Erlent

Fréttamynd

Barinn í beinni

Íþróttafréttamaður ástralskrar sjónvarpsstöðvar varð fyrir heldur óskemmtilegri reynslu í beinni útsendinu í gærkvöldi. Hann var að greina frá úrslitum í rúgbí leik fyrir utan leikvang í Melborun þegar óð rúgbíbulla tæklaði hann til jarðar. Hópur manna réðst þá að fréttamanninum, Ben Davis, og gekk í skrokk á honum.

Erlent
Fréttamynd

Abbas og Olmert funda

Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, og Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hittust til að ræða mögulega stofnun palestínsk ríkis á fundi í Jerúsalem í morgun. Fundur leiðtoganna er haldinn svo þeir geti stillt saman strengi sína fyrir ráðstefnu um málið í nóvember sem Bandaríkjamenn hafa boðað til.

Erlent
Fréttamynd

Saksóknari fær gögn

Saksóknari í Portúgal fær í dag í hendurnar gögn vegna rannsóknar á hvarfinu á bresku telpunni Madeleine McCann. Um er að ræða það sem lögregla hefur aflað eftir að foreldrar stúlkunnar fengu réttarstöðu grunaðra í málinu í síðustu viku.

Erlent
Fréttamynd

Kom og fór

Sjö ára útlegð Nawas Sharifs, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, lauk í morgun en hún hófst aftur sex klukkustundum eftir heimkomuna. Músharraf lét vísa þessu svarna óvini sínum úr landi til að forða sér frá hatrammri deilu um forsetaembættið.

Erlent
Fréttamynd

Nýnasistar handteknir í Ísrael

Ísraelska lögreglan hefur handtekið átta nýnasista þar í landi og leyst upp samtök sem mennirnir höfðu stofnað. Þeir eru á aldrinum 16 til 21 árs - allir ísraelskir ríkisborgarar, aðfluttir frá Austur-Evrópu. Þeim er gefið að sök að hafa ráðist með ofbeldi gegn útlendingum, samkynhneigðum og trúræknum gyðingum.

Erlent
Fréttamynd

Sharif snýr heim

Musharraf, forseti Pakistans, óttast endurkomu eins höfuð andstæðings síns á morgun. Sá ætlar að koma forsetanum frá völdum. Músaraff hefur látið handtaka tvö þúsund stuðningsmenn hans og hert gæslu á flugvellinum í höfuðborginni.

Erlent
Fréttamynd

McCann-hjónin komin heim

Hjónin Kate og Gerry McCann, sem bæði eru með réttarstöðu grunaðra vegna hvarfs dóttur þeirra Madeleine í Portúgal í vor, eru komin heim til Englands. Heim fóru þau með leyfi portúgalskra yfirvalda.

Erlent
Fréttamynd

Rússaflug ógnar farþegaflugi

Rússnesku sprengjuflugvélarnar sem nú sveima í vaxandi mæli yfir Norður-Atlantshafi tilkynna aldrei um ferðir sínar og skapa því vissa hættu fyrir borgaralegt flug. Flugumferðarstjórar senda farþegavélum þær upplýsingar sem þeir hafa um Rússana og breyta stefnu og flughæð farþegavélanna ef þörf krefur. Rússar eru þeir einu sem senda herflugvélar af stað án þess að tilkynna um þær.

Innlent
Fréttamynd

Við erum plötuð í stórmörkuðum

Heldur þú að þú vitir hvað þú kaupir þegar þú ferð út í búð ? Onei. Háskólaprófessor við Verslunarháskólann í Stokkhólmi segir að stórmarkaðir geti haft 70 prósent stjórn á því hvað fólk kaupir inn. Þegar um er að ræða einstakar vörur geta markaðirnir aukið sölu á þeim um 1000 prósent með því að stilla þeim rétt upp. Jens Nordfält prófessur hefur gert lista yfir nokkur brögð sem viðskiptavinirnir eru beittir.

Erlent
Fréttamynd

Störfum fækkaði í Bandaríkjunum í ágúst

Nýbirtar tölur frá bandaríska vinnumálastofnunni benda til að fyrirtæki þar í landi hafi sagt upp 4.000 starfsmönnum í nýliðnum mánuði. Þetta er þvert á væntingar enda talið að fyrirtæki myndu halda áfram að ráða til sín fleira starfsfólk. Niðursveiflu á fjármálamörkuðum vegna vanskila á fasteignalánum í vor er kennt um ástandið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Greenspan segir fjárfesta áhyggjufulla

Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkjanna, segir fjárfesta áhyggjufulla og einkenni ótti þeirra stöðuna á fjármálamarkaði upp á síðkastið. Hann líkti ástandinu á hlutabréfamörkuðum í kjölfar mikilla vanskila á bandarískum fasteignalánamarkaði nú við fall á mörkuðum árið 1987 og 1998.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kallað hermenn heim en ekki gæsluliða

Nærri tuttugu þjóðir hafa kallað herlið sitt heim frá Írak frá innrásinni 2003. Fulltrúar sumra ríkjanna starfa þó enn þar á vegum Sameinuðu þjóðanna eða Atlantshafsbandalagsins þrátt fyrir heimkvaðningu hermanna.

Erlent
Fréttamynd

Árás hrundið í Ísrael

Sex palestinskir vígamenn voru felldir þegar þeir reyndu að gera árás á ísraelska varðstöð við Gaza ströndina í dag. Ísraelar beittu orrustuþyrlu til þess að hrinda árásinn. Palestínumennirnir tilheyrðu samtökunum Islamic Jihad.

Erlent
Fréttamynd

Víkingar sóttir í hauga í Noregi

Norskir fornleifafræðingar eru nú að sækja jarðneskar leifar þriggja víkinga í hauga þar semþær voru skildar eftir þegar skip voru grafin úr haugunum á fyrrihluta síðustu aldar. Annað var hið fræga Gauksstaðaskip en hitt var sótt í haug í Oseberg.

Erlent
Fréttamynd

Gabb í Kaupmannahöfn

Hryðjuverkaútkall lögreglunnar í Kaupmannahöfn eftir hádegi, reyndist vera gabb. Tilkynnt var um sprengiefni og hugsanleg efnavopn. Lögreglan tól kallið alvarlega, girti af hverfið og flutti fólk á brott. Nú er verið að reyna að finna þá sem göbbuðu hana og eiga þeir ekki von á góðu ef þeir nást.

Erlent
Fréttamynd

Kaupmannahafnarlögreglan í hryðjuverkaútkalli

Danska lögreglan hefur lokað hverfi í norðvesturhluta Kaupmannahafnar. Lögreglan hafði fengið tilkynningu um að þar sé sprengiefni og efnavopn. Íbúar í nærliggjandi húsum hafa verið fluttir á brott. Talsmaður lögreglunnar segir í samtali við Extra Bladet að miðað við það sem á undan sé gengið, sé engin áhætta tekin þegar svona tilkynningar berist. Því hafi fólki verið forðað. Verið er að leita í húsi við Næturgalaveg 75.

Erlent
Fréttamynd

Evrubankinn fylgir fordæminu

Evrópski seðlabankinn fylgdi fordæmi nokkurra seðlabanka í dag og ákvað að halda stýrivöxtum óbreyttum í fjórum prósentum. Áður hafði Seðlabanki Íslands og bankar í Bretlandi, Kanada, Brasilíu og Ástralíu ákveðið að halda vöxtum kyrrum í ljósi hræringa á fjármálamörkuðum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Rússnesku sprengjuvélarnar nálgast Ísland

Breskar orrustuþotur hafa tekið við af norskum við að fylgjast með átta rússneskum sprengjuflugvélum sem eru á flugi yfir Norður-Atlantshafi. Ef að líkum lætur munu rússnesku vélarnar svo taka stefnuna á Ísland, og hér eru náttúrlega engar vélar til þess að senda á móti þeim.

Erlent
Fréttamynd

Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi

Englandsbanki ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,75 prósentum. Ákvörðunin kom ekki á óvart enda höfðu flestir reiknað með þessari niðurstöðu. Fyrr á árinu var hins vegar gert ráð fyrir 25 punkta vaxtahækkun en hún var endurskoðuð í ljósi óróleika á fjármálamörkuðum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Spáð handtöku vegna hvarfs Madeleine McCann

Breska Sky fréttastofan segir að mikilvæg DNA sýni hafi fundist í íbúðinni sem foreldrar Madeleina McCann bjuggu í ásamt börnum sínum, þegar telpan hvarf. Daily Mirror heldur því fram að sýnin muni leiða til handtöku innan tveggja sólarhringa. Sýnin voru skoðuð í rannsóknarstofu bresku lögreglunnar.

Erlent
Fréttamynd

Norskar orrustuþotur á móti Rússum

Norðmenn sendu í morgun tvær orrustuþotur á móti rússneskum sprengjuflugvélum sem nálguðust norska lofthelgi. Ofursti í norska flughernum segir að þeir fylgist náið með öllum ferðum Rússa og búist við tíðum heimsóknum þeirra á næstu árum.

Erlent
Fréttamynd

Rússar sagðir tilbúnir að afhenda Írönum kjarnorkueldsneyti

Rússar og Íranar hafa náð samkomulagi um afhendingu á eldsneyti fyrir fyrsta kjarnorkuver Írana, að sögn ríkisútvarpsins í Teheran. Afhending eldsneytisins hefur tafist verulega. Rússar segja að það sé vegna þess að Íranar hafi ekki innt af hendi umsamdar greiðslur. Íranar segja hinsvegar að það sé vegna þess að Rússar séu undir miklum þrýstingi frá Vesturlöndum um að hætta við afhendinguna.

Erlent
Fréttamynd

Líkur á óbreyttum stýrivöxtum í Evrópu

Vaxtaákvörðunardagur er hjá Englandsbanka í Bretlandi og evrópska seðlabankanum í dag. Greinendur gera fastlega ráð fyrir því að vextir verði óbreyttir í skugga hræringa á fjármálamörkuðum. Seðlabankinn hér á landi, í Brasilíu, Kanada og Ástralíu hafa allir haldið stýrivöxtum óbreyttum. Líkur eru hins vegar á stýrivaxtalækkun í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Íslendingar kalla herlið sitt heim frá Írak

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að Ísland hætti þáttöku í friðargæslu í Írak. Frá og með fyrsta október verða engir íslenskir friðargæsluliðar í landinu. Með þessari frétt fylgir mynd af íslensku friðargæslusveitinni sem væntanlega verður kölluð heim fyrsta október.

Erlent
Fréttamynd

Danir halda framhjá í bunkum

Fjórir af hverjum tíu Dönum halda framhjá maka sínum einhverntíma ævinnar, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Könnuðurinn hefur áhyggjur af því að framhjáhald fari að teljast eðlilegt. Konur óttast mest tilfinningaleg tengsl manna sinna við aðrar konur. Karlmenn óttast hinsvegar mest kynferðislegt samneyti kvenna sinna við aðra menn.

Erlent
Fréttamynd

Bush íhugar heimflutning frá Írak

George Bush forseti Bandaríkjanna staðfesti í dag að hann væri byrjaður að hugsa um heimflutning bandarískra hermanna frá Írak, í takt við pólitíska og hernaðarlega þróun þar í landi. Bush sagði þetta á fundi með fréttamönnum í Ástralíu í dag.

Erlent
Fréttamynd

Stjörnufréttamaður hrapaði á botninn

Hún var hröð niðurleiðin hjá danska stjörnufréttamanninum Jeppe Nybroe, hjá danska sjónvarpinu. Fyrir nokkrum mánuðum var hann einn af virtustu fréttamönnum Danmerkur. Í dag er hann atvinnulaus og það eru birtar háðslegar myndir af honum á You Tube.

Erlent
Fréttamynd

Foreldrar Madeleine að skilja -portúgalskir fjölmiðlar

Foreldrar Madeleine McCann eru að því komin að skilja, að sögn fjölmiðla í Portúgal. Hjónin hafa haldið til í Portúgal síðan dóttir þeirra hvarf fyrir tæpum fjórum mánuðum. Þau segjast enn sannfærð um að litla telpan finnist á lífi. Portúgalskir fjölmiðlar virðast orðnir þreyttir á þeim og hafa birt um þau margar særandi fréttir. Gerry og Kate McCann eiga nú í málaferlum við blað sem hélt því blákalt fram að þau hefðu sjálf valdið dauða dóttur sinnar.

Erlent
Fréttamynd

Óbreyttir stýrivextir í Ástralíu

Seðlabanki Ástralíu hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 6,5 prósentum að sinni vegna aðstæðna á fjármálamörkuðum. Greinendur höfðu gert ráð fyrir því að vextirnir myndu hækka. Vaxtaákvörðunardagur er í Kanada í dag en á evrusvæðinu, í Bretlandi og hjá Seðlabankanum hér á morgun. Gert er ráð fyrir því að bankarnir feti allir í fótspor ástralska seðlabankans og haldi vöxtum óbreyttum.

Viðskipti innlent