,“ skrifaði Fischer í færslunni. Færslunni fylgdi mynd af Fischer á spítalanum en gert er ráð fyrir að hann nái sér að fullu af sárum sínum. Hundar Lady Gaga skiluðu sér til söngkonunnar á föstudag. Kona sem kveðst hafa fundið hundana kom þeim til lögreglunnar í Los Angeles, sem kom þeim síðan á réttan stað. Þá liggur ekki fyrir hvort konan fær í sinn hlut þá hálfa milljón dollara sem Gaga hafði heitið hundaræningjunum ef þeir skiluðu Koji og Gustav. Gaga hét því þó í tísti að hver sem skilaði hundunum fengi verðlaunin, sem nema rúmlega 63 milljónum króna. View this post on Instagram A post shared by Valley of the Dogs (@valleyofthedogs)
Hollywood Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Aðstoðarmaður Lady Gaga skotinn og hundum hennar rænt Tveir menn réðust að aðstoðarmanni söngkonunnar Lady Gaga í Los Angeles í gærkvöldi og skutu hann einu sinni í bringuna. Því næst rændu mennirnir tveimur af þremur hundum söngkonunnar og flúðu af vettvangi. 25. febrúar 2021 14:06 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fleiri fréttir Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Sjá meira
Aðstoðarmaður Lady Gaga skotinn og hundum hennar rænt Tveir menn réðust að aðstoðarmanni söngkonunnar Lady Gaga í Los Angeles í gærkvöldi og skutu hann einu sinni í bringuna. Því næst rændu mennirnir tveimur af þremur hundum söngkonunnar og flúðu af vettvangi. 25. febrúar 2021 14:06