Upplýsingatækni

Fréttamynd

Almageddon?

Sagt hefur verið, að ef maður vilji vera viss um að hætt sé að taka mark á því sem maður segir, þá sé öruggasta leiðin til þess, að fara í pólitík. Hafi hins vegar aldrei verið mark takandi á því sem maður segir er skaðinn lítill.

Skoðun
Fréttamynd

Varð­hundar kerfisins

Nú styttist í alþingiskosningar og meðal mikilvægustu málanna eru sem fyrr heilbrigðismálin. Þau eru einn stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs og fer um þriðja hver króna skattgreiðenda í heilbrigðiskerfið.

Skoðun
Fréttamynd

Ráðnir for­stöðu­menn hjá OK

Upplýsingatæknifyrirtækið OK hefur ráðið þrjá nýja forstöðumenn á svið skýja- og rekstrarþjónustu. Þetta eru þeir Karl Óskar Kristbjarnarson, Kristján Aðalsteinsson og Þorvaldur Finnbogason.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fram­taks­sjóðurinn VEX fer fyrir kaupum á sjö­tíu prósenta hlut í Kaptio

Framtakssjóður í rekstri VEX, ásamt meðal annars stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Annata, hafa gengið frá kaupum á samtals um 70 prósenta hlut í Kaptio. Á meðal helstu seljenda á hlutum sínum eru sjóðurinn Frumtak II og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins en áætlanir gera ráð fyrir að Kaptio muni velta meira en einum milljarði í ár.

Innherji
Fréttamynd

Á­forma lagningu nýrra sæ­strengja til að reisa gervi­greindar­gagna­ver á Ís­landi

Bandaríska félagið Modularity, sem sérhæfir sig meðal annars í þróun neðansjávar fjarskipta- og gagnastrengja, og íslenska gagnaversfyrirtækið Borealis Data Center ætla í samstarf um uppbyggingu gervigreindargagnavera hér á landi. Verkefnið felur í sér lagningu á nýjum sæstrengjum sem eiga að efla verulega alþjóðlegar gagnatengingar á milli Íslands, Norður- Ameríku og Evrópu.

Innherji
Fréttamynd

Tekjur stærsta gagna­versins jukust um milljarð en rekstrar­af­koman versnaði

Umsvif atNorth, sem starfrækir meðal annars þrjú gagnaver á Íslandi, héldu áfram að aukast á liðnu ári sem birtist meðal annars í liðlega sextán prósenta veltuaukningu en rekstrarhagnaður félagsins minnkaði hins vegar lítillega á sama tíma. Gagnaverið hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu í því skyni að fá hnekkt þeirri ákvörðun Skattsins að atNorth beri að greiða virðisaukaskatt hér á landi af þjónustu sem félagið veitir erlendum viðskiptavinum.

Innherji
Fréttamynd

Vald og þátt­taka eða valdtaka?

Mikilvægur þáttur í stjórnmálum er að veita samfélögum vald með því að gefa þeim tækifæri til að taka þátt í ákvarðanatöku. Með því að leyfa almenningi að koma að málum geta hagsmunaaðilar haft áhrif á ákvarðanir sem skipta máli fyrir líf þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Taka við stjórn­enda­stöðum hjá Advania

Kristjana Sunna Erludóttir hefur verið ráðin sem deildarstjóri þjónustu og ráðgjafar hjá Advania og Ingibjörg Edda Snorradóttir hefur tekið við stöðu deildarstjóra hugbúnaðarþróunar eftir sex ára starf sem forritari hjá fyrirtækinu. Stöðurnar eru á sviði Skólalausna og rafrænna viðskipta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ardian hyggst fjór­falda um­svif Ver­ne og leggja gagna­verunum til 163 milljarða

Franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian mun leggja gagnaverum Verne, sem meðal annars er með starfsemi á Íslandi, til 1,2 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði 163 milljarða króna, til að vaxa í Norður-Evrópu og fjórfalda þannig umsvifin. Eftir kaupin hefur Ardian, sem á Mílu, fjárfest fyrir jafnvirði um það bil 120 milljarða á Íslandi. „Við erum einn stærsti erlendi fjárfestir á Íslandi og höfum mikla trú á landinu,“ segir framkvæmdastjóri hjá félaginu.

Innherji
Fréttamynd

Noona kaupir SalesCloud

Noona Labs ehf., sem á og rekur markaðstorgið Noona og rekstrarumsjónarkerfið Noona HQ, hefur fest kaup á öllu hlutafé í hugbúnaðarfyrirtækinu SalesCloud ehf., sem hefur um áraraðir þróað sölu- og greiðslukerfi fyrir veitingastaði, bari, hótel og ýmsa afþreyingu hér á landi og í Svíþjóð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sýndar­veru­leika­kapp­akstur og tækni­legt slím

UT-Messan fór fram í Hörpu um helgina í fjórtanda sinn. Um er að ræða stærsta árlega viðburð í tæknigeiranum á Íslandi en á Messunni bauðst gestum og gangandi að kynna sér það helsta sem íslensk tæknifyrirtæki eru að fást við þessa dagana - og prófa hin ýmsu tæki og tól. 

Lífið
Fréttamynd

Lena Dögg nýr verk­efna­stjóri Vertonet

Lena Dögg Dagbjartsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri yfir átaksverkefninu Vertonet. Markmið þess er að auka hlut kvenna í upplýsingatækni á Íslandi. Átakið er samstillt átak atvinnulífs og menntastofnana sem 21 tekur þátt í.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hraðar fram­farir í staf­rænni þjónustu vekja at­hygli er­lendis

Ísland er í fjórða sæti í árlegri könnun Evrópusambandsins á stafrænni þjónustu og hækkaði um heil þrjú sæti milli ára. Þessar hröðu framfarir okkar Íslendinga á þessum vettvangi hafa vakið eftirtekt erlendis, segir Ragnheiður Þorleifsdóttir, framkvæmdastjóri hönnunar- og hugbúnaðarfyrirtækisins Hugsmiðjunnar.

Innherji
Fréttamynd

Ardian kaupir meðal annars Ver­ne gagnaverið á Ís­landi í risa­við­skiptum

Franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian, sem eignaðist Mílu undir lok síðasta árs, hefur náð samkomulagi við breska fjárfestingafélagið Digital 9 Infrastructure (D9) um kaup á öllum eignarhlutum þess í gagnaverum undir hatti Verne Global, meðal annars starfsemina á Íslandi. Kaupverðið á öllu hlutafé Verne getur numið allt að 575 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 80 milljarða íslenskra króna, en aðeins tvö ár eru frá því að gagnaverið hér á landi komst í eigu D9 sem hefur glímt við fjárhagserfiðleika að undanförnu.

Innherji
Fréttamynd

„Saman erum við náttúru­afl“

Norrænu tækniverðlaunin Nordic Women in Tech Awards 2023 voru afhent í Hörpu fyrr í mánuðinum. Verðlaunin eru tileinkuð kvenleiðtogum og nýjum leiðtogum í tækni á þvert á Norðurlöndin.

Lífið