Íþróttir

Fréttamynd

Leikur Brasilíu og Króatíu að hefjast

Nú er komið að því sem margir hafa beðið eftir á HM, því heimsmeistarar Brasilíu spila sinn fyrsta leik nú klukkan 19 þegar þeir mæta Króötum í H-riðli. Brassar tefla fram sókndjörfu liði með þá Ronaldo, Adriano, Kaka og Ronaldinho í fararbroddi.

Sport
Fréttamynd

Eiður í háttinn fyrir ellefu

Spænsku dagblöðin sem hafa fullyrt í hverri fréttinni á fætur annarri að Eiður Smári Guðjohnsen sé á leið til Barcelona eru nú einnig farin að velta sér upp úr persónulegum lífsvenjum íslenska landsliðsfyrirliðans.

Sport
Fréttamynd

Markalaust hjá Frökkum og Svisslendingum

Frakkar og Svisslendingar gerðu markalaust jafntefli í leik sínum í g-riðli sem lauk nú fyrir stundu. Franska liðið, sem fyrirfram var álitið sigurstranglegra, virkaði hugmyndasnautt í leiknum og hefur eflaust rifjað upp slæmar minningar fyrir stuðningsmenn sína frá síðasta HM - þar sem liðið sat eftir í riðlakeppninni án þess að skora mark.

Sport
Fréttamynd

Viktor Bjarki bestur

Víkingsmaðurinn Viktor Bjarki Arnarsson var í dag útnefndur besti leikmaður fyrstu sex umferðanna í Landsbankadeild karla í knattspyrnu, en það eru íþróttafréttamenn og fulltrúar Landsbankans sem standa að valinu. Þá var einnig valið úrvalslið umferðanna, besti þjálfarinn og besti dómarinn.

Sport
Fréttamynd

Jafnt hjá Frökkum og Svisslendingum í hálfleik

Staðan í leik Frakka og Svisslendingum er enn markalaus þegar flautað hefur verið til leikhlés. Frakkar hafa verið betri aðilinn í leiknum, sem er enn nokkuð daufur. Svisslendingar áttu þó stangarskot í hálfleiknum og Frakkarnir áttu klárlega að fá vítaspyrnu undir lokin þegar Thierry Henry boltanum í hönd eins varnarmanna svissneska liðsins, en ekkert var dæmt.

Sport
Fréttamynd

Fær formlegt leyfi frá Chelsea til að ræða við Barcelona

Chelsea hefur gefið Eiði Smára Guðjohnsen formlegt leyfi til að hefja samningaviðræður við spænsku meistarana Barcelona, en fréttatilkynning þess efnis var að birtast á heimasíðu félagsins. Það er því ljóst að landsliðsfyrirliðinn er kominn langt á veg með að ganga til liðs við Evrópumeistaranna.

Sport
Fréttamynd

Jón Eðvaldsson tekur við kvennaliði Keflavíkur

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur ráðið Jón Halldór Eðvaldsson sem næsta þjálfara kvennaliðs félagsins. Samningurinn er til tveggja ára og honum til aðstoðar verður Agnar Mál Gunnarsson. Jón hefur áður verið við þjálfun hjá yngri flokkum félagsins. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í dag.

Sport
Fréttamynd

Larsson getur komist í metabækurnar

Framherjinn sterki Henrik Larsson í sænska landsliðinu getur heldur betur skráð nafn sitt í sænskar sögubækur á fimmtudaginn þegar liðið mætir Paragvæ í b-riðlinum. Larsson mun að öllum líkindum jafna sænska landsleikjametið á HM þegar hann spilar sinn 11. leik fyrir Svía á þeim vettvangi og skori hann í leiknum, jafnar hann met Kennet Andersson yfir flest mörk skoruð á HM. Anderson skoraði 5 mörk á sínum tíma en Larsson og fimm aðrir leikmenn hafa skorað 4 mörk á HM.

Sport
Fréttamynd

Góðar líkur á að Eiður Smári fari til Barcelona

Arnór Guðjónssen, umboðsmaður Eiðs Smára Guðjónsen, er nú á leið til Barcelona til fundar við forráðamenn Barcelona. Samkvæmt heimildum NFS eru góðar líkur á að samningar séu um það bil að takst um það að Eiður Smári spili á næstu leiktíð fyrir Barcelona.

Sport
Fréttamynd

Leikur Frakka og Svisslendinga að hefjast

Nú styttist í að leikur Frakka og Svisslendinga í G-riðli HM fari að hefjast og er hann í beinni útsendingu á Sýn eins og allir aðrir leikir í keppninni. Fabien Barthez stendur í marki Frakka og Thierry Henry er einn í framlínunni, en hann nýtur góðs stuðnings frá þeim Zidane, Ribery og Wiltord á miðjunni.

Sport
Fréttamynd

Peter Taylor tekur við Palace

Crystal Palace hefur ráðið Peter Taylor sem næsta knattspyrnustjóra félagsins, en Taylor er þjálfari U-21 árs liðs Englendinga og stýrði áður liði Hull City. Talið er að Taylor hafi orðið fyrir valinu eftir að Graeme Souness dró sig til baka úr viðræðum við félagið, en Mike Newell hjá Luton hafði einnig verið orðaður við starfið. Taylor tekur því við Palace af Ian Dowie sem er tekinn við Charlton í úrvalsdeildinni.

Sport
Fréttamynd

Suður-Kórea lagði Tógó

Suður-Kóreumenn lögðu Tógó 2-1 í leik liðanna í g-riðli HM í dag. Tógó hafði yfir í hálfleik með marki frá Mohammed Kadar, en Kóreumennirnir skoruðu tvívegis í þeim síðari gegn aðeins 10 leikmönnum Afríkuliðsins.

Sport
Fréttamynd

Þriðji leikur Miami og Dallas í kvöld

Þriðji leikur Miami Heat og Dallas Mavericks í úrslitaeinvíginu um NBA-titilinn verður á dagskrá Sýnar klukkan eitt efir miðnætti í nótt. Framherjinn Udonis Haslem hjá Miami verður líklega í byrjunarliði Miami, en óvíst var talið að hann gæti spilað eftir að hann meiddist illa á öxl í síðasta leik. Dallas vann fyrstu tvo leikina á heimavelli sínum, en næstu leikir fara fram í Miami.

Sport
Fréttamynd

Stjóri McLaren ánægður með Alonso

Martin Whitmarsh, stjóri McLaren-liðsins í Formúlu 1, segist gríðarlega ánægður með frábæran árangur heimsmeistarans undir merkjum Renault það sem af er tímabili, en Alonso hefur sem kunnugt er gert samning við McLaren frá og með næsta keppnistímabili.

Sport
Fréttamynd

Tógó yfir í hálfleik

Spútniklið Tógó hefur yfir 1-0 í hálfleik gegn Suður-Kóreu í viðureign liðanna í g-riðli sem hófst klukkan 13 og er í beinni á Sýn. Það var Mohammed Kader sem skoraði markið á 31. mínútu með glæsilegri afgreiðslu, en Kóreumennirnir virðast vera á hælunum og þurfa að endurskoða sinn leik ef þeir ætla að ná í stig í dag.

Sport
Fréttamynd

Verðum að stöðva Dwight Yorke

David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins, segir að helsta markmið félaga sinna í leiknum gegn Trinidad og Tobago á fimmtudaginn verði að halda aftur af fyrrum félaga hans hjá Manchester United, hinum magnaða Dwight Yorke.

Sport
Fréttamynd

Ólíklegt að Rooney spili gegn Trinidad

Nú þykir frekar ólíklegt að Wayne Rooney snúi aftur í enska landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Trinidad á fimmtudaginn eins og talað hefur verið um í gær og í morgun. Forráðamönnum enska liðsins þykir ekki heppilegt að taka þá áhættu í leik gegn liði sem Englendingar ættu vel að geta unnið án hans. Læknum Manchester United hefur verið lofað að fá að skoða Rooney áður en hann spilar sinn fyrsta leik fyrir landsliðið.

Sport
Fréttamynd

Mourinho ber ekki virðingu fyrir Robben

Serbneski landsliðsmaðurinn Mateja Kezman gagnrýnir fyrrum stjóra sinn hjá Chelsea, Jose Mourinho, fyrir að láta hollenska vængmanninn Arjen Robben ekki spila meira hjá Chelsea. Kezman lét hafa þetta eftir sér eftir að Robben fór illa með Serbana í viðureign liðanna á HM á dögunum.

Sport
Fréttamynd

Meiðslin ekki jafn alvarleg og óttast var

Nú er útlit fyrir að framherjinn stóri Jan Koller í liði Tékka gæti jafnvel spilað meira með liðinu á HM eftir að í ljós kom að meiðslin sem hann varð fyrir í gær eru ekki eins alvarleg og óttast var. Koller meiddist á læri eftir að hafa skorað fyrsta mark Tékka í sigrinum á Bandaríkjamönnum í gær og óttast var að hann missti af restinni af mótinu, en nú er komið í ljós að hann gæti náð sér á um viku.

Sport
Fréttamynd

Beðið eftir staðfestum fréttum

Breskir fjölmiðlar eru uppfullir af því í dag að nú sé aðeins tímaspursmál hvenær íslenski landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen gangi í raðir Barcelona, en enn sem fyrr hefur ekkert fengist staðfest í þeim efnum. Spænskir fjölmiðlar eru þó löngu búnir að fullyrða að félagaskiptin séu allt nema frágengin.

Sport
Fréttamynd

Suður-Kórea - Tógó að hefjast

Leikur Suður-Kóreu og Tógó í G-riðli á HM er að hefjast nú klukkan 13 og er í beinni útsendingu á Sýn. Otto Pfister stýrir liði Tógó í dag, en hefur snúið aftur eftir að hafa sagt starfi sínu lausu um helgina. Byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan.

Sport
Fréttamynd

Cannavaro þriðji leikreyndasti landsliðsmaðurinn

Fabio Cannavaro náði þeim áfanga í leiknum við Gana í gær að verða þriðji leikjahæsti ítalski landsliðsmaðurinn frá upphafi þegar hann spilaði sinn 94. leik á ferlinum og var jafnframt fyrirliði liðsins. Aðeins Paolo Maldini (126) og markvörðurinn Dino Zoff (112) hafa spilað fleiri landsleiki en Cannavaro, sem spilaði sinn fyrsta leik fyrir þá bláu árið 1997.

Sport
Fréttamynd

Ítalir taplausir í 19 leikjum

Sigur Ítala á Gana í gær markaði 19. leikinn í röð sem liðið spilar án þess að tapa. Aðeins einu sinni áður í sögu ítalska landsliðsins hefur það spilað fleiri leiki í röð án þess að tapa, en það var fyrir 70 árum síðan.

Sport
Fréttamynd

Vidic gæti misst af HM

Varnarmaðurinn Nemanja Vidic frá Manchester United gæti misst af heimsmeistaramótinu eftir að hann meiddist illa á hné á æfingu serbneska landsliðsins í gær. Vidic tók út leikbann í fyrsta leik Serba á mótinu og því er útlit fyrir að hann nái ekki að spila einn einasta leik í keppninni.

Sport
Fréttamynd

Bayern hefur áhuga á Nistelrooy

Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen hafa gefið það út að félagið hafi áhuga á að kaupa hollenska framherjann Ruud Van Nistelrooy frá Manchester United ef hann er til sölu. Mikil óvissa ríkir um framtíð hans á Englandi eftir að hann lenti í deilum við knattspyrnustjórann Alex Ferguson.

Sport
Fréttamynd

Ensk félög bítast um Duscher

Ensku úrvalsdeildarfélögin West Ham og Manchester United eiga nú í samningaviðræðum við Deportivo La Coruna um kaup á Aldo Duscher miðjumanni Deportivo. Deportivo menn hafa hvatt félögin til þess að bjóða í leikmanninn, en í gær tryggðu þeir sér Jordi Lopez frá Sevilla sem koma á í stað Duscher.

Sport
Fréttamynd

Viduka á leið til Liverpool

Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, sé að undirbúa tilboð í Mark Viduka framherja Middlesbrough. Gareth Southgate, nýráðinn knattspyrnustjóri Middlesbrough, er sagður vilja losna við Viduka, en talið er að Liverpool get fengið leikmanninn fyrir aðeins 1.5 milljón punda.

Sport
Fréttamynd

Kaup Barcelona á Eiði Smára frágengin?

Samkvæmt nýjustu fréttum hefur verið gengið frá kaupum spænska knattspyrnurisans Barcelona á Eiði Smára Guðjohnsen frá Chelsea. Frá þessu er greint á vefsíðunni Goal.com og segir að kaupverðið sé 12 milljónir evra, eða rúmlega 1,1 milljarður króna. Almanntengslafulltrúi Eiðs segir þetta ekki rétt

Innlent
Fréttamynd

Adriano hvetur Emerson til að leika með Inter

Adriano, framherji Brasilíu og Inter á Ítalíu, hvetur landa sinn Emerson til þess að fara til Inter, fari svo að Juventus verði dæmt niður um deild. Emerson hefur áður sagt að það komi ekki til greina að spila í Ítölsku B deildinni og því ljóst að hann muni yfirgefa félagið fari svo að það verði dæmt niður um deild.

Fótbolti
Fréttamynd

Óvissa með Justo Villar

Justo Villar, markvörður Paragvæ, mun fara í læknisskoðun í dag þar sem úr því verður skorið hvort að leikmaðurinn verði meira með á HM.

Fótbolti