Fréttamaður

Viktor Örn Ásgeirsson

Viktor er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Netanja­hú gæti sest í stólinn á ný

Benjamín Netanja­hú, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, gæti verið á leið í stól forsætisráðherra á ný. Gangi útgönguspár eftir er mögulegt að honum takist að mynda ríkisstjórn með hægriflokkum með naumum meirihluta.

Lars Løkke í lykil­­­stöðu

Lars Løkke Rasmussen, formaður Moderaterne, er í lykilstöðu við myndun nýrrar ríkisstjórnar í Danmörku. Jafnaðarmannaflokkurinn er enn langstærstur en hvorki vinstri- né hægriblokk munu takast að mynda ríkisstjórn án Moderaterne.

„Við lýsum auð­vitað yfir miklum á­hyggjum“

Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík lýsir yfir miklum áhyggjum af rekstri borgarinnar. Starfsmönnum hafi fjölgað mjög í miðlægri stjórnsýslu á meðan leikskólastarfsmönnum fækki. Skuldasöfnunin sé gríðarleg og fyrirhugaðar aðhaldsaðgerðir dugi ekki til. 

Niður­stöðu að vænta síð­degis á sunnu­dag

Niðurstöðu kosningar í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins er að vænta síðdegis á sunnudag. Kosið verður í Laugardalshöllinni um hádegisbil sama dag en upplýsingafulltrúi flokksins gerir ráð fyrir því að talning atkvæða taki nokkurn tíma.

Eldur kviknaði í bíl á Hring­braut

Eldur kviknaði í Toyotu-bifreið á Hringbraut rétt eftir hálf sex síðdegis í dag. Steinþór Darri, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir að vel hafi gengið að slökkva eldinn.

Full­yrðingar um man­sal og stór­felldan launa­þjófnað rök­leysa

Forsvarsmenn veitingastaðanna Flame og Bambus segja kolrangt að starfsfólk veitingastaðanna hafi unnið í tíu til sextán tíma, sex daga vikunnar. Ljóst sé að fullyrðingar um mansal og stórfelldan launaþjófnað eigi ekki við rök að styðjast. Undirbúningur að stefnu á hendur Matvís, félagi iðnaðarmanna í matvæla- og veitingagreinum, er hafinn.

Rosa­legur lúxus í einka­þotu Icelandair

Gríðarlegur lúxus er um borð í einkaflugvél Icelandair og eru innanstokksmunir langt frá því sem farþegar í hefðbundnu áætlunarflugi kunna að hafa vanist. Fyrirtækið Abercrombie & Kent, sem sérhæfir sig í lúxusferðalögum, leigir vélina af flugfélaginu en áhöfnin er íslensk.

Sjá meira