Lög og regla Fjárdráttur á sambýli verði kærður Meintur fjárdráttur starfsmanns á sambýli á vegum Reykjavíkur verður kærður til lögreglu, reynist grunur á rökum reistur. Innlent 13.10.2005 19:22 Urðu bensínlausir eftir innbrot Tveir menn, 22 og 25 ára gamlir, voru í Héraðsdómi Austurlands í gær dæmdir í mánaðarfangelsi hvor, en báðir eru dómarnir skilorðsbundnir í tvö ár. Þá er þeim gert að greiða hvor um sig Olíuverslun Íslands hf. 51.790 krónur með vöxtum. Innlent 13.10.2005 19:22 Nektarmyndir af stúlkubörnum Meðal þess sem lögreglan fann í tölvu reykvísks manns sem sætir nú rannsókn vegna gruns um kynferðisofbeldi gegn fjórum stúlkubörnum, voru nektarmyndir af þeim. Innlent 13.10.2005 19:22 Vilja að Gill verði látinn laus Íslendingarnir tveir sem tóku þátt í mótmælaaðgerðunum á Nordica-hótelinu ásamt Englendingnum Paul Gill telja gæsluvarðhaldsúrskurðinn yfir Gill óskiljanlegan og ranglátan. Meðferðinni á Gill verður mótmælt við dómsmálaráðuneytið klukkan tvö í dag. Innlent 13.10.2005 19:22 Bíll fastur undir Höfðabakkabrú Umferðartafir hafa orðið á Vestulandsvegi undir Höfðabakkabrúnni í vestur en þar er flutningabíll fastur. Bíllinn, sem er frá fyrirtækinu BM-Vallá, var með mikið járnvirki á pallinum, þar af stóð járnsúla hátt upp í loftið og hún rakst undir brúna með þeim afleiðingum að bíllinn er fastur. Innlent 13.10.2005 19:22 Geymdi þýfi fyrir litla bróður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær þrítugan mann í sjö mánaða fangelsi fyrir að taka við og geyma þýfi fyrir sex árum yngri bróður sinn. Fimm mánuðir refsingarinnar eru skilorðsbundnir í þrjú ár. Innlent 13.10.2005 19:22 Sameining dæmd lögleg Sveitarstjórn Norður-Héraðs fór að lögum þegar sameining sveitarfélagsins Fellahrepps og Austur-Héraðs stóð fyrir dyrum og því hafnaði Hæstiréttur í gær kröfu átta einstaklinga sem kröfðust þess að staðfesting Félagsmálaráðuneytisins á sameiningunni væri dæmd ógild. Innlent 13.10.2005 19:22 Braut glas á andliti annars 31 árs gamall maður var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir að brjóta glas á andliti manns inni á skemmtistaðnum Glaumbar í apríllok 2001. Refsingin er skilorðsbundin í tvö ár, en að auki þarf hann að greiða fórnarlambi sínu, sem missti fimm tennur, tæpar 370.000 krónur. Innlent 13.10.2005 19:22 Hæstiréttur ómerkti dóm héraðsdóms Máli þriggja pólskra verkamanna sem handteknir voru í mars vegna gruns um að þeir störfuðu hér á landi án atvinnuleyfa var vísað aftur til héraðsdóms fyrir Hæstarétti í gær. Höfðu mennirnir verið dæmdir hver um sig til mánaðar fangelsisvistar skilorðsbundið fyrir Héraðsdómi Suðurlands en niðurstaða Hæstaréttar var að sá dómur yrði ómerktur gerður. Innlent 13.10.2005 19:22 Frekari aðgerðir gegn handrukkurum Ekki liggur fyrir hvort einhverjir þeirra þrjátíu sem grunaðir eru um handrukkun eða tengsl við handrukkara verði ákærðir. Talið er að hópurinn sem ná þarf til sé mun stærri og eru frekari aðgerðir í undirbúningi. Innlent 13.10.2005 19:22 Ómálefnalegur dómur segir lögmaður Tveir erlendir starfsmenn ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo við Kárahnjúka voru dæmdir í gær í Héraðsdómi Austurlands til greiðslu 50 þúsund króna sektar auk sakarkostnaðar hvor fyrir að hafa starfað hér að löggiltri iðngrein án viðurkenningar á starfsréttindum. Annar var verkstjóri smíðaverkstæðis og hinn verkstjóri í rafmagnsdeild. Innlent 13.10.2005 19:22 Tekinn með fíkniefni í bíl Lögreglan í Kópavogi tók mann með fíkniefni nú undir morgun. Fíkniefnin fundust við reglubundið umferðareftirlit en maðurinn var farþegi í bíl sem lögreglan stöðvaði. Skýrsla var tekin af manninum og telst málið upplýst. Í ljós kom við þetta tækifæri að ökumaður bifreiðarinnar var með útrunnin ökuréttindi. Innlent 13.10.2005 19:22 Þrjátíu handteknir Höfð voru afskipti af 30 manns á aðfararnótt laugardags í aðgerðum lögreglu gegn handrukkurum. Enginn þeirra er enn í haldi lögreglu. Innlent 13.10.2005 19:22 Ummæli Jóns Baldvins ómerkt Ummæli Jóns Baldvins Hannibalssonar sendiherra sem hann viðhafði í Dagblaðinu um fyrrum tengdason sinn Marco Brancaccia, yfirmann ítölsku fréttaþjónustunnar ANSA í Mið-Ameríku, voru á miðvikudag ómerkt í Héraðsdómi Reykjavíkur. Innlent 13.10.2005 19:22 Sat fastur undir Höfðabakkabrú Vörubifreið með tengivagn festist undir Höfðabakkabrú yfir Vesturlandsveg um klukkan tuttugu mínútur fyrir 12 í gærdag. Ökumaður bifreiðarinnar hafði ekki gætt að því að farmur tengivagnsins var hærri en svo að hann kæmist undir brúnna og því fór sem fór. Innlent 13.10.2005 19:22 Ók inn í malarhrúgu Malarhrúga varð á vegi ökumanns í Njarðvík í gærkvöldi. Hrúgan stóð við vegarbrúnina og ók maðurinn inn í hana. Hann gaf þá skýringu að hann hefði ekki séð hrúguna en hún hafði ekki dulist fjölda ökumanna enda hafði hún staðið þarna allan daginn án þess að ekið væri á hana. Einhverjar skemmdir urðu á bíl mannsins en hann var þó ökufær á eftir. Innlent 13.10.2005 19:22 Áfrýjar úrskurði til Hæstaréttar Englendingurinn Paul Gill sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald þar til á mánudag eftir að hafa slett grænum vökva á fundargesti álráðstefnu á Nordica-hótelinu hefur áfrýjað úrskurðinum til Hæstaréttar. Tveir Íslendingar tóku þátt í mótmælunum með honum á hótelinu en var sleppt úr haldi lögreglu. Innlent 13.10.2005 19:22 Fjárdráttur kærður til lögreglu Lögreglu verður sent fjárdráttarmál starfsmanns Reykjavíkurborgar til rannsóknar komi í ljós við athugun að hann hafi dregið sér fé frá geðsjúkum. Innlent 13.10.2005 19:22 Rússi enn á gjörgæsludeild Rússneski sjómaðurinn, sem Landhelgisgæslan sótti í togarann Ostrovet frá Dóminíku í fyrrinótt, liggur enn á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi en er þó ekki í lífshættu. Maðurinn hlaut stungusár á kvið við fiskvinnslu um borð og fer ræðismaður sendiráðs Rússlands á Íslandi fyrir máli hans. Innlent 13.10.2005 19:22 Fá ekki greiðslur úr ríkissjóði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag íslenska ríkið af kröfum bænda á bænum Hjallalandi í Sveinsstaðahreppi í Austur-Húnavatnssýslu, en þeir vildu að viðurkennt yrði með dómi að þeir ættu rétt á greiðslum úr ríkissjóði sem handhafar beingreiðslna sauðfjárbúsins á bænum. Þeir töldu sig eiga rétt á skaðabótagreiðslum úr ríkissjóði vegna breytinga á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á landbúnaðarafurðum sem tóku gildi árið 2000. Innlent 13.10.2005 19:22 Ung kona kærði kynferðisbrot Lögreglan í Keflavík rannsakar kynferðisbrot sem átti sér þar stað í heimahúsi um helgina. Kona um tvítugt hefur kært mann á svipuðum aldri fyrir að nýta sér ölvunarástand hennar eftir gleðskap sem stóð á laugardagskvöld og fram á aðfaranótt sunnudags. Innlent 13.10.2005 19:22 Grunaður um kynferðislegt ofbeldi Reykvíkingur á fertugsaldri er grunaður um að hafa beitt fjórar ungar stúlkur kynferðislegu ofbeldi. Á heimili mannsins fundust tugir barnaklámsmynda í tölvu hans. Innlent 13.10.2005 19:22 Mótmælendur enn í haldi Þrír eru enn í haldi lögreglunnar vegna mótmælaaðgerða á Nordica-hóteli í gær. Mótmælendurnir ruddust inn á alþjóðlega ráðstefnu um álframleiðslu sem haldin var á hótelinu og skvettu grænleitum vökva yfir ráðstefnugestu. Vökvinn fór einnig á innréttingar og tölvubúnað. Tveir mótmælendanna eru Íslendingar, en sá þriðji Englendingur. Þau verða yfirheyrð frekar með morgninum. Innlent 13.10.2005 19:22 Farið fram á gæsluvarðhald Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir Paul Gill, breska atvinnumótmælandanum, sem var einn þremenninganna sem mótmæltu á álráðstefnu á Nordica-hóteli í gær. Náttúruvaktin þvær hendur sínar af Ólafi Páli Sigurðssyni, einum mótmælendanna, þrátt fyrir að fram komi á heimasíðu samtakanna að þegar hún varð að fullgildum samtökum í október síðastliðnum gegndi Ólafur Páll Sigurðsson starfi framkvæmdastjóra þar. Innlent 13.10.2005 19:22 Réðst á tólf ára dreng 44 ára vörubílsstjóri, Hreggviður Heiðarsson, réðst á tvo unga drengi, tólf og þrettán ára síðasta laugardagskvöld. Hluti árásarinnar var tekin upp á GSM síma og hefur DV myndskeiðið undir höndum. Ennfremur má sjá myndskeiðið hér á Vísi. Innlent 13.10.2005 19:22 Í gæsluvarðhaldi fram á mánudag Paul Gill, breski atvinnumótmælandinn, sem var einn þremenninganna, sem mótmæltu álráðstefnu á Nordica-hóteli í gær, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni fram á mánudag. Hinum tveimur mótmælendunum var sleppt eftir yfirheyrslur í dag. Innlent 13.10.2005 19:22 Kanna auglýsingar Ego Áfengis- og vímuvarnadeild Lýðheilsustofnunnar hyggst kanna hvort auglýsingar þær sem uppi hafa verið á bensínstöðvum Ego síðustu daga brjóti í bága við áfengis- og tóbaksvarnarlög. Innlent 13.10.2005 19:22 Býr sig undir herskáar aðgerðir Landsvirkjun býr sig undir herskáar mótmælaaðgerðir við Kárahnjúka í næstu viku eftir uppákomuna á Nordica-hóteli í gær. Þremenningarnir sem ruddust inn á álráðstefnu á hótelinu og slettu grænu gumsi gætu átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi. Innlent 13.10.2005 19:22 Vatn lak inn í kjallara Vatnstjón varð í húsi við Fríkirkjuveg í Reykjavík seint á þriðjudagskvöld, en þar hafði garðslanga verið látin ofan í kjallaratröppur þar sem niðurfall var stíflað. Að sögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins hlaust af þessu nokkuð tjón þegar vatnsyfirborð hækkaði og vatn lak inn í kjallarann. Innlent 13.10.2005 19:22 Sektir upp á tæpar 100 milljónir Fjórir forsvarsmenn Lífsstíls ehf. og dótturfyrirtækja voru í gær dæmdir til greiðslu sekta upp á samtals 96,6 milljónir króna. Til vara voru þeim gerðir fangelsisdómar frá 3 upp í 12 mánuði. Fyrrum aðalféhirðir Landssímans var fundinn sýkn saka. Dómar þriggja eru til refsiauka í Landssímamálinu. Innlent 13.10.2005 19:22 « ‹ 54 55 56 57 58 59 60 61 62 … 120 ›
Fjárdráttur á sambýli verði kærður Meintur fjárdráttur starfsmanns á sambýli á vegum Reykjavíkur verður kærður til lögreglu, reynist grunur á rökum reistur. Innlent 13.10.2005 19:22
Urðu bensínlausir eftir innbrot Tveir menn, 22 og 25 ára gamlir, voru í Héraðsdómi Austurlands í gær dæmdir í mánaðarfangelsi hvor, en báðir eru dómarnir skilorðsbundnir í tvö ár. Þá er þeim gert að greiða hvor um sig Olíuverslun Íslands hf. 51.790 krónur með vöxtum. Innlent 13.10.2005 19:22
Nektarmyndir af stúlkubörnum Meðal þess sem lögreglan fann í tölvu reykvísks manns sem sætir nú rannsókn vegna gruns um kynferðisofbeldi gegn fjórum stúlkubörnum, voru nektarmyndir af þeim. Innlent 13.10.2005 19:22
Vilja að Gill verði látinn laus Íslendingarnir tveir sem tóku þátt í mótmælaaðgerðunum á Nordica-hótelinu ásamt Englendingnum Paul Gill telja gæsluvarðhaldsúrskurðinn yfir Gill óskiljanlegan og ranglátan. Meðferðinni á Gill verður mótmælt við dómsmálaráðuneytið klukkan tvö í dag. Innlent 13.10.2005 19:22
Bíll fastur undir Höfðabakkabrú Umferðartafir hafa orðið á Vestulandsvegi undir Höfðabakkabrúnni í vestur en þar er flutningabíll fastur. Bíllinn, sem er frá fyrirtækinu BM-Vallá, var með mikið járnvirki á pallinum, þar af stóð járnsúla hátt upp í loftið og hún rakst undir brúna með þeim afleiðingum að bíllinn er fastur. Innlent 13.10.2005 19:22
Geymdi þýfi fyrir litla bróður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær þrítugan mann í sjö mánaða fangelsi fyrir að taka við og geyma þýfi fyrir sex árum yngri bróður sinn. Fimm mánuðir refsingarinnar eru skilorðsbundnir í þrjú ár. Innlent 13.10.2005 19:22
Sameining dæmd lögleg Sveitarstjórn Norður-Héraðs fór að lögum þegar sameining sveitarfélagsins Fellahrepps og Austur-Héraðs stóð fyrir dyrum og því hafnaði Hæstiréttur í gær kröfu átta einstaklinga sem kröfðust þess að staðfesting Félagsmálaráðuneytisins á sameiningunni væri dæmd ógild. Innlent 13.10.2005 19:22
Braut glas á andliti annars 31 árs gamall maður var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir að brjóta glas á andliti manns inni á skemmtistaðnum Glaumbar í apríllok 2001. Refsingin er skilorðsbundin í tvö ár, en að auki þarf hann að greiða fórnarlambi sínu, sem missti fimm tennur, tæpar 370.000 krónur. Innlent 13.10.2005 19:22
Hæstiréttur ómerkti dóm héraðsdóms Máli þriggja pólskra verkamanna sem handteknir voru í mars vegna gruns um að þeir störfuðu hér á landi án atvinnuleyfa var vísað aftur til héraðsdóms fyrir Hæstarétti í gær. Höfðu mennirnir verið dæmdir hver um sig til mánaðar fangelsisvistar skilorðsbundið fyrir Héraðsdómi Suðurlands en niðurstaða Hæstaréttar var að sá dómur yrði ómerktur gerður. Innlent 13.10.2005 19:22
Frekari aðgerðir gegn handrukkurum Ekki liggur fyrir hvort einhverjir þeirra þrjátíu sem grunaðir eru um handrukkun eða tengsl við handrukkara verði ákærðir. Talið er að hópurinn sem ná þarf til sé mun stærri og eru frekari aðgerðir í undirbúningi. Innlent 13.10.2005 19:22
Ómálefnalegur dómur segir lögmaður Tveir erlendir starfsmenn ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo við Kárahnjúka voru dæmdir í gær í Héraðsdómi Austurlands til greiðslu 50 þúsund króna sektar auk sakarkostnaðar hvor fyrir að hafa starfað hér að löggiltri iðngrein án viðurkenningar á starfsréttindum. Annar var verkstjóri smíðaverkstæðis og hinn verkstjóri í rafmagnsdeild. Innlent 13.10.2005 19:22
Tekinn með fíkniefni í bíl Lögreglan í Kópavogi tók mann með fíkniefni nú undir morgun. Fíkniefnin fundust við reglubundið umferðareftirlit en maðurinn var farþegi í bíl sem lögreglan stöðvaði. Skýrsla var tekin af manninum og telst málið upplýst. Í ljós kom við þetta tækifæri að ökumaður bifreiðarinnar var með útrunnin ökuréttindi. Innlent 13.10.2005 19:22
Þrjátíu handteknir Höfð voru afskipti af 30 manns á aðfararnótt laugardags í aðgerðum lögreglu gegn handrukkurum. Enginn þeirra er enn í haldi lögreglu. Innlent 13.10.2005 19:22
Ummæli Jóns Baldvins ómerkt Ummæli Jóns Baldvins Hannibalssonar sendiherra sem hann viðhafði í Dagblaðinu um fyrrum tengdason sinn Marco Brancaccia, yfirmann ítölsku fréttaþjónustunnar ANSA í Mið-Ameríku, voru á miðvikudag ómerkt í Héraðsdómi Reykjavíkur. Innlent 13.10.2005 19:22
Sat fastur undir Höfðabakkabrú Vörubifreið með tengivagn festist undir Höfðabakkabrú yfir Vesturlandsveg um klukkan tuttugu mínútur fyrir 12 í gærdag. Ökumaður bifreiðarinnar hafði ekki gætt að því að farmur tengivagnsins var hærri en svo að hann kæmist undir brúnna og því fór sem fór. Innlent 13.10.2005 19:22
Ók inn í malarhrúgu Malarhrúga varð á vegi ökumanns í Njarðvík í gærkvöldi. Hrúgan stóð við vegarbrúnina og ók maðurinn inn í hana. Hann gaf þá skýringu að hann hefði ekki séð hrúguna en hún hafði ekki dulist fjölda ökumanna enda hafði hún staðið þarna allan daginn án þess að ekið væri á hana. Einhverjar skemmdir urðu á bíl mannsins en hann var þó ökufær á eftir. Innlent 13.10.2005 19:22
Áfrýjar úrskurði til Hæstaréttar Englendingurinn Paul Gill sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald þar til á mánudag eftir að hafa slett grænum vökva á fundargesti álráðstefnu á Nordica-hótelinu hefur áfrýjað úrskurðinum til Hæstaréttar. Tveir Íslendingar tóku þátt í mótmælunum með honum á hótelinu en var sleppt úr haldi lögreglu. Innlent 13.10.2005 19:22
Fjárdráttur kærður til lögreglu Lögreglu verður sent fjárdráttarmál starfsmanns Reykjavíkurborgar til rannsóknar komi í ljós við athugun að hann hafi dregið sér fé frá geðsjúkum. Innlent 13.10.2005 19:22
Rússi enn á gjörgæsludeild Rússneski sjómaðurinn, sem Landhelgisgæslan sótti í togarann Ostrovet frá Dóminíku í fyrrinótt, liggur enn á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi en er þó ekki í lífshættu. Maðurinn hlaut stungusár á kvið við fiskvinnslu um borð og fer ræðismaður sendiráðs Rússlands á Íslandi fyrir máli hans. Innlent 13.10.2005 19:22
Fá ekki greiðslur úr ríkissjóði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag íslenska ríkið af kröfum bænda á bænum Hjallalandi í Sveinsstaðahreppi í Austur-Húnavatnssýslu, en þeir vildu að viðurkennt yrði með dómi að þeir ættu rétt á greiðslum úr ríkissjóði sem handhafar beingreiðslna sauðfjárbúsins á bænum. Þeir töldu sig eiga rétt á skaðabótagreiðslum úr ríkissjóði vegna breytinga á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á landbúnaðarafurðum sem tóku gildi árið 2000. Innlent 13.10.2005 19:22
Ung kona kærði kynferðisbrot Lögreglan í Keflavík rannsakar kynferðisbrot sem átti sér þar stað í heimahúsi um helgina. Kona um tvítugt hefur kært mann á svipuðum aldri fyrir að nýta sér ölvunarástand hennar eftir gleðskap sem stóð á laugardagskvöld og fram á aðfaranótt sunnudags. Innlent 13.10.2005 19:22
Grunaður um kynferðislegt ofbeldi Reykvíkingur á fertugsaldri er grunaður um að hafa beitt fjórar ungar stúlkur kynferðislegu ofbeldi. Á heimili mannsins fundust tugir barnaklámsmynda í tölvu hans. Innlent 13.10.2005 19:22
Mótmælendur enn í haldi Þrír eru enn í haldi lögreglunnar vegna mótmælaaðgerða á Nordica-hóteli í gær. Mótmælendurnir ruddust inn á alþjóðlega ráðstefnu um álframleiðslu sem haldin var á hótelinu og skvettu grænleitum vökva yfir ráðstefnugestu. Vökvinn fór einnig á innréttingar og tölvubúnað. Tveir mótmælendanna eru Íslendingar, en sá þriðji Englendingur. Þau verða yfirheyrð frekar með morgninum. Innlent 13.10.2005 19:22
Farið fram á gæsluvarðhald Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir Paul Gill, breska atvinnumótmælandanum, sem var einn þremenninganna sem mótmæltu á álráðstefnu á Nordica-hóteli í gær. Náttúruvaktin þvær hendur sínar af Ólafi Páli Sigurðssyni, einum mótmælendanna, þrátt fyrir að fram komi á heimasíðu samtakanna að þegar hún varð að fullgildum samtökum í október síðastliðnum gegndi Ólafur Páll Sigurðsson starfi framkvæmdastjóra þar. Innlent 13.10.2005 19:22
Réðst á tólf ára dreng 44 ára vörubílsstjóri, Hreggviður Heiðarsson, réðst á tvo unga drengi, tólf og þrettán ára síðasta laugardagskvöld. Hluti árásarinnar var tekin upp á GSM síma og hefur DV myndskeiðið undir höndum. Ennfremur má sjá myndskeiðið hér á Vísi. Innlent 13.10.2005 19:22
Í gæsluvarðhaldi fram á mánudag Paul Gill, breski atvinnumótmælandinn, sem var einn þremenninganna, sem mótmæltu álráðstefnu á Nordica-hóteli í gær, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni fram á mánudag. Hinum tveimur mótmælendunum var sleppt eftir yfirheyrslur í dag. Innlent 13.10.2005 19:22
Kanna auglýsingar Ego Áfengis- og vímuvarnadeild Lýðheilsustofnunnar hyggst kanna hvort auglýsingar þær sem uppi hafa verið á bensínstöðvum Ego síðustu daga brjóti í bága við áfengis- og tóbaksvarnarlög. Innlent 13.10.2005 19:22
Býr sig undir herskáar aðgerðir Landsvirkjun býr sig undir herskáar mótmælaaðgerðir við Kárahnjúka í næstu viku eftir uppákomuna á Nordica-hóteli í gær. Þremenningarnir sem ruddust inn á álráðstefnu á hótelinu og slettu grænu gumsi gætu átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi. Innlent 13.10.2005 19:22
Vatn lak inn í kjallara Vatnstjón varð í húsi við Fríkirkjuveg í Reykjavík seint á þriðjudagskvöld, en þar hafði garðslanga verið látin ofan í kjallaratröppur þar sem niðurfall var stíflað. Að sögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins hlaust af þessu nokkuð tjón þegar vatnsyfirborð hækkaði og vatn lak inn í kjallarann. Innlent 13.10.2005 19:22
Sektir upp á tæpar 100 milljónir Fjórir forsvarsmenn Lífsstíls ehf. og dótturfyrirtækja voru í gær dæmdir til greiðslu sekta upp á samtals 96,6 milljónir króna. Til vara voru þeim gerðir fangelsisdómar frá 3 upp í 12 mánuði. Fyrrum aðalféhirðir Landssímans var fundinn sýkn saka. Dómar þriggja eru til refsiauka í Landssímamálinu. Innlent 13.10.2005 19:22