Stjórnsýsla Bein útsending: Ræða starfsemi Samkeppniseftirlitsins Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur í dag opinn fund um framkvæmd samkeppnislaga og eftirlit með samkeppnisbrotum – umgjörð, málsmeðferð og starfsemi Samkeppniseftirlitsins. Innlent 10.10.2023 07:58 Vegagerðin geti ekki metið upp á sitt einsdæmi hvaða gögn eigi erindi Umboðsmaður Alþingis hefur gagnrýnt Vegagerðina vegna athugunar hans á máli sem snýr að kvörtun sem barst vegna ráðningar í starf hjá stofnuninni. Umboðsmaður hafði þar óskað eftir tilteknum gögnum sem Vegagerðin afhenti eftir að hafa afmáð ýmsar persónuupplýsingar. Hann segir það ganga ekki að stjórnvöld meti upp á sitt einsdæmi hvort ákveðin gögn hafi þýðingu fyrir athugun umboðsmanns. Innlent 6.10.2023 07:35 Kannaði sölukosti og færði sig til Orkusölunnar sem gerði tilboð Bæjarfulltrúi Akureyrarbæjar, sem lét í sumar af störfum sem framkvæmdastjóri Fallorku, kannaði fýsileika sölu á félaginu fyrir hönd bæjarins nokkru áður en hann var ráðinn til Orkusölunnar. Orkusalan, sem er beinn samkeppnisaðili Fallorku, falaðist innan þriggja vikna eftir viðræðum um kaup á Fallorku. Viðskipti innlent 6.10.2023 06:02 „Það er alveg ljóst að fólk vill hafa þessa stöð hérna“ Lagt er til að fjórar bensínstöðvar í Reykjavík verði verndaðar, samkvæmt nýrri skýrslu Borgarsögusafns - sem gæti haft áhrif á fyrirhugaða uppbyggingu á lóðunum. Stöðvarstjóri á Ægisíðu, einni af stöðvunum fjórum, segir ljóst að Vesturbæingar vilji halda bensínstöðinni á sínum stað. Innlent 5.10.2023 22:15 Nýr byggingarfulltrúi og framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits í Reykjavík Brynjar Þór Jónasson hefur verið ráðinn nýr byggingarfulltrúi Reykjavíkur og Tómas G. Gíslason nýr framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Innlent 4.10.2023 12:34 Nú má heita Ezra Óbi og Bábó Merkel Mannanafnanefnd birti í dag sautján nýja úrskurði sína þar sem þónokkur mismunandi eignarnöfn voru samþykkt. Þá var þremur beiðnum hafnað. Innlent 3.10.2023 13:16 Ráðuneytið telur sleipiefnið vera lækningatæki Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Lyfjastofnunar um stöðvun á sölu sleipiefnisins Astroglide Personal Lubricant og innköllun þess. Ráðuneytið telur rétt hjá Lyfjastofnun að sleipiefnið beri að flokka sem lækningatæki. Því sé ætlað til notkunar þegar þurrkur í leggöngum veldur óþægindum og flokkist því ekki sem snyrtivara. Innlent 3.10.2023 13:11 Lýsir yfir óánægju við ráðherra Bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar hefur lýst yfir óánægju við dómsmálaráðherra yfir því að sýslumaður á Suðurlandi hefur tímabundið verið settur sem sýslumaður í Vestmannaeyjum. Bæjarstjórn lýsti síðast yfir óánægju vegna þessa fyrirkomulags fyrir fjórum árum síðan, árið 2019. Innlent 3.10.2023 10:01 Sýslumaður á Suðurlandi aftur orðinn sýslumaður í Vestmannaeyjum Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi, hefur verið sett tímabundið sem sýslumaður í Vestmannaeyjum. Skipunin nær frá 1. október til þess 30. september á næsta ári og mun Kristín gegna báðum embættum á þessum tíma. Innlent 2.10.2023 11:25 Jafna mætti rannsókn MAST við „alvarlegt einelti“ Matvælaráðuneytið hefur staðfest stjórnvaldssekt sem Matvælastofnun (MAST) lagði á nautgripabónda vegna brota á lögum um velferð dýra. Bóndinn taldi að rannsókn MAST hefði einkennst af einstrengingslegri háttsemi starfsmanna sem „jafna mætti við alvarlegt einelti“. Innlent 30.9.2023 13:35 Batnandi ástand í Venesúela réttlæti brottvísanir Kærunefnd útlendingamála kvað í vikunni upp þrjá úrskurði þess efnis að Útlendingastofnun hefði verið heimilt að synja umsóknum venesúelskra ríkisborgara um alþjóðlega vernd hér á landi. Kærunefndin vísaði til batnandi ástands í Venesúela. Innlent 29.9.2023 15:09 Störf Markúsar og Gylfa auglýst til umsóknar Embætti forstjóra tveggja heilbrigðisstofnana hafa verið auglýst til umsóknar. Annar núverandi forstjóra hefur tilkynnt það að hann sé að hætta en hinn hefur greint frá ágreiningi við heilbrigðisráðherra. Innlent 25.9.2023 11:36 „Það skiptir engu máli hvar verkefnin eru unnin“ Dómsmálaráðherra tilkynnti í dag að hún myndi ekki leggja fram frumvarp um sameiningu sýslumannsembættanna á þessu þingi við mikinn fögnuð viðstaddra. Formaður sýslumannaráðs segir ákvörðun ráðherra mikið gleðiefni. Innlent 22.9.2023 20:01 Hætt við sameiningu sýslumannsembættanna Dómsmálaráðherra er hættur við áform fyrri ráðherra um sameiningu sýslumannsembættanna. Fyrrverandi dómsmálaráðherra tilkynnti áformin fyrir ári síðan og voru þau afar umdeild. Innlent 22.9.2023 11:53 „Sjókvíaeldisskrímslin“ hafa yfirtekið Fífudalsá Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur segist orðinn þreyttur á undanbrögðum yfirvalda. Niðurstöður ferðar hans í Arnarfjörð séu sláandi. Innlent 21.9.2023 16:04 Segir Svandísi beita ríkisstofnunum sem pólitískum einkaherdeildum Formaður Miðflokksins sakar matvælaráðherra um að beita ríkisstofnunum sem pólitískum einkaherdeildum sínum. Ráðherra segist einungis hafa viljað flýta fyrir auknu gagnsæi sjávarútvegarins. Viðskipti innlent 21.9.2023 11:50 Samningur við matvælaráðuneytið tilraun SKE til að bregðast við fjárskorti Forstjóri Samkeppniseftirlitsins, SKE, segir það una úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að dagsektir sem eftirlitið lagði á Brim hf. hafi verið ólögmætar. Hann segir forsendur fyrir samningi við matvælaráðuneytið brostnar og málið birtingarmynd fjársveltingar. Viðskipti innlent 21.9.2023 10:17 Hreinn hættur og Björg Ásta ráðin aðstoðarmaður Björg Ásta Þórðardóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra. Hún tekur við af Hreini Loftssyni, sem hefur látið af störfum. Innlent 21.9.2023 10:07 Enginn sportveiðimaður og fullviss um stuðning Íslendinga Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandinn í Hval hf., er sannfærður um að íslenskt samfélag standi með honum í baráttunni fyrir áframhaldandi hvalveiðum. Ekki megi taka hvalveiðar út fyrir sviga heldur þurfi að skoða hlutina í samhengi. Jafnvel kíkja í sláturhúsin til samanburðar. Hann kann vel að meta gott hvalkjöt en er enginn sportveiðimaður enda fari hann aldrei til veiða. Innlent 20.9.2023 15:02 Vill hætta samstarfi við matvælaráðuneytið Forstjóri Brims hf. fagnar úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að dagsektir samkeppniseftirlitsins hafi verið ólögmætar. Samkeppniseftirlitið telur forsendur fyrir umdeildum samningi við matvælaráðuneytið brostnar. Viðskipti innlent 20.9.2023 11:50 Erlendir blaðamenn mitt í sjókvíaeldishamförum á Íslandi Í kvöld fer fram bókakynning á Nordica þar sem vakin er athygli á útgáfu bókarinnar The New Fish eftir Norðmennina Simen Saetre og Kjetil Ostli. Hópur erlendra blaðamanna lenti óvænt í miðju sjókvíaeldishamfara – mestu krísu sem fiskeldisfyrirtækin og reyndar íslenski laxinn hafa staðið frammi fyrir. Innlent 19.9.2023 15:21 MAST fer fram á opinbera rannsókn vegna strokulaxa Matvælastofnun hefur óskað eftir því að opinber rannsókn fari fram vegna brota Artic Sea Farm ehf á lögum um fiskeldi. Innlent 19.9.2023 13:55 Undirskriftalistinn endi sennilega í ruslatunnu ráðherra Formaður Skólafélags MA segist óttast að tæplega fimm þúsund undirskriftir, sem safnað var gegn fyrirhugaðri sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri, endi í ruslinu eftir að hafa verið afhentar ráðherra í dag. Nemendur finna fyrir miklum stuðningi við málstað sinn. Innlent 16.9.2023 13:11 Greinargerðin birt á vef Alþingis og mál forsætisnefndar fellt niður Greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol var birt í gær á vef Alþingis. Forseti Alþingis neitaði mánuðum saman að birta hana. Þingflokksformaður Pírata gerði það í sumar. Forsætisnefnd hefur því mál tengd greinargerðinni ekki lengur til skoðunar. Innlent 16.9.2023 09:04 Ágúst skipaður forstöðumaður Lands og skógar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að skipa Ágúst Sigurðsson sem forstöðumann Lands og skógar, nýrrar stofnunar sem verður til við sameiningu Landgræðslunnar og Skógræktarinnar. Innlent 15.9.2023 14:51 Listasafnið mögulega í gamla Landsbankahúsið Ríkisstjórnin hyggst kanna fýsileika þess að gera breytingar á húsnæði opinberra stofnanna. Það sem er til skoðunar er meðal annars að Listasafn Íslands flytji í gamla Landsbankahúsið, að Hæstiréttur fari í Safnahúsið og að húsnæði Hæstaréttar geti nýst fyrir Landsrétt. Forsætisráðherra kveðst bjartsýn á mögulegar breytingar á stjórnarskrá. Innlent 15.9.2023 12:04 Settur forstjóri segir upp fjórum starfsmönnum Fjórum starfsmönnum Ríkiskaupa var sagt upp störfum á föstudag í síðustu viku. Settur forstjóri stofnunarinnar segir uppsagnirnar komnar til af rekstrarlegum ástæðum. Viðskipti innlent 14.9.2023 13:40 „Það er ekki endalaust til, háttvirtur þingmaður“ Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina setja velferðina á ís með nýju fjárlagafrumvarpi. Fjármálaráðherra segir hana tala með óábyrgum hætti um opinber fjármál. Innlent 14.9.2023 11:37 Ný stjórn Bankasýslu en ráðherra vill leggja hana niður Nýskipaðir stjórnarmenn Bankasýslunnar hafa aldrei setið í henni áður. Formaður nýrrar stjórnar er Tryggvi Pálsson en ásamt honum sitja Þóra Hallgrímsdóttir og Þórir Haraldsson í stjórninni. Til stendur að leggja Bankasýsluna niður á næsta ári. Innlent 8.9.2023 18:00 Gylfi lætur af störfum sem forstjóri Gylfi Ólafsson hefur látið af störfum sem forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Hann hefur gegnt stöðunni síðan í júlí árið 2018 og hefur lokið fimm ára skipunartíma. Innlent 8.9.2023 14:24 « ‹ 9 10 11 12 13 14 15 16 17 … 60 ›
Bein útsending: Ræða starfsemi Samkeppniseftirlitsins Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur í dag opinn fund um framkvæmd samkeppnislaga og eftirlit með samkeppnisbrotum – umgjörð, málsmeðferð og starfsemi Samkeppniseftirlitsins. Innlent 10.10.2023 07:58
Vegagerðin geti ekki metið upp á sitt einsdæmi hvaða gögn eigi erindi Umboðsmaður Alþingis hefur gagnrýnt Vegagerðina vegna athugunar hans á máli sem snýr að kvörtun sem barst vegna ráðningar í starf hjá stofnuninni. Umboðsmaður hafði þar óskað eftir tilteknum gögnum sem Vegagerðin afhenti eftir að hafa afmáð ýmsar persónuupplýsingar. Hann segir það ganga ekki að stjórnvöld meti upp á sitt einsdæmi hvort ákveðin gögn hafi þýðingu fyrir athugun umboðsmanns. Innlent 6.10.2023 07:35
Kannaði sölukosti og færði sig til Orkusölunnar sem gerði tilboð Bæjarfulltrúi Akureyrarbæjar, sem lét í sumar af störfum sem framkvæmdastjóri Fallorku, kannaði fýsileika sölu á félaginu fyrir hönd bæjarins nokkru áður en hann var ráðinn til Orkusölunnar. Orkusalan, sem er beinn samkeppnisaðili Fallorku, falaðist innan þriggja vikna eftir viðræðum um kaup á Fallorku. Viðskipti innlent 6.10.2023 06:02
„Það er alveg ljóst að fólk vill hafa þessa stöð hérna“ Lagt er til að fjórar bensínstöðvar í Reykjavík verði verndaðar, samkvæmt nýrri skýrslu Borgarsögusafns - sem gæti haft áhrif á fyrirhugaða uppbyggingu á lóðunum. Stöðvarstjóri á Ægisíðu, einni af stöðvunum fjórum, segir ljóst að Vesturbæingar vilji halda bensínstöðinni á sínum stað. Innlent 5.10.2023 22:15
Nýr byggingarfulltrúi og framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits í Reykjavík Brynjar Þór Jónasson hefur verið ráðinn nýr byggingarfulltrúi Reykjavíkur og Tómas G. Gíslason nýr framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Innlent 4.10.2023 12:34
Nú má heita Ezra Óbi og Bábó Merkel Mannanafnanefnd birti í dag sautján nýja úrskurði sína þar sem þónokkur mismunandi eignarnöfn voru samþykkt. Þá var þremur beiðnum hafnað. Innlent 3.10.2023 13:16
Ráðuneytið telur sleipiefnið vera lækningatæki Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Lyfjastofnunar um stöðvun á sölu sleipiefnisins Astroglide Personal Lubricant og innköllun þess. Ráðuneytið telur rétt hjá Lyfjastofnun að sleipiefnið beri að flokka sem lækningatæki. Því sé ætlað til notkunar þegar þurrkur í leggöngum veldur óþægindum og flokkist því ekki sem snyrtivara. Innlent 3.10.2023 13:11
Lýsir yfir óánægju við ráðherra Bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar hefur lýst yfir óánægju við dómsmálaráðherra yfir því að sýslumaður á Suðurlandi hefur tímabundið verið settur sem sýslumaður í Vestmannaeyjum. Bæjarstjórn lýsti síðast yfir óánægju vegna þessa fyrirkomulags fyrir fjórum árum síðan, árið 2019. Innlent 3.10.2023 10:01
Sýslumaður á Suðurlandi aftur orðinn sýslumaður í Vestmannaeyjum Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi, hefur verið sett tímabundið sem sýslumaður í Vestmannaeyjum. Skipunin nær frá 1. október til þess 30. september á næsta ári og mun Kristín gegna báðum embættum á þessum tíma. Innlent 2.10.2023 11:25
Jafna mætti rannsókn MAST við „alvarlegt einelti“ Matvælaráðuneytið hefur staðfest stjórnvaldssekt sem Matvælastofnun (MAST) lagði á nautgripabónda vegna brota á lögum um velferð dýra. Bóndinn taldi að rannsókn MAST hefði einkennst af einstrengingslegri háttsemi starfsmanna sem „jafna mætti við alvarlegt einelti“. Innlent 30.9.2023 13:35
Batnandi ástand í Venesúela réttlæti brottvísanir Kærunefnd útlendingamála kvað í vikunni upp þrjá úrskurði þess efnis að Útlendingastofnun hefði verið heimilt að synja umsóknum venesúelskra ríkisborgara um alþjóðlega vernd hér á landi. Kærunefndin vísaði til batnandi ástands í Venesúela. Innlent 29.9.2023 15:09
Störf Markúsar og Gylfa auglýst til umsóknar Embætti forstjóra tveggja heilbrigðisstofnana hafa verið auglýst til umsóknar. Annar núverandi forstjóra hefur tilkynnt það að hann sé að hætta en hinn hefur greint frá ágreiningi við heilbrigðisráðherra. Innlent 25.9.2023 11:36
„Það skiptir engu máli hvar verkefnin eru unnin“ Dómsmálaráðherra tilkynnti í dag að hún myndi ekki leggja fram frumvarp um sameiningu sýslumannsembættanna á þessu þingi við mikinn fögnuð viðstaddra. Formaður sýslumannaráðs segir ákvörðun ráðherra mikið gleðiefni. Innlent 22.9.2023 20:01
Hætt við sameiningu sýslumannsembættanna Dómsmálaráðherra er hættur við áform fyrri ráðherra um sameiningu sýslumannsembættanna. Fyrrverandi dómsmálaráðherra tilkynnti áformin fyrir ári síðan og voru þau afar umdeild. Innlent 22.9.2023 11:53
„Sjókvíaeldisskrímslin“ hafa yfirtekið Fífudalsá Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur segist orðinn þreyttur á undanbrögðum yfirvalda. Niðurstöður ferðar hans í Arnarfjörð séu sláandi. Innlent 21.9.2023 16:04
Segir Svandísi beita ríkisstofnunum sem pólitískum einkaherdeildum Formaður Miðflokksins sakar matvælaráðherra um að beita ríkisstofnunum sem pólitískum einkaherdeildum sínum. Ráðherra segist einungis hafa viljað flýta fyrir auknu gagnsæi sjávarútvegarins. Viðskipti innlent 21.9.2023 11:50
Samningur við matvælaráðuneytið tilraun SKE til að bregðast við fjárskorti Forstjóri Samkeppniseftirlitsins, SKE, segir það una úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að dagsektir sem eftirlitið lagði á Brim hf. hafi verið ólögmætar. Hann segir forsendur fyrir samningi við matvælaráðuneytið brostnar og málið birtingarmynd fjársveltingar. Viðskipti innlent 21.9.2023 10:17
Hreinn hættur og Björg Ásta ráðin aðstoðarmaður Björg Ásta Þórðardóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra. Hún tekur við af Hreini Loftssyni, sem hefur látið af störfum. Innlent 21.9.2023 10:07
Enginn sportveiðimaður og fullviss um stuðning Íslendinga Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandinn í Hval hf., er sannfærður um að íslenskt samfélag standi með honum í baráttunni fyrir áframhaldandi hvalveiðum. Ekki megi taka hvalveiðar út fyrir sviga heldur þurfi að skoða hlutina í samhengi. Jafnvel kíkja í sláturhúsin til samanburðar. Hann kann vel að meta gott hvalkjöt en er enginn sportveiðimaður enda fari hann aldrei til veiða. Innlent 20.9.2023 15:02
Vill hætta samstarfi við matvælaráðuneytið Forstjóri Brims hf. fagnar úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að dagsektir samkeppniseftirlitsins hafi verið ólögmætar. Samkeppniseftirlitið telur forsendur fyrir umdeildum samningi við matvælaráðuneytið brostnar. Viðskipti innlent 20.9.2023 11:50
Erlendir blaðamenn mitt í sjókvíaeldishamförum á Íslandi Í kvöld fer fram bókakynning á Nordica þar sem vakin er athygli á útgáfu bókarinnar The New Fish eftir Norðmennina Simen Saetre og Kjetil Ostli. Hópur erlendra blaðamanna lenti óvænt í miðju sjókvíaeldishamfara – mestu krísu sem fiskeldisfyrirtækin og reyndar íslenski laxinn hafa staðið frammi fyrir. Innlent 19.9.2023 15:21
MAST fer fram á opinbera rannsókn vegna strokulaxa Matvælastofnun hefur óskað eftir því að opinber rannsókn fari fram vegna brota Artic Sea Farm ehf á lögum um fiskeldi. Innlent 19.9.2023 13:55
Undirskriftalistinn endi sennilega í ruslatunnu ráðherra Formaður Skólafélags MA segist óttast að tæplega fimm þúsund undirskriftir, sem safnað var gegn fyrirhugaðri sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri, endi í ruslinu eftir að hafa verið afhentar ráðherra í dag. Nemendur finna fyrir miklum stuðningi við málstað sinn. Innlent 16.9.2023 13:11
Greinargerðin birt á vef Alþingis og mál forsætisnefndar fellt niður Greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol var birt í gær á vef Alþingis. Forseti Alþingis neitaði mánuðum saman að birta hana. Þingflokksformaður Pírata gerði það í sumar. Forsætisnefnd hefur því mál tengd greinargerðinni ekki lengur til skoðunar. Innlent 16.9.2023 09:04
Ágúst skipaður forstöðumaður Lands og skógar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að skipa Ágúst Sigurðsson sem forstöðumann Lands og skógar, nýrrar stofnunar sem verður til við sameiningu Landgræðslunnar og Skógræktarinnar. Innlent 15.9.2023 14:51
Listasafnið mögulega í gamla Landsbankahúsið Ríkisstjórnin hyggst kanna fýsileika þess að gera breytingar á húsnæði opinberra stofnanna. Það sem er til skoðunar er meðal annars að Listasafn Íslands flytji í gamla Landsbankahúsið, að Hæstiréttur fari í Safnahúsið og að húsnæði Hæstaréttar geti nýst fyrir Landsrétt. Forsætisráðherra kveðst bjartsýn á mögulegar breytingar á stjórnarskrá. Innlent 15.9.2023 12:04
Settur forstjóri segir upp fjórum starfsmönnum Fjórum starfsmönnum Ríkiskaupa var sagt upp störfum á föstudag í síðustu viku. Settur forstjóri stofnunarinnar segir uppsagnirnar komnar til af rekstrarlegum ástæðum. Viðskipti innlent 14.9.2023 13:40
„Það er ekki endalaust til, háttvirtur þingmaður“ Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina setja velferðina á ís með nýju fjárlagafrumvarpi. Fjármálaráðherra segir hana tala með óábyrgum hætti um opinber fjármál. Innlent 14.9.2023 11:37
Ný stjórn Bankasýslu en ráðherra vill leggja hana niður Nýskipaðir stjórnarmenn Bankasýslunnar hafa aldrei setið í henni áður. Formaður nýrrar stjórnar er Tryggvi Pálsson en ásamt honum sitja Þóra Hallgrímsdóttir og Þórir Haraldsson í stjórninni. Til stendur að leggja Bankasýsluna niður á næsta ári. Innlent 8.9.2023 18:00
Gylfi lætur af störfum sem forstjóri Gylfi Ólafsson hefur látið af störfum sem forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Hann hefur gegnt stöðunni síðan í júlí árið 2018 og hefur lokið fimm ára skipunartíma. Innlent 8.9.2023 14:24