Hátt vægi innlendra eigna lífeyrissjóðanna býður hættunni heim Kristinn Ingi Jónsson skrifar 24. janúar 2018 09:00 Í skýrslu starfshópsins segir að eignir lífeyrissjóðanna séu einsleitar sem stafar af því að erlendar eignir eru rétt um fjórðungur. Afar mikilvægt sé að sjóðirnir auki vægi erlendra eigna á næstu árum. Það minnki áhættu í eignasöfnum þeirra og dragi jafnframt úr umsvifum hér á landi. Vísir/Vilhelm Ef lífeyrissjóðirnir auka ekki vægi erlendra eigna í eignasöfnum sínum munu þeir eiga rétt rúman helming allra eigna hér á landi árið 2060. Er þá miðað við að eignir sjóðanna ávaxtist um 3,5 prósent að raungildi á ári. Til samanburðar eiga lífeyrissjóðirnir nú um þriðjung allra eigna á landinu. Afleiðingin yrði sú að eignaverð myndi hækka og samkeppni á milli fyrirtækja minnka. Ef hlutfall eigna lífeyrissjóðanna sem ávaxtaðar eru erlendis hækkar hins vegar á næstu þremur áratugum úr rúmum 20 prósentum í ríflega 40 prósent – líkt og það er í fjölmörgum samanburðarríkjum Íslands – verður hlutur sjóðanna í öllu fjármagni hér á landi um 39 prósent árið 2060. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í greinargerð Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem unnin var að beiðni starfshóps sem þáverandi forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, skipaði síðasta sumar í samráði við ráðherranefnd um efnahagsmál, en starfshópnum var falið að skoða hlutverk lífeyrissjóðanna í uppbyggingu atvinnulífsins. Hópurinn kynnti skýrslu sína á mánudag og var niðurstaðan afdráttarlaus: Sjóðirnir verða að auka vægi erlendra eigna í eignasöfnum sínum til þess að draga úr áhættu og stuðla að aukinni samkeppni á milli fyrirtækja. Var lagt til að stjórnvöld myndu láta semja sérstaka skýrslu árið 2020 til að geta lagt mat á hvort ástæða er til að endurskoða lagaákvæði um heimildir lífeyrissjóða til erlendra fjárfestinga.Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsinsHátt vægi áhættusamt Gunnar Baldvinsson, formaður starfshópsins og framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins, segir að hátt vægi innlendra eigna sjóðanna – en sjóðirnir áttu hátt í 70 prósent allra markaðsskuldabréfa og víxla og ríflega 41 prósent skráðra hlutabréfa hér á landi í árslok 2016 – sé „sérstaklega áhættusamt“ í litlu hagkerfi eins og því íslenska þar sem atvinnulífið sé tiltölulega einhæft og samtvinnað. Í alþjóðlegum samanburði sé vægi erlendra eigna íslenskra lífeyrissjóða af heildareignum með lægsta móti. „Það er mjög mikilvægt að sjóðirnir auki erlendar fjárfestingar sínar. Það eykur áhættudreifingu í eignasöfnum á sama tíma og það dregur úr innlendum umsvifum sjóðanna,“ segir hann. Það gefi augaleið að lítil áhættudreifing sé fólgin í því fyrir lífeyrissjóðina að eiga stóra sneið í sextán skráðum félögum. Til marks um aukin umsvif lífeyrissjóðanna hér á landi er í greinargerð Hagfræðistofnunar bent á að heildareignir sjóðanna hafi frá árinu 2006 til 2016 hækkað úr 126 í 145 prósent af vergri landsframleiðslu. Á sama tíma jukust innlendar eignir sjóðanna úr 89 í 114 prósent af vergri landsframleiðslu. Þá leiðir greining starfshópsins í ljós að sjóðirnir eiga á bilinu 24 til 57 prósent af hlutabréfum skráðra félaga í Kauphöllinni. Er meðaltalseignarhlutur allra lífeyrissjóðanna 44 prósent.Sjóðirnir eiga eftir að stækka hröðum skrefum á komandi árum, enda eldist þjóðin hratt. Sérfræðingar Hagfræðistofnunar áætla að ef sjóðirnir nái 3,5 prósenta raunávöxtun á ári muni þeir líkast til stækka hraðar en landsframleiðslan. Gæti þannig hlutfall heildareigna sjóðanna farið hátt í 250 prósent af vergri landsframleiðslu árið 2065. Einnig megi gera ráð fyrir því, ef sjóðirnir ávaxtast árlega um 3,5 prósent að raungildi og vægi innlendra eigna þeirra breytist ekkert, að innlendar eignir sjóðanna stækki hraðar en heildarfjármunaeign í landinu. Gætu þá sjóðirnir átt rétt rúmlega helming allra eigna hér á landi árið 2060, en hlutfallið er nú um 33 prósent. Önnur mynd blasir þó við ef sjóðirnir auka vægi erlendra eigna. Ef gengið er út frá því að hlutfall erlendra eigna í sjóðunum hækki á 25 árum um 20 prósentustig af heildarsafninu – úr 22 prósentum í 42 prósent – þá gerir Hagfræðistofnun ráð fyrir að hlutfall eigna lífeyrissjóða af íslenskum fjármagnsstofni hækki úr 33 prósentum, líkt og það er nú, í tæp 40 prósent árið 2060. Niðurstaðan er því sú að tvennt þurfi til þess að hlutur lífeyrissjóða í heildarfjármagni á Íslandi vaxi enn frekar á næstu árum: Ávöxtun sjóðanna þarf að vera góð auk þess sem hlutur erlendra eigna í eignasöfnum má ekki vaxa sem neinu nemur.Ýtir upp eignaverði Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, segist ekki sjá mörg rök fyrir því að lífeyrissjóðirnir eigi eins miklar eignir og raun ber vitni í jafnsmáu hagkerfi eins og hér á landi. „Í það heila finnst mér að þeir ættu að dreifa hlutabréfaeign sinni mun meira en þeir gera. Helstu rökin fyrir því að sjóðirnir fjárfesti í miklum mæli á heimaslóðum eru þau að stjórnendur þeirra þekkja betur til á heimamarkaði en annars staðar. En ókostirnir eru fjölmargir. Til dæmis geta miklar fjárfestingar sjóðanna hér á landi ýtt upp verði á eignum. Þá er ekki skynsamlegt að sjóðirnir hætti stórum hluta eigna á sama stað og tekna er aflað. Þegar kreppa ríður yfir Ísland myndu íslenskir launþegar þá ekki aðeins missa hluta af eign sinni í lífeyrissjóðum, heldur myndu tekjur þeirra sennilega einnig dragast saman,“ nefnir hann. Auk þess bendir Sigurður á að íslensku sjóðirnir verji stærri hluta af ráðstöfunarfé sínu heima fyrir en erlendir sjóðir sem eiga mun stærri og fjölbreyttari heimamarkaði.Gunnar útskýrir að vægi erlendra eigna sjóðanna af heildareignum hafi minnkað umtalsvert vegna gjaldeyrishaftanna sem komið var á í kjölfar efnahagshrunsins. Þau voru afnumin í fyrra sem kunnugt er. „Það eru ákveðnar vísbendingar um að sjóðirnir séu að auka fjárfestingar sínar erlendis með markvissum hætti. Fjármálaeftirlitið áætlar að þeir hafi jafnvel fjárfest fyrir 130 til 140 milljarða króna á síðasta ári sem er veruleg aukning á milli ára. Af fjárfestingarstefnum sjóðanna má einnig ráða að sjóðirnir hyggjast allir auka vægi erlendra eigna í eignasöfnum sínum. Þeir hafa hækkað markmið um erlendar eignir í stefnum sínum fyrir þetta ár og hafa til að mynda þrír sjóðir sett sér markmið um að vægið verði 40 prósent í ár,“ nefnir Gunnar.. Af þeim sökum hafi starfshópurinn ekki talið ástæðu til að leggja til gólf á erlendar eignir lífeyrissjóðanna. Núverandi löggjöf feli í sér verulegar heimildir til erlendra fjárfestinga og ljóst sé að sjóðirnir stefni að því að nýta sér þær. Auk þess nefnir Gunnar að það gæti verið flókið tæknilega séð að lögfesta slíkt gólf og þá séu einnig þarfir einstakra sjóða mismunandi.Vegur upp gengisáhættuna Sigurður segir mikilvægast að lífeyrissjóðirnir dreifi áhættu í þeim fjárfestingum sem eru hvað áhættusamastar: kaupum á hlutabréfum. Margt bendi til þess að sjóðirnir geti dregið úr áhættu í eignasafni sínu með því að beina hlutabréfakaupum til útlanda. „Með því að eiga hlutabréf hér heima losna lífeyrissjóðirnir vissulega við gengisáhættuna, en minni áhætta í dreifðu hlutabréfasafni gerir hins vegar meira en að vega upp gengisáhættuna. Mælt í krónum hefur ávöxtun íslenskra hlutabréfa sveiflast meira en heimsvísitala hlutabréfa og þá hafa erlend hlutabréf að auki ávaxtast betur. Smæð markaðarins hér heima bendir einnig til þess að áfram megi vænta mikilla sveiflna í verði á íslenskum hlutabréfum.“Sigurður segir erfitt að sjá haldgóð rök fyrir þeirri lagareglu að helmingur eigna lífeyrissjóðanna skuli vera laus við gengisáhættu. „Þeir sem stýra lífeyrissjóðunum verða á endanum að leggja mat á það hvar þeir vilja fjárfesta. Það er engin ástæða fyrir löggjafann til að skipta sér af því mati. Á meðan meira en helmingur eigna sjóðanna má ekki bera gengisáhættu kann svo að fara að sjóðirnir leggi meira undir í íslensku efnahagslífi en stjórnendum þeirra þykir skynsamlegt. Í ljósi smæðar hagkerfisins virðist erfitt að réttlæta slík lagaboð.“Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Markaðir Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Ef lífeyrissjóðirnir auka ekki vægi erlendra eigna í eignasöfnum sínum munu þeir eiga rétt rúman helming allra eigna hér á landi árið 2060. Er þá miðað við að eignir sjóðanna ávaxtist um 3,5 prósent að raungildi á ári. Til samanburðar eiga lífeyrissjóðirnir nú um þriðjung allra eigna á landinu. Afleiðingin yrði sú að eignaverð myndi hækka og samkeppni á milli fyrirtækja minnka. Ef hlutfall eigna lífeyrissjóðanna sem ávaxtaðar eru erlendis hækkar hins vegar á næstu þremur áratugum úr rúmum 20 prósentum í ríflega 40 prósent – líkt og það er í fjölmörgum samanburðarríkjum Íslands – verður hlutur sjóðanna í öllu fjármagni hér á landi um 39 prósent árið 2060. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í greinargerð Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem unnin var að beiðni starfshóps sem þáverandi forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, skipaði síðasta sumar í samráði við ráðherranefnd um efnahagsmál, en starfshópnum var falið að skoða hlutverk lífeyrissjóðanna í uppbyggingu atvinnulífsins. Hópurinn kynnti skýrslu sína á mánudag og var niðurstaðan afdráttarlaus: Sjóðirnir verða að auka vægi erlendra eigna í eignasöfnum sínum til þess að draga úr áhættu og stuðla að aukinni samkeppni á milli fyrirtækja. Var lagt til að stjórnvöld myndu láta semja sérstaka skýrslu árið 2020 til að geta lagt mat á hvort ástæða er til að endurskoða lagaákvæði um heimildir lífeyrissjóða til erlendra fjárfestinga.Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsinsHátt vægi áhættusamt Gunnar Baldvinsson, formaður starfshópsins og framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins, segir að hátt vægi innlendra eigna sjóðanna – en sjóðirnir áttu hátt í 70 prósent allra markaðsskuldabréfa og víxla og ríflega 41 prósent skráðra hlutabréfa hér á landi í árslok 2016 – sé „sérstaklega áhættusamt“ í litlu hagkerfi eins og því íslenska þar sem atvinnulífið sé tiltölulega einhæft og samtvinnað. Í alþjóðlegum samanburði sé vægi erlendra eigna íslenskra lífeyrissjóða af heildareignum með lægsta móti. „Það er mjög mikilvægt að sjóðirnir auki erlendar fjárfestingar sínar. Það eykur áhættudreifingu í eignasöfnum á sama tíma og það dregur úr innlendum umsvifum sjóðanna,“ segir hann. Það gefi augaleið að lítil áhættudreifing sé fólgin í því fyrir lífeyrissjóðina að eiga stóra sneið í sextán skráðum félögum. Til marks um aukin umsvif lífeyrissjóðanna hér á landi er í greinargerð Hagfræðistofnunar bent á að heildareignir sjóðanna hafi frá árinu 2006 til 2016 hækkað úr 126 í 145 prósent af vergri landsframleiðslu. Á sama tíma jukust innlendar eignir sjóðanna úr 89 í 114 prósent af vergri landsframleiðslu. Þá leiðir greining starfshópsins í ljós að sjóðirnir eiga á bilinu 24 til 57 prósent af hlutabréfum skráðra félaga í Kauphöllinni. Er meðaltalseignarhlutur allra lífeyrissjóðanna 44 prósent.Sjóðirnir eiga eftir að stækka hröðum skrefum á komandi árum, enda eldist þjóðin hratt. Sérfræðingar Hagfræðistofnunar áætla að ef sjóðirnir nái 3,5 prósenta raunávöxtun á ári muni þeir líkast til stækka hraðar en landsframleiðslan. Gæti þannig hlutfall heildareigna sjóðanna farið hátt í 250 prósent af vergri landsframleiðslu árið 2065. Einnig megi gera ráð fyrir því, ef sjóðirnir ávaxtast árlega um 3,5 prósent að raungildi og vægi innlendra eigna þeirra breytist ekkert, að innlendar eignir sjóðanna stækki hraðar en heildarfjármunaeign í landinu. Gætu þá sjóðirnir átt rétt rúmlega helming allra eigna hér á landi árið 2060, en hlutfallið er nú um 33 prósent. Önnur mynd blasir þó við ef sjóðirnir auka vægi erlendra eigna. Ef gengið er út frá því að hlutfall erlendra eigna í sjóðunum hækki á 25 árum um 20 prósentustig af heildarsafninu – úr 22 prósentum í 42 prósent – þá gerir Hagfræðistofnun ráð fyrir að hlutfall eigna lífeyrissjóða af íslenskum fjármagnsstofni hækki úr 33 prósentum, líkt og það er nú, í tæp 40 prósent árið 2060. Niðurstaðan er því sú að tvennt þurfi til þess að hlutur lífeyrissjóða í heildarfjármagni á Íslandi vaxi enn frekar á næstu árum: Ávöxtun sjóðanna þarf að vera góð auk þess sem hlutur erlendra eigna í eignasöfnum má ekki vaxa sem neinu nemur.Ýtir upp eignaverði Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, segist ekki sjá mörg rök fyrir því að lífeyrissjóðirnir eigi eins miklar eignir og raun ber vitni í jafnsmáu hagkerfi eins og hér á landi. „Í það heila finnst mér að þeir ættu að dreifa hlutabréfaeign sinni mun meira en þeir gera. Helstu rökin fyrir því að sjóðirnir fjárfesti í miklum mæli á heimaslóðum eru þau að stjórnendur þeirra þekkja betur til á heimamarkaði en annars staðar. En ókostirnir eru fjölmargir. Til dæmis geta miklar fjárfestingar sjóðanna hér á landi ýtt upp verði á eignum. Þá er ekki skynsamlegt að sjóðirnir hætti stórum hluta eigna á sama stað og tekna er aflað. Þegar kreppa ríður yfir Ísland myndu íslenskir launþegar þá ekki aðeins missa hluta af eign sinni í lífeyrissjóðum, heldur myndu tekjur þeirra sennilega einnig dragast saman,“ nefnir hann. Auk þess bendir Sigurður á að íslensku sjóðirnir verji stærri hluta af ráðstöfunarfé sínu heima fyrir en erlendir sjóðir sem eiga mun stærri og fjölbreyttari heimamarkaði.Gunnar útskýrir að vægi erlendra eigna sjóðanna af heildareignum hafi minnkað umtalsvert vegna gjaldeyrishaftanna sem komið var á í kjölfar efnahagshrunsins. Þau voru afnumin í fyrra sem kunnugt er. „Það eru ákveðnar vísbendingar um að sjóðirnir séu að auka fjárfestingar sínar erlendis með markvissum hætti. Fjármálaeftirlitið áætlar að þeir hafi jafnvel fjárfest fyrir 130 til 140 milljarða króna á síðasta ári sem er veruleg aukning á milli ára. Af fjárfestingarstefnum sjóðanna má einnig ráða að sjóðirnir hyggjast allir auka vægi erlendra eigna í eignasöfnum sínum. Þeir hafa hækkað markmið um erlendar eignir í stefnum sínum fyrir þetta ár og hafa til að mynda þrír sjóðir sett sér markmið um að vægið verði 40 prósent í ár,“ nefnir Gunnar.. Af þeim sökum hafi starfshópurinn ekki talið ástæðu til að leggja til gólf á erlendar eignir lífeyrissjóðanna. Núverandi löggjöf feli í sér verulegar heimildir til erlendra fjárfestinga og ljóst sé að sjóðirnir stefni að því að nýta sér þær. Auk þess nefnir Gunnar að það gæti verið flókið tæknilega séð að lögfesta slíkt gólf og þá séu einnig þarfir einstakra sjóða mismunandi.Vegur upp gengisáhættuna Sigurður segir mikilvægast að lífeyrissjóðirnir dreifi áhættu í þeim fjárfestingum sem eru hvað áhættusamastar: kaupum á hlutabréfum. Margt bendi til þess að sjóðirnir geti dregið úr áhættu í eignasafni sínu með því að beina hlutabréfakaupum til útlanda. „Með því að eiga hlutabréf hér heima losna lífeyrissjóðirnir vissulega við gengisáhættuna, en minni áhætta í dreifðu hlutabréfasafni gerir hins vegar meira en að vega upp gengisáhættuna. Mælt í krónum hefur ávöxtun íslenskra hlutabréfa sveiflast meira en heimsvísitala hlutabréfa og þá hafa erlend hlutabréf að auki ávaxtast betur. Smæð markaðarins hér heima bendir einnig til þess að áfram megi vænta mikilla sveiflna í verði á íslenskum hlutabréfum.“Sigurður segir erfitt að sjá haldgóð rök fyrir þeirri lagareglu að helmingur eigna lífeyrissjóðanna skuli vera laus við gengisáhættu. „Þeir sem stýra lífeyrissjóðunum verða á endanum að leggja mat á það hvar þeir vilja fjárfesta. Það er engin ástæða fyrir löggjafann til að skipta sér af því mati. Á meðan meira en helmingur eigna sjóðanna má ekki bera gengisáhættu kann svo að fara að sjóðirnir leggi meira undir í íslensku efnahagslífi en stjórnendum þeirra þykir skynsamlegt. Í ljósi smæðar hagkerfisins virðist erfitt að réttlæta slík lagaboð.“Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Markaðir Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira