Heilbrigðismál

Fréttamynd

„Vonandi ekki langt í að hægt verði að nota þessi lyf hér á landi“

Sálfræðingur vonar að ekki þurfi að bíða lengi eftir að meðferð með lyfjum sem eru unnin úr ofskynjunarsveppum verði leyfð hér á landi. Þau hafi reynst afar vel við mörgum geðröskunum. Lyfin opni milli heilastöðva þannig að fólk virðist eiga auðveldara með að vinna úr ýmsum sálrænum vanda.

Innlent
Fréttamynd

„Íbúar eru mjög sárir yfir þessu“

Reykjanesbær skorar á heilbrigðisráðherra að tryggja starfsemi nýrrar heilsugæslu á Suðurnesjum. Forseti bæjarstjórnar segir ástandið óviðunandi og segist ekki skilja hvers vegna íbúar njóti ekki sömu réttinda og aðrir.

Innlent
Fréttamynd

Ó­háðir aðilar taka út al­var­legar auka­verkanir

Landlæknir, sóttvarnalæknir og forstjóri Lyfjastofnunar hafa ákveðið að kalla til óháða aðila til að rannsaka andlát og myndun blóðtappa sem tilkynnt hafa verið til Lyfjastofnunar í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19. Teknar verða fyrir fimm tilkynningar sem borist hafa um andlát, ásamt fimm tilkynningum um myndun blóðtappa.

Innlent
Fréttamynd

Lægri laun ekki for­senda rekstrarins

Ó­vissa ríkir um fram­tíðar­kjör starfs­manna Öldrunar­heimila Akur­eyrar eftir að Heilsu­vernd Hjúkrunar­heimili tók við rekstri þeirra af Akur­eyrar­bæ um síðustu mánaða­mót. Við­ræður um nýja kjara­samninga starfs­manna milli stéttar­fé­laga þeirra og Heilsu­verndar Hjúkrunar­heimilis á Akur­eyri eru á frum­stigi en Teitur Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri Heilsu­verndar, segir að fyrir­tækið þurfi að semja upp á nýtt.

Innlent
Fréttamynd

„Forvörn í því að hlúa vel að konum og heilsu kvenna“

Hanna Lilja Oddgeirsdóttir ákvað frekar snemma að hún vildi verða kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir. Hún hefur einstaklega mikinn áhuga á kvenheilsu og fræðir nú stúlkur og konur um allt sem tengist því efni, meðal annars með hlaðvarpsþáttum ásamt Andreu Eyland þáttastjórnanda Kviknar hlaðvarpsins hér á Vísi.

Lífið
Fréttamynd

Stytta sér leið með kaupunum á Lumina

Origo hefur keypt heilbrigðislausnina Lumina af Lumina Medical Solutions. Hyggst fyrirtækið nýta lausnina í áframhaldandi þróun á notendaviðmóti sjúkraskrárkerfisins Sögu sem er nýtt af meginhluta heilbrigðisstarfsfólks á Íslandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Komur barna á sjúkrahús vegna gleyptra segla fimmfaldast

Á síðustu fimm árum hefur þeim tilvikum fjölgað fimmfalt í Lundúnum þar sem leitað er með börn á sjúkrahús eftir að þau hafa gleypt segla. Þá hefur komum á sjúkrahús vegna aðskotahluta í meltingarfærum fjölgað almennt.

Erlent
Fréttamynd

Nei, ráðherra

Með hverjum deginum verður erfiðara að vinda ofan af afleiðingum ákvörðunar heilbrigðisráðherra um að flytja rannsóknir leghálssýna til Danmerkur. Það verður erfiðara hvað varðar tækjabúnað, hvað varðar húsnæði og hvað varðar sérhæft starfsfólk.

Skoðun
Fréttamynd

Íslendingar gefa Indverjum öndunarvélar

Í ljósi alvarlegrar stöðu kórónuveirufaraldursins á Indlandi hafa þarlend stjórnvöld þegið boð íslenskra stjórnvalda um að senda 17 öndunarvélar til Indlands, segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.

Innlent