Erlendar

Fréttamynd

Sharapova vann opna ástralska

Maria Sharapova vann í dag opna ástralska meistaramótið í tennis eftir að hafa borið sigurorð af Ana Ivanovic frá Serbíu í úrslitum, 7-5 og 6-3.

Sport
Fréttamynd

Loeb bætir við forskotið

Heimsmeistarinn Sebastien Loeb hefur aukið forskot sitt í Monte Carlo rallinu í 56,6 sekúndur eftir annan keppnisdaginn. Félagi hans hjá Citroen, Dani Sordo, er í öðru sætinu en Finninn Mikko Hirvonen er í þriðja sætinu á Ford Focus.

Sport
Fréttamynd

Meistarinn byrjar vel

Heimsmeistarinn Sebastien Loeb byrjaði mjög vel á fyrstu tveimur sérleiðunum í Monte Carlo rallinu sem hófst í dag. Loeb, sem ekur Citroen, hefur tæplega 13 sekúndna forskot á Spánverjann Daniel Sordo eftir fyrsta keppnisdaginn. Finninn Mikko Hirvonen er með þriðja besta tímann.

Sport
Fréttamynd

Öskubuskan komin í úrslitin

Jo-Wilfried Tsonga er nýjasta stjarnan í tennisheiminum eftir að hann lagði Rafael Nadal í undanúrslitum opna ástralska meistaramótsins í tennis í dag.

Sport
Fréttamynd

Federer kláraði Blake

Roger Federer komst í undanúrslit opna ástralska meistaramótsins í tennis með 3-0 sigri á Bandaríkjamanninum James Blake í dag.

Sport
Fréttamynd

NFL: Meistararnir úr leik

Afar óvænt úrslit urðu í undanúrslitum Ameríkudeildarinnar í NFL-deildarinnar í dag er San Diego Chargers sló út Indianapolis Colts.

Sport
Fréttamynd

Lyfjaherferð hafin í hafnaboltanum

Bandaríska hafnaboltadeildin MLB tilkynnti í dag að stofnuð hefði verið sérstök lyfjadeild sem ætlað verður að fara fyrir hörðu átaki gegn meintri lyfjamisnotkun í deildinni.

Sport
Fréttamynd

Marion Jones í fangelsi

Bandaríska frjálsíþróttakonan Marion Jones hefur verið dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir meinsæri, en hún laug því að hún hefði ekki notað steralyf þrátt fyrir að annað hefði komið á daginn.

Sport
Fréttamynd

Tyson vill mæta Holyfield þriðja sinni

Fyrrum heimsmeistarinn Mike Tyson er sagður vilja mæta erkióvini sínum Evander Holyfield enn eina ferðina í hringnum. Tyson lýsti þessu yfir í viðtali fyrir nokkrum dögum, en bar það reyndar til baka í öðru viðtali skömmu síðar.

Sport
Fréttamynd

Dakarrallið fer fram á næsta ári

Forráðamenn París-Dakar rallsins hafa lofað því að þessi sögufræga keppni muni fara fram á næsta ári þó henni hafi verið frestað í ár vegna hryðjuverkaógna. Henni var frestað með aðeins sólarhringsfyrirvara áður en hún átti að hefjast í Lissabon.

Sport
Fréttamynd

Hingis dæmd í tveggja ára bann

Martina Hingis hefur verið dæmd í tveggja ára keppnisbann eftir að kókaín fannst í lyfjasýni sem var tekið á Wimbledon-mótinu í fyrra.

Sport
Fréttamynd

Ég hef verið rændur

Ólympíumeistarinn Justin Gatlin ætlar að áfrýja fjögurra ára keppnisbanninu sem hann var dæmdur í á dögunum. Spretthlauparinn segist hafa verið rændur ferlinum.

Sport
Fréttamynd

Gatlin í fjögurra ára bann

Bandaríski spretthlauparinn Justin Gatlin hefur verið dæmdur í fjögurra ára keppnisbann fyrir að falla á lyfjaprófi árið 2006. Ólympíumeistarinn gæti átt eftir að áfrýja banninu, en ef hann hefur ekki erindi sem erfiði gæti ferli hans verið lokið.

Sport