Innlent

Fréttamynd

Olíusamráðsmálið hafði áhrif á væntanlega lagabreytingu

Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir að olíusamráðsmálið hafi haft áhrif á að samkeppnislögunum yrði breytt. Breytingar á lögunum verða að öllum líkindum samþykktar á Alþingi í kvöld. Í þeim er kveðið á um skýrari refsiábyrgð einstaklinga og fyrirtækja í samráðsmálum.

Innlent
Fréttamynd

Enn fundað á alþingi

Þingfundur stendur enn yfir á Alþingi og hefur Mörður Árnason verið í ræðustól undanfarin einn og hálfan klukkutíma. Nú standa yfir umræður vegna frumvarps um losun gróðurhúsalofttegunda. Enn er talsverður fjöldi frumvarpa eftir á dagskrá þingsins og búist er við því að þingfundur standi eitthvað fram yfir miðnætti.

Innlent
Fréttamynd

HR ræður tvo nýja deildarforseta

Háskólinn í Reykjavík hefur ráðið tvo nýja deildarforseta til skólans, og munu þeir stýra annars vegar tölvunarfræðideild og hins vegar tækni- og verkfræðideild. Þeir eru dr. Ari Kristinn Jónsson, doktor frá Stanford og stjórnandi hjá bandarísku geimferðastofnuninni (NASA) og dr. Gunnar Guðni Tómasson, doktor frá MIT og aðstoðarframkvæmdastjóri VST.

Innlent
Fréttamynd

Bílvelta í Svínahrauni

Bílvelta varð í Svínahrauni í kvöld í námunda við Litlu Kaffistofuna. Einn var fluttur á sjúkrahús en hann var ekki talinn alvarlega slasaður. Þá keyrði bíll útaf í námunda við Þorlákshöfn í kvöld en engin slys urðu á fólki. Þó þurfti að flytja bílinn á brott með kranabíl.

Innlent
Fréttamynd

Kenna stjórnarandstöðunni um

Formenn stjórnarflokkanna kenna stjórnarandstöðunni um að draga þurfti auðlindafrumvarpið til baka. Forsætisráðherra segir einu sneypuförina vera för formanns Samfylkingarinnar. Stjórnarandstaðan brást ókvæða við ummælum formannananna.

Innlent
Fréttamynd

Byggðastofnun vantar fjármuni

Byggðastofnun vantar meiri peninga til að geta sinnt hlutverki sínu, segir stjórnarformaður hennar. Opinber þjónusta vegur þungt þegar hagvöxtur landshluta er skoðaður.

Innlent
Fréttamynd

Siglingastofnun talar við skipstjórann á Kársnesi

Nefnd á vegum Siglingastofnunar hitti í dag skipstjórann á Kársnesi sem fékk á sig brotsjó við Reykjanes í fyrrakvöld með þeim afleiðingum að fimm gámar sópuðust fyrir borð. Nefndin metur meðal annars hvort færa eigi siglingaleiðina fyrir Reykjanes utar og fjær landi.

Innlent
Fréttamynd

Hæstiréttur staðfesti frávísun

Hæstiréttur staðfesti frávísun Héraðsdóms Reykavíkur í máli olíuforstjóranna þriggja í dag. Saksóknari segir niðurstöðu dómsins vera áfellisdóm yfir samkeppnislögunum og að ekki verði endurákært í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Óttast að olía bærist í vatnsból

Óttast var að olía bærist í vatnsból Reykvíkinga þegar flutningabíll valt nærri vatnsbólum höfuðborgarinnar í dag. Um 400 lítrar af hrá- og smurolíu láku úr bílnum.

Innlent
Fréttamynd

Loðnukvótinn aukinn um 15 þúsund tonn

Sjávarútvegsráðuneytið hefur í dag, að tillögu Hafrannsóknastofnunar, ákveðið að auka loðnukvótann á vetrarvertíðinni 2007 um 15 þúsund lestir eða í 385 þúsund lestir. Þessi viðbót er tilkomin vegna vestangöngu sem Hafrannsóknastofnunin mældi í byrjun þessa mánaðar og mun stofnunin á næstu dögum ljúka loðnurannsóknum á þessari vertíð.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt skipurit RÚV afhjúpað

Samkvæmt nýju skipuriti Ríkisútvarpsins sem birt var í dag verða stöður framkvæmdastjóra sjónvarps og útvarps lagðar niður um næstu mánaðarmót þegar skipuritið tekur gildi. Helst ber að nefna að staða forstöðumanns fréttasviðs, sem Bogi Ágústsson hefur gegnt hingað til, verður lögð niður. Óðinn Jónsson og Elín Hirst verða áfram yfir fréttum Útvarps og Sjónvarps.

Innlent
Fréttamynd

Glitnir eignast meirihluta í FIM Group

Glitnir banki eignaðist í dag 68,1 prósenta hlut í finnska eignastýringafyrirtækinu FIM Group Corporation. Glitnir keypti hlutinn af 11 stærstu hluthöfum fyrirtækisins 5. febrúar síðastliðinn. Glitnir áætlar að gera yfirtökutilboð í eftirstandandi hluti í FIM í apríl.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mörghundruð lítrar af olíu láku í Heiðmörk

Um fjögurhundruð lítrar af olíu láku úr flutningabíl með tengivagni sem fór út af veginum í Heiðmörk fyrir hádegi í dag. Engin slys urðu á mönnum, en vegna olíulekans sem varð við Vatnsendasvæðið, var kallað út slökkvilið, fólk frá umhverfisráði borgarinnar, og Orkuveitunni.

Innlent
Fréttamynd

Lyfseðlafalsanir algengar

Landlæknir segir líta mjög alvarlegum augum á að læknar skrifi upp á lyf fyrir fíkniefnaneytendur. Hins vegar sé mjög algengt að lyfseðlar séu falsaðir. Hátt í fimmtíu tilkynningar um lyfseðlafalsanir berast til Lyfjastofnunar á ári hverju.

Innlent
Fréttamynd

Metárhjá MP Fjárfestingarbanka

MP Fjárfestingarbanki skilaði 1.315 milljóna króna hagnaði á síðasta ári samanborið við 613 milljóna króna hagnað ári fyrr. Þetta er methagnaður í sögu bankans. Lagt verður til á aðalfundi bankans í lok mars að greða 18 prósenta arð eða 192,6 milljónir króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vísitala byggingarkostnaðar hækkaði um 0,22%

Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð eftir verðlagi um miðjan mars, hækkaði um 0,22 prósent frá fyrra mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Vísitalan hefur hækkað um 13,2 prósent síðastliðna tólf mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Máni tilnefndur til Emmyverðlauna fyrir Latabæjartónlist

Máni Svavarsson, höfundur tónlistarinnar í þáttunum um Latabæ, er á meðal þeirra sem tilnefndir eru til Emmy verðlauna í ár fyrir tónlistarstjórnun og tónverk (Outstanding Achievement in Music Direction and Composition). Þetta er fyrsta tilnefning íslensks tónlistarmanns til verðlaunanna.

Tónlist
Fréttamynd

Býst við að þingi ljúki á laugardag

Forseti Alþingis, Sólveig Pétursdóttir, á von á því að þingi ljúki á laugardag. Sólveig átti fund með formönnum þingflokkanna í kvöld og sagði þetta að honum loknum, í samtali við Sjónvarpið. Þingfundur hófst klukkan 20:52 í kvöld og má búast við því að hann verði fram á nótt.

Innlent
Fréttamynd

Höfðatún frá Skúlagötu að Borgartúni lokað tímabundið

Höfðatún frá Skúlagötu að Borgartúni verður lokað tímabundið vegna framkvæmda við lagnir og innkeyrslumannvirki nýbygginga á Höfðatorgi. Lokanir verða mismiklar eftir því hvaða framkvæmdir eru í gangi hverju sinni, en alls munu þær standa yfir frá 19. mars – 8. ágúst. Fyrst í stað verður einni akrein haldið opinni í hvora átt en frá miðjum apríl til ágúst verður Höfðatúni lokað fyrir allri almennri umferð.

Innlent
Fréttamynd

Nemendur Melaskóla afhenda ABC barnahjálp framlög sín

Söfnunni “Börn hjálpa börnum 2007” lýkur með táknrænum hætti í hátíðarsal Melaskóla á morgun, föstudaginn 16. mars kl 11. Þá munu nemdur skólans afhenda Guðrúnu Margréti Pálsdóttur og Sigurlínu Þ. Sigurjónsdóttur hjá ABC barnahjálp söfnunarbauka sína. Af þessu tilefni mun utanríkisráðherra afhenda raunsarlegt framlag að upphæð 12 milljónir kr.til landakaupa í Pakistan þar sem skólarnir verða reistir.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina

Miklar umræður voru í kvöld á alþingi um störf þingsins. Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina harkalega fyrir framgöngu sína í auðlindamálinu. Ingibjörg Sólrún sagði tillöguna sjónarspil og Geir H. Haarde sagði eðlilegt að þar sem samstaða hefði ekki náðst um hana hefði hún farið aftur í stjórnarskrárnefnd.

Innlent
Fréttamynd

Engin virk byggðastefna í landinu

Sérfræðingur í hagfræði segir að engin virk byggðastefna sé rekin í landinu. Hann telur að fyrir vikið hafi Byggðastofnun úr litlu að moða og hlutverk hennar sé óljóst.

Innlent
Fréttamynd

Datt á snjóbretti

Ungur drengur féll og slasaðist við snjóbrettaiðkun á skíðasvæðinu í Tungudal á Ísafirði í kvöld. Ekki er vitað um meiðsli drengsins en lögregla og björgunarsveitarmenn eru að sækja hann í brekkuna á þessari stundu. Farið verður með drenginn á sjúkrahúsið á Ísafirði og athugað með meiðsli hans.

Innlent
Fréttamynd

„Stjórnarandstaðan sveik loforð sín“

Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Vísi að stjórnarandstaðan hefði svikið loforð sín um greiða fyrir lausn auðlindamálsins. Hann sagði tillögu stjórnarflokkanna hafa verið í meginmáli eins og tillögu stjórnarandstöðunnar sem kom fram á fundi hennar þann 5. mars síðastliðinn. Því væru þessi málalok merki um sneypuför stjórnarandstöðunnar sem væri nú á flótta undan sínum eigin yfirlýsingum.

Innlent
Fréttamynd

Segir lögreglu hafa hundsað gögn um sýknu

Verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu telur að lögreglan hafi ekki lagt sig fram um að skoða gögn og kalla til vitni, sem sýnt hefðu getað fram á sakleysi sakborninga í Baugsmálinu. Fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildarinnar segir hins vegar að það hafi verið gert.

Innlent
Fréttamynd

Þekktur geðlæknir dælir út rítalíni til fíkils

Þekktur geðlæknir ávísaði fyrir skömmu á þriðja hundrað rítalíntaflna til stórfíkils. Móður fíkilsins blöskrar að læknir viðhaldi fíkn eiturlyfjaneytanda með þessum hætti. Hún krefst þess að landlæknisembættið hafi betra eftirlit með ávísunum lækna.

Innlent
Fréttamynd

Hætt við breytingu á auðlindaákvæði

Formenn flokkanna á alþingi hittast klukkan sjö í kvöld til að ræða samkomulag um þinglok eftir að meirihluti nefndar um breytingar á stjórnarskrá ákvað að falla frá frumvarpi um breytingar á auðlindaákvæði í stjórnarskrá og vísa málinu til stjórnarskrárnefndar. Þingfundum var óvænt frestað klukkan fimm og kallað saman til fundar í nefndinni. Honum lauk laust fyrir hálf sjö með þessari niðurstöðu.

Innlent
Fréttamynd

Fengu 15 milljónir afhentar í dag

Barnaspítali Hringsins fékk á síðasta ári að gjöf alls 300 milljónir króna til styrktar reksturs hágæslueiningar fyrir inniliggjandi börn. Gefendur eru Jóhannes Jónsson kaupmaður og börn hans, þau Kristín Jóhannesdóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson. Í dag fékk Barnaspítalinn afhentar 15 milljónir af upphæðinni.

Innlent
Fréttamynd

Fitch staðfestir lánshæfismat Landsbankans

Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest óbreyttar lánshæfismatseinkunnir Landsbankans sem A / F1 ( B/C með stöðugum horfum. Staðfestingin kemur í kjölfar lækkunar á lánshæfi íslenska ríkisins, að því er segir í tilkynningu frá Kauphöll Íslands.

Viðskipti innlent