Íþróttir

Fréttamynd

Coulthard vill framlengja við Red Bull

Skoski ökuþórinn David Coulthard segist hafa fullan hug á því að framlengja veru sína hjá liði Red Bull í Formúlu 1, ekki síst fyrir tilkomu bílahönnuðarins Adrian Newey sem áður var hjá McLaren. Samningur Coulthard rennur út eftir næsta tímabil, sem hefst einmitt í Barein um næstu helgi.

Sport
Fréttamynd

Robben fær fjögurra leikja bann

Áfrýjun Chelsea á rauða spjaldið sem Arjen Robben fékk að líta gegn West Brom um síðustu helgi hefur verið vísað frá af aganefnd enska knattspyrnusambandsins og fer leikmaðurinn því tafarlaust í fjögurra leikja bann. Leikbann í kjölfar rauðs spjalds er að jafnaði þrír leikir, en Robben fær einn til vegna þess að þetta er annað rauða spjaldið sem hann fær á leiktíðinni.

Sport
Fréttamynd

Vill gera hið ómögulega

Alex McLeish og lærisveinar hans í skoska liðinu Glasgow Rangers eiga erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld þegar liðið mætir spænska liðinu Villareal á útivelli í síðari leiknum í Meistaradeildinni. Fyrri leiknum í Skotlandi lauk með 2-2 jafntefli og McLeish leitast við að koma enn einu sinni á óvart og stela sigrinum.

Sport
Fréttamynd

Hugsar um Arsenal, ekki Ronaldo

Fernando Martin, nýráðinn forseti Real Madrid, segir að honum sé efst í huga að vinna sigur á Arsenal í Meistaradeildinni annað kvöld en ekki að velta sér upp úr því hvort Brasilíumaðurinn Ronaldo verði í liðinu eða ekki. Miklar vangaveltur hafa verið uppi um framtíð framherjans hjá liðinu og hafa þær á tíðum varpað skugga á leikinn mikilvæga annað kvöld.

Sport
Fréttamynd

Mourinho ætlar að tvídekka Messi

Jose Mourinho hefur gefið það út að hann ætli að láta leikmenn sína tvídekka ungstirnið Lionel Messi hjá Barcelona í leik liðanna á Nou Camp í kvöld. Messi fór á kostum í fyrri leik liðanna á Stamford Bridge, en Mourinho ætlar ekki að láta það koma fyrir aftur.

Sport
Fréttamynd

Shaq hélt upp á afmælið með sigri

Miðherjinn Shaquille O´Neal hélt upp á 34 ára afmælið sitt í gær með því að skora 35 stig og hirða 12 fráköst í naumum sigri Miami Heat á Charlotte Bobcats 106-105 í framlengdum leik. Shaq skoraði öll 8 stig Miami í framlengingunni. Gerald Wallace skoraði 26 stig og hirti 15 fráköst fyrir Charlotte.

Sport
Fréttamynd

Íslendingaslagur í Evrópukeppninni

Nú er búið að draga í undanúrslit Evrópukeppnanna í handbolta og þar ber hæst að Íslendingaliðin Lemgo og Gummersbach munu leika til undanúrslita í EHF keppninni, en hinn undanúrslitaleikurinn er reyndar einnig Íslendingaslagur. Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real mæta þýska liðinu Flensburg í Meistaradeildinni.

Sport
Fréttamynd

Fögnuðu eins og þeir hefðu sloppið úr fangelsi

Paul Jewell, stjóri Wigan, sagði sína menn afar illa svikna eftir tapið gegn Manchester United í úrvalsdeildinni í kvöld og þótti lið Manchester United sleppa vel frá leiknum. "Það var skelfilegt að tapa á þessu marki og eins og sást á leikmönnum þeirra, áttu þeir ekki von á að vinna þennan leik. Þeir fögnuðu eins og þeim hefði verið sleppt úr fangelsi," sagði Jewell.

Sport
Fréttamynd

United stal sigrinum gegn Wigan

Manchester United tryggði sér gríðarlega mikilvæg þrjú stig í kvöld þegar liðið stal sigrinum gegn Wigan á útivelli 2-1, þar sem úrslitin réðust á sjálfsmarki Pascal Chimbonda þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. United er því komið með tveggja stiga forskot á Liverpool í öðru sæti deildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Ronaldo jafnaði

Portúgalinn Cristiano Ronaldo er búinn að jafna leikinn fyrir Manchester United gegn Wigan og staðan því orðin 1-1. Markið kom eftir laglega skyndisókn á 73. mínútu leiksins.

Sport
Fréttamynd

LA Lakers - San Antonio í beinni

Það verður góður leikur á dagskrá á NBA TV fyrir hörðustu nátthrafna í kvöld þegar Los Angeles Lakers tekur á móti meisturum San Antonio, en leikurinn hefstu klukkan 3:30 að íslenskum tíma. Leikurinn verður svo sýndur aftur í fyrramálið venju samkvæmt.

Sport
Fréttamynd

Rijkaard stillir til friðar

Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, vill að stuðningsmenn Barcelona sýni Jose Mourinho og lærisveinum hans í Chelsea virðingu og taki vel á móti þeim þegar liðin mætast á Nou Camp í meistaradeildinni annað kvöld, en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Wigan komið yfir

Nýliðar Wigan voru rétt í þessu að komast yfir gegn Manchester United á heimavelli sínum, en þetta er fyrsta markið sem Wigan nær að skora gegn Manchester United. Það var varnarmaðurinn Paul Scharner sem skoraði markið á 59. mínútu eftir mikið klafs í vítateig United liðsins.

Sport
Fréttamynd

Jafnt hjá Wigan og United í hálfleik

Nú er kominn hálfleikur í viðureign Wigan og Manchester United á JJB Stadium í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn hefur verið frekar daufur framan af og eru heimamenn mun líklegri til afreka það sem af er. Ruud Van Nistelrooy er enn á varamannabekk United, en hann hefur þjáðst af magakveisu undanfarið.

Sport
Fréttamynd

Benedikt náði góðum árangri

Heljarmennið Benedikt Magnússon náði frábærum árangri í aflraunakeppninni á Arnold Classic mótinu sem fram fór í Bandaríkjunum um helgina. Benedikt hafði lítinn tíma til undirbúnings fyrir mótið því honum barst seint boð um að vera á meðal keppenda, en hann skaut meðal annars sterkasta manni heims ref fyrir rass í keppninni.

Sport
Fréttamynd

Lampard verður með gegn Barcelona

Miðjumaðurinn Frank Lampard verður í byrjunarliði Chelsea gegn Barcelona í síðari leik liðanna í meistaradeild Evrópu annað kvöld eftir að hann komst vel frá æfingu með liði sínu í kvöld. Lampard hefur átt við meiðsli að stríða, en hefur nú náð sér nógu vel til að spila leikinn mikilvæga annað kvöld.

Sport
Fréttamynd

McLaren lofar betri bíl

Forráðamenn McLaren Mercedez fullyrða að vélar liðsins verði ekki til sömu vandræða og í fyrra og segja prófanir á síðustu fimm vikum lofa góðu um stöðugleika. Sífelldar vélarbilanir hjá Kimi Raikkönen í fyrra urðu þess valdandi að hann gat ekki veitt Fernando Alonso verðuga keppni um titil ökuþóra.

Sport
Fréttamynd

Wigan leitar hefnda gegn United

Einn leikur er á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld þegar liðin sem áttust við í úrslitaleik enska deildarbikarsins á dögunum, Wigan og Manchester United, leiða saman hesta sína á JJB-vellinum í Wigan.

Sport
Fréttamynd

Tíundi sigur Phoenix í röð

Phoenix Suns er heitasta lið NBA deildarinnar í dag eftir að liðið vann tíunda leik sinn í röð í nótt gegn Dallas á útivelli 115-107. Þetta var annað tap Dallas í síðustu þremur leikjum, en áður hafði liðið verið á mikilli sigurgöngu.

Sport
Fréttamynd

Hyypia verður klár gegn Benfica

Finnski varnarmaðurinn Sami Hyypia hjá Liverpool verður væntanlega tilbúinn í slaginn í síðari leiknum gegn Benfica í Meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöldið, en óttast var að hann mundi missa af leiknum vegna meiðsla sem hann hlaut í leiknum gegn Charlton um helgina.

Sport
Fréttamynd

Ætlar að þagga niður í Mourinho

Argentínska undrabarnið Lionel Messi hjá Barcelona ætlar að þagga niður í Jose Mourinho hjá Chelsea í síðari leik liðanna í Meistaradeildinni annað kvöld, en Mourinho ásakaði Messi um leikaraskap eftir fyrri leik liðanna.

Sport
Fréttamynd

Woods varði titil sinn

Stigahæsti kylfingur heims, Tiger Woods, vann nauman sigur á Ford-meistaramótinu í Flórída í nótt og varð með því aðeins annar kylfingurinn í sögu mótsins til að vinna það tvö ár í röð. Woods lauk keppni á 20 undir pari og slapp með skrekkinn á síðustu holunum eftir að hafa klúðrað öruggri forystu.

Sport
Fréttamynd

Áfrýjar rauða spjaldinu á Robben

Chelsea hefur áfrýjað rauða spjaldinu sem Arjen Robben fékk að líta í leiknum við West Brom um helgina. Robben fékk beint rautt spjald hjá Halsey dómara fyrir tæklingu sína á Jonathan Greening og á nú yfir höfði sér leikbann.

Sport
Fréttamynd

McCarthy rekinn frá Sunderland

Úrvalsdeildarfélagið Sunderland sagði stjóra sínum Mick McCarthy upp störfum í morgun og Kevin Ball mun taka við starfi hans tímabundið. Brottrekstur McCarty nú kemur nokkuð á óvart, því talið var að hann fengi að klára leiktíðina sem nú þegar er í molum. Nokkrir leikmenn Sunderland lýstu strax yfir óánægju sinni með brottrekstur stjórans.

Sport
Fréttamynd

Arsenal og Tottenham berjast um Trabelsi

Tottenham ætlar að ræna Hatem Trabelsi beint fyrir framan erkifjendur sína í Arsenal en bæði lið hafa hug á að klófesta leikmanninn sem spilar með Ajax. Talið er að Arsenal sé búið að gera Túnisbúanum tilboð en Tottenham hefur nú lýst yfir áhuga sínum á þessum sterka varnarmanni sem spilar að öllum líkindum í Englandi á næsta tímabili.

Sport
Fréttamynd

Ronaldinho hefur engan áhuga á Chelsea

Besti knattspyrnumaður í heimi, Ronaldinho, segist ekki hafa neinn áhuga á því að ganga til liðs við Chelsea. Barcelona tekur á móti Englandsmeisturunum í seinni leik liðanna í Meistaradeildinni á morgun.

Sport
Fréttamynd

Hiddink hættir með ástralska landsliðið

Guus Hiddink verður ekki áfram með knattspyrnulandslið Ástralíu eftir HM í sumar. John O"Neill, framkvæmdastjóri ástralska knattspyrnusambandsins, sagði um helgina að ólíklegt væri að Hiddink yrði áfram með liðið enda hefði þess aldrei verið vænst. Þessi frábæri þjálfari hefur verið orðaður við landslið Rússlands og Englands en hann hefur neitað því statt og stöðugt.

Sport
Fréttamynd

Hefur Man Utd fundið miðjumann?

Manchester United er á höttunum eftir Jean Makoun, miðjumanni Lille, í Frakklandi. "United-menn vilja fá mig. Þeir sendu útsendara til að horfa á leikinn gegn Monaco í síðustu viku og umboðsmenn mínir hafa rætt við forráðamenn liðsins. Þeir vilja kaupa mig í sumar," sagði Makoun í gær.

Sport
Fréttamynd

Lykilmaður Portúgala missir af HM

Varnarmaðurinn Jorge Andrade missir líklega af Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í sumar vegna meiðsla sem hann hlaut í leik Deportivo La Coruna gegn Barcelona á laugardaginn. Andrade reif liðband í hnénu en þetta er mikið áfall fyrir hann sem og Portúgal en hann er lykilmaður hjá landsliðinu. Andrade fór í aðgerð í gær en skoðun leiddi í ljós að meiðslin eru mun alvarlegri en talið var í fyrstu.

Sport
Fréttamynd

Toppliðin þrjú unnu sína leiki í körfunni

Tvö efstu liðin í Iceland Express deild karla í körfubolta, Njarðvík og Keflavík unnu leiki sína í kvöld en þá fór fram næst síðasta umferð deildarinnar. Þar með er ljóst að aðeins þau tvö lið eiga möguleika á deildarmeistaratitlinum og mætast einmitt í hreinum úrslitaleik á fimmtudaginn um titilinn.

Sport