Samgönguslys

Fréttamynd

„Ég er þakklátur fyrir að þetta fór ekki verr“

Betur fór en á horfðist þegar öflug alda strandaði bátnum Hesteyri ÍS 95 á Hornströndum og hvolfdi slöngubát sem notaður var til að flytja fólk og farangur í land. Reynslumikill skipstjórinn segist aldrei hafa séð annað eins.

Innlent
Fréttamynd

Skilorð fyrir manndráp af gáleysi í Gleðivík

Karlmaður hefur verið dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Hann ók lyftara yfir erlendan ferðamann sem hafði verið að skoða listaverkið Eggin í Gleðivík við hafnarsvæðið á Djúpavogi. Maðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Alvarlegt bílslys í Þrengslum

Alvarlegt umferðarslys varð í Þrengslunum á Suðurlandi á níunda tímanum í dag. Einn hefur verið fluttur slasaður á bráðamóttöku í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Fær engar bætur eftir á­rekstur við barn

Reiðhjólakona fær engar bætur eftir slys þegar fimmtán ára drengur ók hana niður rafhlaupahjóli. Drengurinn var á 25 kílómetra hraða á klukkstund á gangstétt þegar hann skall saman við konuna, sem var á tíu kílómetra hraða.

Innlent
Fréttamynd

Flug­slysið hoggið stórt skarð í lítinn starfs­manna­hóp

Stjórn og starfsfólk Náttúrustofu Austurlands er harmi slegið eftir að tveir samstarfsfélagar þeirra og vinir létust í flugslysi á Austurlandi síðastliðinn sunnudag. Fríða Jóhannes­dóttir spen­dýra­fræðingur og Skarp­héðinn G. Þóris­son líf­fræðingur voru við reglulegar hreindýratalningar þegar slysið átti sér stað. Auk þeirra fórst Kristján Orri Magnús­son, flugmaður vélarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Skoða hvernig flug­vélar­flakið verður flutt af vett­vangi

Þrír fórust þegar flugvél brotlenti við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða á Austurlandi síðdegis í gær. Boð úr neyðarsendi flugvélarinnar barst Landhelgisgæslunni eina mínútu yfir fimm í gær og var gerð tilraun til að ná sambandi við flugvélina með öllum leiðum.

Innlent
Fréttamynd

Árekstur við Hellu

Fólksbíll og flutningabíll skullu saman á Suðurlandsvegi við Hellu á þrettánda tímanum í dag. Veginum var lokað um stund á meðan hreinsunarstarf var unnið á vettvangi og nú er að greiðast úr töfum sem urðu vegna þesss.

Innlent
Fréttamynd

Þrír létust í flugslysinu á Austurlandi

Flugmaður og tveir farþegar sem voru um borð í flugvél sem leitað var að á Austurlandi fyrr í kvöld eru látnir. Lögreglan á Austurlandi greinir frá þessu en flugvélin fannst klukkan 19:01 við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða, þar sem hún hafði brotlent.

Innlent
Fréttamynd

Flugvélin fundin

Flugvélin sem leitað hefur verið að frá því fyrr í kvöld fannst nú á áttunda tímanum. Um borð í vélinni voru tveir farþegar, auk flugmanns. Að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar er ekki hægt að upplýsa um afrif þeirra á þessari stundu.

Innlent
Fréttamynd

Fólk megi búast við þungri umferð á Suðurlandi í dag

Aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líklegt að þung umferð verði í umdæminu í dag en um helgina fóru þar fram tvær stórar bæjarhátíðir, Kótelettan og Goslokahátíð. Hann mælir með því að fólk gefi sér góðan tíma. 

Innlent
Fréttamynd

Bana­slys á Laugar­vatns­vegi

Fyrr í kvöld tilkynnti lögreglan á Suðurlandi að alvarlegt umferðarslys hafi átt sér stað á Laugarvatni. Nú hefur lögreglan greint frá því að um banaslys hafi verið að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Mæðgin látin eftir harm­leik í Eystra­salti

Sjö ára drengur féll frá borði ferju í Eystrasalti síðdegis í gær. Móðir drengsins er sögð hafa stokkið út í sjóinn á eftir syni sínum til að bjarga honum. Þau fundust í sjónum en voru ekki með meðvitund og hafa nú bæði verið úrskurðuð látin.

Erlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir líkams­meiðingar af gá­leysi eftir hrað­akstur

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt mann í sextíu daga fangelsi fyrir að hafa verið valdur að umferðarslysi þar sem tveir slösuðust eftir að hann hafði misst stjórn á bíl sínum þar sem hann ók of hratt á þjóðvegi 1 í Hörgársveit í nóvember 2021.

Innlent
Fréttamynd

Fjarlægði hraðatakmarkara fyrir banaslys

Hraðatakmarkari rafhlaupahjóls, sem ekið var á rafknúið bifhjól í banaslysi við Sæbraut fyrir tæpum tveimur árum, hafði verið aftengdur fyrir slysið. Bifhjólinu var ólöglega ekið á hjólastígnum.

Innlent
Fréttamynd

Segir Icelandair hvorki bótaskylt né ábyrgt fyrir árekstrinum

Flugrekstrarstjóri segir halla á Icelandair í skýrslu um árekstur sem flugvél félagsins lenti í á Heathrow í fyrra. Óskýru verklagi flugvallarins og samskiptaleysi milli starfsmanna hans sé um að sakast. Korean Air sé bótaskylt í málinu af því flugvél Icelandair var kyrrstæð.

Innlent
Fréttamynd

Flug­stjóri Icelandair fylgdi ekki leið­beiningum

Flugvél Icelandair hafði ekki verið lagt almennilega í stæði á Heathrow flugvelli í Bretlandi þegar vængur flugvélar Korean air rakst í hliðarstýri á stéli flugvélarinnar. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa í Bretlandi segir að skortur á leiðsögn á flugvellinum vegna manneklu hafi einnig átt þátt í óhappinu.

Innlent
Fréttamynd

Þau látnu eldri borgarar á leið í spila­víti

Fimmtán eru nú sagðir hafa látist í árekstri flutningabíls og rútu á hraðbraut í Manitoba í Kanada í gær. Flestir þeirra sem létust voru eldri borgarar sem voru farþegar í rútunni. Tíu til viðbótar eru slasaðir eftir slysið.

Erlent
Fréttamynd

„Ég missi helming blóðs og drukkna næstum því“

„Ég er rétt yfir þrítugt, öryrki og einstæð móðir. Ég ætti að vera á fullu á vinnumarkaði en ég næ því ekki,“ segir Kristbjörg Kamilla Sigtryggsdóttir sem lenti í alvarlegu sæþotuslysi árið 2020. Tveir menn voru í upphafi mánaðar dæmdir til að bera óskipt ábyrgð á tjóni Kristbjargar. Hún segir erfitt að líta á dóminn sem sigur í ljósi þess sem á undan gekk.

Innlent
Fréttamynd

Spyr hver beri ábyrgð á bílhræi

Kona sem rekur ferðaþjónustufyrirtæki spyr sig hver beri ábyrgð á bílhræi, sem legið hefur í vegkanti í sveitinni síðan á aðfaranótt laugardags. Hún segir vegfarendur um fjölfarinn veginn stöðva við hræið og það valdi þannig slysahættu.

Innlent
Fréttamynd

Hjólaslys í Laugardal

Lögregla og sjúkrabílar voru kölluð til í Laugardal nú fyrir stundu vegna einstaklings sem fallið hafði af rafmagnshlaupahjóli.

Innlent