Íþróttir

Fréttamynd

Lokatölurnar misvísandi

Carlos Parreira, þjálfari Brasilíumanna, sagði að lokatölurnar í 3-0 sigri liðsins á Gana í dag gefi ranga mynd af leiknum, því hans menn hafi mætt gríðarlega harðri mótspyrnu frá Afríkumönnunum og verið heppnir að fá ekki á sig mark.

Sport
Fréttamynd

Brassar áfram

Brasilíumenn tryggðu sér í dag farseðilinn í 8-liða úrslitin á HM með 3-0 sigri á Gana. Ronaldo kom þeim yfir eftir aðeins fjórar mínútur og Adriano bætti við öðru marki rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins. Það var svo Ze Roberto sem innsiglaði sigur Brasilíu með þriðja markinu á 83. mínútu, en skömmu áður hafði Asamoah Gyan verið rekinn af velli í liði Gana með sitt annað gula spjald.

Sport
Fréttamynd

Kenna völlunum um slæma spilamennsku

Ensku landsliðsmennirnir eru ekki í vandræðum með að útskýra hvers vegna spilamennska liðsins hefur á tíðum verið andlaus og leiðinleg það sem af er á mótinu. Fyrst var það hitinn sem stóð liðinu fyrir þrifum, en nú segir Paul Robinson að slæm vallarskilyrði séu ástæða lélegrar spilamennsku liðsins.

Sport
Fréttamynd

Fregnum um Ronaldo vísað á bug

Eins og búast mátti við hafa forráðamenn Manchester United gefið lítið fyrir frétt spænska blaðsins Marca í dag, þar sem haft var eftir vængmanninum Cristiano Ronaldo að hann vildi ganga til liðs við Real Madrid.

Sport
Fréttamynd

Brassar leiða í háfleik

Brasilíumenn hafa yfir 2-0 gegn Gana í leik liðana í 16-liða úrslitunum á HM, en flautað hefur verið til leikhlés. Ronaldo kom Brössum yfir eftir aðeins 4 mínútur með laglegu marki og varð um leið markahæsti leikmaður í sögu keppninnar. Félagi hans Adriano bætti svo við öðru marki á síðustu mínútum hálfleiksins eftir skyndisókn Brasilíumanna, en var mjög greinilega rangstæður.

Sport
Fréttamynd

Ronaldo skorar eftir 4 mínútur

Snillingurinn Ronaldo var ekki lengi að setja mark sitt á leik Brasilíu og Gana, en hann er búinn að koma Brössum yfir eftir aðeins 4 mínútur og er orðinn markahæsti leikmaður sögunnar á HM með 15 mörk. Ronaldo fékk laglega sendingu inn fyrir vörnina og lék á markvörðinn með því að taka "skærin" góðu og renna boltanum í tómt markið. Glæsileg tilþrif.

Sport
Fréttamynd

Isiah Thomas fær eitt ár til að rétta við skútuna

James Dolan, stjórnarformaður New York Knicks, hefur gefið Isiah Thomas, þjálfara og framkvæmdastjóra liðsins, eitt ár til að rétta hlut liðsins. Ef það tekst ekki, verður hann látinn taka pokann sinn líkt og Larry Brown á dögunum. Árangur New York í vetur var einn sá slakasti frá upphafi og nú hefur Thomas verið gert að reyna að fá eitthvað út úr þeim misjafna mannskap sem hann hefur verið að safna til liðsins síðan hann tók við framkvæmdastjórastöðu þar á sínum tíma.

Sport
Fréttamynd

Federer setti nýtt met

Tenniskappinn Roger Federer setti í dag met þegar hann vann sinn 42. leik í röð á grasi á Wimbledon-mótinu. Federer vann auðveldan 6-3, 6-2 og 6-2 sigur á Richard Gasquet og mætir Tim Henman eða Robin Soderling í næstu umferð. Gamla metið yfir flesta sigra í röð á grasi átti Björn Borg.

Sport
Fréttamynd

Leikur Brasilíu og Gana hefst klukkan 15

Nú styttist í að flautað verði til leiks í viðureign Gana og Brasilíu í 16-liða úrslitunum á HM. Ze Roberto og Adriano koma aftur inn í byrjunarlið Brassa og Eric Addo kemur inn í lið Gana í stað Michael Essien sem er í leikbanni.

Sport
Fréttamynd

Fór í aðgerð á öxl

Tékkneski landsliðsmarkvörðurinn Petr Cech hjá Chelsea hefur gengist undir aðgerð vegna meiðsla á öxl og heppnaðist hún vel að sögn talsmanna Englandsmeistaranna. Ákveðið var að bíða með aðgerðina þangað til Tékkar lykju keppni á HM, en aðgerðin var minniháttar og vonast er til þess að Cech verði orðinn fullfrískur þegar keppni í úrvalsdeildinni hefst að nýju.

Sport
Fréttamynd

Portúgalska landsliðið:

FIFA hefur vísað frá áfrýjun portúgalska landsliðsins á fyrra gula spjaldinu sem miðjumaðurinn Deco fékk gegn Hollendingum í 16-liða úrslitunum á HM og verður hann því í leikbanni þegar liðið mætir Englendingum á laugardaginn.

Sport
Fréttamynd

Segist vilja fara til Real Madrid

Spænska dagblaðið Marca birtir í dag viðtal við portúgalska vængmanninn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United, þar sem haft er eftir honum að hann vilji ganga í raðir Real Madrid. Ronaldo segist vilja hefja viðræður um að fara til Spánar ef Juan Miguel Villar vinnur forsetakosningarnar hjá Real Madrid sem verða innan skamms.

Sport
Fréttamynd

Markaregn í kvöld

Þrír leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld og ekki vantaði mörkin frekar en fyrri daginn. Valur valtaði yfir FH á útivelli 15-0, KR sigraði Fylki 11-0 og Keflavík sigraði Þór/KA 6-3.

Sport
Fréttamynd

Úkraína áfram eftir vítakeppni

Úkraínumenn mæta Ítölum í 8-liða úrslitunum á HM eftir sigur á Svisslendingum í vítakeppni í kvöld. Staðan að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu var 0-0 og greinilegt að bæði lið sættu sig fyllilega við að fara í sína fyrstu vítaspyrnukeppni á HM. Það voru Úkraínumennirnir sem reyndust hafa betri taugar en Svisslendingarnir, því þeir skoruðu úr þremur af fjórum spyrnum sínum, en svissneska liðið skoraði ekki úr einni einustu.

Sport
Fréttamynd

Kewell gat ekki leikið vegna gigtar

Talsmenn ástralska landsliðsins hafa gefið það út að miðjumaðurinn Harry Kewell hafi ekki geta spilað með liðinu í dag því hann þjáist af gigt. Talið var að það hefðu verið nárameiðsli sem voru að stríða leikmanninum, en nú hefur verið staðfest að hann var mjög kvalinn vegna ákveðnar tegundar gigtar.

Sport
Fréttamynd

Framlengt í Köln

Leikur Úkraínu og Sviss er farinn í framlengingu eftir að hvorugu liðinu tókst að skora í venjulegum leiktíma. Lítið fór fyrir sóknartilburðum í síðari hálfleiknum, þó helst væru það Úkraínumennirnir sem þorðu að taka smá áhættu og sækja á fleiri mönnum. Ef svo fer sem horfir, er leikurinn ekki á leið neitt annað en í vítakeppni.

Sport
Fréttamynd

Rándýr rigning á Wimbledon

Keppnishaldarar á Wimbledon mótinu þurfa að punga út yfir einni milljón punda til að endurgreiða miðasölu eftir fyrsta keppnisdaginn, en stanslaust regn hefur orðið til þess að lítið sem ekkert hefur verið spilað þar í dag. Reglur segja til um að ef ekki næst að spila í klukkutíma eða meira, verði að endurgreiða aðgangseyrir. Mótshaldarar sögðu upp tryggingum fyrir slíku fyrir tveimur árum og þurfa því að borga brúsann úr eigin vasa.

Sport
Fréttamynd

Jafnt hjá Úkraínu og Sviss í hálfleik

Ekkert mark hefur verið skoraði í leik Úkraínu og Sviss í 16-liða úrslitunum á HM þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Bæði lið hafa átt skot í þverslá í fyrri hálfleiknum en inn vildi boltinn ekki.

Sport
Fréttamynd

Nýtur þess ekki að spila á HM

Ashley Cole, bakvörður enska landsliðsins og Arsenal, hefur verið einhver besti maður liðsins í keppninni. Hann segist þó alls ekki njóta þess að spila á HM vegna þeirra gríðarlegu pressu sem sé á liðinu í fjölmiðlum.

Sport
Fréttamynd

Sviss - Úkraína að hefjast

Sergei Rebrov hefur verið settur út úr byrjunarliði Úkraínu fyrir leikinn gegn Sviss og Andriy Vorobey kemur inn í hans stað. Þá hafa Svisslendingar skipt um Arsenal-menn í vörninni hjá sér, þar sem Johan Djourou kemur inn í stað hins meidda Philippe Senderos. Leikurinn fer fram í Cologne.

Sport
Fréttamynd

Ég hafði aldrei áhyggjur

Marcello Lippi var stóískur eftir sigurinn á Áströlum í dag og sagðist aldrei hafa óttast að hans menn myndu tapa leiknum þrátt fyrir að vera manni færri frá því í upphafi síðari hálfleiks.

Sport
Fréttamynd

Vítaspyrnudómurinn var loðinn

Guus Hiddink var að vonum vonsvikinn eftir að hans menn Ástralar féllu úr keppni á HM eftir 1-0 tap fyrir Ítölum. Hiddink þótti vítaspyrnudómurinn í blálokinn nokkuð loðinn, en viðurkenndi að hans menn gætu sjálfum sér um kennt að hafa ekki náð að skora fyrr, þar sem þeir voru manni fleiri hálfan leikinn.

Sport
Fréttamynd

John Hartson til West Brom

Enska 1. deildarliðið West Brom gekk í dag frá kaupum á framherjanum John Hartson frá skosku meisturunum Glasgow Celtic. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp, en hann hefur undirritað tveggja ára samning við félagið og verður ætlað að hjálpa Bryan Robson og hans mönnum að komast beint aftur upp í úrvalsdeildina eftir fall í vor.

Sport
Fréttamynd

Glen Johnson á leið til Feyenoord?

Forráðamenn hollenska liðsins Feyenoord fullyrða að varnarmaðurinn Glen Johnson sé við það að ganga í raðir félagsins á lánssamningi. Johnson var á sínum tíma fyrsti leikmaðurinn sem keyptur var til Englandsmeistara Chelsea eftir að Roman Abramovich tók við á sínum tíma, en hefur ekki hlotið náð fyrir augum Jose Mourinho. Johnson á að baki fimm landsleiki fyrir England.

Sport
Fréttamynd

Ótrúleg dramatík í Kaiserslautern

Ítalar eru komnir í 8-liða úrslitin á HM eftir dramatískan sigur á Áströlum í Kaiserslautern í dag. Ítalar voru manni færi síðustu 40 mínúturnar eftir að Marco Materazzi var vikið af leikvelli í upphafi síðari hálfleiks, en fengu vítaspyrnu á síðasta andartaki uppbótartíma og úr henni skoraði varamaðurinn Francesco Totti. Vítaspyrnudómurinn var nokkuð vafasamur, en bakvörðurinn Fabio Grosso lék á tvo varnarmenn Ástrala og lét sig falla í vítateignum.

Sport
Fréttamynd

Ég þarf bara eitt mark

Wayne Rooney segir að sjálfstraust hans sé að aukast með hverjum leiknum sem hann spilar fyrir enska landsliðið og segir að það eina sem hann vanti til að ná fullum styrk á ný sé að skora mark á HM.

Sport
Fréttamynd

Jafnt í hálfleik hjá Ítölum og Áströlum

Enn hefur ekki verið skorað mark í leik Ástrala og Ítala í 16-liða úrslitunum á HM. Ítalska liðið hefur átt fleiri færi í leiknum, en enn sem komið er hefur framherjum liðsins ekki tekist að skora hjá baráttuglöðum Áströlunum.

Sport
Fréttamynd

Keppni frestað vegna rigninga

Hið sögufræga Wimbledon-mót í tennis fer ekki vel af stað í ár, en þátttakendur hafa lítið sem ekkert geta spilað í dag vegna rigninga. Roger Federer náði til að mynda aðeins að spila eitt sett áður en leik hans var frestað og veðurspá morgundagsins ku ekki vera mikið glæsilegri.

Sport
Fréttamynd

Á leið til sérfræðings í Bandaríkjunum

Enski landsliðsmaðurinn Michael Owen fer á næstu dögum til Bandaríkjanna ásamt læknum Newcastle, þar sem hann mun gangast undir læknismeðferð hjá hinum virta lækni Richard Steadman. Sá átti stóran þátt í að lappa upp á Alan Shearer þegar hann meiddist á hné á sínum tíma og vonast menn til að Owen nái sér sem fyrst í kjölfarið.

Sport
Fréttamynd

Robinho verður ekki með gegn Gana

Robinho verður ekki með Brasilíumönnum þegar þeir mæta Gana í 16-liða úrslitunum á HM á morgun, en hann er lítillega tognaður á læri. Búist er við að Adriano komi aftur inn í framlínu Brassa í stað hans, en Adriano hvar hvíldur í leiknum gegn Japan í riðlakeppninni. Ganamennirnir verða án miðjumannsins sterka Michael Essien á morgun, en hann tekur út leikbann.

Sport