Kauphöllin

Fréttamynd

Jón Ingi til Landsbankans

Jón Ingi Árnason, sem starfaði áður í markaðsviðskiptum Kviku fjárfestingabanka, hefur gengið til liðs við Landsbankann, samkvæmt heimildum Markaðarins. Mun hann starfa í markaðsviðskiptum bankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýir eigendur Fákasels

Félagið Á Ingólfshvoli ehf. hefur keypt jörðina Ingólfshvol í Ölfusi og allar eignir Fákasels sem rak samnefndan hestagarð. Stendur vilji nýrra eigenda til þess að byggja upp blómlega starfsemi á sviði hesta- og ferðamennsku en meðal annars er gert ráð fyrir uppbyggingu gistirýma á jörðinni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verð til ferðamanna komið að þolmörkum

Ferðaþjónustufyrirtæki hefðu þurft að hækka verð um 66 prósent í evrum til þess að geta haft sömu framlegð í íslenskum krónum árið 2017 og árið 2012. Miklar innlendar kostnaðarhækkanir og gengisstyrking krónunnar á umliðnum árum hafa haft víðtæk áhrif á rekstur fyrirtækja í atvinnugreininni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Umhverfismál snerta okkur öll

Almenningur hér á landi lítur ekki á Ísland sem brautryðjanda á alþjóðavettvangi á sviði loftslagsmála ef marka má nýlega könnun Gallup.

Skoðun
Fréttamynd

Vill fjölga sendiherrum íslensks iðnaðar

Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins skorar á stjórnvöld að einfalda stjórnsýslu byggingamála í landinu. Furðar sig á því af hverju ekki er keypt meira af íslenskri hönnun í opinberar byggingar. Samkeppnisstaðan oft verið betri.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sigurður Hreiðar til Íslenskra fjárfesta

Sigurður Hreiðar Jónsson, forstöðumaður markaðsviðskipta Íslenskra verðbréfa (ÍV), hefur sagt upp störfum hjá félaginu og mun senn ganga til liðs við verðbréfafyrirtækið Íslenska fjárfesta, samkvæmt heimildum Markaðarins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hasla sér völl á Bandaríkjamarkaði

Sífellt fjölgar í hópi viðskiptavina íslenska sprotafyrirtækisins Activity Stream. Fyrirtækið hefur náð samningum við um fjórðung af liðunum í einni af stærstu íþróttadeildum Bandaríkjanna og eins marga stærstu leikvanga í Bandaríkjanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Telja fasteignafélögin undirverðlögð

Greiningardeild Arion banka mælir með því að fjárfestar kaupi hlutabréf í skráðu fasteignafélögunum þremur, Eik, Regin og Reitum. Greiningardeildin birti ný virðismöt fyrir fasteignafélögin í síðustu viku, en þau eru á bilinu 9 til 14 prósentum yfir dagslokagengi hlutabréfa félaganna í gær.

Viðskipti innlent