Íþróttir

Fréttamynd

Button vill fá bílinn í lag

Ökuþórinn Jenson Button hjá Honda í Formúlu 1, heimtar að liðið komi bíl sínum í keppnishæft ástand fyrir næstu keppni sem er í Malasíu um helgina, en bilun varð til þess að hann varð af sæti á verðlaunapalli um síðustu helgi í Barein.

Sport
Fréttamynd

Úrslitakeppnin í beinni á Sýn

Úrslitakeppninn í Iceland Express deild karla í körfubolta hefst á fimmtudagskvöldið og mun sjónvarpsstöðin Sýn þá vera með beina útsendingu frá fyrstu viðureign KR og Snæfells sem hefst klukkan 20 um kvöldið, en útsending hefst 15 mínútum fyrr. Á laugardeginum verður svo bein útsending frá öðrum leik Fjölnis og Keflavíkur og hefst útsending frá honum klukkan 15:50.

Sport
Fréttamynd

Ég dáist að Jurgen Klinsmann

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segist vera mikill aðdáandi hins umdeilda landsliðsþjálfara Þjóðverja, Jurgen Klinsmann og í viðtali við þýska blaðið Bild, sagði Portúgalinn að Klinsmann væri hugaður maður sem væri óhræddur við að tefla fram ungum leikmönnum.

Sport
Fréttamynd

Iverson missir úr fjóra leiki

Skorunarmaskínan Allen Iverson hjá Philadelphia 76ers mun líklega missa úr að minnsta kosti fjóra leiki með liði sínu eftir að hann sneri sig illa á ökkla í síðasta leik liðsins. Iverson er annar stigahæsti leikmaður deildarinnar með 33,2 stig að meðaltali í leik. Hann spilar flestar mínútur allra í deildinni að meðaltali, er í fimmta sæti í stolnum boltum og áttunda sæti í stoðsendingum.

Sport
Fréttamynd

Vill taka við enska landsliðinu

Alan Curbishley ætlar ekki að láta fjaðrafokið í enskum fjölmiðlum í kjölfar fundar hans við forráðamenn enska knattspyrnusambandsins í vikunni hafa áhrif á sig og segist enn hafa mikinn áhuga á að taka við enska landsliðinu.

Sport
Fréttamynd

Hólmar snýr aftur heim

Knattspyrnumaðurinn Hómar Örn Rúnarsson, sem verið hefur á mála hjá sænska liðinu Trelleborg undanfarið, er nú á leið aftur heim til Íslands þar sem hann mun halda áfram að spila með liði sínu Keflavík. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í dag.

Sport
Fréttamynd

Inter - Ajax í beinni í kvöld

Síðari leikur Inter Milan og Ajax í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu verður sýndur beint á Sýn í kvöld klukkan 19:30. Inter stendur vel að vígi því liðið náði 2-2 jafntefli í fyrri leiknum í Hollandi og nægir því markalaust jafntefli á heimavelli sínum í kvöld til að komast áfram. Sigurvegarinn í kvöld mætir spænska liðinu Villareal í 8-liða úrslitum keppninnar.

Sport
Fréttamynd

McLaren vill halda í Raikkönen

Forráðamenn McLaren í Formúlu eitt vilja ólmir ná að halda í finnska ökuþórinn Kimi Raikkönen lengur en út þetta keppnistímabil, en orðrómur er uppi um að hann hafi undirritað samkomulag um að ganga til liðs við Ferrari á næsta ári. Liðsmenn McLaren vilja heldur ólmir sjá þá Raikkönen og Fernando Alonso vera ökuþóra liðsins um ókomin ár, en Alonso gengur til liðs við McLaren á næsta ári.

Sport
Fréttamynd

Fabregas fer ekki fet

Umboðsmaður hins unga Cesc Fabregas hjá Arsenal gerði allt nema að hlæja að fregnum um að Real Madrid hefði áhuga á skjólstæðingi sínum þegar hann var spurður út í málið í dag, en forseti spænska liðsins hefur lýst því yfir í fjölmiðlum að Fabregas sé einmitt maðurinn sem Real vanti. Umboðsmaðurinn segir ekkert í spilunum um að leikmaðurinn yfirgefi Highbury.

Sport
Fréttamynd

Gagnrýnir Knattspyrnusamband Evrópu

Rio Ferdinand, leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, gagnrýnir Knattspyrnusamband Evrópu harðlega fyrir lélegar tilraunir til að bregðast við fordómum í knattspyrnu og er fylgismaður reglugerðar sem er í smíðum sem kveður á um að leikir þar sem kynþáttafordómar komi upp verði flautaðir af.

Sport
Fréttamynd

Beckham er ekki á leið til Arsenal

Peter Hill-Wood, stjórnarformaður Arsenal, segir að fréttir þess efnis að David Beckham væri á leið til Arsenal frá Real Madrid séu algjört bull, en orðrómur var uppi um að Arsenal mundi reyna að krækja í hann eftir að Arsene Wenger talaði vel um hann í viðtali eftir viðureign liðanna í Meistaradeildinni á dögunum.

Sport
Fréttamynd

Ballack vill fara til Chelsea fyrir HM

Miðjumaðurinn Michael Ballack hjá Chelsea vill að sögn umboðsmanns hans ganga til liðs við Chelsea áður en HM hefst í Þýskalandi í sumar, en Chelsea er talið eina liðið sem hefur raunhæfa möguleika á að landa honum. Talið er að Ballack muni gera fjögurra ára samning við enska liðið sem færi honum um 120.000 pund í vikulaun.

Sport
Fréttamynd

Stórleikur Kaman gegn Clippers

Hinn smáfríði miðherji LA Clippers, Chris Kaman, leiddi lið sitt til sigurs 95-87 gegn Minnesota í sjónvarpsleiknum á NBA TV í nótt. Kaman skoraði 24 stig og hirti 23 fráköst fyrir Clippers en Ricky Davis skoraði 20 stig fyrir Minnesota.

Sport
Fréttamynd

Stoke lá heima

Stoke City steinlá 3-1 á heimavelli sínum fyrir Crystal Palace í leik kvöldsins í ensku 1. deildinni, en sigurinn var afar dýrmætur fyrir lið Palace sem stefnir að því að komast upp í úrvalsdeildina á ný. Hannes Sigurðsson spilaði síðustu 18 mínútur leiksins fyrir Stoke.

Sport
Fréttamynd

Tottenham hefur áhuga ungum Skota

Úrvalsdeildarlið Tottenham ku vera á höttunum eftir ungum miðjumanni að nafni Craig Bryson hjá Clyde í Skotlandi. Bryson þessi er 19 ára gamall og hefur farið á kostum með liði Clyde í vetur. Hann skoraði meðal annars mark í fræknum sigri liðsins á Celtic í skoska bikarnum á dögunum.

Sport
Fréttamynd

Hefur áhuga á Pavel Nedved

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, viðurkennir að hann hafi lengi verið aðdáandi tékkneska landsliðsmannsins Pavel Nedved hjá Juventus, en segist búast við því að hann klári ferilinn hjá ítalska liðinu.

Sport
Fréttamynd

Ég er ekki fordómafullur

Deila þeirra Alan Pardew hjá West Ham og Arsene Wenger hjá Arsenal um áhrif erlendra leikmanna í ensku úrvalsdeildinni heldur áfram og nú hefur Pardew þvertekið fyrir þær ásakanir Wenger að hann sé fordómafullur.

Sport
Fréttamynd

Forráðamenn Renault biðja Fisichella afsökunar

Forráðamenn Renault í Formúlu 1 hafa beðið ökuþórinn Giancarlo Fisichella afsökunar á því að hafa skaffað honum illa búinn bíl í keppni helgarinnar í Barein, þar sem Fisichella þurfti að hætta keppni eftir aðeins 21 hring vegna leka í vökvakerfi bílsins.

Sport
Fréttamynd

Luke Donald á topp tíu

Breski kylfingurinn Luke Donald komst í dag í fyrsta skipti inn lista tíu efstu kylfinga heims í golfi eftir að hann sigraði á Honda-Classic mótinu í Flórida um helgina. "Það er frábært að vera kominn inn á topp tíu, en ég set stefnuna hærra og nú er bara að fara að vinna stórmót," sagði kappinn. Tiger Woods er sem fyrr í efsta sæti styrkleikalistans.

Sport
Fréttamynd

Agassi vill kaupa verðlaun Björns Borg

Ameríski tenniskappinn Andre Agassi vill ekki að verðlaunagripir Björns Borg frá Wimbeldon mótinu árið 1980 endi í höndum auðmanna og hefur því sjálfur gefið í skyn a hann muni bjóða í þá á þegar þeir verða settir á uppboð vegna fjárhagserfiðleika eigandans.

Sport
Fréttamynd

Tjáir sig lítið um enska landsliðið

Stuart Pearce segist ekki hugsa neitt um það að hann verði hugsanlega einn af þeim sem boðaðir verða í viðtal fyrir ráðningu landsliðsþjálfara Englendinga í stað Sven-Göran Eriksson og segir að hann einbeiti sér að fullu að því að ná árangri með Manchester City.

Sport
Fréttamynd

Þýðir ekkert að spila upp á jafntefli

Roberto Mancini hefur varað sína menn í Inter Milan við að reyna að spila upp á jafntefli í leiknum við PSV Eindhoven frá Hollandi í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar annað kvöld, en ítalska liðið náði 2-2 jafntefli á útivelli í fyrri leiknum.

Sport
Fréttamynd

Logi skoraði 28 stig

Landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson er sjóðheitur með liði sínu Bayreuth í þýsku 2. deildinni þessa dagana og í gær skoraði Logi 28 stig í sigri liðsins á Crailsheim 89-74. Jón Arnór Stefánsson og hans menn í ítalska liðinu Napoli lögðu Livorno 89-82 í úrvalsdeildinni þar í landi í gær og skoraði Jón Arnór 7 stig í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Forsetinn staðfestir áhuga sinn á Fabregas

Fernando Martin, nýkjörinn forseti Real Madrid á Spáni, hefur nú staðfest að félagið hafi mikinn áhuga á að fá til sín hinn unga Cesc Fabregas hjá Arsenal og segir hann einmitt manninn sem spænska liðið þurfi í sínar raðir.

Sport
Fréttamynd

Dwayne Wade vann einvígið við LeBron James

Undrabarnið LeBron James skoraði 47 stig fyrir lið sitt Cleveland í leik gegn Miami í nótt, en það dugði skammt gegn Dwayne Wade og félögum. Wade skoraði 35 stig, hirti 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Miami í 98-92 sigri liðsins.

Sport
Fréttamynd

Staðfestir áhuga sinn á Ballack

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, hefur nú staðfest áhuga sinn á að gera samning við þýska miðjumanninn Michael Ballack hjá Bayern Munchen, en hann er með lausa samninga í sumar. "Ég vil fá hann hingað, hann vildi tíma til að hugsa sig um og ég virði það. Nú er boltinn alfarið hjá honum," sagði Mourinho í morgun.

Sport
Fréttamynd

New Orleans - New Jersey í beinni

Leikur New Orleans/Oklahoma City Hornets og New Jersey Nets verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV á miðnætti í nótt. New Orleans hefur komið allra liða mest á óvart í vetur undir dyggri stjórn nýliðans Chris Paul - sem á titilinn nýliði ársins í NBA vísan í vor.

Sport
Fréttamynd

Osasuna lagði Barcelona

Spútniklið Osasuna vann góðan 2-1 sigur á Barcelona í kvöldleiknum í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld, en Börsungar misstu tvö menn af velli með rauð spjöld í leiknum. Valdo og Punal skoruðu mörk Osasuna, en Henrik Larsson minnkaði muninn fyrir gestina, sem hafa þó enn 9 stiga forskot á toppi deildarinnar. Osasuna situr sem fyrr í fjórða sætinu.

Sport
Fréttamynd

Haukar lögðu Selfoss

Tveir leikir fóru fram í DHL-deild karla í handknattleik. Haukar lögðu Selfoss 33-28 á heimavelli sínum Ásvöllum og Stjarnan gerði góða ferð í Hafnarfjörðinn og skellti FH 31-26. Þá var einn leikur í DHL-deild kvenna, Grótta marði sigur á FH á útivelli 26-25.

Sport
Fréttamynd

Juventus í þægilegri stöðu

Meistarar Juventus hafa þægilegt 10 stiga forskot á toppi ítölsku deildarinnar eftir markalaust stórmeistarajafntefli við AC Milan á heimavelli sínum í kvöld í leik sem olli nokkrum vonbrigðum. Gennaro Gattuso var vikið af leikvelli um miðjan síðari hálfleikinn, en heimamenn gerðu sér jafnteflið að góðu og fátt bendir til annars en að þeir verji titil sinn á Ítalíu. Leikurinn var í beinni útsendingu á Sýn.

Sport