Samgönguslys

Fréttamynd

Ók á gangandi vegfaranda og stakk af

Bifreið var ekið á gangandi vegfaranda á níunda tímanum í gærkvöldi og ökumaður stakk af. Málið er í rannsókn og ekki vitað um alvarleika meiðsla þess sem var ekið á. Samkvæmt heimildum fréttastofu var ekið á vegfarandann á Suðurlandsbraut. 

Innlent
Fréttamynd

Vara­söm gatna­mót þar sem bana­slys varð í Garða­bæ

Karlmaður á áttræðisaldri lést í umferðarslysi á gatnamótum Kauptúns og Urriðaholtsstrætis í Garðabæ í febrúar í fyrra. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur komist að þeirri niðurstöðu að maðurinn hafi sennilega ekki gert sér grein fyrir því að á akreininni næst honum var grænt ljós fyrir akstursleið bifreiðarinnar, en á fjærakreininni var bifreið kyrrstæð á móti rauðu beygjuljósi.

Innlent
Fréttamynd

Eldur kviknaði í bíl við Mjódd

Ökumaður ók bíl utan í vegrið á Breiðholtsbrautinni með þeim afleiðingum að eldur kviknaði í bílnum nærri Mjódd. Engin slys urðu á fólki og náði slökkvilið fljótt að slökkva eldinn.

Innlent
Fréttamynd

Aðgerðum frestað þangað til aðstæður leyfa

Búið er að fresta aðgerðum á Þingvallavatni, þar sem stefnt var að því að ná líkum þeirra sem létust í flugslysinu á vatninu, þangað til aðstæður leyfa. Óvíst er hvenær hægt er að reyna aftur.

Innlent
Fréttamynd

Hafði endanlega betur og fær tugmilljóna bætur

Tryggingafélagið Vörður þarf að greiða mótorhjólamanni sem slasaðist alvarlega í umferðarslysi árið 2013 67 milljónir í bætur vegna slyssins. Tekist var á um hvort að mótorhjólamaðurinn hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi í aðdraganda árekstursins.

Innlent
Fréttamynd

Norðurljósakvöld ein hamingjuríkasta stundin í lífi hins látna

Fjölmiðlar á Vesturlöndum greina nú hver á fætur öðrum frá andláti Josh Neuman sem lést í skelfilegu flugslysi við Þingvallavatn í lok síðustu viku. Neuman var bandarískur hjólabrettakappi sem var yngstur hinna fjögurra sem létust í slysinu en hann var aðeins 22 ára.

Innlent
Fréttamynd

Viðbragðsaðilar segja frétt um leitargögn ranga

„Þetta er alfarið rangt,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson, yfirmaður aðgerða hjá Landsbjörg, um frétt sem birtist í Fréttablaðinu í morgun, þar sem meðal annars sagði að gögn er vörðuðu leit að flugvélinni sem hvarf á fimmtudag hefðu ekki borist lögreglu fyrr en á föstudag.

Innlent