Íþróttir Nígería vann nauman sigur á Gana Nígería vann nauman 1-0 sigur á Gana í dag í Afríkukeppninni í knattspyrnu. Það var bakvörðurinn Taye Taiwo hjá Marseille sem skoraði sigurmarkið fimm mínútum fyrir leikslok fyrir framan troðfullan El Masry leikvanginn í Port Said. Sport 23.1.2006 18:39 Yfirheyrður vegna blaðaskrifa um helgina Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu var kallaður inn á teppi hjá enska knattspyrnusambandinu í dag eftir að seinni hluti risagreinar um hann í helgarblaðinu News of the World var birtur í gær, en þar á Eriksson að hafa sagt dulbúnum blaðamönnum að spilling ríkti innan enska knattspyrnusambandsins. Sport 23.1.2006 17:02 Minni hagnaður á síðasta ári Manchester United hefur gefið út að hagnaður af rekstri félagsins á síðustu tólf mánuðum hafi verið 46 milljónir punda, en það er um 12 milljónum minni hagnaður en á sama tíma í fyrra. Þetta er rekið til minni sjónvarpstekna sem að mestu skrifast á fall liðsins úr Meistaradeild Evrópu. Sport 23.1.2006 16:55 Pittsburgh og Seattle í úrslit Það verða Pittsburgh Steelers og Seattle Seahawks sem mætast í úrslitaleiknum um ofurskálina í ameríska fótboltanum. Steelers unnu öruggan sigur á Denver Broncos í gær 34-17 og Seattle lagði Carolina Panthers 34-14. Þetta er í fyrsta sinn sem lið Seattle kemst alla leið í úrslitaleikinn, en hann fer fram í Detroit þann 5. febrúar næstkomandi. Sport 23.1.2006 16:35 Samningi Xavier rift Úrvalsdeildarlið Middlesbrough hefur ákveðið að rifta samningi sínum við portúgalska varnarmanninn Abel Xavier, sem féll á lyfjaprófi í haust eftir að sterar fundust í sýni sem úr honum var tekið eftir Evrópuleik. Xavier hefur áfrýjað úrskurði lyfjanefndarinnar, en ekki er búist við að átján mánaða banninu sem hann fékk verði aflétt. Sport 23.1.2006 16:01 Souness verður ekki rekinn Dean Saunders, aðstoðarstjóri Newcastle, vísar fréttum breska blaðsins Guardian í dag á bug og segir að Souness verði ekki rekinn í dag. Gengi Newcastle hefur verið afleitt á leiktíðinni og langt undir væntingum stjórnar og stuðninsmanna. "Blöðin hafa verið uppfull af svona fréttum í margar vikur, en við höldum bara áfram að vinna vinnuna okkar," sagði Saunders. Sport 23.1.2006 15:56 Jón Arnór með 10 stig í sigri Napoli Napoli, lið Jóns Arnar Stefánssonar í ítölsku A-deildinni í körfubolta, vann góðan útisigur á Bologna í gærkvöldi 90-80. Jón Arnór skoraði 10 stig í leiknum og er lið hans sem fyrr í þriðja sæti deildarinnar. Logi Gunnarsson skoraði 26 stig fyrir lið sitt Bayreuth í sigri á Stuttgart 90-76 í þýsku 2. deildinni. Sport 23.1.2006 15:03 Stórleikur Bryant sýndur í dag Söguleg skotsýning Kobe Bryant frá því í nótt, þar sem hann sallaði 81 stigi á Toronto Raptors, verður endursýnd á NBA TV á Digital Ísland klukkan 16 í dag og aftur um klukkan 19 í kvöld. Þetta er kjörið tækifæri fyrir áhugamenn um körfubolta að verða vitni að sýningu Bryant, en þetta var annað hæsta stigaskor eins leikmanns í sögu deildarinnar. Sport 23.1.2006 15:38 Denver skellti meisturnum Það var mikið um dýrðir í NBA deildinni í nótt og þó flestir leikir hafi ef til vill fallið í skugga skotsýningar Kobe Bryant, voru fjölmargir aðrir áhugaverðir leikir á dagskrá. Denver skellti meisturum San Antonio á útivelli og Phoenix tapaði enn einum leiknum sem var framlengdur oftar en einu sinni. Sport 23.1.2006 15:17 Tottenham lánar Ziegler til Wigan Úrvalsdeildarlið Tottenham Hotspur hefur ákveðið að lána svissneska landsliðsmanninn Reto Ziegler til Wigan út leiktíðina, en hinn ungi leikmaður var fyrir skömmu kallaður til baka úr láni frá Hamburg í Þýskalandi. Talið var að hann færi beint inn í leikmannahóp Tottenham á ný eftir Þýskalandsförina, en hann hefur nú verið lánaður til nýliðanna. Sport 23.1.2006 14:49 Nýr McLaren frumsýndur í Barcelona Pedro de la Rosa, æfingaökumaður hjá McLaren, frumsýndi í dag nýjan bíl frá framleiðandanum á æfingabraut í Barcelona á Spáni. Rosa var ánægður með bílinn og sagði hann gefa góð fyrirheit. "Ég er auðvitað bara búinn að taka örfáa hringi á bílnum, en hann lofar mjög góðu," sagði Spánverjinn. Sport 23.1.2006 14:37 Federer marði Haas Roger Federer marði sigur á Tommy Haas á opna ástralska meistaramótinu í tennis í dag og er kominn í undanúrslit á mótinu. Fátt benti til annars en að Federer yrði öruggur sigurvegari eftir að hann vann auðveldan sigur í fyrstu tveimur settunum, en Haas sýndi mikla festu og vann næstu tvö sett. Sport 23.1.2006 14:29 Fagnaðarlætin rannsökuð Fagnaðarlæti fyrirliða Manchester United gegn Liverpool í gær eru nú höfð til rannsóknar hjá lögreglu í Manchester. Gary Neville þótti storka stuðningsmönnum Liverpool með látbragði sínu í gær eftir að félagi hans Rio Ferdinand skoraði sigurmark United gegn Liverpool. Svona hegðun er litin alvarlegum augum á Englandi og talin geta valdið uppþotum milli stuðningsmanna. Sport 23.1.2006 14:00 Leikurinn er á NBA-TV Nú er verið að sýna leik LA Lakers og Toronto á sjónvarpsstöðunni NBA-TV sem finna má á digital Ísland afruglaranum. Kobe Bryant skoraði 81 stig í leiknum sem er það næst mesta í sögu NBA-deildarinnar. Sport 23.1.2006 10:48 Clijsters í 8-manna úrslit Kim Clijsters frá Belgíu er kominn í 8-manna úrslit á opna ástralska meistaramótinu í tennis eftir nauman sigur á Francescu Schiavlone frá Ítalíu í nótt. Sport 23.1.2006 10:38 Kobe Bryant skoraði 81 stig fyrir Lakers Kobe Bryant, leikmaður Los Angeles Lakers, kom sér svo sannarlega á spjöld sögunnar í nótt þegar hann skoraði 81 stig í sigri Los Angeles Lakers á Toronto Raptors 122-104. Þetta er það næstmesta sem einn leikmaður hefur skorað í leik í sögu NBA deildarinnar á eftir 100 stiga leik Wilt Chamberlain árið 1962. Sport 23.1.2006 05:08 Ferdinand afgreiddi Liverpool Rio Ferdinand skoraði eina markið á Old Trafford í stórslag helgarinnar í enska boltanum. United er þar með komið með fjögurra stiga forskot á Liverpool. yan Giggs, sem átti snilldarlegu aukaspyrnuna sem gaf mark sagði leikinn í gær hafa verið kennslubókardæmi um hvernig það mætti aldrei gefast upp. Sport 22.1.2006 20:22 Vörnin skilaði Stjörnunni góðum sigri Leikurinn Stjörnunnar og FH í Ásgarði í DHL deild kvenna í handbolta var nokkuð jafn framan af fyrri hálfleik. Staðan 7-5, Stjörnunni í vil þegar korter var liðið af leiknum. Leikurinn var nokkuð harður og kom það svolítið niður á gæðum handboltans. Staðan í Hálfleik var 11-10, Stjörnunni í vil. Sport 22.1.2006 20:22 Roddick úr leik í Ástralíu Andy Roddick var sleginn út af Opna Ástralska mótinu í tennis en hann tapaði í fjórum settum fyrir lítt þekktum Kýpurbúa. Marcos Baghdatis lék við hvern sinn fingur og vann Roddick sem er í öðru sæi heimslistans í tennis en Baghdatis er aðeins tvítugur að aldri. Sport 22.1.2006 20:22 Arnar beint í byrjunarliðið Arnar Þór Viðarsson spilaði allan leikinn fyrir Twente sem tapaði 3-2 fyrir Ajax í hollensku úrvalsdeildinni í gær. Arnar gekk til liðs við félagið frá Lokeren í vikunni en mistök hans urðu til þess að Ajax jafnaði á lokamínútunum áður en þeir hirtu öll stigin. Sport 22.1.2006 20:21 Stefni á að spila næsta sumar "Ég er að hjóla og lyfta mikið og svo má ég byrja að skokka í næsta mánuði," Það er talað um að menn geti æft sex mánuðum eftir þessi meiðsli og sá tími er í byrjun júní hjá mér. Ég næ því vonandi nokkrum leikjum í sumar." sagði Sigurður Ragnar í gær. Sport 22.1.2006 20:22 Eiður skoraði Eiður Smári Guðjohnsen var á skotskónnum fyrir Chelsea en hann gerði eina mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Charlton. Hermann Hreiðarsson gat ekkert gert í því þegar Eiður Smári potaði boltanum yfir línuna af stuttu færi og tók þar með foystuna fyrir Englandsmeistarana. Marcus Bent jafnaði fyrir Charlton í síðari hálfleik í sínum fyrsta leik fyrir félagið og liðin skiptust því á sættan hlut. Sport 22.1.2006 20:22 Jóhann Birnir á heimleið? Fótboltakappinn Jóhann Birnir Guðmundsson er á leiðinni frá Örgryte í Svíþjóð og gæti snúið heim til Íslands. Jóhann sagði við Fréttablaðið í gær að ef ekkert erlent lið sýndi honum áhuga fljótlega væri líklegast að hann kæmi heim og spilaði hér næsta sumar. Hans gamla félag Keflavík hefur mikinn áhuga á því að fá hann til sín auk þess sem Íslandsmeistarar FH hafa hug á að krækja í Jóhann. Sport 22.1.2006 20:21 Keflavík sló KR út 8 liða úrslitum bikarkeppni KKÍ og Lýsingar í körfubolta lauk í kvöld með þremur leikjum. Bikarmeistarar Njaðvíkur komust áfram í undanúrslitin með því að sigra Snæfell á útivelli, 94-98 og Keflvíkingar gjörsigruðu KR á útivelli, 74-98. Sport 22.1.2006 21:31 Barcelona vinnur 18. leikinn í röð Barcelona jók forystu sína á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í 10 stig í kvöld með 2-0 sigri á Alaves. Osasuna tapaði í kvöld fyrir Villareal, 2-1 og hrasaði þar með niður í 3. sæti. Valencia vann Real Betis á útivelli, 0-2 og náði þar með að komast upp fyrir Osasuna í 2. sætið. Sport 22.1.2006 21:16 Við vorum betri síðustu 20 mínúturnar Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Man Utd er í skýjunum með sigur sinna manna á Liverpool í stórleik helgarinnar í enska fótboltanum. Rio Ferdinand skoraði sigurmark heimamanna á 90. mínútu á Old Trafford í dag. Hann segir sigurinn verðskuldaðan. Sport 22.1.2006 19:42 Stjarnan vann nágrannaslaginn Stjarnan vann sigur á FH, 25-21 í DHL-deild kvenna í handbolta í dag og komst með sigrinum upp að hlið ÍBV í 2. sæti deildarinnar með 17 stig. Sólveig Lára Kjærnested var markahæst Stjörnustúlkna með 6 mörk og Jóna Margrét Ragnarsdóttir 5. Hjá FH voru Ásdís Sigurðardóttir og Maja Gronbæk markahæstar, báðar með 6 mörk. Sport 22.1.2006 19:16 Aðstoðarþjálfari ráðinn til Fram Sigurður Þórir Þorsteinsson, hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki Fram í knattspyrnu. Sigurður sem er fyrrverandi þjálfari meistaraflokks Aftureldingar verður því nýráðnum þjálfara, Ásgeiri Elíassyni innan handar með liðið sem leikur í 1. deild karla í sumar. Sport 22.1.2006 19:02 Ferdinand tryggði Man Utd sigur á Liverpool Rio Ferdinand tryggði Manchester United síðbúinn 1-0 sigur á Liverpool í stórviðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Old Trafford nú síðdegis. Sigurmarkið skoraði varnarmaðurinn með skalla á 90. mínútu eftir sendingu frá Ryan Giggs. Sport 22.1.2006 17:58 DiMarco hirti hæsta verðlaunaféð Hinn bandaríski Chris DiMarco hreppti í dag hæsta verðlaunaféð á opna evrópska meistaramótinu í golfi þegar hann fór með sigur af hólmi í Abu Dhabi í dag. DiMarco lauk keppni á samtals 20 höggum undir pari en annar varð Svíinn Henrik Stenson á 19 höggum undir pari. Sport 22.1.2006 17:33 « ‹ 278 279 280 281 282 283 284 285 286 … 334 ›
Nígería vann nauman sigur á Gana Nígería vann nauman 1-0 sigur á Gana í dag í Afríkukeppninni í knattspyrnu. Það var bakvörðurinn Taye Taiwo hjá Marseille sem skoraði sigurmarkið fimm mínútum fyrir leikslok fyrir framan troðfullan El Masry leikvanginn í Port Said. Sport 23.1.2006 18:39
Yfirheyrður vegna blaðaskrifa um helgina Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu var kallaður inn á teppi hjá enska knattspyrnusambandinu í dag eftir að seinni hluti risagreinar um hann í helgarblaðinu News of the World var birtur í gær, en þar á Eriksson að hafa sagt dulbúnum blaðamönnum að spilling ríkti innan enska knattspyrnusambandsins. Sport 23.1.2006 17:02
Minni hagnaður á síðasta ári Manchester United hefur gefið út að hagnaður af rekstri félagsins á síðustu tólf mánuðum hafi verið 46 milljónir punda, en það er um 12 milljónum minni hagnaður en á sama tíma í fyrra. Þetta er rekið til minni sjónvarpstekna sem að mestu skrifast á fall liðsins úr Meistaradeild Evrópu. Sport 23.1.2006 16:55
Pittsburgh og Seattle í úrslit Það verða Pittsburgh Steelers og Seattle Seahawks sem mætast í úrslitaleiknum um ofurskálina í ameríska fótboltanum. Steelers unnu öruggan sigur á Denver Broncos í gær 34-17 og Seattle lagði Carolina Panthers 34-14. Þetta er í fyrsta sinn sem lið Seattle kemst alla leið í úrslitaleikinn, en hann fer fram í Detroit þann 5. febrúar næstkomandi. Sport 23.1.2006 16:35
Samningi Xavier rift Úrvalsdeildarlið Middlesbrough hefur ákveðið að rifta samningi sínum við portúgalska varnarmanninn Abel Xavier, sem féll á lyfjaprófi í haust eftir að sterar fundust í sýni sem úr honum var tekið eftir Evrópuleik. Xavier hefur áfrýjað úrskurði lyfjanefndarinnar, en ekki er búist við að átján mánaða banninu sem hann fékk verði aflétt. Sport 23.1.2006 16:01
Souness verður ekki rekinn Dean Saunders, aðstoðarstjóri Newcastle, vísar fréttum breska blaðsins Guardian í dag á bug og segir að Souness verði ekki rekinn í dag. Gengi Newcastle hefur verið afleitt á leiktíðinni og langt undir væntingum stjórnar og stuðninsmanna. "Blöðin hafa verið uppfull af svona fréttum í margar vikur, en við höldum bara áfram að vinna vinnuna okkar," sagði Saunders. Sport 23.1.2006 15:56
Jón Arnór með 10 stig í sigri Napoli Napoli, lið Jóns Arnar Stefánssonar í ítölsku A-deildinni í körfubolta, vann góðan útisigur á Bologna í gærkvöldi 90-80. Jón Arnór skoraði 10 stig í leiknum og er lið hans sem fyrr í þriðja sæti deildarinnar. Logi Gunnarsson skoraði 26 stig fyrir lið sitt Bayreuth í sigri á Stuttgart 90-76 í þýsku 2. deildinni. Sport 23.1.2006 15:03
Stórleikur Bryant sýndur í dag Söguleg skotsýning Kobe Bryant frá því í nótt, þar sem hann sallaði 81 stigi á Toronto Raptors, verður endursýnd á NBA TV á Digital Ísland klukkan 16 í dag og aftur um klukkan 19 í kvöld. Þetta er kjörið tækifæri fyrir áhugamenn um körfubolta að verða vitni að sýningu Bryant, en þetta var annað hæsta stigaskor eins leikmanns í sögu deildarinnar. Sport 23.1.2006 15:38
Denver skellti meisturnum Það var mikið um dýrðir í NBA deildinni í nótt og þó flestir leikir hafi ef til vill fallið í skugga skotsýningar Kobe Bryant, voru fjölmargir aðrir áhugaverðir leikir á dagskrá. Denver skellti meisturum San Antonio á útivelli og Phoenix tapaði enn einum leiknum sem var framlengdur oftar en einu sinni. Sport 23.1.2006 15:17
Tottenham lánar Ziegler til Wigan Úrvalsdeildarlið Tottenham Hotspur hefur ákveðið að lána svissneska landsliðsmanninn Reto Ziegler til Wigan út leiktíðina, en hinn ungi leikmaður var fyrir skömmu kallaður til baka úr láni frá Hamburg í Þýskalandi. Talið var að hann færi beint inn í leikmannahóp Tottenham á ný eftir Þýskalandsförina, en hann hefur nú verið lánaður til nýliðanna. Sport 23.1.2006 14:49
Nýr McLaren frumsýndur í Barcelona Pedro de la Rosa, æfingaökumaður hjá McLaren, frumsýndi í dag nýjan bíl frá framleiðandanum á æfingabraut í Barcelona á Spáni. Rosa var ánægður með bílinn og sagði hann gefa góð fyrirheit. "Ég er auðvitað bara búinn að taka örfáa hringi á bílnum, en hann lofar mjög góðu," sagði Spánverjinn. Sport 23.1.2006 14:37
Federer marði Haas Roger Federer marði sigur á Tommy Haas á opna ástralska meistaramótinu í tennis í dag og er kominn í undanúrslit á mótinu. Fátt benti til annars en að Federer yrði öruggur sigurvegari eftir að hann vann auðveldan sigur í fyrstu tveimur settunum, en Haas sýndi mikla festu og vann næstu tvö sett. Sport 23.1.2006 14:29
Fagnaðarlætin rannsökuð Fagnaðarlæti fyrirliða Manchester United gegn Liverpool í gær eru nú höfð til rannsóknar hjá lögreglu í Manchester. Gary Neville þótti storka stuðningsmönnum Liverpool með látbragði sínu í gær eftir að félagi hans Rio Ferdinand skoraði sigurmark United gegn Liverpool. Svona hegðun er litin alvarlegum augum á Englandi og talin geta valdið uppþotum milli stuðningsmanna. Sport 23.1.2006 14:00
Leikurinn er á NBA-TV Nú er verið að sýna leik LA Lakers og Toronto á sjónvarpsstöðunni NBA-TV sem finna má á digital Ísland afruglaranum. Kobe Bryant skoraði 81 stig í leiknum sem er það næst mesta í sögu NBA-deildarinnar. Sport 23.1.2006 10:48
Clijsters í 8-manna úrslit Kim Clijsters frá Belgíu er kominn í 8-manna úrslit á opna ástralska meistaramótinu í tennis eftir nauman sigur á Francescu Schiavlone frá Ítalíu í nótt. Sport 23.1.2006 10:38
Kobe Bryant skoraði 81 stig fyrir Lakers Kobe Bryant, leikmaður Los Angeles Lakers, kom sér svo sannarlega á spjöld sögunnar í nótt þegar hann skoraði 81 stig í sigri Los Angeles Lakers á Toronto Raptors 122-104. Þetta er það næstmesta sem einn leikmaður hefur skorað í leik í sögu NBA deildarinnar á eftir 100 stiga leik Wilt Chamberlain árið 1962. Sport 23.1.2006 05:08
Ferdinand afgreiddi Liverpool Rio Ferdinand skoraði eina markið á Old Trafford í stórslag helgarinnar í enska boltanum. United er þar með komið með fjögurra stiga forskot á Liverpool. yan Giggs, sem átti snilldarlegu aukaspyrnuna sem gaf mark sagði leikinn í gær hafa verið kennslubókardæmi um hvernig það mætti aldrei gefast upp. Sport 22.1.2006 20:22
Vörnin skilaði Stjörnunni góðum sigri Leikurinn Stjörnunnar og FH í Ásgarði í DHL deild kvenna í handbolta var nokkuð jafn framan af fyrri hálfleik. Staðan 7-5, Stjörnunni í vil þegar korter var liðið af leiknum. Leikurinn var nokkuð harður og kom það svolítið niður á gæðum handboltans. Staðan í Hálfleik var 11-10, Stjörnunni í vil. Sport 22.1.2006 20:22
Roddick úr leik í Ástralíu Andy Roddick var sleginn út af Opna Ástralska mótinu í tennis en hann tapaði í fjórum settum fyrir lítt þekktum Kýpurbúa. Marcos Baghdatis lék við hvern sinn fingur og vann Roddick sem er í öðru sæi heimslistans í tennis en Baghdatis er aðeins tvítugur að aldri. Sport 22.1.2006 20:22
Arnar beint í byrjunarliðið Arnar Þór Viðarsson spilaði allan leikinn fyrir Twente sem tapaði 3-2 fyrir Ajax í hollensku úrvalsdeildinni í gær. Arnar gekk til liðs við félagið frá Lokeren í vikunni en mistök hans urðu til þess að Ajax jafnaði á lokamínútunum áður en þeir hirtu öll stigin. Sport 22.1.2006 20:21
Stefni á að spila næsta sumar "Ég er að hjóla og lyfta mikið og svo má ég byrja að skokka í næsta mánuði," Það er talað um að menn geti æft sex mánuðum eftir þessi meiðsli og sá tími er í byrjun júní hjá mér. Ég næ því vonandi nokkrum leikjum í sumar." sagði Sigurður Ragnar í gær. Sport 22.1.2006 20:22
Eiður skoraði Eiður Smári Guðjohnsen var á skotskónnum fyrir Chelsea en hann gerði eina mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Charlton. Hermann Hreiðarsson gat ekkert gert í því þegar Eiður Smári potaði boltanum yfir línuna af stuttu færi og tók þar með foystuna fyrir Englandsmeistarana. Marcus Bent jafnaði fyrir Charlton í síðari hálfleik í sínum fyrsta leik fyrir félagið og liðin skiptust því á sættan hlut. Sport 22.1.2006 20:22
Jóhann Birnir á heimleið? Fótboltakappinn Jóhann Birnir Guðmundsson er á leiðinni frá Örgryte í Svíþjóð og gæti snúið heim til Íslands. Jóhann sagði við Fréttablaðið í gær að ef ekkert erlent lið sýndi honum áhuga fljótlega væri líklegast að hann kæmi heim og spilaði hér næsta sumar. Hans gamla félag Keflavík hefur mikinn áhuga á því að fá hann til sín auk þess sem Íslandsmeistarar FH hafa hug á að krækja í Jóhann. Sport 22.1.2006 20:21
Keflavík sló KR út 8 liða úrslitum bikarkeppni KKÍ og Lýsingar í körfubolta lauk í kvöld með þremur leikjum. Bikarmeistarar Njaðvíkur komust áfram í undanúrslitin með því að sigra Snæfell á útivelli, 94-98 og Keflvíkingar gjörsigruðu KR á útivelli, 74-98. Sport 22.1.2006 21:31
Barcelona vinnur 18. leikinn í röð Barcelona jók forystu sína á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í 10 stig í kvöld með 2-0 sigri á Alaves. Osasuna tapaði í kvöld fyrir Villareal, 2-1 og hrasaði þar með niður í 3. sæti. Valencia vann Real Betis á útivelli, 0-2 og náði þar með að komast upp fyrir Osasuna í 2. sætið. Sport 22.1.2006 21:16
Við vorum betri síðustu 20 mínúturnar Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Man Utd er í skýjunum með sigur sinna manna á Liverpool í stórleik helgarinnar í enska fótboltanum. Rio Ferdinand skoraði sigurmark heimamanna á 90. mínútu á Old Trafford í dag. Hann segir sigurinn verðskuldaðan. Sport 22.1.2006 19:42
Stjarnan vann nágrannaslaginn Stjarnan vann sigur á FH, 25-21 í DHL-deild kvenna í handbolta í dag og komst með sigrinum upp að hlið ÍBV í 2. sæti deildarinnar með 17 stig. Sólveig Lára Kjærnested var markahæst Stjörnustúlkna með 6 mörk og Jóna Margrét Ragnarsdóttir 5. Hjá FH voru Ásdís Sigurðardóttir og Maja Gronbæk markahæstar, báðar með 6 mörk. Sport 22.1.2006 19:16
Aðstoðarþjálfari ráðinn til Fram Sigurður Þórir Þorsteinsson, hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki Fram í knattspyrnu. Sigurður sem er fyrrverandi þjálfari meistaraflokks Aftureldingar verður því nýráðnum þjálfara, Ásgeiri Elíassyni innan handar með liðið sem leikur í 1. deild karla í sumar. Sport 22.1.2006 19:02
Ferdinand tryggði Man Utd sigur á Liverpool Rio Ferdinand tryggði Manchester United síðbúinn 1-0 sigur á Liverpool í stórviðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Old Trafford nú síðdegis. Sigurmarkið skoraði varnarmaðurinn með skalla á 90. mínútu eftir sendingu frá Ryan Giggs. Sport 22.1.2006 17:58
DiMarco hirti hæsta verðlaunaféð Hinn bandaríski Chris DiMarco hreppti í dag hæsta verðlaunaféð á opna evrópska meistaramótinu í golfi þegar hann fór með sigur af hólmi í Abu Dhabi í dag. DiMarco lauk keppni á samtals 20 höggum undir pari en annar varð Svíinn Henrik Stenson á 19 höggum undir pari. Sport 22.1.2006 17:33