Menning

Fréttamynd

„Hluti af heild sem við skiljum ekki“

„Í gegnum þessa rannsókn vonast ég til þess að draga fram ró og jafnvægi,“ segir myndlistarmaðurinn Unnar Ari Baldvinsson. Hann opnar sýningu í versluninni La Boutique Design að Mýrargötu næstkomandi föstudag. Blaðamaður ræddi við Unnar Ara en verk hans, sem einkennast gjarnan af einföldum formum og sterkri litanotkun, hafa vakið athygli á síðastliðnum árum.

Menning

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Magnús Geir endur­ráðinn þjóð­leik­hús­stjóri

Magnús Geir Þórðarson hefur verið endurráðinn í stöðu Þjóðleikhússtjóra og mun því áfram halda um stjórnartauma leikhússins til ársins 2030. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra segir að hann „hafi reynst farsæll og öflugur þjóðleikhússtjóri“ og að starfsemi Þjóðleikhússins sé með miklum blóma um þessar mundir. Formaður Þjóðleikhúsráðs segir að Magnús kunni að láta Þjóðleikhúsið rísa undir nafni.

Menning
Fréttamynd

„Leik­myndin er auð­vitað al­gjört rusl“

„Upp kom sú hugmynd að búa til viðburð sem væri frekar eins og leikhús heldur en ráðstefna,“ segir Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, listrænn stjórnandi frumkvöðlahátíðarinnar Iceland Innovation Week. Loftlagsleikhúsið Ok, Bye fer fram í dag en viðburðurinn er hluti af hátíðinni sem fer fram í Kolaportinu um þessar mundir.

Menning
Fréttamynd

Fjögurra ára rússíbanareið að baki

Ævintýri vinsælasta söngleiks sem settur hefur verið upp á Íslandi, Níu líf, sem byggir á ævi tónlistarmannsins Bubba Morthens, lýkur í júní þegar 250. sýningin og sú síðasta fer fram í Borgarleikhúsinu. Leikarahjónin Ólafur Egill Egilsson og Esther Talía Casey eru reiðubúin að kveðja Bubba þó því fylgi tilfinningaríkur rússíbani.

Menning
Fréttamynd

Þau eru til­nefnd til Maí­stjörnunnar

Tilnefningar til ljóðabókaverðlaunanna Maístjörnunnar, vegna ljóðabóka útgefinna árið, 2023 voru kynntar við athöfn í Gunnarshúsi í dag. Sex bækur eru tilnefndar að þessu sinni.

Menning
Fréttamynd

Vatnið alltaf heillað þrátt fyrir mikla hræðslu

„Vatnið hefur alltaf heillað mig og jafnframt valdið mér ótta. Þótt það hljómi kannski ótrúlega þá hef ég ætíð verið vatnshrædd og er nánast ósynd,“ segir myndlistarkonan Guðbjörg Lind. Hún opnaði nýverið sýninguna Uppáhelling fyrir sæfarendur í Grafíksalnum, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu 17, hafnarmegin.

Menning
Fréttamynd

Á ferð með mömmu hlaut níu Eddur

Kvikmyndin Á ferð með mömmu hlaut alls níu Eddur þegar á verðlaunafhending á vegum Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademían fór fram við hátíðlega athöfn í gærkvöldi. Myndin hlaut meðal annars verðlaun fyrir leikstjórn, handrit, leikara og leikkonu í aðalhlutverki, auk þess að hreppa eftirsótta titilinn kvikmynd ársins.

Menning
Fréttamynd

Ætlar aldrei að setjast í helgan stein

Haukur Halldórsson er 87 ára gamall og nú hefur Street Art Norge ákveðið að halda sérstaka sýningu honum til heiðurs. Á sýningunni getur að líta verk sem Haukur hefur unnið víðs vegar um heiminn í sex áratugi.

Menning