Fréttamaður

Vésteinn Örn Pétursson

Vésteinn er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vilja hefja form­legar við­ræður við Fram­sókn í Reykja­vík

Viðreisn, Samfylkingin og Píratar hafa áhuga á því að fara í formlegar viðræður við Framsóknarflokkinn um myndun meirihluta í borgarstjórn. Oddviti Viðreisnar segir að einhugur ríki um það meðal flokkanna þriggja. Framsókn væri ekki að ganga inn í gamla meirihlutann, sem féll, heldur væri um nýtt upphaf að ræða.

Ríkið þurfi að koma böndum á leigu­verð

Hagfræðingur sem sat í starfshópi sem skilaði á dögunum um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði til stjórnvalda segir að breyta þurfi húsnæðisstuðningi svo hann nái fyrst og fremst til tekjulágra og byggja þurfi upp í almenna íbúðakerfinu. Þar að auki þurfi að koma böndum á leigumarkaðinn svo tryggja megi húsnæðisöryggi leigjenda.

Blíð­viðri í borginni

Í dag verður norðlæg átt á landinu, yfirleitt 5 til 10 metrar á sekúndu, en 8 til 13 metrar á sekúndu á Faxaflóasvæðinu. Láskýjahula með súld eða rigningu með köflum og hiti á bilinu 3 til 8 stig norðan- og austanlands og þokuloft við ströndina framan af degi. Sunnantil verður víða léttskýjað og hiti allt að 16 stig.

Slökktu eld við Vesturgötu

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu slökkti í dag eld við Vesturgötu í miðbæ Reykjavíkur. Eldurinn kom upp í skúr á milli húsa. Engan sakaði.

Sjá meira