Írak

Fréttamynd

Sendiherrann verður aflífaður

Sendiherra Egyptalands í Írak verður tekinn af lífi, samkvæmt tilkynningu sem sögð er vera frá Al-Qaida samtökunum og birtist á íslamskri vefsíðu síðdegis. Sendiherranum var rænt í Bagdad síðastliðinn laugardag.

Erlent
Fréttamynd

Gonzales kom óvænt til Íraks

Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Alberto Gonzales, kom í óvænta heimsókn til Íraks í morgun. Ráðherrann mun eiga fund við embættismenn írakska dómsmálaráðuneytisins og aðra ráðamenn í Bagdad að sögn talsmanns bandaríska sendiráðsins í borginni. Einnig mun hann að líkindum ræða við forsætisráðherra Íraks, Ibrahim al-Jaafari.

Erlent
Fréttamynd

Mannránið hefndaraðgerð?

Talið er að ránið á sendiherra Egyptalands í Írak í gærkvöldi hafi verið hefndaraðgerð. Hann hafði aðeins verið nokkrar vikur í starfi.

Erlent
Fréttamynd

Sendiherra Egyptalands rænt í Írak

Sendiherra Egyptalands í Írak var rænt í gærkvöldi. Fréttastofa Reuters hefur þetta eftir egypskum sendiráðsstarfsmanni en hann segir sendiherrann hafa verið að kaupa dagblað úti á götu þegar tvær BMW-bifreiðar, fullar af vopnuðum mönnum, hafi rennt upp að honum og numið hann á brott.

Erlent
Fréttamynd

Enn ein sjálfsmorðsprengjuárásin

Tuttugu manns létu lífið í enn einni sjálfsmorðsprengjuárásinni í Bagdad í morgun. Flestir hinna látnu voru menn sem voru að skrá sig í lögregluna en uppreisnarmenn hafa undanfarið sérstaklega beint spjótum sínum að þeim hópi. Með því vilja þeir hræða menn svo færri þori að skrá sig.

Erlent
Fréttamynd

Ár síðan Írakar tóku yfir

Í dag er ár liðið frá því að Írakar tóku við stjórnartaumunum í eigin landi úr höndum Bandaríkjamanna. Ýmislegt hefur áunnist en vandamálin sýnast þó miklu stærri.

Erlent
Fréttamynd

Skothríð á hóp mótmælenda

Lögregla í borginni Samawa í Írak hóf fyrir stundu skothríð á hóp atvinnulausra mótmælenda í borginni. Að sögn Reuters-fréttastofunnar eru um tvö þúsund manns samankomin í borginni til að mótmæla því að enga vinnu sé að hafa hjá lögreglunni.

Erlent
Fréttamynd

Yfirgefa ekki Írak í bráð

Flest bendir nú til að Bandaríkjamenn séu ekki á leiðinni frá Írak í bráð. Ibrahim al-Jafaari, forsætisráðherra Íraks sagði í dag útilokað að segja til um hvenær óöldinni í Írak myndi linna og á meðan svo væri færu Bandaríkjamenn ekki neitt.

Erlent
Fréttamynd

Flugskeyti skotið að herþyrlu?

Tveir bandarískir hermenn féllu þegar bandarísk herþyrla brotlenti norður af Baghdad, höfuðborg Íraks í morgun. Vitni segja að flugskeyti hafi verið skotið að vélinni, en það hefur ekki fengist staðfest. Tvímenningarnir voru einir um borð í vélinni.</font />

Erlent
Fréttamynd

Herþyrla brotlenti nærri Bagdad

Bandarísk herþyrla brotlenti norður af Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Aðeins tveir voru um borð í þyrlunni en ekki er enn vitað um afdrif þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Milljarðar í fangelsisbyggingar

Fangelsi fyrir rúma þrjá milljarða króna eru að rísa í Írak. Bandaríkjamenn fjármagna gerð fangelsanna sem ætlað er að hýsa þær þúsundir uppreisnarmanna sem búið er að handtaka í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Íraksstríðið í 10-12 ár enn?

Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir 10 til 12 ár geta liðið áður en ró komist á í Írak. Hann staðfesti þó í gær að bandarískir embættismenn í Írak hefðu átt viðræður við leiðtoga uppreisnarmanna í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Lögreglumenn drepnir í Írak

Uppreisnarmenn í Írak réðust á lögreglustöð í vesturhluta landsins í gær og drápu þar átta manns. Í norðurhluta landsins geisaði þriggja klukkustunda byssubardagi milli skæruliða og sveita Bandaríkjamanna og Íraka. Þá hafa nokkrir lögreglumenn verið drepnir í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Á fjórða tug liggur í valnum

Á fjórða tug manna liggur í valnum eftir röð hryðjuverkaárása í bænum Mósúl í Írak í morgun. Maður sprengdi sig í loft upp við varðstöð við sjúkrahús, annar við aðalstöðvar lögreglunnar og sá þriðji við herbækistöð í borginni.

Erlent
Fréttamynd

Engar samningaviðræður í gangi

Talsmenn bandarískra og írakskra hersveita segja að þeir eigi í viðræðum við leiðtoga uppreisnarmanna í Írak, klerka og hópa sem tengdir eru súnní-aröbum til að fá fleiri að pólitískri uppbyggingu landsins. Aðspurðir neituðu talsmennirnir hins vegar að þetta séu samningaviðræður hvers konar eins og haldið er fram í <em>Sunday Times</em> í dag.

Erlent
Fréttamynd

Sextán látnir í Mósúl

Sextán hið minnsta fórust í sjálfsmorðsárás í borginni Mósúl í Írak í morgun. Þá ók maður bíl fylltum sprengiefni á höfuðstöðvar lögreglunnar í borginni og sprengdi sig í loft upp. Hluti byggingarinnar hrundi og fimm lögreglumenn fórust. Fjórtán eru sárir.

Erlent
Fréttamynd

Stríðið ekki að tapast

Stríðið í Írak er ekki að tapast og Bandaríkjamenn munu halda áfram að berjast gegn uppreisnarmönnum eins lengi og til þarf. Þetta sagði Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra í yfirheyrslum þingnefndar öldungadeildar um stríðið í Írak sem staðið hafa yfir í dag.

Erlent
Fréttamynd

Sjö bílsprengjur í Bagdad í nótt

Minnst þrjátíu og átta eru látnir og um það bil eitt hundrað særðir eftir sjö bílsprengingar í Bagdad, höfuðborg Íraks, í nótt. Rétt fyrir miðnætti sprungu fjórar bílsprengjur í íbúðahverfi sjíta í höfuðborginni með þeim afleiðingum að tuttugu og þrír létust. Al-Qaida hefur lýst ábyrgð á þeim árásum.

Erlent
Fréttamynd

Írak: Fá borgað fyrir hverja árás

Það er græðgi en ekki hugsjón sem knýr uppreisnarmenn í Írak til ódæðisverka. Þetta er álit hershöfðingja Bandaríkjamanna í Írak sem segir fyrrverandi stjórnarmenn úr Baath-flokki Saddams Hussein borga uppreisnarmönnum á bilinu sjö til tíu þúsund krónur fyrir hverja árás.

Erlent
Fréttamynd

20 létust í árás á veitingahús

Að minnsta kosti tuttugu manns létu lífið og margir særðust í sprengjuárás á veitingahús í Bagdad í dag. Fimm lögreglumenn og nokkrir öryggisverðir voru meðal þeirra sem féllu þegar maður kom inn í veitingahúsið og sprengdi sjálfan sig í loft upp. 

Erlent
Fréttamynd

Árásir í Kúveit í farvatninu?

Utanríkisráðherra Íraks, Hoshiyar Zebari, segist óttast að skæruliðar í landinu ráðist inn í nágrannaríkið Kúveit á næstunni til að fremja þar ódæðisverk í líkingu við þau sem svo tíð hafi verið í Írak undanfarin misseri.

Erlent
Fréttamynd

Fimmtíu skæruliðar felldir

Bandarískar og írakskar hersveitir héldu í dag áfram stórsókn sinni gegn uppreisnarmönnum í vesturhluta landsins. Fimmtíu skæruliðar voru felldir þar í gær.

Erlent
Fréttamynd

Sex látnir eftir loftárásir

Að minnsta kosti sex eru látnir eftir að Bandaríkjamenn gerðu loftárásir á aðsetur meintra hryðjuverkamanna í Írak í nótt. F-16 orrustuþotur flugu yfir skotmörkin, sem flest eru í og við bæinn Qaim í vesturhluta landsins, og vörpuðu fjölda mjög öflugra sprengna.

Erlent
Fréttamynd

18 látnir og 50 særðir

Að minnsta kosti átján manns létust og meira en fimmtíu særðust í sjálfsmorðsárás í borginni Kirkuk í morgun. Árásarmaðurinn gekk hlaðinn sprengiefni að fjölmennu markaðstorgi og sprengdi sig þar í loft upp.

Erlent
Fréttamynd

28 látnir í dag - 24 lík finnast

Að minnsta kosti 28 manns hafa látist í árásum Írak í dag. Auk þess fundust 24 lík rétt fyrir utan Bagdadborg. Þrettán aðrir menn sem teknir höfðu verið af lífi fundust í gærkvöldi.

Erlent
Fréttamynd

Hryðjuverkamanna leitað stíft

Írakski herinn gerir nú hverja árásina af annarri á stöðvar hryðjuverkamanna. Það er þó ekkert lát á sprengjutilræðum í borgum landsins.

Erlent
Fréttamynd

Sprengdu upp flutningabílalest

Að minnsta kosti sjö manns létust er uppreisnarmenn sprengdu upp flutningabílalest sem var á leið að herstöð Bandaríkjamanna með vörubirgðir um 80 kílómetra frá Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær.

Erlent
Fréttamynd

Enn ein olíuleiðslan sprengd

Enn ein olíuleiðslan hefur verið sprengd í Írak en sú síðasta var sprengd í gær nálægt borginni Kirkuk. Engin slys urðu á fólki að þessu sinni en leiðslurnar getur tekið vikur að laga og hefur áhrif á afkomu landsins. Miklar sprengingar mynduðust þegar leiðslan var sprengd upp.

Erlent
Fréttamynd

Tveir látnir hið minnsta

Að minnsta kosti tveir írakskir hermenn létust er bílsprengja sprakk í bænum Baquba í morgun. Þá særðust að minnsta kosti níu í árásinni.

Erlent