Færeyingar endurnýja umdeildan fiskveiðisamning við Rússa Færeyingar hafa endurnýjað umdeildan fiskveiðisamning við Rússland. Almenn pólitísk samstaða er um málið og verður samningurinn endurnýjaður til eins árs. 23.11.2022 22:08
Lokun Stjörnutorgs sögð aðför að æsku menntskælinga Landsmenn kvöddu Stjörnutorg í dag eftir 23 ára starfsemi og lýstu sumir fastagestir torgsins brotthvarfinu sem aðför að æskunni. Merki Stjörnutorgs verður selt á uppboði. 23.11.2022 20:15
Pólitískar ákvarðanir ógni öryggi lögreglufólks og réttaröryggi í landinu Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar og Kristrún Frostadóttir, þingmaður og nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndu dómsmálaráðherra harðlega á Alþingi í dag. Þau segja stöðu löggæslu- og fangelsismála alvarlega og kalla eftir því að stjórnmálamenn taki afgerandi afstöðu með lögreglu. 23.11.2022 19:41
Fjögur hundruð milljónir bandaríkjadala í hernaðaraðstoð Bandaríkjamenn hyggjast styðja Úkraínu um ígildi 400 milljón bandaríkjadala í hernaðaraðstoð. Vopn, skotfæri og loftvarnarkerfi verða meðal hergagna. 23.11.2022 18:48
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Viðræður Starfsgreinasambandsins og samtaka verslunarmanna við Samtök atvinnulífsins um nýjan skammtíma kjarasamning eru í uppnámi eftir vaxtahækkun Seðlabankans í morgun. Seðlabankastjóri segir neyslugleði almennings stuðla að mikilli verðbólgu og nauðsynlegt að stilla saman veruleika og væntingar. 23.11.2022 18:00
Óvissustigi almannavarna lýst yfir á Austurlandi Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Austurlandi vegna skriðuhættu. Mikið hefur rignt á svæðinu í nóvember og er grunnvatnsstaða há í landshlutanum. Sérstaklega er fylgst með skriðuhættu á Seyðisfirði. 23.11.2022 17:46
Rússar grunaðir um netárás á vefsíðu Evrópuþingsins Netárás var gerð á vefsíðu Evrópuþingsins fyrr í dag. Árásin var gerð mjög skömmu eftir að þingmenn samþykktu þingsályktun um að skilgreina Rússland sem hryðjuverkaríki. Rússneskur hópur hefur lýst yfir ábyrgð. 23.11.2022 17:36
Sá sér leik á borði og selur Stjörnutorg Eigandi lénsins Stjörnutorg.is hefur sett lénið á sölu. Stjörnutorg lokar í dag eftir 23 ára starfsemi en Kringlan hefur engin tengsl við lénið að sögn markaðsstjóra. 23.11.2022 07:31
Margdæmdum skattsvikara gert að greiða 130 milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Jón Arnar Pálmason í 24 mánaða fangelsi, þar af 21 mánuð skilorðsbundinn, fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum. Jón Arnar þarf einnig að greiða 131 milljón í sekt til ríkissjóðs auk málsvarsþóknunar verjanda síns. 23.11.2022 07:01
Neyðarástand í fangelsismálum og umhverfi hættulegt fangavörðum Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir fangelsismálin í algjörum ólestri og lýsir yfir neyðarástandi í málaflokknum. Dómsmálaráðherra segir ástandið alvarlegt. Gríðarlegt álag sé á fangelsin, samanborið við fyrri ár, sem skapi ófyrirséðan kostnað. 22.11.2022 23:30