
EM 2022 í Englandi

Kona lést í slysinu við EM-torgið
Kona á sextugsaldri er látin eftir að strætisvagni var ekið á biðskýli við Piccadilly Gardens í Manchester á Englandi í gærkvöldi. Fyrr í gær var mikill fjöldi Íslendinga á svæðinu á svökölluðu EM-torgi vegna leiks íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn því belgíska.

Umfjöllun: Aftur spillti svekkjandi víti fyrir góðri byrjun stelpnanna okkar á EM
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta var nálægt því að byrja Evrópumótið í Englandi á besta mögulega hátt en varð á endanum að sætta sig við 1-1 jafntefli á móti Belgíu í dag. Íslensku stelpurnar klúðruðu víti, komust yfir og fengu síðan nokkur ágæt tækifæri en niðurstaðan var engu að síður bara eitt stig.

Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Belgíu ásamt vítinu sem fór forgörðum
Ísland og Belgía gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta. Ísland var betri aðilinn í leiknum og klúðraði meðal annars vítaspyrnu sem þýðir að bæði lið eru með eitt stig eftir fyrstu umferð riðilsins.

Sveindís Jane er hraðasti leikmaður EM
Sveindís Jane Jónsdóttir er sú sem hefur hlaupið hraðast allra leikmanna á Evrópumótinu í Englandi til þessa.

Jafntefli Íslands og Belgíu í myndum
Ísland og Belgía mættust í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en hér að neðan má sjá myndir sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók.

Mikill viðbúnaður við EM-torgið í Manchester eftir alvarlegt slys
Nokkrir sjúkrabílar og lögreglubílar eru nú við EM-torgið nærri Piccadilly Gardens í Manchester. Samkvæmt vitnum keyrði strætisvagn á strætóskýli þar sem að minnsta kosti fjórir einstaklingar voru.

Geyroro skoraði þrennu þegar Frakkar fóru létt með Ítali
Frakkar tóku forystu í D-riðli okkar Íslendinga þegar þær rúlluðu upp Ítölum með 5-1 sigri.

Þjóðin bregst við landsleiknum á Twitter | „Hlakka til að sjá sigur í næsta leik“
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við Belgíu í fyrsta leik sínum á EM 2022. Samfélagsmiðillinn Twitter var líflegur eins og svo oft áður bæði fyrir og eftir upphafsflautið.

„Helltist yfir mig þakklæti fyrir að vera hluti af þessum ótrúlega hóp“
Markvörðurinn ungi Cecilía Rán Rúnarsdóttir var til tals eftir leik Íslands og Belgíu á Evrópumótinu í fótbolta í dag. Cecilía Rán fingurbrotnaði á dögunum og þurfti því að draga sig úr leikmannahópi Íslands.

„Tilfinningin var allan leikinn að við værum að fara að skora og vinna“
„Við hefðum viljað þrjú stig, en við virðum stigið við sterkt Belgalið,“ sagði Sif Atladóttir í leikslok eftir 1-1 jafntefli Íslands og Belgíu í opnunarleik D-riðils á EM kvenna í knattspyrnu.

„Þurfum að nýta færin betur og vera aðeins gráðugri á síðasta þriðjungi“
„Maður er stoltur, góð tilfinning og við vorum með mjög góða tilfinningu fyrir leikinn. Allir bláir í stúkunni og geggjuð stemmning en auðvitað hefði maður viljað ná í þrjú stig og sigur í dag,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir eftir 1-1 jafntefli Íslands og Belgíu á Evrópumóti kvenna í fótbolta í dag.

„Þetta var draumi líkast“
Markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir spilaði sínar fyrstu mínútur fyrir Íslands hönd á stórmóti er liðið gerði 1-1 jafntefli við Belgíu í dag. Sandra var hins vegar að mæta til leiks á sitt fjórða stórmót en þangað til nú hefur hún þurft að verma varamannabekk Íslands.

Gunnhildur Yrsa: „Ég get ekki látið mig hverfa inn í teig“
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var nokkuð svekkt eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Belgíu í opnunarleik D-riðils á EM sem fram fer á Englandi. Gunnhildur fékk dæmda á sig vítaspyrnu í síðari hálfleik sem skilaði Belgum jöfnunarmarkinu.

„Súrar núna en það gerir okkur bara hungraðri í að taka sigurinn næst“
Guðrún Arnardóttir, varnarmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var nokkuð súr og svekkt með það að liðið hafi aðeins tekið eitt stig úr leiknum gegn Belgíu fyrr í dag, en liðin gerðu 1-1 jafntefli í opnunarleik D-riðils á EM.

Sveindís Jane átti hugmyndina að koma með treyju Cecilíu
Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir og framherjinn Sveindís Jane Jónsdóttir eru mjög nánar og það var því áfall fyrir Sveindísi líka þegar Cecilía fingurbrotnaði sem tók af henni EM.

„Gríðarlega svekkt að fara úr þessum leik með eitt stig“
„Við vorum klárlega betra liðið og fáum færi til að klára þennan leik. Er eiginlega gríðarlega svekkt að fara úr þessum leik með eitt stig,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir eftir 1-1 jafntefli Íslands og Belgíu fyrr í dag.

Þorsteinn: Auðvitað voru þær allar fúlar og vonsviknar að vinna ekki leikinn
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins, lagði áherslu á að allt væri enn opið fyrir íslenska stelpurnar á þessu Evrópumóti þegar hann ræddi við fjölmiðlamenn á blaðamannafundi eftir leikinn.

Sveindís Jane best en Glódís Perla og Karólína Lea ekki langt undan
Að mati Íþróttadeildar Vísis þá var Sveindís Jane Jónsdóttir besti leikmaður Íslands í dag er liðið gerði 1-1 jafntefli við Belgíu í fyrsta leik Evrópumóts kvenna í fótbolta. Þær Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir voru ekki langt þar á eftir. Almennt átti íslenska liðið góðan dag en því miður féll þetta ekki með Íslandi í dag.

„Ég þurfti bara að vinna upp fyrir þetta klúður“
Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði fyrsta mark Íslands á EM 2022 í 1-1 jafntefli liðsins gegn Belgíu í opnunarleik D-riðils. Hún nætti þá upp fyrir vítaspyrnu sem hún lét verja frá sér í fyrri hálfleik og segir það hafa verið mikinn létti.

„Þetta dettur með okkur í næsta leik“
„Held að við áttum meira skilið, áttum fullt af góðum færum – dauðafærum – og hefðum getað skorað úr vítinu en svona er þetta bara,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir í viðtali við RÚV eftir landsleik Íslands og Belgí á EM kvenna í fótbolta.

Leik lokið: Belgía-Ísland 1-1 | Allt jafnt í Manchester
Ísland og Belgía gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust á akademíuvelli Manchester City í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta í dag. Ísland komst yfir en klaufaleg vítaspyrna kom Belgíu inn í leikinn og því fór sem fór.

Gríðarleg stemning á pakkfullu EM torgi
Mikill fjöldi fólks er kominn saman á EM torginu á Ingólfstorgi til að styðja stelpurnar okkar.

Ekkert óvænt í byrjunarliði íslenska liðsins
Tilkynnt hefur verið hvernig byrjunarlið íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta verður í fyrsta leik liðsins í lokakeppni Evrópumótsins á Englandi.

Katrín Jakobsdóttir leiddi göngu íslenska stuðningsfólksins á völlinn
Íslenska stuðningsfólkið gekk fylltu liði á Academy leikvanginn rétt áðan þar sem sem íslensku stelpurnar mæta Belgum í dag. Þetta er fyrsti leikur liðsins á EM í Englandi.

Tasmaníu djöfullinn spilar með íslenska landsliðinu
Hluti af því að fara á stórmót eins og Evrópumótið í Englandi er að fara í viðtöl og myndatökur. Það eru ekki bara fjölmiðlar sem vilja slíkt heldur líka heimasíðu Knattspyrnusambands Evrópu.

EM í dag: DJ Dóra Júlía með stjörnur í augunum og mamma Sveindísar Jane elskar skötu
Svava Kristín Grétarsdóttir er á aðdáendasvæðinu í Manchester á leikdegi en íslenskir stuðningsmenn hafa yfirtekið torgið hefur vaxið með hverri mínútunni fram að stóru stundinni sem er fyrsti leikur íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á Evrópumótinu gegn Belgum. Leikurinn hefst klukkan 16.00 í dag.

Myndasyrpa frá gleði íslenska stuðningsfólksins í miðbæ Manchester
Íslensku stuðningsmennirnir settu mikinn svip á miðbæ Manchester í dag þegar þeir hittust flestir á stuðningsmannasvæði UEFA á Piccadeilly garðinum.

Sara segir að íslensku stelpurnar þurfi að passa sig á gömlu liðsfélögunum
Íslenski landsliðsfyrirliðinn þekkir tvo leikmenn belgíska landsliðsins betur en hinar. Þjóðirnar mætast í dag í fyrsta leik þeirra á EM í Englandi.

Svona var stemningin á aðdáendasvæðinu
Íslendingar hafa flykkst á aðdáendasvæðið í Manchester fyrir leik Íslands gegn Belgum. Að venju eru Íslendingarnir í brjáluðu stuði og við í beinni útsendingu.

Sara Björk verður Sara Be-yerk
Utanríkisráðuneyti Íslands hefur gefið út leiðbeiningar um framburð á nöfnum stelpnanna okkar í landsliði kvenna í knattspyrnu. Liðið leikur sinn fyrsta leik á Evrópumótinu gegn Belgum síðar í dag.