Lífið

Svo las hún upp nafnið mitt og ég man ekki meira

Símamyndir/Ólöf Erla
Meðfylgjandi símamyndir voru teknar þegar Ólöf Erla Einarsdóttir, grafískur hönnuður, sigraði í gær í flokki fantasíubókmennta í alþjóðlegri bókarkeppni, The Ravenheart Award, fyrir bókarkápu skáldsögunnar Power & Majesti sem hún hannaði.

"Ég mætti á staðinn bara rosa ánægð að vera tilnefnd. Það var flottur fordrykkur í byrjun og svo fóru allir inn í sal þar sem allir tilnefndir áttu frátekin sæti. Svo voru ræður. Síðan kom að þessu og ég fékk rosa hjartslátt og var rosalega montin að sjá mynd af mér og bókina á risa skjá. Svo las hún upp nafnið mitt og ég man ekki meira," segir Ólöf Erla hlæjandi beðin um að lýsa tilfinningunni þegar hún tók við verðlaununum.

"Ég fékk tvo rosalega flotta gripi. Ég var pínu orðlaus fyrst á eftir að ég fékk verðlaunin en rosalega þakklát fyrir þetta tækifæri. Og núna er ég bara að tjilla í London," segir hún glöð áður en kvatt er.



Viðtal við Ólöfu Erlu 3. maí síðastliðinn um keppnina meðal annars
(video).

Heimasíða Ólafar Erlu og Facebooksíðan hennar.

Viltu vinna eintak af nýju plötu Gusgus?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×