Vistaskipti

Fréttamynd

Geir fram­kvæmda­stjóri Leiknis

Íþróttafélagið Leiknir hefur svo sannarlega fengið reynslumikinn mann í starf framkvæmdastjóra félagsins því Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri KSÍ til fjölda ára, tekur við starfinu í mars.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þrír nýir stjórnendur hjá Coca-Cola á Íslandi

Vilborg Anna Garðarsdóttir hefur verið ráðin forstöðukona framlegðar og tekjustýringar Coca-Cola á Íslandi. Vilborg kemur til Coca-Cola á Íslandi frá UN Women á Íslandi þar sem hún starfaði sem fjármálastjóri. Áður en hún starfaði hjá UN Women var hún framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Sixt í tæp tíu ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Jóna Árný tekur við af Jóni Birni sem bæjarstjóri

Jóna Árný Þórðardóttir mun taka við af Jóni Birni Hákonarssyni sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Jón Björn sagði af sér embætti bæjarstjóra á mánudag eftir að gögn bárust bæjarfulltrúum sem sýndu fram á að engin fasteignagjöld hefðu verið greidd af óskráðum fasteignum á lóðum Björns í sveitarfélaginu.  

Innlent
Fréttamynd

Nýir stjórn­endur hjá Nox Medi­cal

Íslenska tæknifyrirtækið Nox Medical hefur ráðið til sín fjóra nýja stjórnendur. Starfsmenn fyrirtækisins eru nú níutíu talsins og hefur þeim fjölgað um fjörutíu prósent á síðustu tveimur árum. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Jónas Yngvi til Uniconta

Jónas Yngvi Ásgrímsson hefur verið ráðinn til Uniconta Ísland. Jónas kemur til Uniconta frá DK hugbúnaði þar sem hann hefur starfað síðastliðin fjórtán ár. Hann kemur til með að leiða ráðgjöf, þjónustu og sölu til fagaðila og viðskiptavina félagsins. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ó­vænt upp­sögn bæjar­stjóra í Fjarða­byggð

Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, óskaði eftir því á fundi bæjarráðs í morgun að láta af störfum sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Bæjarráð varð að ósk Jóns og munu starfslok hans verða í mars.

Innlent
Fréttamynd

Benedikt Orri hjá Meniga orðinn forstjóri Rafnars

Benedikt Orri Einarsson hefur verið ráðinn forstjóri haftæknifyrirtækisins Rafnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rafnar sem vinnur að því að auka aðgengi að úthöfunum með þróun nýrra haftæknilausna. Benedikt var áður framkvæmdastjóri fjármála hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Meniga.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Forstjóri Regins segir upp

Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, hefur óskað eftir því að láta af störfum á næstu mánuðum. Hann hefur gegnt stöðu forstjóra síðan árið 2009.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ráðin til Nox Medical

Brynja Vignisdóttir, Ellisif Sigurjónsdóttir, Hlynur Davíð Hlynsson, Carlos Teixera og Lisa Spear hafa öll verið ráðin til íslenska hátæknifyfirtækisins Nox Medical. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Jóna Katrín nýr skóla­meistari ML

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Jónu Katrínu Hilmarsdóttur í embætti skólameistara Menntaskólans að Laugarvatni til fimm ára frá 15. febrúar 2023.

Innlent
Fréttamynd

Ás­gerður tekur sæti Gylfa í peninga­stefnu­nefnd Seðla­bankans

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað Ásgerði Pétursdóttur, lektor í hagfræði við Háskólann í Bath á Englandi, í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands frá 21. febrúar næstomandi. Ásgerður er skipuð til næstu fimm ára. Hún tekur við sæti Gylfa Zoëga sem setið hefur í peningastefnunefnd frá árinu 2009 en hann hefur setið hámarksskipunartíma í nefndinni.

Viðskipti innlent