Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Nýr meirihluti í borginni hefur sýnt á spilin með aðgerðaráætlun sem lögð var fram á borgarstjórnarfundi í dag. 4.3.2025 14:08
Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Gert er ráð fyrir að stöðugildum hjá Stjórnarráðinu fækki um 7,8 og 362 milljónir sparist þegar breytt skipan ráðuneyta tekur gildi síðar í mánuðinum. Upplýsingafulltrúi ráðuneytisins sem lagt verður niður færist til í starfi og verður verkefnastjóri áhersluverkefna. Húsnæði undir ráðuneytið verður á leigu til 2027. 4.3.2025 11:45
Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Guðrún Hafsteinsdóttir var kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í Laugardalshöll eftir harða keppni við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Kosningin var jöfn og spennandi, en Guðrún hafði að lokum sigur með 19 atkvæða mun. 2.3.2025 11:58
„Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Nokkuð fjörugar umræður spunnust þegar húsnæðisuppbygging bar á góma þar sem oddvitar í meiri- og minnihluta í Reykjavík mættust í Pallborðinu. Á einum tímapunkti talaði hver ofan í annan og fulltrúi Flokks fólksins sá sig knúinn til að biðja fólk um að róa sig. 27.2.2025 15:49
Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill efla málefnastarf Sjálfstæðisflokksins og setja fram skýra áætlun um hvernig bæta megi hag einyrkja og þeirra sem reka smærri fyrirtæki, verði hún formaður flokksins. Guðrún Hafsteinsdóttir segist vel geta aukið stuðnings ungs fólks við flokkinn, þrátt fyrir að vera sjálf 20 árum eldri en Áslaug. 25.2.2025 07:01
Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Leikstjóri heimildarmyndar um úkraínska flóttamenn hér á landi segist vilja snúa aftur heim, en þó aldrei ef Rússar fá sínu framgengt. Á morgun verða þrjú ár liðin frá innrásinni í Úkraínu. 23.2.2025 19:13
„Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Inga Sæland sagði í ræðu sinni á landsfundi Flokks fólksins að Morgunblaðið, sem hún kallaði málgagn auðmanna, hefði hamast á flokknum og sakað hann um þjófnað, óheiðarleika og vísvitandi blekkingar í tengslum við styrkjamálið svokallaða. 22.2.2025 23:28
Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Stefnt er að því að reisa stærðarinnar hús í Vogum, undir verslun og þjónustu fyrir íbúa Suðurnesja, íbúa höfuðborgarsvæðisins sem og túrista. Ráðgert er að húsið geti orðið allt að 30 þúsund fermetrar. 22.2.2025 21:00
Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Landsfundur Flokks fólksins hefur lagt blessun sína yfir breytingar á samþykktum flokksins sem gera honum kleift að verða skráður sem stjórnmálasamtök hjá skattinum. Styrkjamálinu svokallaða er því lokið af hálfu flokksins, að sögn framkvæmdastjóra. 22.2.2025 12:24
Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Oddviti Pírata segist vongóður um að meirihlutaviðræðum síðustu daga verði lokið í þessari viku. Stólar og embætti hafi enn lítið verið rædd. 18.2.2025 17:19