Viðskipti

Fréttamynd

Frekari tafir hjá Airbus?

Franska dagblaðið Les Echos greinir frá því í dag að hugsanlega muni evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus tilkynna um tafir á afhendingu A380 risaþota frá félaginu á næstu dögum. Ef rétt reynist verður þetta í þriðja sinn á árinu sem tafir verða á afhendingu þessara stærstu risaþotu í heimi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Einhugur um óbreytta vexti

Allir meðlimir peningamálanefndar Englandsbanka voru sammála um að halda stýrivöxtum í Bretlandi óbreyttum á síðasta vaxtaákvörðunarfundi nefndarinnar fyrr í þessum mánuði. Hagfræðingar telja líkur á hækkun vaxta í nóvember.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Atorka kaupir enn á ný í NWF

Atorka Group hefur bætt við hlut sinn í NWF Group og heldur nú utan um 19 prósenta hlut. Það var fyrst vorið 2004 sem Atorka tilkynnti til Kauphallarinnar í Lundúnum um fjárfestingar sínar í NWF og hefur frá þeim tíma verið að auka hlut sinn jafnt og þétt í breska framleiðslu- og dreifingarfélaginu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Actavis orðað við yfirtöku á áströlsku lyfjafyrirtæki

Actavis er orðað við yfirtöku á ástralska samheitalyfjafyrirtækinu Mayne Pharma í frétt Dow Jones. Viðskipti með hlutabréf í ástralska fyrirtækinu voru stöðvuð í gær vegna hugsanlegs 140 milljarða króna yfirtökutilboðs en ekki liggur fyrir frá hverjum.

Innlent
Fréttamynd

Olíuverð niður fyrir 62 dali

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar þess að George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, samþykkti að fara diplómatíska leið í viðræðum við Írana um kjarnorkuáætlun þeirra. Síðar í dag er að vænta upplýsinga um olíubirgðastöðu í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Stefnir í hagnað hjá Sterling árið 2006

Almar Örn Hilmarsson, forstjóri Sterling, segir í viðtali við Markaðinn í dag, að allt stefni í það að félagið verði rekið með hagnaði í ár. „Árið 2006 stefnir í hagnað sem í reynd er ótrúlegur árangur á einu ári. Þetta var margfalt betra en þessi félög hafa gert nokkru sinni áður. Ég held að menn hafi verið búnir að gleyma því hjá Maersk að það hafi verið til plús í tölvunum.“

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Napster í sölu

Netfyrirtækið Napster greindi frá því í upphafi vikunnar að það hefði leitað til svissneska fjárfestingabankans UBS vegna hugsanlegrar sölu á fyrirtækinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fjallað um Porter

Í dag heldur Runólfur Smári Steinþórsson prófessor fyrirlestur um Michael E. Porter, prófessor við Harvard-háskóla, undir yfirskriftinni "Einn helsti hugsuður heims - ágrip um Michael E. Porter". Er fyrir­lesturinn hluti af málstofuröð Hagfræðistofnunar og Viðskiptafræðistofnunar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Poppstjarna fer ekki út í geim

Rússneska þingið neitaði í síðustu viku að verða við bón bandarísku poppdrottningarinnar Madonnu um að fá að kaupa far með rússneska Soyuz-geimfarinu til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar árið 2008. Hefði þingið orðið við bón Madonnu hefði hún orðið önnur konan til að kaupa sér farmiða út í geim.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Háar álögur á bjúgaldin í Evrópu

Verð á banönum hefur hækkað um tíu prósent milli ára í Bandaríkjunum sökum slakrar afkomu framleiðandans Chiquita í Evrópu. Bananaverð í Evrópu hefur aftur á móti lækkað um 17 prósent innan aðildarríkja Evrópusambandsins, í Sviss, Noregi og hér á landi, að sögn fyrirtækisins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ný DVD-kynslóð í haust

Toshiba og Sony, sem berjast um næstu kynslóð í DVD-tækni, setja splunkunýja myndspilara sína á markað í Evrópu í nóvember. Spilarar frá báðum fyrirtækjum hafa verið fáanlegir í Bandaríkjunum og í Japan frá því í vor.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hræringar í Thorntons

Peter Burdon, forstjóri bresku súkkulaðikeðjunnar Thorntons, hefur sagt starfi sínu lausu eftir að fyrirtækið birti afkomutölur sem sýndu að hagnaður á hlut lækkaði um 36 prósent milli ára; úr 8,1 milljón punda í 5,2 milljónir punda.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sameinast OMX

Undirrituð hefur verið viljayfirlýsing um kaup OMX kauphallana á Kauphöll Íslands. Sameining verður um áramót.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Velta umfram væntingar

Velta í hagkerfinu jókst um 22,4 % að nafnvirði í maí- og júní miðað við sama tíma í fyrra. Greiningardeild Glitnis segir neyslu- og fjárfestingatengdar atvinnugreinar hafa drifið hagkerfið áfram á tímabilinu og komi það ekki á óvart.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Jákvæðari tónn hjá Danske Bank: Fjallar um snarpa kólnun eftirspurnar.

Danske Bank fjallar í nýrri greiningu um íslenska hagkerfið og fagnar þar kólnun í innlendri eftirspurn og segir það góðar fréttir. "Nú er hægt að tala um að verulega hafi hægt á innlendri eftispurn á Íslandi," segir Lars Christensen, sérfræðingur bankans og vísar til eigin árstíðarleiðréttra útreikninga um að eftirspurn hér hafi dregist saman um sem nemi 15,9 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fólkið ósammála stjórnvöldum

Fólkið í landinu er ósammála stefnu íslenskra stjórnvalda í Evrópumálum, segir Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í aðsendri grein. Með stefnu sinni í Evrópumálum og skattlagningu matvæla séu stjórnvöld í raun að segja Íslendingum að þeim henti best að búa við háa vexti og hátt matvælaverð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stela kúnnum frá Sterling

Jet-Time, nýju dönsku leiguflugfélagi, hefur tekist að ná viðskiptum frá dansk-íslenska lággjaldaflugfélaginu Sterling og náð um tíu prósenta markaðshlutdeild samkvæmt frétt fríblaðsins 24 timer.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Erlend skráning ekki ákveðin

Forsvarsmenn Mosaic Fashion segja ekkert liggja fyrir um það hvort stefnt verði að tvöfaldri skráningu félagsins. Mail on Sunday sagði frá því að félagið stefndi að því að skrá félagið einnig á markaði í Bretlandi á næsta ári. Mosaic er skráð í Kauphöll Íslands.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bílaverð í hæstu hæðum á eBay

Rauður Ferrari Enzo sportbíll er við það að slá verðmet í útibúi uppboðsvefsins eBay í Bretlandi Hæsta boð í bílinn nú stendur í rúmum 300.000 pundum eða um 40 milljónum íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Banna rafhlöður í flugi

Breska lággjaldaflugfélagið Virgin Atlantic hefur skikkað farþega í millilandaflugi til að taka rafhlöður úr fartölvum sínum ef þær eru frá Dell og Apple. Ástæðan er eldhætta af völdum rafhlaðanna, en Dell innkallaði í ágúst fjórar milljónir af rafhlöðum í tölvum sem Sony framleiddi fyrir fyrirtækið og Apple innkallaði tæplega tvær milljónir rafhlaða frá fyrirtækinu fyrir skömmu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kaupa réttinn á hellisbúanum

Leikhúsmógúllinn ehf., sem hefur frá árinu 2000 framleitt og kynnt leikritið Defending the Caveman (eða Hellisbúann) á meginlandi Evrópu, hefur nú keypt höfundarréttinn af höfundi leikritsins, Rob Becker.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Microsoft kynnir People-Ready

Microsoft á Íslandi ætlar í næstu viku að ráðast í mikla kynningar­herferð á People-Ready. Um er að ræða nýtt hugtak sem er afsprengi mikillar hugmyndavinnu hjá Microsoft.

Viðskipti erlent