

Háskólakerfið á Íslandi á við eilítið vandamál að stríða. Í of mörgum námskeiðum eru sömu prófin lögð fyrir nemendur ár eftir ár. Þeir nemendur sem verða sér úti um eldri prófin frá samnemendum eða prófbúðum eru því mun betur staddir en þeir nemendur sem gera það ekki og kjósa að læra allt námsefnið.
Aldrei áður hefur hugarfar fólks verið jafn tengt sparnaði. Og hvernig erum við að spara? Jú, með því að eyða fullt af pening auðvitað.
"Varúð, þessi vara inniheldur mikið magn af viðbættum sykri.“
Ef það er eitthvað sem ég elska þá eru það spennandi lokamínútur. Ég var samt enn mest að hugsa um þetta skot í fyrri hálfleik. Hvað kostar eiginlega að kaupa nýja stöng?
Við komum heim úr vinnunni, setjumst niður með öðrum fjölskyldumeðlimum og leggjum símann á borðið. Hvort snýr skjárinn upp eða niður? Það er mikilvægara atriði en margir gætu haldið.
Mér finnst alltaf jafn magnað þegar ég heyri um fólk sem gefur með sér. Það er svo ótrúlega innbyggt í okkur mannfólkið að hámarka allt fyrir okkur sjálf. Svo innbyggt að nánast ómögulegt er að brjótast út úr því.
Við erum að missa stjórnina. Úrvalið af páskaeggjum er orðið of mikið. Ef fram heldur sem horfir getum við valið páskaegg með harðfisksbragði á næsta ári.
Ég er staddur á skyndibitastað. Fyrir framan mig liggja alls kyns drykkir. Ískaldir umkringdir klökum og dropar perla utan á plastinu. Girnilegir.
Við höfum eignast nýja þjóðhetju. Hún kemur ekki í formi íþróttagarps eða stjórnmálakonu heldur venjulegs hæfileikaríks drengs í grænni peysu.