Lífeyrissjóðir hafa áhuga á að kaupa um tíu prósent í Arion Hörður Ægisson skrifar 7. febrúar 2018 06:00 Vonir standa til að gengið verði frá samkomulagi fyrir birtingu ársuppgjörs Arion banka 14. febrúar. Vísir/Stefán Á annan tug lífeyrissjóða samþykktu í lok síðustu viku að fara í óskuldbindandi viðræður um kaup á samanlagt tæplega tíu prósenta hlut í Arion banka af Kaupþingi, samkvæmt heimildum Markaðarins. Stefnt er að því að ganga frá samkomulagi í byrjun næstu viku, fyrir birtingu ársuppgjörs bankans 14. febrúar, en kaupverðið yrði þá að óbreyttu samtals í kringum sautján milljarðar króna. Þá eru einnig á sama tíma viðræður við íslensk tryggingafélög og verðbréfasjóði um að fjárfesta í Arion banka, mögulega á bilinu þrjú til fimm prósenta hlut, samhliða því að gengið yrði frá kaupsamningi við lífeyrissjóðina. Það er Kvika banki sem er ráðgjafi Kaupþings í söluferlinu en sjóðunum og tryggingafélögunum var gert tilboð þar sem þeim býðst að kaupa í bankanum á föstu verði sem er rétt yfir genginu 0,8 miðað við eigið fé hans í lok þriðja ársfjórðungs 2017. Gangi áform lífeyrissjóða og annarra fagfjárfesta eftir um að kaupa mögulega allt að fimmtán prósenta hlut í Arion banka, áður en ráðist verður í alþjóðlegt útboð og skráningu bankans síðar á árinu, hyggst Kaupþing nýta sér kauprétt að þrettán prósenta hlut ríkisins í bankanum. Kaupþing hefur að undanförnu haft það til skoðunar, eins og áður hefur verið greint frá í Markaðnum, að leysa til sín hlut ríkisins á grundvelli hluthafasamkomulags frá 2009 og selja hann áfram – á sama verði og hann yrði keyptur á af ríkinu – til meðal annars lífeyrissjóða. Aðeins hefur þó staðið til að kauprétturinn yrði nýttur ef fyrir myndi liggja staðfestur áhugi lífeyrissjóða og annarra fagfjárfesta á að kaupa þau bréf að stærstum hluta strax í kjölfarið af Kaupþingi. Kaupþing þyrfti að greiða um 23 milljarða króna fyrir þrettán prósenta hlut ríkisins, eða sem jafngildir genginu rúmlega 0,8 miðað við núverandi eigið fé Arion banka. Íslenska ríkið eignaðist hlutinn í bankanum, sem þá hét Nýja Kaupþing, í árslok 2009 samhliða því að ríkissjóður lagði honum til rúmlega níu milljarða í hlutafé við stofnfjármögnun bankans.Helmingur sjóðanna hefur áhuga á að kaupa Um einn mánuður er liðinn frá því að ráðgjafar Kaupþings byrjuðu fyrst að funda óformlega með sumum af stærstu lífeyrissjóðunum vegna mögulegra kaupa á hlut í Arion banka. Öllum lífeyrissjóðum landsins barst síðan tilboð miðvikudaginn 24. janúar síðastliðinn þar sem Kaupþing bauðst til að selja þeim að lágmarki samtals fimm prósent af bréfum félagsins í bankanum. Óskað var eftir því að hver og einn sjóður gæfi svar í síðasta lagi föstudaginn 2. febrúar um hvort þeir hefðu áhuga á að fara í viðræður á grundvelli tilboðs Kaupþings og þá hversu stóran hlut sjóðirnir kynnu að vilja kaupa. Samkvæmt svörunum sem bárust frá lífeyrissjóðunum lýstu tólf þeirra, eða um helmingur allra starfandi lífeyrissjóða á landinu, áhuga á að kaupa sem fyrr segir samanlagt nærri tíu prósenta hlut í bankanum. Á meðal fjögurra stærstu lífeyrissjóða landsins – LSR, Lífeyrissjóðs verslunarmanna, Gildis og Birtu – ákvað stjórn Gildis að fara í viðræður um kaup á talsverðum hlut í Arion banka, með þeim skilyrðum að ekki yrði fallist á fyrirliggjandi tilboð Kaupþings óbreytt, og þá er LSR með málið enn til skoðunar. Stjórnir hinna sjóðanna kusu að fjárfesta ekki í bankanum á þessu stigi en í samtölum við forsvarsmenn þeirra undirstrika þeir að sú ákvörðun útiloki ekki að sjóðirnir muni mögulega kaupa í bankanum síðar.25 milljarða arðgreiðsla færi að mestu til ríkisins Boðað hefur verið til hluthafafundar hjá Arion banka 12. febrúar þar sem stjórn bankans leggur til 25 milljarða arðgreiðslu til hluthafa. Arðgreiðslan er háð því skilyrði að Kaupskil, dótturfélag Kaupþings sem á 57 prósent í bankanum, hafi selt minnst tvö prósent eignar félagsins fyrir 15. apríl. Þá er lagt til að stjórnin fái heimild, sem gildir einnig fram í miðjan apríl, til þess að kaupa allt að tíu prósenta eigin bréfa bankans og að það fé sem nýtt verði til kaupanna dragist frá væntanlegri arðgreiðslu. Auk Kaupþings og íslenska ríkisins eiga þrír vogunarsjóðir og Goldman Sachs samtals um 30 prósenta hlut í bankanum. Boðaðar arðgreiðslur til hluthafa myndu að stærstum hluta renna til ríkissjóðs þar sem Kaupþing þyrfti að ráðstafa slíkum greiðslum inn á veðskuldabréf sem það gaf út til ríkisins í ársbyrjun 2016 í tengslum við stöðugleikaskilyrði sem félagið samþykkti. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Á annan tug lífeyrissjóða samþykktu í lok síðustu viku að fara í óskuldbindandi viðræður um kaup á samanlagt tæplega tíu prósenta hlut í Arion banka af Kaupþingi, samkvæmt heimildum Markaðarins. Stefnt er að því að ganga frá samkomulagi í byrjun næstu viku, fyrir birtingu ársuppgjörs bankans 14. febrúar, en kaupverðið yrði þá að óbreyttu samtals í kringum sautján milljarðar króna. Þá eru einnig á sama tíma viðræður við íslensk tryggingafélög og verðbréfasjóði um að fjárfesta í Arion banka, mögulega á bilinu þrjú til fimm prósenta hlut, samhliða því að gengið yrði frá kaupsamningi við lífeyrissjóðina. Það er Kvika banki sem er ráðgjafi Kaupþings í söluferlinu en sjóðunum og tryggingafélögunum var gert tilboð þar sem þeim býðst að kaupa í bankanum á föstu verði sem er rétt yfir genginu 0,8 miðað við eigið fé hans í lok þriðja ársfjórðungs 2017. Gangi áform lífeyrissjóða og annarra fagfjárfesta eftir um að kaupa mögulega allt að fimmtán prósenta hlut í Arion banka, áður en ráðist verður í alþjóðlegt útboð og skráningu bankans síðar á árinu, hyggst Kaupþing nýta sér kauprétt að þrettán prósenta hlut ríkisins í bankanum. Kaupþing hefur að undanförnu haft það til skoðunar, eins og áður hefur verið greint frá í Markaðnum, að leysa til sín hlut ríkisins á grundvelli hluthafasamkomulags frá 2009 og selja hann áfram – á sama verði og hann yrði keyptur á af ríkinu – til meðal annars lífeyrissjóða. Aðeins hefur þó staðið til að kauprétturinn yrði nýttur ef fyrir myndi liggja staðfestur áhugi lífeyrissjóða og annarra fagfjárfesta á að kaupa þau bréf að stærstum hluta strax í kjölfarið af Kaupþingi. Kaupþing þyrfti að greiða um 23 milljarða króna fyrir þrettán prósenta hlut ríkisins, eða sem jafngildir genginu rúmlega 0,8 miðað við núverandi eigið fé Arion banka. Íslenska ríkið eignaðist hlutinn í bankanum, sem þá hét Nýja Kaupþing, í árslok 2009 samhliða því að ríkissjóður lagði honum til rúmlega níu milljarða í hlutafé við stofnfjármögnun bankans.Helmingur sjóðanna hefur áhuga á að kaupa Um einn mánuður er liðinn frá því að ráðgjafar Kaupþings byrjuðu fyrst að funda óformlega með sumum af stærstu lífeyrissjóðunum vegna mögulegra kaupa á hlut í Arion banka. Öllum lífeyrissjóðum landsins barst síðan tilboð miðvikudaginn 24. janúar síðastliðinn þar sem Kaupþing bauðst til að selja þeim að lágmarki samtals fimm prósent af bréfum félagsins í bankanum. Óskað var eftir því að hver og einn sjóður gæfi svar í síðasta lagi föstudaginn 2. febrúar um hvort þeir hefðu áhuga á að fara í viðræður á grundvelli tilboðs Kaupþings og þá hversu stóran hlut sjóðirnir kynnu að vilja kaupa. Samkvæmt svörunum sem bárust frá lífeyrissjóðunum lýstu tólf þeirra, eða um helmingur allra starfandi lífeyrissjóða á landinu, áhuga á að kaupa sem fyrr segir samanlagt nærri tíu prósenta hlut í bankanum. Á meðal fjögurra stærstu lífeyrissjóða landsins – LSR, Lífeyrissjóðs verslunarmanna, Gildis og Birtu – ákvað stjórn Gildis að fara í viðræður um kaup á talsverðum hlut í Arion banka, með þeim skilyrðum að ekki yrði fallist á fyrirliggjandi tilboð Kaupþings óbreytt, og þá er LSR með málið enn til skoðunar. Stjórnir hinna sjóðanna kusu að fjárfesta ekki í bankanum á þessu stigi en í samtölum við forsvarsmenn þeirra undirstrika þeir að sú ákvörðun útiloki ekki að sjóðirnir muni mögulega kaupa í bankanum síðar.25 milljarða arðgreiðsla færi að mestu til ríkisins Boðað hefur verið til hluthafafundar hjá Arion banka 12. febrúar þar sem stjórn bankans leggur til 25 milljarða arðgreiðslu til hluthafa. Arðgreiðslan er háð því skilyrði að Kaupskil, dótturfélag Kaupþings sem á 57 prósent í bankanum, hafi selt minnst tvö prósent eignar félagsins fyrir 15. apríl. Þá er lagt til að stjórnin fái heimild, sem gildir einnig fram í miðjan apríl, til þess að kaupa allt að tíu prósenta eigin bréfa bankans og að það fé sem nýtt verði til kaupanna dragist frá væntanlegri arðgreiðslu. Auk Kaupþings og íslenska ríkisins eiga þrír vogunarsjóðir og Goldman Sachs samtals um 30 prósenta hlut í bankanum. Boðaðar arðgreiðslur til hluthafa myndu að stærstum hluta renna til ríkissjóðs þar sem Kaupþing þyrfti að ráðstafa slíkum greiðslum inn á veðskuldabréf sem það gaf út til ríkisins í ársbyrjun 2016 í tengslum við stöðugleikaskilyrði sem félagið samþykkti.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira