Viðskipti innlent

Ráðinn til starfa í Hag­fræði­deild Lands­bankans

Atli Ísleifsson skrifar
Hjalti Óskarsson.
Hjalti Óskarsson. Landsbankinn

Hjalti Óskarsson hagfræðingur hefur verið ráðinn til starfa í Hagfræðideild Landsbankans.

Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að Hjalti hafi lokið B.A.-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 2015 og M.S.-gráðu í hagfræði frá Stokkhólmsháskóla 2017.

„Frá árinu 2018 starfaði hann á Hagstofu Íslands, fyrst vísitöludeild en síðan í rannsóknardeild. Áður starfaði Hjalti tímabundið hjá Seðlabanka Íslands,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×