Innlent

Fréttamynd

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar kallaðar út í kvöld

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaða konu sem datt af hestbaki við Árbúðir á Kalvegi um áttaleytið í kvöld. Að sögn Lögreglunnar á Selfossi er talið að konan hafi hlotið bakmeiðsl og var hún flutt á slysadeild Landspítalans í Fossvogi.

Innlent
Fréttamynd

Eineggja fjórburar fæddust í Bandaríkjunum

Eineggja fjórburar fæddust á sjúkrahúsi í Montana í Bandaríkjunum á sunndag. Einungis er vitað um 50 pör af eineggja fjórburum í heiminum, en líkurnar á að eignast slíka fjölbura eru einn á móti þrettán milljónum.

Erlent
Fréttamynd

Þrír björgunarmenn létust við námu í Utah

Þrír björgunarmenn létust og í það minnst sex slösuðust þegar þeir reyndu að komast að sex námuverkamönnum sem lokuðust inni í námu fyrir ellefu dögum. Björgunarliðið var að vinna í gegnum brak og grjótmulning til að komast að mönnunum í göngunum í Huntington í Utah í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Sölsa undir sig eignir í miðborginni

Fasteignafélagið Samson Properties með Björgólfsfeðga í fararbroddi sölsar nú undir sig hverja eignina á fætur annarri í miðborginni. Hugmyndir eru uppi um verslunarmiðstöð og íbúðir á svæðum sem félagið hefur eignast, en markmiðið er að efla mannlíf og athafnalíf í miðborginni.

Innlent
Fréttamynd

Novator selur BTC fyrir 127 milljarða króna

Novator, félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur lokið við sölu á 90 prósenta hlut sínum í búlgarska landssímanum, BTC, til bandaríska fjármálafyrirtækisins AIG Global Investment Group. Söluandvirði nemur 1,4 milljörðum evra, jafnvirði 127 milljörðum íslenskra króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vísitölur á uppleið eftir vaxtalækkun

Gengi hlutabréfa á alþjóðamörkuðum rauk upp skömmu eftir að seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði óvænt millibankavexti til að koma til móts við niðursveiflu á hlutabréfamörkuðum í dag. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 4,14 prósent. Gengi bréfa í Landsbankanum leiddi hækkunina til skamms tíma þegar bréfin ruku upp um 6,7 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Føroya Banki opnar útibú í Danmörku

Hinn færeyski Føroya Banki ætlar að setja á laggirnar útibú í Danmörku á fyrsta fjórðungi næsta árs. Hlutabréf í bankanum eru skráð í Kauphöllina hér og í Kaupmannahöfn í Danmörku. Føroya Banki segir aðstæður á dönskum bankamarkaði ríma vel við stefnu bankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Exista leiðir hækkanir í Kauphöllinni

Exista leiðir hækkanir í Kauphöllinni í dag eftir talsverðar lækkanir síðustu dags. Úrvalsvísitalan hækkaði um rúm 1,5 prósent við opnun viðskipta í Kauphöll Íslands í dag en þetta er í samræmi þróunina á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag, sem þó hafa sveiflast beggja vegna núllsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Afkoma Icelandic Group undir væntingum

Afkoma Icelandic Group dróst nokkuð saman á milli ára. Hagnaðurinn nam 2,2 milljónum evra, jafnvirði rúmar 208 milljónir króna, á fyrri hluta árs. Það tapaði hins vegar 84 þúsund evrum á öðrum ársfjórðungi samanborið við tæplega 1,3 milljóna evra hagnað á sama tíma í fyrra. Björgólfur Jóhannsson forstjóri félagsins, segir afkomuna ekki í samræmi við væntingar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Exista lækkaði mest í Kauphöllinni

Hlutabréfavísitölur víða um heim hafa lækkað mikið í dag. Þar á meðal féll Úrvalsvísitalan um 3,84 prósent og stendur hún í 7.572 stigum en vísitalan hefur ekki verið jafn lág síðan í byrjun apríl. Gengi Existu lækkaði mest, eða um 8,32 prósent. Fast á hæla félagsins fylgja Teymi, 365 og Icelandair Group.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bæjarstjóri segir gagnrýni Kársnesbúa óvægna

Íbúar á Kársnesi í Kópavogi voru ómyrkir í máli í gærkvöldi á fjölmennum fundi með bæjarstjóra um fyrirhuguð byggingaráform á nesinu. Íbúarnir skora á bæjaryfirvöld að falla frá áformunum og koma til móts við vilja íbúa með framtíðaruppbyggingu á svæðinu. Bæjarstjórinn segir gagnrýni íbúanna jaðra við að vera óvægna, en að hann sé tilbúinn að skoða kröfur þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Mikil lækkun í Kauphöllinni

Úrvalsvísitalan féll um 4,22 prósent strax við opnun viðskipta í Kauphöllinni í dag og stóð vísitalan í 7.542 stigum. Exista leiddi lækkunina en gengi bréfa í félaginu fór niður um 8,16 prósent. Gengi bréfa í FL Group féll um 6,28 prósent og Straums-Burðaráss um 5,16 prósent. Þetta er svipuð niðursveifla og á hlutabréfamörkuðum á Norðurlöndunum og víðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

NATO sagði mikilvægt að reka íslenska loftvarnarkerfið áfram

Atlantshafsbandalagið lagði ofuráherslu á að íslenska loftvarnarkerfið yrði rekið áfram eftir að Bandaríkjamenn gæfu það frá sér. Íslendingar tóku í dag við rekstri fjögurra ratsjárstöðva og reka kerfið áfram sem hluta af evrópska loftvarnarkerfinu.

Innlent
Fréttamynd

Vill gegna starfi forstjóra áfram

Forstjóri Ratsjárstofnunar, sem sagt var upp í gær, sækist eftir að gegna starfinu áfram. Hann vill opna reksturinn eins og hægt verður og tryggja gagnsæi hans nú þegar yfirráðum Bandaríkjamanna sleppir.

Innlent
Fréttamynd

Grímseyjarferjuklúðrið ekki látið óátalið

Verklagsreglur samgönguráðuneytisins voru brotnar við kaup á Grímseyjarferjunni og það verður ekki látið óátalið. Sveitarstjóri Grímseyjar segir heimamenn hafa varað bæði Vegagerðina og samgönguráðuneytið við því að kostnaður við ferjuna yrði mun meiri en áætlað var.

Innlent
Fréttamynd

Mikil lækkun í Kauphöllinni

Gengi bréfa í nær öllum félögum Kauphallarinnar stóðu ýmist í stað eða lækkuðu í dag. Alls lækkaði úrvalsvísitalan um 1,2% og gengi í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, lækkaði mest eða um 5,48%. Össur og Alfesca voru einu félögin sem hækkuðu í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Minni hagnaður hjá skaðatryggingafélögunum

Hagnaður innlendu skaðatryggingafélaganna nam rúmum 19,5 milljörðum króna á síðasta árið samanborið við 20,2 milljarða árið á undan. Langstærstur hluti hagnaðar félaganna kemur úr fjármálarekstri en hagnaður af honum lækkar um níu milljarða á milli ára. Hagnaður af lögboðnum tryggingum skiluðu einum milljarði í vasa félaganna en 720 milljóna tap var á frjálsum ökutækjatryggingum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lítið lát á kaupgleði með kortum

Heildarvelta vegna kreditkortanotkunar nam 23,6 milljörðum króna í júlí. Þetta er örlítið minni notkun en í mánuðinum á undan. Raunaukning kreditkortaveltu nemur hins vegar 10 prósentum frá sama mánuði í fyrra. Erlend kortavelta jókst á sama tíma um 24 prósent á milli ára. Greiningardeild Glitnis segir kortaveltu á öðrum ársfjórðungi merki um að einkaneysla hafi vaxið á ný á vordögum eftir samdrátt á fyrsta ársfjórðungi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýtt hátæknifyrirtæki á Akureyri

Ítalska hátæknifyrirtækið Becromal mun hefja starfsemi á Akureyri á næstunni og mun fyrsti áfangi verksmiðjunnar skapa um 40-50 ný störf. Áætlað er að verksmiðjan muni rísa á næstu tveimur árum.

Innlent
Fréttamynd

Lækkun í Kauphöllinni

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,42 prósent á fyrsta stundarfjórðungi frá opnun viðskipta í Kauphöll Íslands og stendur vísitalan í 7.934 stigum. Lækkunin er í takti við niðursveiflu á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

LME með rúman þriðjung bréfa í Stork

Marel hefur aukið enn við hlut sinn í hollensku iðnsamsteypunni Stork NV í gegnum LME eignarhaldsfélag og fer nú með 32,16 prósenta hlut í henni, samkvæmt flöggun fyrirtækisins í gær. Breska blaðið Financial Times segir andstöðuna gegn 1,5 milljarða evra yfirtökutilboði breska fjárfestingafélagsins Candover í Stork hafa harðnað til muna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Surtsey skoðuð

Fulltrúi Alþjóða náttúruverndarsamtakanna segir Surtsey eiga góða möguleika á að komast á Heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hann er nú staddur hér á landi fyrir hönd stofnunarinnar til að meta eyjuna og skoðaði hana í gær.

Innlent
Fréttamynd

Öllum starfsmönnum Ratsjárstofnunar sagt upp

Öllum starfsmönnum Ratsjárstofnunar, þar á meðal forstjóra, verður sagt upp. Þetta er liður í endurskipulagningu en spara á í rekstri loftvarnarkerfisins. Samningi Ratsjárstofnunar við Símann um rekstur og viðhald ljósleiðarakerfis verður einnig sagt upp. Síminn hefur fengið 120 milljónir á ári til að vinna verkið.

Innlent
Fréttamynd

Undirskriftir gegn blokkum á Nónhæð

Íbúar á Nónhæð í Kópavogi safna nú undirskriftum til að mótmæla fyrirhuguðum blokkarturnum á kolli hæðarinnar. Árni Jónsson, formaður íbúasamtaka hverfisins, furðar sig á að réttur íbúa til að verja sig sé minni þegar setja á þúsund manna byggð í bakgarðinn - heldur en þegar nágranninn vill hækka girðinguna sína.

Innlent
Fréttamynd

Mistök Vegagerðar að skoða ferjuna ekki betur

Vegagerðin taldi ekki réttlætanlegt að eyða meiru fé í að skoða írsku ferjuna áður en hún var keypt til Grímseyjarsiglinga. Það leiddi til þess að kostnaður við ferjuna fór hundruð milljóna fram úr áætlun. Vegamálastjóri segir Vegagerðina bera ábyrgðina. Grímseyjarferjan kostar líklega rúmar fimm milljónir á hvern íbúa eyjunnar.

Innlent
Fréttamynd

Framkvæmdastjóri Pickenpack segir upp

Guðmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri Pickenpack Gelmer, dótturfélags Icelandic Group, hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Guðmundur var ráðinn til starfa í fyrra en hann var áður framkvæmdastjóri frystisviðs Delpierre. Torsten Krüger tekur við starfi Guðmundar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skýrsla um Grímseyjarferju reiðarslag

Kolsvört skýrsla Ríkisendurskoðunar um kaup á Grímseyjarferju er reiðarslag, segir Kristján Möller samgönguráðherra. Hann rekur framúrkeyrsluna meðal annars mega rekja til skipaverkfræðings sem Vegagerðin fékk ráðgjöf hjá.

Innlent
Fréttamynd

Lækkun við opnun viðskipta

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,59 prósent við opnun viðskipta í Kauphöllinni í dag og stendur vísitalan í 8.051 stigi. Þetta er í takt við gengi á helstu fjármálamörkuðum í Evrópu í dag og í Bandaríkjunum í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Methagnaður hjá Sparisjóði Keflavíkura

Sparisjóðurinn í Keflavík hagnaðist um rúma 4,6 milljarða krónar á fyrri helmingi ársins samanborið við rétt rúman milljarð króna á sama tíma í fyrra. Aukningin nemur 338,7 prósentum á milli ára en hagnaður sparisjóðsins hefur aldrei verið meiri á einum árshelmingi.

Viðskipti innlent