Akstursíþróttir

Fréttamynd

Gunnar Karl og Ísak unnu fyrsta rall sumarsins

Fyrsta umferð Íslandsmótsins í ralli fór fram á Suðurnesjum á laugardaginn. Ríkjandi Íslandsmeistararnir Baldur Arnar Hlöðversson og Heimir Snær Jónsson urðu að sjá á eftir sigrinum til Gunnars Karls Jóhannessonar og Ísaks Guðjónssonar.

Sport
Fréttamynd

Hafnarfjarðarbær borgar malbikið og viðgerðir

Stjórn Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðarbæjar, AÍH, hefur óskað eftir aðkomu bæjarins til að greiða útistandandi skuld við Hlaðbæ Colas vegna malbiksviðgerða á akstursbraut félagsins við Krýsuvíkurveg.

Sport
Fréttamynd

Gunnar Karl og Ísak unnu Haustrallið

Mikil rigning og bleyta mætti keppendum í síðustu keppni Íslandsmótsins í ralli um helgina. Eftir talsverð afföll voru það Gunnar Karl Jóhannesson og Ísak Sigfússon sem stóðu uppi sem sigurvegarar.

Formúla 1
Fréttamynd

Baldur og Heimir Íslandsmeistarar í ralli

Lengsta og erfiðasta rallkeppni ársins, Rallý Reykjavík, fór fram um helgina. Baldur Arnar Hlöðversson og Heimir Snær Jónsson stóðu uppi sem öruggir sigurvegarar eftir þriggja daga keppni.

Formúla 1
Fréttamynd

Ungur mótorhjólakappi lést í hræðilegu slysi

Japanski ökuþórinn Shoya Tomizawa lést eftir hræðilegt slys í Moto2 mótorhjólakappakstri sem fram fór í San Marino í dag. Tomizawa, sem var aðeins 19 ára gamall, var rísandi stjarna í Moto2 kappakstrinum og var annar á stigalistanum í baráttunni um heimsmeistaratitilinn.

Sport
Fréttamynd

Einar Sigraði

Einar Sverrir Sigurðarson sigraði aðra umferð Íslandsmótsins í motocross sem fram fór í Ólafsvík um síðustu helgi. Brautin var í sínu besta formi enda var búið að leggja mikla vinnu í hana.

Sport
Fréttamynd

SuperMoto æfing í Hafnarfirði

SuperMoto æfing verður í Rallýcross brautinni í Hafnarfirði á fimmtudaginn kl 19.00. Nú verður tímatökubúnaður og því hvetjum við alla að koma með sendana, eða redda sér sendum.

Sport
Fréttamynd

Kári vann á Álfsnesi

Kári Jónsson sigraði í fyrstu umferð Íslandsmótsins í motocrossi sem haldin var á Álfsnesi í dag. Kári keppti á TM hjóli með 250cc tvígengismótor og fékk 72 stig. Annar varð Einar Sigurðarson á KTM hjóli og fékk hann 64 stigl. Þriðji varð Hjálmar Jónsson en hann fékk 57 stig.

Sport
Fréttamynd

Klaustur afstaðið

Síðustu helgi fór fram stærsta og vinsælasta enduromót Íslands á Kirkjubæjarklaustri. Mættir voru til leiks allir helstu torfæruhjólaökumenn landsins ásamt nokkrum erlendum ökumönnum. Veðrið lék við keppendur og áhorfendur í byrjun og voru allir mjög vongóðir um framhald dagsins. En uppúr kl. 14:00 byrjaði að rigna og varð brautin mjög blaut.

Sport
Fréttamynd

Úrslit frá Hellu

Laugardaginn 12 maí síðastliðinn voru haldnar fyrsta og önnur umferð Íslandsmótsins í þolakstri. Veður á mótsstað var gott og aðstæður allar hinar ákjósanlegustu. Metþátttaka var í mótinu en um 150 keppendur voru mættir til leiks í meistaraflokki, baldursdeild og tvímenningsflokki. Brautarstæðið á Hellu er á margan hátt einstakt frá náttúrunnar hendi og er brautin að mestu í sandi. Það reynir því mjög á úthald keppenda þar sem akstur í sandi er erfiður og mátti sjá marga uppgefna keppendur að keppni lokinni. Brautin var frekar þröng og tæknileg á köflum.

Sport
Fréttamynd

AÍH óskar eftir starfsfólki á Hellu

Nú eru bara nokkrir dagar í fyrstu Enduro keppni ársins. Brautin verður frábær - eitthvað við allra hæfi. AÍH vantar hins vegar starfsfólk til að vera í race police og flagga. Þeir sem vilja hjálpa til við að auka öryggi keppenda og aðstoða okkur er bent að hafa samband við Kristján Geir

Sport
Fréttamynd

Mótorkrossbrautin á Selfossi opnar

Mótorkrossbrautin á Selfossi hefur lengi verið talin sú skemmtilegasta á landinu. Nú hafa Árborgarmenn ákveðið að opna loksins brautina og var það gert í gærkvöldi. Í gær var unnið hörðum höndum að gera brautina tilbúnna fyrir opnun og var verið að slétta hana í gær. Að sögn þeirra sem fór í brautina í gær er hún æðisleg.

Sport
Fréttamynd

HondaRacing leggur land undir fót

Honda Racing hefur áhveðið að skella sér á krókinn um komandi helgi með MX1, MX2 , MX85 liðið og stelpurnar, í brautina sem hefur verið í smíðum undanfarið á króknum.

Sport