Nítján létust þegar vörubíll fullur af eldsneyti sprakk Nítján létust og yfir þrjátíu særðust þegar vörubíll fullur af eldsneyti sprakk í jarðgöngum norður af Kabúl, höfuðborg Afganistan. Fjölmargir festust inni í göngunum og gæti tala látinna hækkað. 18.12.2022 21:18
Óvissustig Almannavarna vegna veðurs Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna veðurs, á morgun mánudaginn 19. desember. 18.12.2022 19:45
Clarkson fordæmdur fyrir viðurstyggileg skrif um Markle Þáttastjórnandinn Jeremy Clarkson hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir að hafa látið viðurstyggileg orð falla um hertogaynjuna Meghan Markle. Clarkson skrifaði pistil í dagblaðið The Sun þar sem hann sagðist hata hertogaynjuna „óstjórnlega mikið.“ 18.12.2022 19:40
Auglýsingaherferð sýnir glæstan lífsstíl rússneskra hermanna Ný auglýsingaherferð Rússa sýnir ungan mann kaupa sér glænýjan bíl fyrir peningana sem hann fékk fyrir þátttöku í innrásinni í Úkraínu. Yfirvöld í Rússlandi halda áfram að sækja fleira fólk í herinn þrátt fyrir að hafa sagt að til væri feykinóg af hermönnum. 18.12.2022 18:53
Garðvegur lokaður: Færð um Ásbrú og Innri-Njarðvík mjög slæm Færð um Ásbrú og Innri-Njarðvík er mjög slæm. Garðvegur verður lokaður í einhvern tíma vegna snjómoksturs. Á svæðinu er enn mjög þungfært. 18.12.2022 18:23
Allt tiltækt lið Reykjavíkurborgar að störfum Allt tiltækt lið Vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar er að störfum við snjómokstur. Stofn- og tengibrautir eiga að vera færar en safngötur eru margar ófærar í efri byggðum. Ekki er gert fyrir úrkomu á höfuðborgarsvæðinu næstu daga. 18.12.2022 17:50
„Ég er búinn að grátbiðja um ákæru“ Karlmaður sem tengdur var við Euromarket-málið hefur enn stöðu sakbornings þrátt fyrir að hafa grátbeðið um niðurstöðu. Fjölmennt lögreglulið hélt blaðamannafund um málið fyrir fimm árum. Héraðssaksóknari segir að málið sé enn í vinnslu. 15.12.2022 07:01
Þingmaður tók þátt í að samþykkja beiðni mágkonu sinnar Þingmaður Framsóknarflokksins stóð að tillögu fjárlaganefndar um hundrað milljóna króna styrk til fjölmiðla á landsbyggðinni. Þingmaðurinn er mágur framkvæmdastjóra N4 sem sendi nefndinni bréf og óskaði eftir styrknum. 14.12.2022 16:27
Lækka hámarkshraða um gjörvalla Reykjavíkurborg Hámarkshraði verður lækkaður um alla Reykjavíkurborg á næsta ári. Götur, þar sem hámarkshraði var áður 50 kílómetra hraði á klukkustund, fer ýmist niður í 30 eða 40 kílómetra hraða. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti breytingarnar í morgun. 14.12.2022 14:53
Sjálfstæðismenn vilja að borgarhátíðir beri íslensk nöfn Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja að borgarhátíðir beri íslensk nöfn. Borgarsjóður styrkir hátíðir á borð við Reykjavik Dance Festival og Reykjavik Film Festival. Styrkur úr borgarsjóði nemur samtals fimmtíu milljónum króna. 14.12.2022 14:37