Hollywood

Fréttamynd

Fresta frumsýningu Dune vegna verkfalls

Forsvarsmenn Warner Bros hafa ákveðið að fresta frumsýningu kvikmyndarinnar Dune: Part Two um rúma fjóra mánuði vegna verkfalls leikara. Timothée Chalamet, Zendaya og aðrir leikarar geta annars ekki tekið þátt í að kynna myndina vegna verkfalls leikara.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Sann­kallaður Hollywood-endir hjá Hollywood-liðinu í Eng­landi

Wrexham í ensku D-deildinni í knattspyrnu heldur áfram að vekja athygli en liðið skaust upp á sjónarsviðið þegar Ryan Reynolds og Rob McElhenney festu kaup á liðinu. Í dag gerði liðið 5-5 jafntefli við Swindon Town eftir að vera tveimur mörkum undir þegar venjulegum leiktíma var lokið.

Enski boltinn
Fréttamynd

Tíu ára fangelsi vegna dauða leikara úr The Wire

Ir­vin Carta­gena, dóp­sali í New York borg í Banda­ríkjunum, hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa út­vegað leikaranum Michael K Willi­ams, sem þekktastur er fyrir hlut­verk sitt í HBO þáttunum The Wire, heróín sem búið var að blanda saman við fentaníl en efnið dró leikarann til dauða.

Erlent
Fréttamynd

Brit­n­ey hafi haldið fram­hjá með starfs­manni

Sam Ashgari, eiginmaður Britney Spears, hefur tjáð sig í fyrsta sinn eftir að hann sótti um skilnað. Ástæðan fyrir skilnaðinum ku vera framhjáhald Britney en slúðurmiðlar vestanhafs herma að hún hafi haldið við starfsmann sinn.

Lífið
Fréttamynd

Mur­doch kominn með nýja upp á arminn

Fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch er sagður byrjaður að hitta nýja konu, aðeins fjórum mánuðum eftir að hann sleit skyndilega trúlofun sinni við íhaldssaman útvarpsþáttastjórnanda. Nýja parið hefur siglt um Miðjarðarhafið undanfarnar vikur.

Lífið
Fréttamynd

Veðjar 1,6 milljörðum dala gegn Wall Street

Fjárfestingarsjóður Micheals Burry hefur keypt sölurétti af sjóðum sem fylgja S&P 500 og Nasdaq 100 fyrir alls um 1,6 milljarða dala. Burry varð heimsfrægur upp úr fjármálahruninu árið 2008 þegar hann spáði réttilega fyrir um hrun húsnæðislánamarkaðarins í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Beyoncé óski ekki eftir nýjum klósett­setum

Móðir Beyoncé segir að ekkert sé til í orðrómi um að dóttir sín vilji fá sínar eigin klósettsetur þegar hún er á tónleikaferðalagi. Hugmyndin um að óska eftir sérstökum klósettsetum er að hennar sögn „of mikið.“

Lífið
Fréttamynd

Full Hou­se-stjarna hefur eignast sitt fyrsta barn

Bandarískir fjölmiðlar segja Full House-stjörnuna og tískumógúlinn Ashley Olsen hafa eignast sitt fyrsta barn fyrir nokkrum mánuðum. Olsen og eiginmaður hennar, Louis Eisner, eru sögð hafa farið leynt með óléttuna.

Lífið
Fréttamynd

Dulúð umlykur dauða fjórtán ára rapparans

Meintur dauði fjórtán ára rapparans Lil Tay og bróður hennar virðist hafa verið uppspuni hakkara. Instagramfærslu, þar sem greint var frá andláti hennar og bróður hennar, hefur nú verið eytt. 

Lífið
Fréttamynd

Breaking Bad stjarna látin

Bandaríski leikarinn Mark Margolis er látinn, 83 ára að aldri. Margolis er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Hector Salamanca í sjónvarpsþáttaröðunum Breaking Bad og Better Call Saul.

Lífið
Fréttamynd

„Ég dó næstum því á Íslandi“

Bandaríski leikarinn Bowen Yang segist næstum hafa látið lífið hér á landi er hann var á hestbaki. Yang var staddur á Íslandi og var á hestbaki fyrir tökur á sjónvarpsþætti.

Lífið
Fréttamynd

Finna ekki lyf sem virka en halda í vonina

Erfiðlega gengur að finna lausn á vandamálunum sem fylgja ólæknandi taugasjúkdóminum sem söngkonan Céline Dion er með. Söngkonan hefur frestað öllum tónleikum sínum vegna sjúkdómsins.

Lífið
Fréttamynd

Bachelorette-stjarna komin með kærustu

Gabby Windey tók þátt í raunveruleikaþættinum The Bachelorette á síðasta ári. Þar kynntist hún þrjátíu og tveimur mönnum og ákvað að lokum að trúlofast einum þeirra. Það samband entist þó ekki lengi og er Gabby nú komin með kærustu.

Lífið