Fréttir

Fréttamynd

Olís og Esso borguðu ekki

Olíufélögin áttu að greiða Ríkissjóði einn og hálfan milljarð króna í sekt í dag fyrir ólöglegt verðsamráð. Skeljungur greiddi sinn hluta en hin félögin draga lappirnar. Félögin óskuðu öll eftir því að reiða fram bankatryggingu fram að úrskurði dómstóla í málinu en fjármálaráðuneytið hefur hafnað því.

Innlent
Fréttamynd

Mikil átök í Berlín

Til mikilla átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda í Berlín, höfuðborg Þýskalands í gær, á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins. Að sögn lögreglu tóku meira en tvö þúsund ungmenni sig til og skutu flugeldum í átt að lögreglumönnum.

Erlent
Fréttamynd

Sendiráðið í Hollandi flutt

Bandaríkjamenn hyggjast flytja sendiráð sitt í Haag í Hollandi út í úthverfi þar sem öryggisráðstafanir angra ekki nágrannana eins og nú er. Það eru því greinilega fleiri Laufásvegir í heiminum en nágrannar bandaríska sendiráðsins í Reykjavík hafa einmitt kvartað undan auknum öryggisráðstöfunum sem hafa áhrif á íbúa við götuna.

Innlent
Fréttamynd

Lynndie England játar

Lynndie England, sem varð fræg að endemum í fyrra fyrir þátt sinn í misþyrmingum á íröskum föngum í Abu Ghraib fangelsinu, viðurkenndi sekt sína fyrir herrétti í Fort Hood í Texas í gær.

Erlent
Fréttamynd

Íslenskar jeppasveitir á förum

Þegar síðustu starfsmenn íslensku friðargæslunnar fara frá alþjóðaflugvellinum í Kabúl eftir rúman mánuð hefst þátttaka Íslendinga í endurreisnarstarfi í norður- og vesturhluta Afganistans. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði á Alþingi að gert væri ráð fyrir að á hvorum staðnum yrðu tveir sérútbúnir jeppar og átta til níu manna lið.

Innlent
Fréttamynd

Rafræn innritun í framhaldsskóla

Menntamálaráðuneytið hefur að undanförnu unnið að breytingum á innritun í framhaldsskóla og hefur ráðuneytið ákveðið að taka upp rafræna innritun. Nemendur sem ljúka 10. bekk grunnskóla í vor munu sækja um á Netinu og verða þar með þeir fyrstu sem innritast þannig í framhaldsskóla.

Innlent
Fréttamynd

Uppreisnarmenn færa sig í aukana

Uppreisnarmenn í Írak hafa fært sig upp á skaftið undanfarna daga. Síðan tilkynnt var um í síðustu viku að ný ríkisstjórn hefði verið mynduð hafa að minnsta kosti 130 manns týnt lífi í árásum.

Erlent
Fréttamynd

Útskrift án prófskírteina

Margir grunnskóla landsins útskrifa nemendur sína úr tíunda bekk í vor án þess að geta afhent þeim prófskírteini. Samræmdu prófunum var slegið á frest vegna tafa á skólastarfi sem urðu útaf kennaraverkfallinu. Sigurgrímur Skúlason sviðstjóri prófadeildar Námsmatsstofnunnar sagði allt líta út fyrir að hægt væri að skila prófskírteinum 6.-8. júní.

Innlent
Fréttamynd

Afmælisgjöf Tónlist.is vel tekið

Afmælisgjöf Tónlist.is til þjóðarinnar í tilefni tveggja ára afmælis vefsetursins mæltist sérstaklega vel fyrir um helgina. Um 20.000 Íslendingar heimsóttu vefinn og um þrjátíu prósent af þeim eru skráðir notendur á vefnum.

Innlent
Fréttamynd

83 Bretar fallnir í Írak

Breskur hermaður lést eftir að sprengja sprakk í vegarkanti í Suður-Írak í dag. Hermaðurinn var á eftirlitsferð nærri borginni Al-Amarah þegar sprengjan sprakk við bíl sem hann var í ásamt félaga sínum sem særðist í árásinni. 83 breskir hermenn hafa fallið í Írak síðan stríðið í landinu hófst fyrir rúmum tveimur árum.

Erlent
Fréttamynd

Margvísleg þjónusta fyrir austan

Áformað er að bjóða út margvíslega stoðþjónustu í tengslum við rekstur álvers Alcoa Fjarðaáls í Fjarðabyggð og skapast þannig fjölmörg viðskiptatækifæri fyrir iðn- og þjónustufyrirtæki.

Innlent
Fréttamynd

Lausn án sýklalyfja

Sýnt hefur verið fram á með rannsóknum lækna á Landspítala-háskólasjúkrahúsi að náttúruefni virka vel við bráðri eyrnabólgu og hefur uppgötvunin vakið athygli erlendis.

Innlent
Fréttamynd

Þrjár bílsprengjur í morgun

Þrjár bílsprengjur sprungu í Bagdad í morgun. Að minnsta kosti átta létust og fjölmargir særðust. Árásirnar virðast vera liður í sprengjuherferð sem fór af stað eftir að ríkisstjórn var mynduð í Írak í síðustu viku.

Erlent
Fréttamynd

Ráðstefna um kjarnavopn hafin

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti Bandaríkjamenn og Rússa í gær til að skera kjarnavopnabirgðir sínar niður svo að hvor þjóð myndi aðeins hafa yfir nokkur hundruð kjarnaoddum að ráða.

Erlent
Fréttamynd

Herör gegn ólöglegu vinnuafli

"Takmarkið er að útrýma ólöglegu vinnuafli hér á landi með öllum þeim ráðum sem við höfum," segir Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands. Sambandið hefur í samstarfi við sín aðildarfélög sett af stað sérstakt átak, Einn réttur - ekkert svindl, gegn þeim atvinnurekendum sem misnota erlent vinnuafl.

Innlent
Fréttamynd

Hálsakot fékk Grænfánann

Leikskólinn Hálsakot í Seljahverfi í Reykjavík fékk í morgun afhentan svokallaðan Grænfána fyrir öflugt starf nemenda, kennara og foreldra á sviði umhverfismála. Landgræðslu- og umhverfisverndarsamtök Íslands, Landvernd, hafa umsjón með Grænfánanum á Íslandi og afhenti fulltrúi samtakanna leikskólanum Grænfánann við hátíðlega athöfn.

Innlent
Fréttamynd

Reikistjarna utan okkar sólkerfis

Í fyrsta sinn í sögunni hafa stjörnufræðingar komið auga á reikistjörnu utan okkar sólkerfis með óyggjandi hætti. Reikistjarnan sem um ræðir er gríðarstór og massi hennar er fimm sinnum meiri en Júpíters sem er stærsta reikistjarnan í okkar sólkerfi.

Erlent
Fréttamynd

Blair verst nýjum Íraksásökunum

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, gerði í gær lítið úr því sem fram kemur í minnisblaði sem lekið hefur verið til fjölmiðla. Innihald minnisblaðsins má skilja þannig að Blair hafi í júlí 2002 verið farinn að velta fyrir sér hvernig hægt væri að réttlæta innrás í Írak - átta mánuðum áður en Íraksstríðið hófst.

Erlent
Fréttamynd

Tugmilljónir í laxarannsóknir

Veiðimálastofnun ætlar að afhjúpa leyndardóminn um verustað laxa í úthöfunum. Tækjavæddum gönguseiðum verður sleppt í vor. Rannsóknin kostar 70 til 80 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Skutu flaug í áttina að Japan

Norðurkóreski herinn skaut skammdraugri skotflaug í áttina að Japan í morgun, líkast til í tilraunaskyni. Óvíst er hvort að kjarnaoddar hefðu getað verið um borð.

Erlent
Fréttamynd

Fjórtán ára stúlka ók útaf vegi

Lögreglan í Kópavogi fékk aðfaranótt sunnudags upplýsingar um bifreið sem hafði verið ekið út af í Álfabakka. Ökumaðurinn reyndist vera fjórtán ára gömul stúlka og hafði hún stolið bifreiðinni frá heimili sínu.

Innlent
Fréttamynd

Líklega ekki um morð að ræða

Líkið af manninum sem fannst á skeri út frá Stokkseyri um klukkan fimm í gærdag var af brasilíumanninum Ricardo Correra Dantas en hans hafði verið saknað síðan 2. apríl síðastliðinn. Ricardo Correra Dantes sást síðast ganga út af heimili þar sem hann dvaldi á Stokkseyri á þessum örlagaríka degi. Lögreglan á Selfossi segir málið vera í rannsókn en að svo stöddu bendi ekkert til að um morð hafi verið að ræða en lík hans verður krufið á næstu dögum.

Innlent
Fréttamynd

Þarf 10 prósentum meira fylgi

Sjálft kosningakerfið er líka flókið og undarlegt. Íhaldsflokkurinn þarf til að mynda tíu prósentustigum meira fylgi en Verkamannaflokkurinn til að bera sigur úr býtum í kosningunum.

Erlent
Fréttamynd

Ógnin minnkar í Bandaríkjunum

Hryðjuverkaógnin gegn Bandaríkjunum hefur snarminnkað, ekki síst vegna þess að hryðjuverkamenn al-Qaida einbeita sér nú að Írak og Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Kynnir þjónustuþörfina

Fundaröð Alcoa-Fjarðaáls til að kynna þjónustuþörf fyrirtækisins fyrir almenningi og verktökum er að hefjast í dag og verður fyrsti fundurinn á Hótel Bjargi á Fáskrúðsfirði í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Segir samráð haft við íbúa

Þétting byggðar í Reykjavík veldur víða óánægju þar sem íbúar vilja yfirleitt fremur útsýni og græn svæði en að það sé þrengt að húsum þeirra. Formaður skipulagsnefndar borgarinnar segir unnið að málum í samráði við íbúa.

Innlent
Fréttamynd

Sótti slasaðan pilt á Snæfellsnes

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti nú síðdegis pilt á sextánda ári sem fótbrotnaði illa á björgunarsveitaræfingu við innsiglinguna í Ólafsvík. Eftir því sem næst verður komist varð pilturinn á milli innsiglingarbauju og báts á flotæfingu sveitarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Vilja einn rétt og ekkert svindl

Einn réttur - ekkert svindl er yfirskrift 1. maí í Reykjavík. Þar er vísað til ólöglegs innflutts vinnuafls og réttinda sem tryggð eiga vera í samningum.

Innlent
Fréttamynd

Sex létust í fjölskylduharmleik

Örvinglaður eiginmaður myrti fimm úr fjölskyldu sinni og svipti sig svo lífi í Rheinfelden í Suðvestur-Þýskalandi í gær. Frá þessu greindi lögregla þar í bæ í dag. Svo virðist sem yfirvofandi skilnaður mannsins og konu hans hafi leitt til þess að hann réðst inn á sitt gamla heimili og skaut bæði foreldra sína, tvö börn og loks eiginkonu áður en hann skaut sjálfan sig.

Erlent
Fréttamynd

Réttað verði líka yfir ráðamönnum

Sir Michael Boyce, sem var yfirmaður breska hersins þegar Íraksstríðið hófst, segir í viðtali við dagblaðið <em>Observer</em> í dag að verði breskir hermenn, þar á meðal hann sjálfur, dregnir fyrir Alþjóðaglæpadómstólinn vegna Íraksstríðsins verði breskir ráðamenn þar líka. Boyce fór fram á ítarlegar lagalegar tryggingar stjórnvalda fyrir réttmæti stríðsins áður en það hófst og nú segist hann hafa gert það til þess að tryggja sig kæmi til dómsmáls.

Erlent