Innlent

Fréttamynd

4000 nýir heimsforeldrar

Heimsforeldrum UNICEF fjölgaði um fjögurþúsund í gær í söfnun á Stöð 2, og eru nú um ellefuþúsund og sexhundruð á landinu.

Innlent
Fréttamynd

Mannskæð umferðarslys á Indlandi

Þrjátíu og þrír létu lífið og fimmtán slösuðust þegar 150 ára gömul brú sem verið var að rífa, hrundi ofan á járnbrautarlest sem keyrði fyrir neðan hana, á Indlandi í dag.

Erlent
Fréttamynd

Nóvember óvenju illviðrasamur

Þrátt fyrir rysjótta tíð og kuldakast í nýliðnum nóvember mánuði mældist meðalhitinn í Reykjavík 0,1°C yfir meðaltali. Hins vegar var meðalhitinn á Akureyri 0,7°C undir meðalhita mánaðarins. Þetta eru niðurstöður sem fást við veðurfarslegt uppgjör nóvember mánaðar.

Innlent
Fréttamynd

250 hafa kosið í forvali VG

Forval Vinstri grænna, í þremur kjördæmum höfuðborgarsvæðisins, fór vel af stað í morgun að sögn framkvæmdastjóra flokksins, en með utankjörfundaratkvæðum hafa um 250 manns kosið. Fyrstu tölur verða birtar upp úr klukkan tíu í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Stormur aftur kominn að bryggju

Eikarbáturinn Stormur er nú aftur kominn að bryggju, í Kópavogi, en hann slitnaði þar frá og rak í strand í óveðri í fyrrinótt. Báturinn var í raun sokkinn og fullur af sjó, en Árna Kópssyni, kafara, tókst að dæla úr honum og koma honum á flot og að bryggju.

Innlent
Fréttamynd

Króaður af og handjárnaður eftir ofsaakstur

Drukkinn ökumaður var færður í handjárn, nótt eftir að lögreglunni í Keflavík tókst loks að stöðva ofsaakstur hans á Reykjanesbraut. Maðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum og ók á yfir 140 kílómetra hraða á flóttanum.

Innlent
Fréttamynd

Eldsupptök í svefnherbergi

Eldur kviknaði í íbúð á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi í nótt. Eldurinn kom upp í svefnherbergi íbúðarinnar og náði sá sem þar býr að koma sér út. Vel gekk að slökkva eldinn. Eldsupptök eru ókunn.

Innlent
Fréttamynd

Á gjörgæslu eftir hnífstungu í Kópavogi

Sautján ára piltur sem stunginn var með hnífi, fyrir utan skemmtistað í Kópavogi í nótt, liggur á gjörgæsludeild Landsspítalans. Lögreglan í Kópavogi var kölluð til á skemmtistaðinn Shooters í Engihjalla vegna hópsagsmála fyrir utan húsið.

Innlent
Fréttamynd

3.091 heimsforeldri á Íslandi

Á meðan útsendingu stóð skráðu 3.901 manns sig sem heimsforeldri en um það snerist dagur Rauða nefsins. Er fjöldi heimsforeldra á Íslandi þá kominn í 11.601 úr 7650 en takmarkið var að ná 10.000 manns.

Innlent
Fréttamynd

3.067 nýjir heimsforeldrar

Klukkan 22:45 í kvöld voru 3.607 manns búin að skrá sig sem heimsforeldri en um það snýst dagur Rauða nefsins. Er fjöldi heimsforeldra á Íslandi þá kominn í 11.257 úr 7650. Fólk er enn hvatt til þess að skrá sig en síminn er 562-6262 og er líka hægt að skrá sig á netinu á slóðinni www.rauttnef.is og stendur söfnunin til miðnættis.

Innlent
Fréttamynd

Ammóníakleki í Hafnarfirði

Klukkan 17:13 í dag fékk slökkvilið Reykjavíkur tilkynningu um að 50 lítrar af ammóníum hefðu lekið úr frystitæki í fiskvinnslufyrirtæki í Hafnarfirði. Starfsmenn tóku eftir þess og létu vita og fóru síðan menn frá slökkviliðinu í eiturefnabúningum og lokuðu fyrir lekann. Engin hætta var á ferðum og engin slys urðu á fólki.

Innlent
Fréttamynd

687 nýjir heimsforeldrar

Klukkan 21:20 í kvöld voru 687 manns búin að skrá sig sem heimsforeldri en um það snýst dagur Rauða nefsins. Er fjöldi heimsforeldra á Íslandi þá kominn í 8337 úr 7650 en takmarkið er að ná 10.000 manns. Fólk er hvatt til þess að skrá sig en síminn er 562-6262 og er líka hægt að skrá sig á netinu á slóðinni www.rauttnef.is og stendur söfnunin til miðnættis.

Innlent
Fréttamynd

Meirihluti sprakk í Árborg

Slitnað hefur upp úr meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í sveitarfélaginu Árborg. Báðir aðilar segja að trúnaðarbrestur hafi verið viðvarandi frá kosningunum í vor. Meðal annars steytti á kröfu framsóknarmanna um að hækka laun bæjarfulltrúa.

Innlent
Fréttamynd

Ólund í Frjálslyndum

Margrét Sverrisdóttir fullyrðir að gagnrýni hennar á rasísk ummæli Jóns Magnússonar hafi ráðið því að hún var rekin úr starfi framkvæmdastjóra þingflokks Frjálslynda flokksins í gærkvöld. Þessu vísar Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins á bug. Bæði vísa frá sér spurningum um klofning í flokknum.

Innlent
Fréttamynd

Þrjátíu gefa kost á sér

Þrjátíu manns eru í framboði í forvali Vinstri grænna í þremur kjördæmum höfuðborgarsvæðisins sem fram fer á morgun. Fyrstu tölur verða birtar upp úr klukkan tíu annað kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending á Vísir.is í kvöld

Bein útsending verður á Vísi.is í kvöld frá skemmtidagskrá Stöðvar tvö vegna dags rauða nefsins. Verður útsendingin í alls þrjá tíma og mun landslið grínara kitla hláturtaugar landsmanna.

Innlent
Fréttamynd

Ekki hægt að rekja hækkun til Landsvirkjunar

Landsvirkjun mótmælir því að rekja megi hækkun hjá Orkuveitu Reykjavíkur til hækkunar á raforkuverði Landsvirkjunar. Upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar hefur haldið því fram að hækkun á gjaldskrá fyrirtækisins upp á 2,4% megi rekja til 10% hækkunar á raforku frá Landsvirkjun.

Innlent
Fréttamynd

Enginn sérstakur viðbúnaður í dómnum vegna strokufanga

Mál strokufangans Ívars Smára Guðmundssonar var tekið fyrir í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ívar afplánar nú tuttugu mánaða dóm á Litla Hrauni en síðast þegar farið var með hann í héraðsdóm náði hann að flýja frá fangavörðum.

Innlent
Fréttamynd

Valgerður á ráðherrafundi EFTA

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, sat í dag ráðherrafund EFTA ríkjanna í Genf í Sviss. Á fundinum var rætt um fríverslunarsamning EFTA ríkjanna og aukin samskipti við önnur ríki. Ráðherrarnir funduðu einnig með Kamal Nath, viðskiptaráðherra Indlands, en undirritað var samkomulag um sameiginlega hagkvæmnikönnun vegna mögulegs fríverslunarsamnings milli ríkjanna.

Innlent
Fréttamynd

Kaup hindruðu ekki samkeppni

Samkeppnisstofnun hefur úrskurðað að kaup skipaþjónustufyrirtækisins O.W. Bunker og Trading A/S í Danmörku á öllu hlutafé Grupo ABC Atlantic Bunker S.L. hindri ekki virka samkeppni og sér ekki ástæðu til að aðhafast vegna kaupa OW á ABC.

Innlent
Fréttamynd

Landsbankinn sölutryggir hlut 365 í Wyndeham

Gengið hefur verið frá samkomulagi við Landsbanka Íslands um að sölutryggja 64% eignarhlut 365 hf. í Daybreak Acquisitions Ltd, sem á allan eignarhlut í bresku prentsmiðjunni Wyndeham Press Group. Félagið mun ráðstafa söluandvirði eignanna til lækkunar skulda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Teymi semur um endurfjármögnun

Teymi hf. hefur gengið frá samkomulagi um sölu á fasteignum fyrirtækisins fyrir tæpa 2 milljarða krónur. Andvirðinu verður varið til niðurgreiðslu skulda. Félagið hefur ennfremur samið við Landsbankann um endurfjármögnun og stefnir að hlutafjárútboði á fyrsta fjórðungi næsta árs þar sem hlutafé verður aukið um 6 milljarða krónur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Harður árekstur á Reykjanesbraut

Erilsamur dagur var hjá lögreglu Hafnarfjarðar í dag en þrjú umferðarslys urðu þar sem slys urðu á fólki. Klukkan sjö í kvöld varð harður árekstur á Reykjanesbraut en tveir bílar úr gagnstæðri átt skullu þá á hvor öðrum og teljast bílarnir mikið skemmdir og nær ónýtir. Báðir ökumenn voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar en þeir eru ekki taldir alvarlega slasaðir samkvæmt vakthafandi lækni.

Innlent
Fréttamynd

Á sjöundu milljón króna í biðlaun

Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri fær á sjöundu milljón króna í biðlaun þegar hann lætur sjálfviljugur af embætti um áramót. Oddviti L-listanns í bæjarstjórn sakar bæjarstjórann fráfarandi um fullkomið siðleysi.

Innlent
Fréttamynd

Eve Online heimurinn stækkar

Framleiðendur tölvuleiksins Eve Online uppfærðu á þriðjudaginn síðastliðinn sýndarveruleikaheim tölvuleiksins. Eftir uppfærsluna verður auðveldara fyrir nýja spilara að koma sér inn í leikinn og geta þeir nú tekið þátt í allflestu mun fyrr en áður var mögulegt.

Innlent
Fréttamynd

Dagur rauða nefsins á morgun

Dagur rauða nefsins verður á morgun en þá fer fram söfnunarátak UNICEF - barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna - á landsvísu sem miðar að því að safna heimsforeldrum. Nær söfnunin hámarki með beinni útsendingu á Stöð 2 í opinni dagskrá annað kvöld þar sem fram kemur landslið íslenskrar grínara. Í þættinum Í sjöunda himni með Hemma Gunn sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 20.05 verður fjallað um þessa útsendingu og fara þeir Sveppi og Hemmi Gunn á kostum eins og sjá má í myndbrotinu.

Innlent
Fréttamynd

60 daga fyrir líkamstjón af gáleysi

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms um 60 daga skilorðsbundið fangelsi vörubílstjóra sem ók í ágúst á síðasta ári gegn rauðu ljósi á gatnamótum Suðurlandsbrautar, Laugavegar og Kringlumýrarbrautar með þeim afleiðingum að hann lenti í harkalegum árekstri við strætisvagn. Bílstjóri strætisvagnsins kastaðist út úr honum og hlaut meiri háttar áverka á fótum svo að taka varð þá báða af neðan við hné. Hæstiréttur sýknaði hins vegar vörubílstjórann af broti gegn vátryggingarskyldu þar sem ekki var sannað að bílatrygging hans hafi ekki verið í gildi þegar slysið varð.

Innlent