Írak Íbúar Tal Afar snúa heim Íbúar Tal Afar í Írak snúa nú heim til sín hver af öðrum eftir að hafa flúið vegna skotbardaga undanfarnar tvær vikur. Bandarískar og írakskar hersveitir hófu áhlaup á vígi uppreisnarmanna í borginni fyrir tíu dögum og síðan þá hefur byssugelt heyrst frá morgni til kvölds og skriðdrekar keyrt um í miðbænum. Erlent 17.10.2005 23:45 440 uppreisnarmenn handsamaðir Fjögur hundruð og fjörutíu uppreisnarmenn hafa nú verið handsamaðir í borginni Tal Afar í norðurhluta Íraks. Átta þúsund og fimm hundruð írakskir og bandarískir hermenn hafa undanfarna tíu daga ráðist á öll vígi uppreisnarmanna í borginni og alls hafa nærri hundrað og áttatíu manns fallið í valinn, þar af fimmtán hermenn. Erlent 17.10.2005 23:43 Blaðamaður NY Times myrtur Írakskur blaðamaður, sem vann fyrir bandaríska stórblaðið <em>The New York Times</em>, fannst myrtur í borginni Basra í dag. Grímuklæddir menn höfðu rænt honum um helgina. Erlent 17.10.2005 23:43 Sjítum sagt stríð á hendur Írakski hryðjuverkamaðurinn Al-Zarqawi hefur sagt sjítum stríð á hendur. Liðsmenn hans hafa myrt á annað hundrað þeirra á síðustu tveim sólarhringum. Erlent 14.10.2005 06:42 Írak: Meira en 20 látnir í morgun Meira en tuttugu manns biðu bana og aðrir tuttugu særðust í sjálfsmorðsárás í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Flestir þeirra sem létust voru lögreglumenn. Tilræðismaðurinn keyrði bíl hlöðnum sprengiefni inn í hlið lítils flutningabíls sem í voru lögreglumenn. Erlent 14.10.2005 06:42 Írak: 130 látnir eftir morguninn Eitthundrað og þrjátíu manns létu lífið og yfir eitthundrað og fimmtíu særðust í hryðjuverkaárásum í Írak í dag. Al-Qaida samtökin segjast hafa byrjað herferð sjálfsmorðsárása. Erlent 14.10.2005 06:42 114 látnir eftir sjálfsmorðsárás Minnst 114 manns létust og156 eru særðir eftir sjálfsmorðsárás í hverfi sjíta í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Þetta er næst mannskæðasta sjálfsmorðsárás í landinu frá stríðslokum. Erlent 14.10.2005 06:42 Blóðbað í Bagdad í dag Hrina sprengju- og skotárása kostaði hátt á annað hundrað manns lífið í Írak í dag. Al-Qaida samtökin segjast vera ábyrg og hóta frekari aðgerðum. Erlent 14.10.2005 06:42 Áhlaup á vígi uppreisnarmanna Írakskar og bandarískar hersveitir hófu í gærkvöldi skipulagt áhlaup á vígi uppreisnarmanna í borginni Tal Afar í norðurhluta Íraks. Hermenn gengu í nótt hús úr húsi og byssugelt heyrðist víða um borgina. Borgin hefur verið gróðrastía sýrlenskra uppreisnarmanna sem hafa smyglað sér yfir landamærin til Íraks. Erlent 14.10.2005 06:41 140 uppreisnarmenn fallnir Meira en hundrað og fjörutíu uppreisnarmenn hafa fallið í árásum írakskra og bandarískra hersveita á borgina Tal Anfar í Írak. Hersveitirnar ætla á næstunni að gera skipulagt áhlaup á vígi uppreisnarmanna í fjórum borgum í viðbót. Aðgerðirnar eru einhverjar þær víðtækustu síðan ráðist var inn í Írak árið 2003. Erlent 14.10.2005 06:41 Landamærunum að Sýrlandi lokað Nú undir kvöld sagði innanríkisráðherra Íraks að ákveðið hefði verið að loka landamærunum að Sýrlandi, við borgina Mósúl, frá og með morgundeginum. Meira en 140 uppreisnarmenn hafa fallið í árásum írakskra og bandarískra hersveita á borgina Tal Anfar í Írak undanfarið en hún er sögð hafa verið gróðrastía sýrlenskra uppreisnarmanna sem hafi smyglað sér yfir landamærin. Erlent 14.10.2005 06:41 14 Bandaríkjamenn og Íraki féllu Fjórtán bandarískir landgönguliðar féllu sem og írakskur túlkur þeirra þegar sprengja í vegkanti tætti brynvagn þeirra í sundur í Írak í dag. Þetta er mesta mannfall í einstakri árás sem Bandaríkjamenn hafa orðið fyrir frá því stríðinu lauk. Erlent 13.10.2005 19:37 Uppbyggingin í Írak mistókst Forsætisráðherra Póllands, Marek Belka, sagði í gær að uppbygging í Írak eftir innrásina hefði farið algjörlega út um þúfur. Erlent 13.10.2005 19:36 Uppbyggingin í Írak mistókst Forsætisráðherra Póllands, Marek Belka, sagði í gær að uppbygging í Írak eftir innrásina hefði farið algjörlega út um þúfur. Erlent 13.10.2005 19:36 Ráðist á bílalest Chalabi Ráðist var á bílalest varaforsætisráðherra Íraks, Ahmad Chalabi, í bænum Latifiya, skammt frá Bagdad, nú síðdegis. Að sögn lögreglu lést að minnsta kosti einn lífvarða ráðherrans í árásinni. Erlent 13.10.2005 19:36 Sjö fórust í bílsprengingu Sjö hið minnsta fórust þegar bílsprengja var sprengd við varðstöð lögreglunnar suður af Bagdad í morgun. Tólf særðust í árásinni. Bifreiðin hafði verið skilin eftir í vegkanti skammt frá varðstöðinni og var fjarstýrð sprengja í honum sem var sprengd. Erlent 13.10.2005 19:36 Breskir öryggisverðir drepnir Fjörutíu voru drepnir í sjálfsmorðsárás hryðjuverkamanns í norðurhluta Íraks í gær. Þá var ráðist á bifreið frá bresku ræðismannsskrifstofunni í Basra í morgun og fórust þar tveir breskir öryggisverðir. Erlent 13.10.2005 19:36 Írak: Hundruð milljóna horfin Endurskoðandi sem fylgist með því fjármagni sem stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa veitt til uppbyggingarstarfs í Írak segir milljónir dala, eða hundruð milljónir króna, hafi horfið. Er talið að bandarískir embættismenn og fyrirtæki hafi stolið peningunum. Erlent 13.10.2005 19:36 Enn ein árásin í Írak Að minnsta kosti fimm féllu og tólf særðust er sjálfsmorðssprengjuárás var gerð í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Árásarmaðurinn sprengdi upp litla rútu nálægt hótelinu Sadeer en allir þeir sem létust voru írakskir öryggisverðir sem eru taldir hafa unnið hjá hótelinu. Erlent 13.10.2005 19:34 Mæta öllum skilyrðum súnníta Írakska þingið hefur mætt öllum skilyrðum súnnítaleiðtoga fyrir þátttöku í stjórnarskrárnefnd Íraks. Súnnítar hafa neitað að taka þátt í starfi nefndarinnar eftir að þeir ruku út af fundi hennar í síðustu viku. Erlent 13.10.2005 19:34 Geta ekki séð um öryggi landsins Írakskar öryggissveitir eru engan vegin í stakk búnar til að sjá sjálfar um öryggi landsins. Þetta kemur fram í nýrri leyniskýrslu frá Pentagon sem dagblaðið <em>New York Times</em> greinir frá í dag. Erlent 13.10.2005 19:33 Fimm féllu í sjálfsmorðsárás Fimm írakskir hermenn féllu í sjálfsmorðsárás suður af Bagdad í morgun. Maður ók bíl upp að eftirlitssveit hermannanna og sprengdi sig í loft upp. Árásin var gerð á svæði sem kallað hefur verið „þríhyrningur dauðans“ undanfarið. Ellefu særðust í árásinni, þeirra á meðal lítið barn. Erlent 13.10.2005 19:33 Súnnítar draga sig út úr viðræðum Margir súnnítar sem koma að myndun nýrrar stjórnarskrár í Írak hafa dregið sig út úr viðræðunum í kjölfar þess að tveir úr samninganefndinni voru myrtir í gær. Einn súnnítanna í nefndinni segir ástandið í Írak núna vera þannig að engin leið sé að koma nokkru í verk. Erlent 13.10.2005 19:32 Al-Qaida ætlar að ná völdum Að minnsta kosti 70 létust og um 160 særðust í sjálfsmorðssprengingu í Írak í gær. Árásum hefur fjölgað mjög í landinu að undanförnu og hafa hryðjuverkasamtökin Al-Qaida sagt að þeim linni ekki fyrr en samtökin ná völdum í landinu. Erlent 13.10.2005 19:31 Írak: 70 látnir og 160 særðir Að minnsta kosti 70 létust og um 160 særðust í sjálfsmorðssprengingu í Írak í gær. Árásarmaðurinn sprengdi sig í loft upp við bensínstöð nærri mosku sjíta múslima í borginni Mussayyib, 60 kílómetra suður af Bagdad, höfuðborg Íraks. Erlent 13.10.2005 19:31 20 látnir; 45 særðir Að minnsta kosti tuttugu manns féllu og fjörutíu og fimm eru særðir eftir að sjálfsmorðsárás var gerð í mosku í úthverfi Bagdad, höfuðborgar Íraks, í dag. Engin samtök hafa lýst verknaðinum á hendur sér. Erlent 13.10.2005 19:31 Tveir féllu í sjálfsmorðsárás Sprengja sprakk í borginni Kirkuk í Írak í gærkvöld með þeim afleiðingum að tveir menn féllu. Um sjálfsmorðsárás var að ræða. Erlent 13.10.2005 19:31 Þýskir hermenn ekki til Íraks Þýskir hermenn verða ekki sendir til Íraks þótt kristilegir demókratar komist til valda eftir kosningarnar í haust. Leiðtogi flokksins og kanslaraefni, Angela Merkel, fullyrðir þetta í viðtali við þýska blaðið <em>Berliner Zeitung</em> í dag. Erlent 13.10.2005 19:31 Sjö Írakar myrtir í morgun Hópur uppreisnarmanna myrti í morgun sjö írakska hermenn nærri höfuðborginni Bagdad. Uppreisnarmennirnir óðu inn í eftirlitsstöð hersins og skutu þar á allt sem fyrir varð. Fimm manns særðust í skotbardögunum sem stóðu í um hálfa klukkustund. Erlent 13.10.2005 19:29 Sendiherrann verður aflífaður Sendiherra Egyptalands í Írak verður tekinn af lífi, samkvæmt tilkynningu sem sögð er vera frá Al-Qaida samtökunum og birtist á íslamskri vefsíðu síðdegis. Sendiherranum var rænt í Bagdad síðastliðinn laugardag. Erlent 13.10.2005 19:28 « ‹ 8 9 10 11 12 13 14 15 16 … 27 ›
Íbúar Tal Afar snúa heim Íbúar Tal Afar í Írak snúa nú heim til sín hver af öðrum eftir að hafa flúið vegna skotbardaga undanfarnar tvær vikur. Bandarískar og írakskar hersveitir hófu áhlaup á vígi uppreisnarmanna í borginni fyrir tíu dögum og síðan þá hefur byssugelt heyrst frá morgni til kvölds og skriðdrekar keyrt um í miðbænum. Erlent 17.10.2005 23:45
440 uppreisnarmenn handsamaðir Fjögur hundruð og fjörutíu uppreisnarmenn hafa nú verið handsamaðir í borginni Tal Afar í norðurhluta Íraks. Átta þúsund og fimm hundruð írakskir og bandarískir hermenn hafa undanfarna tíu daga ráðist á öll vígi uppreisnarmanna í borginni og alls hafa nærri hundrað og áttatíu manns fallið í valinn, þar af fimmtán hermenn. Erlent 17.10.2005 23:43
Blaðamaður NY Times myrtur Írakskur blaðamaður, sem vann fyrir bandaríska stórblaðið <em>The New York Times</em>, fannst myrtur í borginni Basra í dag. Grímuklæddir menn höfðu rænt honum um helgina. Erlent 17.10.2005 23:43
Sjítum sagt stríð á hendur Írakski hryðjuverkamaðurinn Al-Zarqawi hefur sagt sjítum stríð á hendur. Liðsmenn hans hafa myrt á annað hundrað þeirra á síðustu tveim sólarhringum. Erlent 14.10.2005 06:42
Írak: Meira en 20 látnir í morgun Meira en tuttugu manns biðu bana og aðrir tuttugu særðust í sjálfsmorðsárás í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Flestir þeirra sem létust voru lögreglumenn. Tilræðismaðurinn keyrði bíl hlöðnum sprengiefni inn í hlið lítils flutningabíls sem í voru lögreglumenn. Erlent 14.10.2005 06:42
Írak: 130 látnir eftir morguninn Eitthundrað og þrjátíu manns létu lífið og yfir eitthundrað og fimmtíu særðust í hryðjuverkaárásum í Írak í dag. Al-Qaida samtökin segjast hafa byrjað herferð sjálfsmorðsárása. Erlent 14.10.2005 06:42
114 látnir eftir sjálfsmorðsárás Minnst 114 manns létust og156 eru særðir eftir sjálfsmorðsárás í hverfi sjíta í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Þetta er næst mannskæðasta sjálfsmorðsárás í landinu frá stríðslokum. Erlent 14.10.2005 06:42
Blóðbað í Bagdad í dag Hrina sprengju- og skotárása kostaði hátt á annað hundrað manns lífið í Írak í dag. Al-Qaida samtökin segjast vera ábyrg og hóta frekari aðgerðum. Erlent 14.10.2005 06:42
Áhlaup á vígi uppreisnarmanna Írakskar og bandarískar hersveitir hófu í gærkvöldi skipulagt áhlaup á vígi uppreisnarmanna í borginni Tal Afar í norðurhluta Íraks. Hermenn gengu í nótt hús úr húsi og byssugelt heyrðist víða um borgina. Borgin hefur verið gróðrastía sýrlenskra uppreisnarmanna sem hafa smyglað sér yfir landamærin til Íraks. Erlent 14.10.2005 06:41
140 uppreisnarmenn fallnir Meira en hundrað og fjörutíu uppreisnarmenn hafa fallið í árásum írakskra og bandarískra hersveita á borgina Tal Anfar í Írak. Hersveitirnar ætla á næstunni að gera skipulagt áhlaup á vígi uppreisnarmanna í fjórum borgum í viðbót. Aðgerðirnar eru einhverjar þær víðtækustu síðan ráðist var inn í Írak árið 2003. Erlent 14.10.2005 06:41
Landamærunum að Sýrlandi lokað Nú undir kvöld sagði innanríkisráðherra Íraks að ákveðið hefði verið að loka landamærunum að Sýrlandi, við borgina Mósúl, frá og með morgundeginum. Meira en 140 uppreisnarmenn hafa fallið í árásum írakskra og bandarískra hersveita á borgina Tal Anfar í Írak undanfarið en hún er sögð hafa verið gróðrastía sýrlenskra uppreisnarmanna sem hafi smyglað sér yfir landamærin. Erlent 14.10.2005 06:41
14 Bandaríkjamenn og Íraki féllu Fjórtán bandarískir landgönguliðar féllu sem og írakskur túlkur þeirra þegar sprengja í vegkanti tætti brynvagn þeirra í sundur í Írak í dag. Þetta er mesta mannfall í einstakri árás sem Bandaríkjamenn hafa orðið fyrir frá því stríðinu lauk. Erlent 13.10.2005 19:37
Uppbyggingin í Írak mistókst Forsætisráðherra Póllands, Marek Belka, sagði í gær að uppbygging í Írak eftir innrásina hefði farið algjörlega út um þúfur. Erlent 13.10.2005 19:36
Uppbyggingin í Írak mistókst Forsætisráðherra Póllands, Marek Belka, sagði í gær að uppbygging í Írak eftir innrásina hefði farið algjörlega út um þúfur. Erlent 13.10.2005 19:36
Ráðist á bílalest Chalabi Ráðist var á bílalest varaforsætisráðherra Íraks, Ahmad Chalabi, í bænum Latifiya, skammt frá Bagdad, nú síðdegis. Að sögn lögreglu lést að minnsta kosti einn lífvarða ráðherrans í árásinni. Erlent 13.10.2005 19:36
Sjö fórust í bílsprengingu Sjö hið minnsta fórust þegar bílsprengja var sprengd við varðstöð lögreglunnar suður af Bagdad í morgun. Tólf særðust í árásinni. Bifreiðin hafði verið skilin eftir í vegkanti skammt frá varðstöðinni og var fjarstýrð sprengja í honum sem var sprengd. Erlent 13.10.2005 19:36
Breskir öryggisverðir drepnir Fjörutíu voru drepnir í sjálfsmorðsárás hryðjuverkamanns í norðurhluta Íraks í gær. Þá var ráðist á bifreið frá bresku ræðismannsskrifstofunni í Basra í morgun og fórust þar tveir breskir öryggisverðir. Erlent 13.10.2005 19:36
Írak: Hundruð milljóna horfin Endurskoðandi sem fylgist með því fjármagni sem stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa veitt til uppbyggingarstarfs í Írak segir milljónir dala, eða hundruð milljónir króna, hafi horfið. Er talið að bandarískir embættismenn og fyrirtæki hafi stolið peningunum. Erlent 13.10.2005 19:36
Enn ein árásin í Írak Að minnsta kosti fimm féllu og tólf særðust er sjálfsmorðssprengjuárás var gerð í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Árásarmaðurinn sprengdi upp litla rútu nálægt hótelinu Sadeer en allir þeir sem létust voru írakskir öryggisverðir sem eru taldir hafa unnið hjá hótelinu. Erlent 13.10.2005 19:34
Mæta öllum skilyrðum súnníta Írakska þingið hefur mætt öllum skilyrðum súnnítaleiðtoga fyrir þátttöku í stjórnarskrárnefnd Íraks. Súnnítar hafa neitað að taka þátt í starfi nefndarinnar eftir að þeir ruku út af fundi hennar í síðustu viku. Erlent 13.10.2005 19:34
Geta ekki séð um öryggi landsins Írakskar öryggissveitir eru engan vegin í stakk búnar til að sjá sjálfar um öryggi landsins. Þetta kemur fram í nýrri leyniskýrslu frá Pentagon sem dagblaðið <em>New York Times</em> greinir frá í dag. Erlent 13.10.2005 19:33
Fimm féllu í sjálfsmorðsárás Fimm írakskir hermenn féllu í sjálfsmorðsárás suður af Bagdad í morgun. Maður ók bíl upp að eftirlitssveit hermannanna og sprengdi sig í loft upp. Árásin var gerð á svæði sem kallað hefur verið „þríhyrningur dauðans“ undanfarið. Ellefu særðust í árásinni, þeirra á meðal lítið barn. Erlent 13.10.2005 19:33
Súnnítar draga sig út úr viðræðum Margir súnnítar sem koma að myndun nýrrar stjórnarskrár í Írak hafa dregið sig út úr viðræðunum í kjölfar þess að tveir úr samninganefndinni voru myrtir í gær. Einn súnnítanna í nefndinni segir ástandið í Írak núna vera þannig að engin leið sé að koma nokkru í verk. Erlent 13.10.2005 19:32
Al-Qaida ætlar að ná völdum Að minnsta kosti 70 létust og um 160 særðust í sjálfsmorðssprengingu í Írak í gær. Árásum hefur fjölgað mjög í landinu að undanförnu og hafa hryðjuverkasamtökin Al-Qaida sagt að þeim linni ekki fyrr en samtökin ná völdum í landinu. Erlent 13.10.2005 19:31
Írak: 70 látnir og 160 særðir Að minnsta kosti 70 létust og um 160 særðust í sjálfsmorðssprengingu í Írak í gær. Árásarmaðurinn sprengdi sig í loft upp við bensínstöð nærri mosku sjíta múslima í borginni Mussayyib, 60 kílómetra suður af Bagdad, höfuðborg Íraks. Erlent 13.10.2005 19:31
20 látnir; 45 særðir Að minnsta kosti tuttugu manns féllu og fjörutíu og fimm eru særðir eftir að sjálfsmorðsárás var gerð í mosku í úthverfi Bagdad, höfuðborgar Íraks, í dag. Engin samtök hafa lýst verknaðinum á hendur sér. Erlent 13.10.2005 19:31
Tveir féllu í sjálfsmorðsárás Sprengja sprakk í borginni Kirkuk í Írak í gærkvöld með þeim afleiðingum að tveir menn féllu. Um sjálfsmorðsárás var að ræða. Erlent 13.10.2005 19:31
Þýskir hermenn ekki til Íraks Þýskir hermenn verða ekki sendir til Íraks þótt kristilegir demókratar komist til valda eftir kosningarnar í haust. Leiðtogi flokksins og kanslaraefni, Angela Merkel, fullyrðir þetta í viðtali við þýska blaðið <em>Berliner Zeitung</em> í dag. Erlent 13.10.2005 19:31
Sjö Írakar myrtir í morgun Hópur uppreisnarmanna myrti í morgun sjö írakska hermenn nærri höfuðborginni Bagdad. Uppreisnarmennirnir óðu inn í eftirlitsstöð hersins og skutu þar á allt sem fyrir varð. Fimm manns særðust í skotbardögunum sem stóðu í um hálfa klukkustund. Erlent 13.10.2005 19:29
Sendiherrann verður aflífaður Sendiherra Egyptalands í Írak verður tekinn af lífi, samkvæmt tilkynningu sem sögð er vera frá Al-Qaida samtökunum og birtist á íslamskri vefsíðu síðdegis. Sendiherranum var rænt í Bagdad síðastliðinn laugardag. Erlent 13.10.2005 19:28