Viðskipti Kaupþing með rúma 20 milljarða í hagnað Kaupþing skilaði 20,3 milljarða króna hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins samanborið við 18,8 milljarða króna á sama tíma í fyrra. Þetta er í takt við spár greiningardeilda. Viðskipti innlent 26.4.2007 09:08 Milestone gerir 70 milljarða yfirtökutilboð í Invik í Svíþjóð Fjárfestingafélagið Milestone hefur lagt fram 70 milljarða króna yfirtökutilboð í sænska fjármálafyrirtækið Invik og Co. eftir kaup á 26 prósenta hlut í dag sem tryggir Milestone 63 prósent atkvæða í Invik. Stjórn Invik mælir með að hluthafar taki tilboðinu, en þetta er ein stærstu fyrirtækjakaup Íslandssögunnar. Kaupin eru háð blessun fjármálayfirvalda í þremur löndum. Viðskipti innlent 25.4.2007 23:35 Starfsmenn Milestone verða um 900 Gangi áform Milestone eftir um yfirtöku á sænska fjármálafyrirtækinu Invik & Co. verða starfsmenn innan samstæðunnar um 900 talsins. Ríflega helmingur eigna Milestone verður erlendis og vægi tryggingastarfsemi og sérhæfðrar fjármálaþjónustu mun aukast til muna. Heildareignir Milestone verða um 341 milljarður króna. Viðskipti innlent 25.4.2007 23:44 Dow Jones vísitalan í sögulegu hámarki Bandaríska Dow Jones-vísitalan fór í sögulegar hæðir þegar hún rauf 13.000 stiga múrinn við lok viðskipta á bandaríska hlutabréfamarkaðnum í dag. Vísitalan hefur verið á hraðri uppleið, ekki síst eftir að uppgjörshrinan hófst vestanhafs í síðustu viku en afkoma fyrirtækja á fyrsta fjórðungi ársins er í mörgum tilvikum yfir væntingum. Viðskipti erlent 25.4.2007 22:43 Sjálfkjörið í stjórn Glitnis Framboðsfrestur til setu í stjórn Glitnis banka hf. rann út í dag. Nokkrar breytingar verða á stjórninni, sem er sjálfkjörin, en einungis tveir af fyrrum stjórnarmönnum bankans gáfu kost á sér að nýju eftir sviptingar í hluthafahópi bankans um páskana. Ný stjórn tekur við á hluthafafundi bankans á mánudag í næstu viku. Viðskipti innlent 25.4.2007 16:03 Þjóðarbúskapurinn aldrei næmari en nú Íslenskur þjóðarbúskapur hefur aldrei jafn næmur fyrir breytingum á alþjóðlegum mörkuðum og nú. Þetta sést á tengslum á milli gengis íslensku krónunnar, annarra hávaxtagjaldmiðla og erlendrar vaxtaþróunar. Tengslin má rekja til mikils viðskiptahalla,sem erlendir fjárfestar og lánardrottnar fjármagna að nokkru leyti. Þetta kemur fram í riti Seðlabanka Íslands um fjármálastöðugleikann á þessu ári, sem kom út fyrir stundu. Viðskipti innlent 25.4.2007 15:32 Penninn og Te&kaffi fjárfesta í Lettlandi Penninn og Te&kaffi hafa gengið frá kaupum á Melna Kafija Ltd., leiðandi fyrirtæki á sviði kaffiframleiðslu í Lettlandi og einum stærsta kaffiframleiðanda í Eystrasaltslöndunum. Viðskipti innlent 25.4.2007 14:10 Dow Jones-vísitalan í methæðum Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,4 prósent við opnun markaða í Bandaríkjunum í dag og fór í fyrsta sinn í sögunni yfir 13.000 stiga múrinn. Ástæðan fyrir hækkununum eru góðar afkomutölur fyrirtækja í Bandaríkjunum á fyrsta fjórðungi ársins og væntingar fjárfesta um góða afkomu þeirra fyrirtækja sem enn eiga eftir að skila uppgjörum í hús. Viðskipti erlent 25.4.2007 13:46 Hagnaður Pepsi jókst um 16 prósent Bandaríski gosdrykkjarisinn PepsiCo skilaði 1,1 milljarða dala hagnaði á fyrsta fjórðungi þessa árs. Þetta jafngildir rúmlega 71 milljarði íslenskra króna, sem er 16 prósentum meira en félagið skilaði á sama tíma fyrir ári og nokkuð yfir væntingum greinenda. Sala á Frito Lay snakki á stóran hlut af auknum hagnaði fyrirtækisins. Viðskipti erlent 25.4.2007 11:59 Orðrómur á ný um yfirtöku á Sainsbury Gengi hlutabréfa í Sainsbury, þriðju stærstu stórmarkaðakeðju Bretlands, hækkaði um 8,5 prósent fyrir opnun markaða í Bretlandi dag eftir að 15 prósent hlutabréfa í keðjunni skiptu um eigendur fyrir 1,4 milljarð punda, jafnvirði tæplega 181 milljarðs íslenskra króna.Greinendur segja viðskiptin benda til að hópur fjárfesta hafi í hyggju að gera yfirtökutilboð í keðjuna á ný. Viðskipti erlent 25.4.2007 10:36 Skipulagsbreytingar hjá FL Group FL Group hefur ákveðið að gera breytingar á skipulagi félagsins. Þannig verður starfssvið eigin viðskipta félagsins útvíkkað, heiti þess breytt og mun það eftirleiðis hafa umsjón með skammtíma fjárfestingum á verðbréfamörkuðum um heim allan og stöðutöku félagsins í gjaldeyri. Á sama tíma hafa mannabreytingar orðið í stjórnendastöðu starfssviðsins. Viðskipti innlent 25.4.2007 11:13 Kópavogur skilaði 4,3 milljörðum í rekstrarafgang Kópavogsbær skilaði tæplega 4,3 milljarða króna rekstrarafgangi á síðasta ári. Þetta er tæplega tvöfalt betri afkoma en áætlanir bæjarstjórnar höfðu gert ráð fyrir. Mestu munar umhagnað af sölu byggginarréttar umfram væntingar auk þess sem skatttekjur voru hærri en gert hafði verið ráð fyrir. Hærri lífeyrisskuldbindingar og aðrir fjármagnsliðir vega á móti. Viðskipti innlent 25.4.2007 10:13 Olíuverðið hækkar eftir lækkanir Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði á helstu fjármálamörkuðum í dag. Helsta ástæðan er sú að talið er að olíubirgðir í Bandaríkjunum hafi minnkað á milli vikna. Verði það raunin hafa olíubirgðirnar minnkað ellefu vikur í röð. Viðskipti erlent 25.4.2007 09:44 Lofar lægri verðbólgu í Bretlandi Mervyn King, bankastjóri Englandsbanka, segir að bankinn ætli að grípa til aðgerða til að draga úr verðbólgu og muni Bretar sjá skarpa lækkun á næstu fjórum til sex mánuðum. Verðbólga mældist 3,1 prósent í mars sem kom flestu, ekki síst bankastjórn Englandsbanka, á óvart og varð King venju samkvæmt, að skrifa stjórnvöldum bréf þar sem hann gerði grein fyrir hækkuninni. Viðskipti erlent 25.4.2007 09:02 Royal Bank of Scotland vill ABN Amro Royal Bank of Scotland er í forsvari fyrir þrjá evrópskra banka sem hafa formlega lýst yfir áhuga á því að leggja fram kauptilboð í ABN Amro, stærsta banka Hollands. Tilboðið er sagt hljóða upp á 72 milljarða evrur, rúmlega 6.300 milljarða íslenskra króna. Verði gengið að tilboðinu spillir það kaupum Barclays á hollenska bankanum, sem sögð eru stærstu fyrirtækjakaup í evrópski bankasögu. Viðskipti erlent 25.4.2007 08:42 Mikill samdráttur á bandarískum fasteignamarkaði Sala á íbúðum öðrum en nýjum dróst saman um 8,4 prósent á milli mánaða í Bandaríkjunum í mars. Samdrátturinn á íbúðamarkaði í Bandaríkjunum hefur ekki verið meiri í einum mánuði í 18 ár.Á sama tíma hefur sala á nýjum íbúðum ekki verið minni í tæp fjögur ár. Greinendur segja samdráttinn merki um veika stöðu fasteignamarkaðarins vestra. Viðskipti erlent 24.4.2007 15:31 Nærri tvöfalt meiri hagnaður hjá Nýherja Nýherji skilaði 105 milljóna króna hagnaði á fyrsta fjórðungi þessa árs. Á sama tíma í fyrra nam hagnaður fyrirtækisins 54,3 milljónum króna. Tekjur fyrirtækisins voru umfram áætlanir. Vöxtur var mikill í sölu á netþjónum undir merkjum IBM, hugbúnaði, símkerfum og vörum frá Canon og fartölvum Lenovo, sem keypti fartölvuframleiðslu IBM árið 2004. Viðskipti innlent 24.4.2007 15:00 FME setur tryggingasölumönnum skýrar reglur Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér umræðuskjal með drögum að leiðbeinandi tilmælum um starfshætti vátryggingasölumanna, vátryggingamiðlara, vátryggingaumboðsmanna og vátryggingafélaga. Tilmælin eru til að tryggja ýmsar skyldur tryggingasölumanna. Þar á meðal til að koma í veg fyrir að tryggingasölumenn fari með ónákvæmar upplýsingar og setji fram ósanngjarnar fullyrðingar í garð annarra vátryggingaaðila. Viðskipti innlent 24.4.2007 14:50 Metafkoma hjá OMX Kauphallarsamstæðan OMX, sem rekur kauphallir víða á Norðurlöndunum, meðal annars hér, og í Eystrasaltslöndunum, skilaði hagnaði upp á 257 milljónir sænskra króna, jafnvirði 2,4 milljarða íslenskra króna, eftir skatta og gjöld á fyrstu þremur mánuðum ársins. Rekstrarhagnaður samstæðunnar á fyrsta árfjórðungi hefur aldrei verið betri í sögu OMX. Viðskipti erlent 24.4.2007 12:47 Toyota umsvifamesti bílaframleiðandi heims Japanski bílaframleiðandinn Toyota hefur tekið fram úr bandaríska bílaframleiðandanum General Motors og flaggar nú titlinum umsvifamesti bílaframleiðandi í heimi. Þessu heldur talsmaður Toyota fram en fyrirtækið seldi tæplega 2,35 milljónir bíla á fyrstu þremur mánuðum ársins á meðan General Motors seldi 2,26 milljónir bíla á sama tíma. Viðskipti erlent 24.4.2007 09:11 Lækkanir á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum Hlutabréf á mörkuðum í Bandaríkjunum lækkuðu í dag eftir að hlutabréfavísitölur náðu miklum hæðum í lok síðustu viku. Dow Jones fór hæst í 12.984 stig í dag en tókst ekki að rjúfa 13 þúsund stiga múrinn. Viðskipti erlent 23.4.2007 20:40 Spider-Man bætir afkomuna Bandaríski leikfangaframleiðandinn Hasbro skilaði hagnaði upp á 32,9 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 2,1 milljarðs króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Þetta er nokkur viðsnúningur fá taprekstri fyrirtækisins í fyrra. Helsta ástæðan fyrir hagnaðinum er góð sala á leikföngum sem tengjast útgáfu þriðju kvikmyndarinnar um ævintýri Köngurlóarmannsins, sem kemur á hvíta tjaldið eftir tvo mánuði. Viðskipti erlent 23.4.2007 19:26 Söguleg bankaviðskipti Samið var um ein stærstu kaup í sögu bankaviðskipta í morgun þegar tilboð breska Barclays bankans í hollenska bankann ABN AMRO var samþykkt. Kaupverðið nemur jafnvirði sex þúsund milljarða íslenskra króna. Royal Bank of Scotland gæti þó boðið betur og bolað Barclays frá samningaborðinu Erlent 23.4.2007 12:42 Olíuverð hækkar vegna forsetakosninga Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði í dag vegna hættu á að olíuframleiðsla í Nígeríu skerðist vegna forsetakosninga þar í landi sem nú standa yfir. Nokkur spilling er sögð einkenna forsetakosningarnar og hefur stjórnarandstaðan farið fram á að þær verði ógiltar og kosið að nýju. Viðskipti erlent 23.4.2007 11:31 Google verðmætasta vörumerkið Bandaríska netfyrirtækið Google hefur velt hugbúnaðarrisanum Microsoft úr toppsætinu sem verðmætasta vörumerki í heimi. Vörumerki Google er metið á 66,4 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 4.301 milljarðs íslenskra króna. Raftækjaframleiðandinn General Electric er í öðru sæti en Microsoft í því þriðja. Viðskipti erlent 23.4.2007 09:32 Dow Jones vísitalan aldrei hærri Dow Jones hlutabréfavísitalan fór í methæðir við lokun markaða í Bandaríkjanna í dag. Vísitalan hækkaði um 31 punkt í viðskiptum dagsins eftir nokkrar sveiflur og endaði í 2.803,84 stigum. Góð afkoma fjármálafyrirtækja á hlut að hækkun vísitölunnar en slæleg afkoma tæknifyrirtækja kom í veg fyrir að vísitalan færi enn hærra. Viðskipti erlent 18.4.2007 20:44 Afkoma AMR í takt við væntingar Bandaríska flugrekstrarsamstæðan AMR, móðurfélag bandaríska flugfélagsins American Airlines, skilaði hagnaði upp á 81 milljón bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 5,284 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Á sama tíma í fyrra tapaði félagið 89 milljónum dala, 5,88 milljörðum króna. Afkoman er í takt við væntingar greinenda. Viðskipti innlent 18.4.2007 18:08 Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 2,4 prósent Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,4 prósent í apríl frá fyrra mánuði. Síðastliðna 3 mánuði hækkaði hún um 5,1 prósent og síðastliðna 6 mánuði um 2,8 prósent. Síðastliðna 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 5,8 prósent, samkvæmt nýjustu upplýsingum Fasteignamats ríkisins. Viðskipti innlent 18.4.2007 17:56 Stýrivaxtahækkun vofir yfir Bretlandi Miklar líkur eru taldar á því að stýrivextir verði hækkaðir um 25 punkta hið minnsta í Bretlandi á næsta vaxtaákvörðunarfundi Englandsbanka í byrjun maí. Verðbólga mælist nú 3,1 prósent og hefur ekki verið meiri í áratug. Auk þessa stendur gengi breska pundsins í hámarki gagnvart bandaríkjadal en það hefur ekki verið hærra í 26 ár. Viðskipti erlent 18.4.2007 13:41 Fyrsta tap Motorola í fjögur ár Bandaríski farsímaframleiðandinn Motorola, annað stærsta farsímafyrirtæki í heimi, skilaði tapi upp á 181 milljón bandaríkjadala, 11,8 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi þessa árs. Fyrirtækið hefur ekki skilað taprekstri í fjögur ár en hann er að mestu tilkominn vegna verðlækkana og sölu á ódýrum farsímum. Greinendur gera ráð fyrir áframhaldandi samdrætti á yfirstandandi fjórðungi. Viðskipti erlent 18.4.2007 12:12 « ‹ 76 77 78 79 80 81 82 83 84 … 223 ›
Kaupþing með rúma 20 milljarða í hagnað Kaupþing skilaði 20,3 milljarða króna hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins samanborið við 18,8 milljarða króna á sama tíma í fyrra. Þetta er í takt við spár greiningardeilda. Viðskipti innlent 26.4.2007 09:08
Milestone gerir 70 milljarða yfirtökutilboð í Invik í Svíþjóð Fjárfestingafélagið Milestone hefur lagt fram 70 milljarða króna yfirtökutilboð í sænska fjármálafyrirtækið Invik og Co. eftir kaup á 26 prósenta hlut í dag sem tryggir Milestone 63 prósent atkvæða í Invik. Stjórn Invik mælir með að hluthafar taki tilboðinu, en þetta er ein stærstu fyrirtækjakaup Íslandssögunnar. Kaupin eru háð blessun fjármálayfirvalda í þremur löndum. Viðskipti innlent 25.4.2007 23:35
Starfsmenn Milestone verða um 900 Gangi áform Milestone eftir um yfirtöku á sænska fjármálafyrirtækinu Invik & Co. verða starfsmenn innan samstæðunnar um 900 talsins. Ríflega helmingur eigna Milestone verður erlendis og vægi tryggingastarfsemi og sérhæfðrar fjármálaþjónustu mun aukast til muna. Heildareignir Milestone verða um 341 milljarður króna. Viðskipti innlent 25.4.2007 23:44
Dow Jones vísitalan í sögulegu hámarki Bandaríska Dow Jones-vísitalan fór í sögulegar hæðir þegar hún rauf 13.000 stiga múrinn við lok viðskipta á bandaríska hlutabréfamarkaðnum í dag. Vísitalan hefur verið á hraðri uppleið, ekki síst eftir að uppgjörshrinan hófst vestanhafs í síðustu viku en afkoma fyrirtækja á fyrsta fjórðungi ársins er í mörgum tilvikum yfir væntingum. Viðskipti erlent 25.4.2007 22:43
Sjálfkjörið í stjórn Glitnis Framboðsfrestur til setu í stjórn Glitnis banka hf. rann út í dag. Nokkrar breytingar verða á stjórninni, sem er sjálfkjörin, en einungis tveir af fyrrum stjórnarmönnum bankans gáfu kost á sér að nýju eftir sviptingar í hluthafahópi bankans um páskana. Ný stjórn tekur við á hluthafafundi bankans á mánudag í næstu viku. Viðskipti innlent 25.4.2007 16:03
Þjóðarbúskapurinn aldrei næmari en nú Íslenskur þjóðarbúskapur hefur aldrei jafn næmur fyrir breytingum á alþjóðlegum mörkuðum og nú. Þetta sést á tengslum á milli gengis íslensku krónunnar, annarra hávaxtagjaldmiðla og erlendrar vaxtaþróunar. Tengslin má rekja til mikils viðskiptahalla,sem erlendir fjárfestar og lánardrottnar fjármagna að nokkru leyti. Þetta kemur fram í riti Seðlabanka Íslands um fjármálastöðugleikann á þessu ári, sem kom út fyrir stundu. Viðskipti innlent 25.4.2007 15:32
Penninn og Te&kaffi fjárfesta í Lettlandi Penninn og Te&kaffi hafa gengið frá kaupum á Melna Kafija Ltd., leiðandi fyrirtæki á sviði kaffiframleiðslu í Lettlandi og einum stærsta kaffiframleiðanda í Eystrasaltslöndunum. Viðskipti innlent 25.4.2007 14:10
Dow Jones-vísitalan í methæðum Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,4 prósent við opnun markaða í Bandaríkjunum í dag og fór í fyrsta sinn í sögunni yfir 13.000 stiga múrinn. Ástæðan fyrir hækkununum eru góðar afkomutölur fyrirtækja í Bandaríkjunum á fyrsta fjórðungi ársins og væntingar fjárfesta um góða afkomu þeirra fyrirtækja sem enn eiga eftir að skila uppgjörum í hús. Viðskipti erlent 25.4.2007 13:46
Hagnaður Pepsi jókst um 16 prósent Bandaríski gosdrykkjarisinn PepsiCo skilaði 1,1 milljarða dala hagnaði á fyrsta fjórðungi þessa árs. Þetta jafngildir rúmlega 71 milljarði íslenskra króna, sem er 16 prósentum meira en félagið skilaði á sama tíma fyrir ári og nokkuð yfir væntingum greinenda. Sala á Frito Lay snakki á stóran hlut af auknum hagnaði fyrirtækisins. Viðskipti erlent 25.4.2007 11:59
Orðrómur á ný um yfirtöku á Sainsbury Gengi hlutabréfa í Sainsbury, þriðju stærstu stórmarkaðakeðju Bretlands, hækkaði um 8,5 prósent fyrir opnun markaða í Bretlandi dag eftir að 15 prósent hlutabréfa í keðjunni skiptu um eigendur fyrir 1,4 milljarð punda, jafnvirði tæplega 181 milljarðs íslenskra króna.Greinendur segja viðskiptin benda til að hópur fjárfesta hafi í hyggju að gera yfirtökutilboð í keðjuna á ný. Viðskipti erlent 25.4.2007 10:36
Skipulagsbreytingar hjá FL Group FL Group hefur ákveðið að gera breytingar á skipulagi félagsins. Þannig verður starfssvið eigin viðskipta félagsins útvíkkað, heiti þess breytt og mun það eftirleiðis hafa umsjón með skammtíma fjárfestingum á verðbréfamörkuðum um heim allan og stöðutöku félagsins í gjaldeyri. Á sama tíma hafa mannabreytingar orðið í stjórnendastöðu starfssviðsins. Viðskipti innlent 25.4.2007 11:13
Kópavogur skilaði 4,3 milljörðum í rekstrarafgang Kópavogsbær skilaði tæplega 4,3 milljarða króna rekstrarafgangi á síðasta ári. Þetta er tæplega tvöfalt betri afkoma en áætlanir bæjarstjórnar höfðu gert ráð fyrir. Mestu munar umhagnað af sölu byggginarréttar umfram væntingar auk þess sem skatttekjur voru hærri en gert hafði verið ráð fyrir. Hærri lífeyrisskuldbindingar og aðrir fjármagnsliðir vega á móti. Viðskipti innlent 25.4.2007 10:13
Olíuverðið hækkar eftir lækkanir Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði á helstu fjármálamörkuðum í dag. Helsta ástæðan er sú að talið er að olíubirgðir í Bandaríkjunum hafi minnkað á milli vikna. Verði það raunin hafa olíubirgðirnar minnkað ellefu vikur í röð. Viðskipti erlent 25.4.2007 09:44
Lofar lægri verðbólgu í Bretlandi Mervyn King, bankastjóri Englandsbanka, segir að bankinn ætli að grípa til aðgerða til að draga úr verðbólgu og muni Bretar sjá skarpa lækkun á næstu fjórum til sex mánuðum. Verðbólga mældist 3,1 prósent í mars sem kom flestu, ekki síst bankastjórn Englandsbanka, á óvart og varð King venju samkvæmt, að skrifa stjórnvöldum bréf þar sem hann gerði grein fyrir hækkuninni. Viðskipti erlent 25.4.2007 09:02
Royal Bank of Scotland vill ABN Amro Royal Bank of Scotland er í forsvari fyrir þrjá evrópskra banka sem hafa formlega lýst yfir áhuga á því að leggja fram kauptilboð í ABN Amro, stærsta banka Hollands. Tilboðið er sagt hljóða upp á 72 milljarða evrur, rúmlega 6.300 milljarða íslenskra króna. Verði gengið að tilboðinu spillir það kaupum Barclays á hollenska bankanum, sem sögð eru stærstu fyrirtækjakaup í evrópski bankasögu. Viðskipti erlent 25.4.2007 08:42
Mikill samdráttur á bandarískum fasteignamarkaði Sala á íbúðum öðrum en nýjum dróst saman um 8,4 prósent á milli mánaða í Bandaríkjunum í mars. Samdrátturinn á íbúðamarkaði í Bandaríkjunum hefur ekki verið meiri í einum mánuði í 18 ár.Á sama tíma hefur sala á nýjum íbúðum ekki verið minni í tæp fjögur ár. Greinendur segja samdráttinn merki um veika stöðu fasteignamarkaðarins vestra. Viðskipti erlent 24.4.2007 15:31
Nærri tvöfalt meiri hagnaður hjá Nýherja Nýherji skilaði 105 milljóna króna hagnaði á fyrsta fjórðungi þessa árs. Á sama tíma í fyrra nam hagnaður fyrirtækisins 54,3 milljónum króna. Tekjur fyrirtækisins voru umfram áætlanir. Vöxtur var mikill í sölu á netþjónum undir merkjum IBM, hugbúnaði, símkerfum og vörum frá Canon og fartölvum Lenovo, sem keypti fartölvuframleiðslu IBM árið 2004. Viðskipti innlent 24.4.2007 15:00
FME setur tryggingasölumönnum skýrar reglur Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér umræðuskjal með drögum að leiðbeinandi tilmælum um starfshætti vátryggingasölumanna, vátryggingamiðlara, vátryggingaumboðsmanna og vátryggingafélaga. Tilmælin eru til að tryggja ýmsar skyldur tryggingasölumanna. Þar á meðal til að koma í veg fyrir að tryggingasölumenn fari með ónákvæmar upplýsingar og setji fram ósanngjarnar fullyrðingar í garð annarra vátryggingaaðila. Viðskipti innlent 24.4.2007 14:50
Metafkoma hjá OMX Kauphallarsamstæðan OMX, sem rekur kauphallir víða á Norðurlöndunum, meðal annars hér, og í Eystrasaltslöndunum, skilaði hagnaði upp á 257 milljónir sænskra króna, jafnvirði 2,4 milljarða íslenskra króna, eftir skatta og gjöld á fyrstu þremur mánuðum ársins. Rekstrarhagnaður samstæðunnar á fyrsta árfjórðungi hefur aldrei verið betri í sögu OMX. Viðskipti erlent 24.4.2007 12:47
Toyota umsvifamesti bílaframleiðandi heims Japanski bílaframleiðandinn Toyota hefur tekið fram úr bandaríska bílaframleiðandanum General Motors og flaggar nú titlinum umsvifamesti bílaframleiðandi í heimi. Þessu heldur talsmaður Toyota fram en fyrirtækið seldi tæplega 2,35 milljónir bíla á fyrstu þremur mánuðum ársins á meðan General Motors seldi 2,26 milljónir bíla á sama tíma. Viðskipti erlent 24.4.2007 09:11
Lækkanir á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum Hlutabréf á mörkuðum í Bandaríkjunum lækkuðu í dag eftir að hlutabréfavísitölur náðu miklum hæðum í lok síðustu viku. Dow Jones fór hæst í 12.984 stig í dag en tókst ekki að rjúfa 13 þúsund stiga múrinn. Viðskipti erlent 23.4.2007 20:40
Spider-Man bætir afkomuna Bandaríski leikfangaframleiðandinn Hasbro skilaði hagnaði upp á 32,9 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 2,1 milljarðs króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Þetta er nokkur viðsnúningur fá taprekstri fyrirtækisins í fyrra. Helsta ástæðan fyrir hagnaðinum er góð sala á leikföngum sem tengjast útgáfu þriðju kvikmyndarinnar um ævintýri Köngurlóarmannsins, sem kemur á hvíta tjaldið eftir tvo mánuði. Viðskipti erlent 23.4.2007 19:26
Söguleg bankaviðskipti Samið var um ein stærstu kaup í sögu bankaviðskipta í morgun þegar tilboð breska Barclays bankans í hollenska bankann ABN AMRO var samþykkt. Kaupverðið nemur jafnvirði sex þúsund milljarða íslenskra króna. Royal Bank of Scotland gæti þó boðið betur og bolað Barclays frá samningaborðinu Erlent 23.4.2007 12:42
Olíuverð hækkar vegna forsetakosninga Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði í dag vegna hættu á að olíuframleiðsla í Nígeríu skerðist vegna forsetakosninga þar í landi sem nú standa yfir. Nokkur spilling er sögð einkenna forsetakosningarnar og hefur stjórnarandstaðan farið fram á að þær verði ógiltar og kosið að nýju. Viðskipti erlent 23.4.2007 11:31
Google verðmætasta vörumerkið Bandaríska netfyrirtækið Google hefur velt hugbúnaðarrisanum Microsoft úr toppsætinu sem verðmætasta vörumerki í heimi. Vörumerki Google er metið á 66,4 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 4.301 milljarðs íslenskra króna. Raftækjaframleiðandinn General Electric er í öðru sæti en Microsoft í því þriðja. Viðskipti erlent 23.4.2007 09:32
Dow Jones vísitalan aldrei hærri Dow Jones hlutabréfavísitalan fór í methæðir við lokun markaða í Bandaríkjanna í dag. Vísitalan hækkaði um 31 punkt í viðskiptum dagsins eftir nokkrar sveiflur og endaði í 2.803,84 stigum. Góð afkoma fjármálafyrirtækja á hlut að hækkun vísitölunnar en slæleg afkoma tæknifyrirtækja kom í veg fyrir að vísitalan færi enn hærra. Viðskipti erlent 18.4.2007 20:44
Afkoma AMR í takt við væntingar Bandaríska flugrekstrarsamstæðan AMR, móðurfélag bandaríska flugfélagsins American Airlines, skilaði hagnaði upp á 81 milljón bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 5,284 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Á sama tíma í fyrra tapaði félagið 89 milljónum dala, 5,88 milljörðum króna. Afkoman er í takt við væntingar greinenda. Viðskipti innlent 18.4.2007 18:08
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 2,4 prósent Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,4 prósent í apríl frá fyrra mánuði. Síðastliðna 3 mánuði hækkaði hún um 5,1 prósent og síðastliðna 6 mánuði um 2,8 prósent. Síðastliðna 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 5,8 prósent, samkvæmt nýjustu upplýsingum Fasteignamats ríkisins. Viðskipti innlent 18.4.2007 17:56
Stýrivaxtahækkun vofir yfir Bretlandi Miklar líkur eru taldar á því að stýrivextir verði hækkaðir um 25 punkta hið minnsta í Bretlandi á næsta vaxtaákvörðunarfundi Englandsbanka í byrjun maí. Verðbólga mælist nú 3,1 prósent og hefur ekki verið meiri í áratug. Auk þessa stendur gengi breska pundsins í hámarki gagnvart bandaríkjadal en það hefur ekki verið hærra í 26 ár. Viðskipti erlent 18.4.2007 13:41
Fyrsta tap Motorola í fjögur ár Bandaríski farsímaframleiðandinn Motorola, annað stærsta farsímafyrirtæki í heimi, skilaði tapi upp á 181 milljón bandaríkjadala, 11,8 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi þessa árs. Fyrirtækið hefur ekki skilað taprekstri í fjögur ár en hann er að mestu tilkominn vegna verðlækkana og sölu á ódýrum farsímum. Greinendur gera ráð fyrir áframhaldandi samdrætti á yfirstandandi fjórðungi. Viðskipti erlent 18.4.2007 12:12