Þýski handboltinn

Fréttamynd

Svona braut Gísli ökklann

Gísli Þorgeir Kristjánsson og þýska liðið Magdeburg hafa orðið fyrir áfalli því nú er ljóst að 23 ára landsliðsmaður í handbolta ökklabrotnaði í leik í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn.

Handbolti
Fréttamynd

Átta íslensk mörk í öruggum sigri Gummersbach | Fimmta tap Ýmis og félaga í röð

Fjórum leikjum í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta er nú nýlokið og voru Íslendingar í eldlínunni í þeim öllum. Íslendingalið Gummersbach vann öruggan sjö marka sigur gegn Wetzlar, 37-30, þar sem átta íslensk mörk litu dagsins ljós, en Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen máttu þola sitt fimmta tap í röð er liðið heimsótti Füchse Berlin.

Handbolti
Fréttamynd

Fékk nóg af til­rauna­starf­semi og fann fegurðina í þjálfun

Ólafur Stefánsson, fyrrum landsliðsmaður og handboltastjarna, finnur sig vel í nýju hlutverki sem aðstoðarþjálfari Erlangen í Þýskalandi. Hann áttaði sig á því að hann verður ekki verri manneskja við þjálfunina og er kominn með nóg af víðamikilli tilraunastarfsemi síðustu ára.

Handbolti
Fréttamynd

Hafði litlar væntingar til Rúnars en segir hann nú hár­rétta manninn

Viggó Kristjánsson segir það hafa komið sér á óvart þegar Rúnar Sigtryggsson var ráðinn sem þjálfari hans hjá þýska handknattleiksliðinu Leipzig. Hann hafi ekkert vitað við hverju mætti búast við af Rúnari en er hæstánægður undir hans stjórn og ákvað að skrifa undir nýjan samning við félagið.

Handbolti
Fréttamynd

Gummersbach hafði betur í Íslendingaslag

Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, vann sterkan fjögurra marka sigur er liðið heimsótti Rúnar Sigtryggsson og lærisveina hans í Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 30-34.

Handbolti