Íslendingar eftirbátar í að verðleggja áhættu Kristinn Ingi Jónsson skrifar 8. nóvember 2017 07:30 "Evrópskir bankar, þar með talið þeir íslensku, tryggingafélög og önnur stórfyrirtæki vinna nú hörðum höndum að því að bregðast við breyttu umhverfi,“ segir Brynja Baldursdóttir. Vísir/Ernir Brynja Baldursdóttir, framkvæmdastjóri upplýsingatæknifyrirtækisins Creditinfo, segir fyrirtækið vera í lykilstöðu til þess að hjálpa evrópskum bönkum að takast á við öra þróun stafrænnar tækni og nýtt samevrópskt regluverk. „Það má segja að heimur okkar stærstu viðskiptavina sé að umbyltast um þessar mundir,“ segir hún í viðtali við Markaðinn. Fyrirtæki þurfi að horfast í augu við breyttan veruleika. „Það getur enginn sagt nákvæmlega fyrir um hvernig umhverfið verður eftir nokkur ár, en það eitt er ljóst að sú stafræna vegferð sem við erum á sem og nýjar samevrópskar reglugerðir eiga eftir að umbylta fjármálamörkuðum í álfunni.“ Creditinfo hefur þróað margvíslegar fjártæknilausnir sem er bæði ætlað að bregðast við breyttri hegðun nýrrar aldamótakynslóðar sem og að hjálpa milljónum manna í ríkjum, sem búa ekki við fullþroskað fjármálakerfi, að öðlast aðgang að lánsfé. „Styrkur félagsins felst í því að veita aðgang að upplýsingum um lánshæfi í löndum þar sem lánsfé er að jafnaði ekki aðgengilegt,“ segir Brynja. Í ár eru tuttugu ár frá því að nýútskrifaður lögfræðingur, Reynir Grétarsson að nafni, stofnaði Creditinfo, sem hét þá reyndar Lánstraust, með tveimur félögum sínum. Fyrstu árin buðu þeir fyrirtækjum rafrænan aðgang að vanskilaskránni, sem nefndist þá svarta bókin, en hún hafði ekki áður verið tiltæk á tölvutæki formi. Í kjölfarið hóf félagið að safna frekari gögnum frá hinu opinbera, svo sem um reikningsskil, greiðslutryggingar og upplýsingar frá fyrirtækjaskrá, og áður en leið á löngu var herjað á alþjóðlega markaði. Fyrsta erlenda skrifstofa félagsins var opnuð á Möltu árið 2002 og ári síðar var önnur skrifstofa opnuð í Litháen. Nú, fimmtán árum síðar, starfar félagið í 28 löndum og rekur skrifstofur í 22 löndum í fjórum heimsálfum. Samtals starfa tæplega 400 manns hjá félaginu, en velta þess var um 3,7 milljarðar króna í fyrra. Félagið hefur skapað sér sterka markaðsstöðu í Afríku, Balkanlöndunum og austurhluta Evrópu. Sjónum hefur einkum verið beint að jaðarmörkuðum, þar sem fáir ef nokkrir keppinautar félagsins hafa stungið niður rótum.Áskorun að starfa í Afríku „Við höfum hafið starfsemi í löndum þar sem fjármálakerfið er ekki mjög þróað og aðgangur að lánsfé þannig ekki almennur. Þá gerum við það yfirleitt í samstarfi við Alþjóðabankann eða sambærilegar stofnanir, í mörgum tilfellum eftir útboð bankans. Fyrirtæki sem halda utan um fjárhagsupplýsingar og miðla upplýsingum um lánstraust eru ein af forsendum þess að land teljist vera með virkt fjármálakerfi samkvæmt skilgreiningu bankans,“ segir Brynja, sem hóf störf hjá Creditinfo árið 2013. Fyrst stýrði hún viðskiptastýringu og þróun hjá félaginu en í febrúar 2015 var hún ráðin framkvæmdastjóri hér á landi. Auk þess er hún svæðisstjóri í norður- og suðurhluta Evrópu. „Eitt meginvandamálið í fjölmörgum ríkjum, sér í lagi í Afríku, er að fólk á erfitt með að gera grein fyrir sér og sinni stöðu. Það á oft ekki bankareikning og litlar sem engar upplýsingar liggja fyrir um fjárhagsstöðu þess. Það gerir alla fjármálastarfsemi þunga í vöfum. Það er mikil áskorun að hefja starfsemi í slíkum löndum, tengjast bönkunum og miðla upplýsingum sem birtast kannski á mánaðarfresti, en ekki í rauntíma eins og hér á landi. Við störfum auk þess í löndum sem eru, ef svo má segja, á svipuðum stað og Ísland. Til dæmis í Eystrasaltslöndunum þremur. Þeir markaðir eru mjög líkir íslenska markaðinum en bara talsvert stærri og reksturinn þar af leiðandi svipaður. Þrátt fyrir að við séum orðin tuttugu ára lítum við enn á okkur sem nýsköpunarfyrirtæki. Við erum að stíga okkar fyrstu skref í mörgum löndum, svo sem í Afríku og Karíbahafinu, og nýtum þá reynsluna, þekkinguna og tæknina sem við höfum yfir að ráða, eftir tuttugu ára starfsemi á þróaðri mörkuðum, til þess að hjálpa fólki á vanþróaðri mörkuðum að fá aðgang að fyrirgreiðslu og stuðla þannig að trausti í viðskiptum. Þróunin er hröð á þessum vanþróuðu mörkuðum. Sem dæmi keyptum við í fyrra meirihluta í fjártæknifyrirtækinu Alternative Circle í Kenía, en fyrirtækið gerir fólki kleift að fá lánshæfi sitt metið og fá lán á innan við mínútu í gegnum snjallsímann sinn. Þetta er dæmi um lausn sem markaðinn í vanþróaðri löndum sárvantar, því þar eru fáir með bankareikning en allir eiga farsíma sem hægt er að nota til að auðkenna viðkomandi. Eins eru lánsfjárhæðir yfirleitt lægri en hér.“Ísland er eftir á Brynja segir mikil tækifæri geta falist í aukinni notkun á lánshæfismati. Íslendingar séu ekki beint brautryðjendur í því að verðleggja áhættu þannig að lánshæfismat lántaka endurspeglist í lánakjörum hans. Þess í stað tíðkist, sér í lagi í lánum til einstaklinga og minni fyrirtækja, að bjóða öllum stöðluð kjör. „Þetta hefur verið að breytast mikið á undanförnum árum og ég tel að við eigum eftir að sjá mikla breytingu áfram. Það hefur gefið góða raun á þróaðri lánamörkuðum, til dæmis í Bandaríkjunum og Bretlandi, að fjárhagssaga stjórni því hvaða kjör fólki bjóðast. Þannig tekur fólk ábyrgð á eigin fjárhagssögu og getur haft stjórn á því hvaða kjör það fær. Þeir sem eru ábyrgir í sínum fjármálum njóta þess. Til viðbótar hefur upplýsingaflæði í samfélaginu, sem tækniþróun síðustu tíu ára hefur stuðlað að, aukist gríðarlega, sérstaklega eftir tilkomu Facebook og Google. Við skiljum eftir okkur mun stærra upplýsingafótspor, ef svo má segja, en við gerðum fyrir fáeinum árum. Þessar upplýsingar geta nýst við alls konar ákvarðanatöku. Ný Evrópulöggjöf um persónuvernd, sem tekur gildi í maí á næsta ári, mun gefa fólki mun meira vald yfir sínum eigin upplýsingum. Hver og einn mun þá hafa meira vald yfir því hvort upplýsingum um sig skuli miðlað eða ekki. Hingað til hefur til dæmis aðallega mátt miðla neikvæðum upplýsingum, það er upplýsingum um skuldbindingar sem ekki er staðið við, en ekki hefur verið heimilt að nota jákvæðar upplýsingar í jafn ríkum mæli, sem eru upplýsingar um skuldbindingar sem maður stendur við. Slíkar upplýsingar eru auðvitað til þess fallnar að bæta lánshæfismatið og stuðla að hagstæðari lánakjörum. Nýja persónuverndarlöggjöfin gæti breytt þessu, enda veitir hún fólki meira vald yfir því hvaða upplýsingum, hvort sem er jákvæðum eða neikvæðum, er miðlað sem á eftir að koma neytendum til góða.“Breytast í einn markað Auk þess mun ný Evrópulöggjöf um greiðslumiðlun, PSD2, sem tekur gildi á næsta ári, breyta landslaginu. „Öll Evrópulönd verða þá sett undir sama hatt. Það er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir því að Evrópa er að verða einn markaður. Við störfum nú til dæmis í sex Evrópulöndum en þurfum, eins og aðrir, að fara að líta á löndin sem einn markað. Þó svo að við veitum ekki þjónustu af sama meiði í öllum löndunum, þá eru lausnirnar að þróast í sömu átt. Við höfum búið við ólíka löggjöf í hverju landi en með nýja samevrópska regluverkinu verður umhverfið keimlíkara. Við horfum því fram á breyttan veruleika í Evrópu. Það getur enginn sagt nákvæmlega fyrir um hvernig umhverfið verður eftir nokkur ár, en það eitt er ljóst að sú stafræna vegferð sem við erum á sem og nýjar samevrópskar reglugerðir eiga eftir að umbylta fjármálamörkuðum í álfunni. Evrópskir bankar, þar með talið þeir íslensku, tryggingafélög og önnur stórfyrirtæki vinna nú hörðum höndum að því að bregðast við breyttu umhverfi. Margir bankar hafa þegar stigið stór skref til þess að breyta til dæmis lánaferlum sínum og gera þá sjálfvirkari og fljótlegri. Sumir þeirra byggja úttektarheimildir sínar og verðlagningu alfarið á sjálfvirkri upplýsingaöflun. En aðalatriðið er það að því betri gögn sem við höfum í höndunum, því upplýstari ákvarðanir getum við tekið. Með nýju löggjöfinni, PSD2, koma nýir þátttakendur inn á greiðslumiðlunarmarkaðinn sem þurfa að nýta fjárhagsupplýsingar í sinni þjónustu. Creditinfo hefur tuttugu ára reynslu af því að safna gögnum, geyma þau og miðla þeim. Við erum í mjög góðri stöðu til þess að þróa lausnir okkar áfram og nýta okkur tæknina til þess að hjálpa viðskiptavinum okkar að taka upplýstari ákvarðanir. Það er og verður áfram okkar sérgrein.“Lánshæfi flutt milli landa Sem dæmi um tæknilausn sem Creditinfo hefur þróað nefnir Brynja verkefni sem felst í því að flytja lánshæfi fólks á milli landa. „Það hefur verið viðvarandi vandamál að þegar fólk flytur á milli landa fylgir lánshæfi þess ekki með. Það er eins og óskrifað blað í nýju landi – með enga fjárhagssögu. Við erum að þróa lausn þar sem við notum blockchain-tæknina til þess að gera fólki kleift að flytja lánshæfi sitt á milli landa. Þá ætti það að geta flutt til nýs lands með þá forgjöf sem það var búið að vinna sér inn annars staðar.“ Brynja nefnir annað þróunarverkefni: „Við keyptum fyrir tveimur árum breskt fyrirtæki, Coremetrix, sem notar nokkuð nýstárlegar aðferðir til þess að meta lánshæfi fólks. Fyrirtækið leggur eins konar persónuleikapróf fyrir umsækjendur um lán og reiknar lánshæfið út frá því með hvaða hætti hver og einn svarar prófinu. Þessi aðferð hefur reynst ungu fólki og þeim sem eiga sér litla sem enga fjármálasögu sérlega vel. Margir á okkar vanþróaðri mörkuðum hafa sýnt þessari lausn mikinn áhuga. Hún gæti nýst vel þar. Á þróaðri mörkuðum liggur yfirleitt fyrir töluvert magn af góðum upplýsingum, þó svo að vissulega sé alltaf hægt að gera betur. Hins vegar gætu lausnir sem þessar mögulega verið grundvöllur lánaákvörðunar í vanþróaðri ríkjum.“ Lánastofnanir ættu auk þess að sjá sér hag í því að nýta sér lausnir sem þessar til þess að meta lánshæfi fólks með litla eða enga fjárhagssögu eða bæta við þær upplýsingar sem eru til. Þannig geti þær öðlast dýrmætt samkeppnisforskot.Hvar liggja helstu sóknarfæri Creditinfo til framtíðar? „Í vanþróaðri ríkjum felast sóknarfærin í því að nálgast gögn, sem ekki hefur áður verið hægt að nálgast, til þess að meta lánshæfi fólks og skapa þannig traust á milli lántaka og lánveitanda. Í þessum ríkjum liggja engar bankaupplýsingar fyrir að ráði, en með örri tækniþróun og hugmyndaauðgi er hægt að finna leiðir til þess að nálgast upplýsingar sem geta nýst við lánaákvarðanir. Á þróaðri mörkuðum okkar, sér í lagi í Evrópu, eru stærstu viðskiptavinirnir að ganga í gegnum algjöra umbyltingu. Með nýrri tækni og nýju samevrópsku regluverki mun hver og einn einstaklingur öðlast meira vald yfir sínum eigin upplýsingum. Hann getur þá til dæmis veitt heimild til þess að miðla jákvæðum upplýsingum, sem hingað til hefur verið bannað, að minnsta kosti á Íslandi. Við höfum undanfarið unnið náið með okkar viðskiptavinum og hjálpað þeim að ná árangri á þessari stafrænu vegferð sem þeir eru á. Með okkar sérþekkingu á áhættumati og gögnum að vopni teljum við okkur vera í algjörri lykilstöðu.“Viðtalið birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Markaðir Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Brynja Baldursdóttir, framkvæmdastjóri upplýsingatæknifyrirtækisins Creditinfo, segir fyrirtækið vera í lykilstöðu til þess að hjálpa evrópskum bönkum að takast á við öra þróun stafrænnar tækni og nýtt samevrópskt regluverk. „Það má segja að heimur okkar stærstu viðskiptavina sé að umbyltast um þessar mundir,“ segir hún í viðtali við Markaðinn. Fyrirtæki þurfi að horfast í augu við breyttan veruleika. „Það getur enginn sagt nákvæmlega fyrir um hvernig umhverfið verður eftir nokkur ár, en það eitt er ljóst að sú stafræna vegferð sem við erum á sem og nýjar samevrópskar reglugerðir eiga eftir að umbylta fjármálamörkuðum í álfunni.“ Creditinfo hefur þróað margvíslegar fjártæknilausnir sem er bæði ætlað að bregðast við breyttri hegðun nýrrar aldamótakynslóðar sem og að hjálpa milljónum manna í ríkjum, sem búa ekki við fullþroskað fjármálakerfi, að öðlast aðgang að lánsfé. „Styrkur félagsins felst í því að veita aðgang að upplýsingum um lánshæfi í löndum þar sem lánsfé er að jafnaði ekki aðgengilegt,“ segir Brynja. Í ár eru tuttugu ár frá því að nýútskrifaður lögfræðingur, Reynir Grétarsson að nafni, stofnaði Creditinfo, sem hét þá reyndar Lánstraust, með tveimur félögum sínum. Fyrstu árin buðu þeir fyrirtækjum rafrænan aðgang að vanskilaskránni, sem nefndist þá svarta bókin, en hún hafði ekki áður verið tiltæk á tölvutæki formi. Í kjölfarið hóf félagið að safna frekari gögnum frá hinu opinbera, svo sem um reikningsskil, greiðslutryggingar og upplýsingar frá fyrirtækjaskrá, og áður en leið á löngu var herjað á alþjóðlega markaði. Fyrsta erlenda skrifstofa félagsins var opnuð á Möltu árið 2002 og ári síðar var önnur skrifstofa opnuð í Litháen. Nú, fimmtán árum síðar, starfar félagið í 28 löndum og rekur skrifstofur í 22 löndum í fjórum heimsálfum. Samtals starfa tæplega 400 manns hjá félaginu, en velta þess var um 3,7 milljarðar króna í fyrra. Félagið hefur skapað sér sterka markaðsstöðu í Afríku, Balkanlöndunum og austurhluta Evrópu. Sjónum hefur einkum verið beint að jaðarmörkuðum, þar sem fáir ef nokkrir keppinautar félagsins hafa stungið niður rótum.Áskorun að starfa í Afríku „Við höfum hafið starfsemi í löndum þar sem fjármálakerfið er ekki mjög þróað og aðgangur að lánsfé þannig ekki almennur. Þá gerum við það yfirleitt í samstarfi við Alþjóðabankann eða sambærilegar stofnanir, í mörgum tilfellum eftir útboð bankans. Fyrirtæki sem halda utan um fjárhagsupplýsingar og miðla upplýsingum um lánstraust eru ein af forsendum þess að land teljist vera með virkt fjármálakerfi samkvæmt skilgreiningu bankans,“ segir Brynja, sem hóf störf hjá Creditinfo árið 2013. Fyrst stýrði hún viðskiptastýringu og þróun hjá félaginu en í febrúar 2015 var hún ráðin framkvæmdastjóri hér á landi. Auk þess er hún svæðisstjóri í norður- og suðurhluta Evrópu. „Eitt meginvandamálið í fjölmörgum ríkjum, sér í lagi í Afríku, er að fólk á erfitt með að gera grein fyrir sér og sinni stöðu. Það á oft ekki bankareikning og litlar sem engar upplýsingar liggja fyrir um fjárhagsstöðu þess. Það gerir alla fjármálastarfsemi þunga í vöfum. Það er mikil áskorun að hefja starfsemi í slíkum löndum, tengjast bönkunum og miðla upplýsingum sem birtast kannski á mánaðarfresti, en ekki í rauntíma eins og hér á landi. Við störfum auk þess í löndum sem eru, ef svo má segja, á svipuðum stað og Ísland. Til dæmis í Eystrasaltslöndunum þremur. Þeir markaðir eru mjög líkir íslenska markaðinum en bara talsvert stærri og reksturinn þar af leiðandi svipaður. Þrátt fyrir að við séum orðin tuttugu ára lítum við enn á okkur sem nýsköpunarfyrirtæki. Við erum að stíga okkar fyrstu skref í mörgum löndum, svo sem í Afríku og Karíbahafinu, og nýtum þá reynsluna, þekkinguna og tæknina sem við höfum yfir að ráða, eftir tuttugu ára starfsemi á þróaðri mörkuðum, til þess að hjálpa fólki á vanþróaðri mörkuðum að fá aðgang að fyrirgreiðslu og stuðla þannig að trausti í viðskiptum. Þróunin er hröð á þessum vanþróuðu mörkuðum. Sem dæmi keyptum við í fyrra meirihluta í fjártæknifyrirtækinu Alternative Circle í Kenía, en fyrirtækið gerir fólki kleift að fá lánshæfi sitt metið og fá lán á innan við mínútu í gegnum snjallsímann sinn. Þetta er dæmi um lausn sem markaðinn í vanþróaðri löndum sárvantar, því þar eru fáir með bankareikning en allir eiga farsíma sem hægt er að nota til að auðkenna viðkomandi. Eins eru lánsfjárhæðir yfirleitt lægri en hér.“Ísland er eftir á Brynja segir mikil tækifæri geta falist í aukinni notkun á lánshæfismati. Íslendingar séu ekki beint brautryðjendur í því að verðleggja áhættu þannig að lánshæfismat lántaka endurspeglist í lánakjörum hans. Þess í stað tíðkist, sér í lagi í lánum til einstaklinga og minni fyrirtækja, að bjóða öllum stöðluð kjör. „Þetta hefur verið að breytast mikið á undanförnum árum og ég tel að við eigum eftir að sjá mikla breytingu áfram. Það hefur gefið góða raun á þróaðri lánamörkuðum, til dæmis í Bandaríkjunum og Bretlandi, að fjárhagssaga stjórni því hvaða kjör fólki bjóðast. Þannig tekur fólk ábyrgð á eigin fjárhagssögu og getur haft stjórn á því hvaða kjör það fær. Þeir sem eru ábyrgir í sínum fjármálum njóta þess. Til viðbótar hefur upplýsingaflæði í samfélaginu, sem tækniþróun síðustu tíu ára hefur stuðlað að, aukist gríðarlega, sérstaklega eftir tilkomu Facebook og Google. Við skiljum eftir okkur mun stærra upplýsingafótspor, ef svo má segja, en við gerðum fyrir fáeinum árum. Þessar upplýsingar geta nýst við alls konar ákvarðanatöku. Ný Evrópulöggjöf um persónuvernd, sem tekur gildi í maí á næsta ári, mun gefa fólki mun meira vald yfir sínum eigin upplýsingum. Hver og einn mun þá hafa meira vald yfir því hvort upplýsingum um sig skuli miðlað eða ekki. Hingað til hefur til dæmis aðallega mátt miðla neikvæðum upplýsingum, það er upplýsingum um skuldbindingar sem ekki er staðið við, en ekki hefur verið heimilt að nota jákvæðar upplýsingar í jafn ríkum mæli, sem eru upplýsingar um skuldbindingar sem maður stendur við. Slíkar upplýsingar eru auðvitað til þess fallnar að bæta lánshæfismatið og stuðla að hagstæðari lánakjörum. Nýja persónuverndarlöggjöfin gæti breytt þessu, enda veitir hún fólki meira vald yfir því hvaða upplýsingum, hvort sem er jákvæðum eða neikvæðum, er miðlað sem á eftir að koma neytendum til góða.“Breytast í einn markað Auk þess mun ný Evrópulöggjöf um greiðslumiðlun, PSD2, sem tekur gildi á næsta ári, breyta landslaginu. „Öll Evrópulönd verða þá sett undir sama hatt. Það er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir því að Evrópa er að verða einn markaður. Við störfum nú til dæmis í sex Evrópulöndum en þurfum, eins og aðrir, að fara að líta á löndin sem einn markað. Þó svo að við veitum ekki þjónustu af sama meiði í öllum löndunum, þá eru lausnirnar að þróast í sömu átt. Við höfum búið við ólíka löggjöf í hverju landi en með nýja samevrópska regluverkinu verður umhverfið keimlíkara. Við horfum því fram á breyttan veruleika í Evrópu. Það getur enginn sagt nákvæmlega fyrir um hvernig umhverfið verður eftir nokkur ár, en það eitt er ljóst að sú stafræna vegferð sem við erum á sem og nýjar samevrópskar reglugerðir eiga eftir að umbylta fjármálamörkuðum í álfunni. Evrópskir bankar, þar með talið þeir íslensku, tryggingafélög og önnur stórfyrirtæki vinna nú hörðum höndum að því að bregðast við breyttu umhverfi. Margir bankar hafa þegar stigið stór skref til þess að breyta til dæmis lánaferlum sínum og gera þá sjálfvirkari og fljótlegri. Sumir þeirra byggja úttektarheimildir sínar og verðlagningu alfarið á sjálfvirkri upplýsingaöflun. En aðalatriðið er það að því betri gögn sem við höfum í höndunum, því upplýstari ákvarðanir getum við tekið. Með nýju löggjöfinni, PSD2, koma nýir þátttakendur inn á greiðslumiðlunarmarkaðinn sem þurfa að nýta fjárhagsupplýsingar í sinni þjónustu. Creditinfo hefur tuttugu ára reynslu af því að safna gögnum, geyma þau og miðla þeim. Við erum í mjög góðri stöðu til þess að þróa lausnir okkar áfram og nýta okkur tæknina til þess að hjálpa viðskiptavinum okkar að taka upplýstari ákvarðanir. Það er og verður áfram okkar sérgrein.“Lánshæfi flutt milli landa Sem dæmi um tæknilausn sem Creditinfo hefur þróað nefnir Brynja verkefni sem felst í því að flytja lánshæfi fólks á milli landa. „Það hefur verið viðvarandi vandamál að þegar fólk flytur á milli landa fylgir lánshæfi þess ekki með. Það er eins og óskrifað blað í nýju landi – með enga fjárhagssögu. Við erum að þróa lausn þar sem við notum blockchain-tæknina til þess að gera fólki kleift að flytja lánshæfi sitt á milli landa. Þá ætti það að geta flutt til nýs lands með þá forgjöf sem það var búið að vinna sér inn annars staðar.“ Brynja nefnir annað þróunarverkefni: „Við keyptum fyrir tveimur árum breskt fyrirtæki, Coremetrix, sem notar nokkuð nýstárlegar aðferðir til þess að meta lánshæfi fólks. Fyrirtækið leggur eins konar persónuleikapróf fyrir umsækjendur um lán og reiknar lánshæfið út frá því með hvaða hætti hver og einn svarar prófinu. Þessi aðferð hefur reynst ungu fólki og þeim sem eiga sér litla sem enga fjármálasögu sérlega vel. Margir á okkar vanþróaðri mörkuðum hafa sýnt þessari lausn mikinn áhuga. Hún gæti nýst vel þar. Á þróaðri mörkuðum liggur yfirleitt fyrir töluvert magn af góðum upplýsingum, þó svo að vissulega sé alltaf hægt að gera betur. Hins vegar gætu lausnir sem þessar mögulega verið grundvöllur lánaákvörðunar í vanþróaðri ríkjum.“ Lánastofnanir ættu auk þess að sjá sér hag í því að nýta sér lausnir sem þessar til þess að meta lánshæfi fólks með litla eða enga fjárhagssögu eða bæta við þær upplýsingar sem eru til. Þannig geti þær öðlast dýrmætt samkeppnisforskot.Hvar liggja helstu sóknarfæri Creditinfo til framtíðar? „Í vanþróaðri ríkjum felast sóknarfærin í því að nálgast gögn, sem ekki hefur áður verið hægt að nálgast, til þess að meta lánshæfi fólks og skapa þannig traust á milli lántaka og lánveitanda. Í þessum ríkjum liggja engar bankaupplýsingar fyrir að ráði, en með örri tækniþróun og hugmyndaauðgi er hægt að finna leiðir til þess að nálgast upplýsingar sem geta nýst við lánaákvarðanir. Á þróaðri mörkuðum okkar, sér í lagi í Evrópu, eru stærstu viðskiptavinirnir að ganga í gegnum algjöra umbyltingu. Með nýrri tækni og nýju samevrópsku regluverki mun hver og einn einstaklingur öðlast meira vald yfir sínum eigin upplýsingum. Hann getur þá til dæmis veitt heimild til þess að miðla jákvæðum upplýsingum, sem hingað til hefur verið bannað, að minnsta kosti á Íslandi. Við höfum undanfarið unnið náið með okkar viðskiptavinum og hjálpað þeim að ná árangri á þessari stafrænu vegferð sem þeir eru á. Með okkar sérþekkingu á áhættumati og gögnum að vopni teljum við okkur vera í algjörri lykilstöðu.“Viðtalið birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Markaðir Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira