Fréttamaður

Vésteinn Örn Pétursson

Vésteinn er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Rann­saka al­var­legan sjúk­dóm sem herjar á hesta

Matvælastofnun og tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum rannsaka nú óþekktan sjúkdóm sem kom upp í hópi hrossa í mánuðinum. Sjúkdómurinn er sagður alvarlegur en hann veldur háum hita og miklum bjúg. Hestafólk er hvatt til að vera vakandi fyrir einkennum í hrossum sínum.

Starfaði ekki með börnum fyrir Samtökin '78

Fyrrverandi formaður félagaráðs Samtakanna '78, sem nú hefur vikið frá störfum vegna ásakana um kynferðisofbeldi í garð barna, starfaði ekki með börnum á vegum samtakanna. 

Rann­saka á­sakanir á hendur Kanye West

Tískurisinn Adidas rannsakar nú ásakanir á hendur rapparanum og tískuhönnuðinum Kanye West, einnig þekktum sem Ye, sem sakaður er um að hafa skapað „eitrað andrúmsloft“ meðan hann starfaði með fyrirtækinu.

Ljóstíra eftir krísufund forystumanna með forsætisráðherra

Fundur forystu aðila vinnumarkaðarins með forsætisráðherra í morgun virðist hafa styrkt þá í að halda kjaraviðræðum sem voru við það að slitna í gær, áfram í dag. Ef samningar nást eru allar líkur á að samið verði til skamms tíma og þá með einhverri aðkomu stjórnvalda.

Trump mættur aftur á Twitter

Búið er að opna aftur fyrir Twitter-reikning Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Elon Musk, forstjóri Twitter, tilkynnti í nótt um að aðgangurinn yrði opnaður aftur eftir skoðanakönnun sem yfir fimmtán milljón notendur tóku þátt í.

Pené­lope boðið í Bíó Para­dís

Evrópskur kvikmyndagerðamánuður hefst í kvöld en hápunktur mánaðarins eru evrópsku kvikmyndagerðaverðlaunin sem haldin verða í Hörpu í desember. 

Fjöl­þættir ann­markar á Ís­lands­banka­sölunni

Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Í skýrslunni er fjallað um „fjölþætta annmarka“ á undirbúningi og framkvæmd sölunnar.

Lofar að láta Pútín heyra það

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, heitir því að láta ríkisstjórn Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands, heyra það á fundi þjóðarleiðtoga stærstu þjóða heims í vikunni.

Sjá meira