Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Fyrsta stiklan úr íslensku hryllingsmyndinni The Damned er mætt á Vísi. Um er að ræða fyrstu kvikmynd Þórðar Pálssonar sem skartar Odessa Young og Joe Cole í aðalhlutverkum. Myndin er frumsýnd hér á landi 23. janúar en hún hefur þegar vakið athygli erlendis. Bíó og sjónvarp 16.12.2024 12:57
Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Margt bendir til þess að írski leikarinn Paul Mescal komi til með að leika söngvarann Paul McCartney í kvikmyndaröð Sam Mendes um Bítlana. Stefnt er að því að búa til eina kvikmynd um hvern Bítil fyrir sig. Bíó og sjónvarp 12.12.2024 00:04
„Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Hannes Þór Halldórsson leikstjóri segist lengi hafa haft þann draum um að gera leikna heimildarþætti um gerð bíómyndarinnar Leynilöggu 2 og fara svo beint í að gera Leynilöggu 3. Líklega verði það ekki raunin enda hefur Hannes í nógu að snúast en stefnan er samt sett á að gera framhald af vinsælu myndinni. Bíó og sjónvarp 11.12.2024 13:48
Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Grínistarnir Steindi jr og Saga Garðars munu rifja upp gamla takta í sketsaseríunni Draumahöllinni sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í desember og janúar. Steindi segist himinlifandi með að komast loksins aftur í að gera sketsaþætti eftir nokkurra ára hlé þó Draumahöllin verði enginn hefðbundinn sketsaþáttur. Bíó og sjónvarp 24.11.2024 13:02
Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Fyrsta stiklan fyrir sjónvarpsþætti um líf og starf Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, var birt í dag. Þættirnir heita einfaldlega Vigdís en fyrsti þátturinn verður frumsýndur á RÚV 1. janúar á næsta ári en þættirnir verða fjórir talsins. Bíó og sjónvarp 23.11.2024 13:19
Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Í gær fór fram forsýning á hinum vinsælu þáttum IceGuys en yfir áttahundruð manns mættu í Smárabíó þar sem fyrstu tveir þættirnir voru sýndir í heilum þremur bíósölum. Að sögn framleiðenda var mikil gleði og spenna í loftinu og augljóst að hér var um að ræða viðburð sem enginn vildi missa af. Bíó og sjónvarp 22.11.2024 11:31
Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Ljósvakamiðlarnir Sýn, Sjónvarp Símans og Ríkisútvarpið hafa stofnað til sérstakra íslenskra sjónvarpsverðlauna. Stefnt er að því að verðlaunin verði afhent í fyrsta sinn maí næstkomandi á sérstökum viðburði. Bíó og sjónvarp 21.11.2024 16:40
Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Gamanmyndin Guðaveigar eftir þá Markelsbræður, Örn Marinó Arnarson og Þorkel S. Harðarson, verður frumsýnd um jólin. Þetta er sjötta gamanmyndin sem þeir framleiða en þeir eru hvað þekktastir fyrir myndir á borð við Síðustu veiðiferðina og Allra síðustu veiðiferðina. Bíó og sjónvarp 21.11.2024 14:01
Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Kvikmyndir geta haft ótrúleg áhrif á mann, jafnvel svo mikil að maður missir alla stjórn á líkamanum og fellur í yfirlið. Hérlendis hafa nokkrar slíkar myndir verið sýndar og teygir saga þeirra sig aftur í árdaga íslenskra kvikmyndasýninga. Bíó og sjónvarp 18.11.2024 07:32
Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Stórstjarnan Taron Egerton er sagður muna leika á móti óskarsverðlaunahafanum Charlize Theron í nýrri stórmynd sem að Baltasar Kormákur mun leikstýra. Bíó og sjónvarp 13.11.2024 21:10
Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Evrópska kvikmyndaakademían opinberaði í dag átta af sigurvegurum Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2024. Á meðal þeirra er Evalotte Oosterop en hún hlýtur Evrópsku kvikmyndaverðlaun 2024 fyrir förðun og hár, vegna vinnu sinnar við kvikmyndina Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarsson. Bíó og sjónvarp 13.11.2024 11:02
Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Aðdáendur hinna gífurlega vinsælu sjónvarpsþátta The White Lotus bíða eflaust spenntir og jafnvel óþreyjufullir eftir nýrri seríu, sem er væntanleg á næsta ári. Nýverið birtist stutt klippa úr seríu þrjú þar sem kunnuglegir karakterar mæta splunkunýjum á framandi slóðum. K-pop súperstjarnan Lisa úr suður-kóresku stúlknasveitinni BLACKPINK fer þar á meðal með hlutverk. Bíó og sjónvarp 12.11.2024 16:01
Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Brynjar Úlfur Morthens mun fara með hlutverk föður síns Bubba Morthens í nýrri leikinni þáttaröð sem ber heitið „Morthens.“ Þáttaröðin byggir á lífi og upphafi ferils tónlistarmannsins sem allir Íslendingar þekkja. Bíó og sjónvarp 7.11.2024 10:53
Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Strákarnir í IceGuys komast í hann krappann í annarri seríu í samnefndum þáttum þegar þeir eru dæmdir til samfélagsþjónustu eftir dularfullt hvarfs Arons Can. Fyrsta stiklan úr seríunni er frumsýnd á Vísi. Bíó og sjónvarp 1.11.2024 14:00
Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Það hefur líkast til ekki farið framhjá neinum að Hrekkjavakan er haldin hátíðleg í dag með öllu tilheyrandi. Þá er fátt meira viðeigandi en að grípa í eina hryllilega hrekkjavökumynd. Vísir ákvað að heyra í kvikmyndarýninum og hlaðvarpsþáttastjórnandanum Þórarni Þórarinssyni sem tók sig til og setti saman lista yfir tíu ómissandi hryllingsmyndir. Bíó og sjónvarp 31.10.2024 16:03
Ulf Pilgaard er látinn Danski leikarinn Ulf Pilgaard er látinn, 83 ára að aldri, eftir snörp veikindi. Hann gerði garðinn helst frægan fyrir leik í kvikmyndaflokknum Næturvaktinni og fyrir þátttöku í Sirkusrevíunni í fjóra áratugi. Bíó og sjónvarp 29.10.2024 08:32
Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Forsvarsmenn bandarísku streymisveitunnar Netflix hafa sett framleiðslu sjónvarpsþáttaraðarinnar Building the Band á pásu en breski söngvarinn Liam Payne var þar aðalsprautan sem dómari. Þeir ætla sér að ræða málin við fjölskyldu söngvarans en vilja samt gefa þættina út að lokum. Bíó og sjónvarp 28.10.2024 16:25
Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Auðunn Blöndal ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í nýrri þáttaröð þar sem hann býður 25 fyndnustu Íslendingunum í fimm ólík matarboð. Þar er eina reglan sú að það er bannað að hlæja og kemst einn áfram í hverjum þætti í síðasta matarboðið. Eðli málsins samkvæmt geta brandararnir orðið ansi svartir og er því alls ekki um fjölskylduþátt að ræða. Bíó og sjónvarp 25.10.2024 12:00
Bíó Paradís heiðrað af blindum Stjórn Blindrafélagsins veitti Bíó Paradís Samfélagslampann svokallaða á alþjóðlegum degi hvíta stafsins, þann 15. október. Var fyrirtækið heiðrað fyrir „brautryðjendastarf í aðgengi fatlaðra að menningarviðburðum og að opna aðgang blindra og sjónskertra að sjónlýstum kvikmyndum“. Bíó og sjónvarp 25.10.2024 10:05
Hollywood stjörnur við Höfða Stórstjörnur úr Hollywood á borð við Jeff Daniels og J.K Simmons eru nú staddar í kvikmyndatökum við Höfða í Reykjavík. Fjölmennt tökulið auk mikils búnaðar er nú við sögufræga húsið. Bíó og sjónvarp 23.10.2024 10:04
Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Leikstjóri kvikmyndar um Laugavegshlaupið segir það hafa verið gríðarlega krefjandi verkefni að fylgja eftir tveimur hlaupurum fyrir myndina. Hlaupið hafi ekki gengið áfallalaust fyrir sig, hvorki fyrir hlauparana né tökulið. Myndin er frumsýnd í kvikmyndahúsum í dag. Hlaupararnir segjast hafa gefið tökuliði lítinn gaum, enda hlaupið nógu krefjandi fyrir. Bíó og sjónvarp 16.10.2024 09:02
Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Björn Jörundur Friðbjörnsson og Arna Magnea Danks aðalleikarar kvikmyndarinnar Ljósvíkingar segjast muna það vel þegar þau hittust í fyrsta sinn við tökur á myndinni á Ísafirði. Björn hélt einkatónleika fyrir Örnu í sjoppu og segist fullviss um að þetta hafi verið augnablikið sem hann hafi náð henni á sitt band. Bíó og sjónvarp 15.10.2024 16:40
Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Framkvæmdastjóri Bíó Paradísar segist ekki muna eftir viðlíka viðbrögðum gesta kvikmyndahússins og við bandarísku bíómyndinni The Substance með Demi Moore í aðalhlutverki. Hún segir þó nokkra gesti hafa fallið í yfirlið yfir myndinni og þá séu dæmi um að fólk kasti upp en vegna þessa hefur starfsfólk tekið upp sérstaka verkferla svo hægt sé að koma gestum kvikmyndahússins til aðstoðar. Bíó og sjónvarp 15.10.2024 11:19
Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Torfi Frans Ólafsson er listrænn stjórnandi hjá Microsoft þar sem hann hefur starfað undanfarin ár. Hann hefur í nógu að snúast og stýrir ýmsum verkefnum fyrir Microsoft og Mojang framleiðanda Minecraft en þessa dagana ber þar einna hæst Minecraft myndin sem væntanleg er í kvikmyndahús á næsta ári. Torfi hefur unnið náið með leikstjóra myndarinnar að því að koma veröld hins heimsfræga tölvuleikjar á hvíta tjaldið. Bíó og sjónvarp 12.10.2024 07:02