Skoðanir

Fréttamynd

Samfylkingin á niðurleið

Mörgum Samfylkingarmönnum og fleirum hlýtur að hafa brugðið í brún þegar þeim birtust niðurstöður skoðana­könnunar Fréttablaðsins um fylgi flokkanna í blaðinu í gær. Þar kemur fram að fylgi flokksins hefur fallið um um það bil þriðjung frá því í síðustu könnun blaðsins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þjóðin vill frumlega hugsun í utanríkismálum

Niðurstöður skoðanakönnunar um afstöðu Íslendinga til "varnarsamningsins" svokallaða sýna svo ekki verður um villst að þjóðin er orðið þreytt á stöðugum knébeðjaföllum íslenskra ráðamanna gagnvart ráðamönnum í Washington. Rúm 68 prósent þeirra sem taka afstöðu vilja segja upp varnarsamningnum og hefur það sjónarmið meirihlutastuðning meðal stuðningsmanna allra flokka.

Fastir pennar
Fréttamynd

... lítillætis lund kát ...

Orð Sigurbjörns Einarssonar biskups hafa nú í gegnum langa tíð verið þeim til fróðleiks, huggunar og uppvakningar sem iðka vilja, ekki síður en Hallgrímskver á sinni öld og fram á okkar daga.

Fastir pennar
Fréttamynd

Allt er betra en verðbólgan

Tvær athyglisverðar pólitískar yfirlýsingar komu fram í þessari viku. Báðar gefa fyrirheit um að pólitíkin á komandi kosningavetri verði lágstemmdari og yfirvegaðri en búast hefi mátt við. Fyrri yfirlýsingin er tilkynning ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að slá á þenslu og sú seinni er að Jón Sigurðssn iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur gefið það út að hann muni gefa kost á sér til formennsku í Framsóknarfloknum á flokksþinginu í ágúst.

Fastir pennar
Fréttamynd

Leyndardómur í almannaeigu

Meðan þau fyrirtæki sem hér eiga hlut að máli njóta þeirrar aðstöðu sem fylgir opinberum rekstri þurfa þau einnig að hlíta almennum reglum sem gilda um peninga skattborgaranna. Svo einfalt er það mál.

Fastir pennar
Fréttamynd

Krústsjov! Þú átt vin!

Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn að vísu aldrei lotið forustu manns á borð við Jósef Stalín, því fer alls fjarri þrátt fyrir ýmis önnur og að sumu leyti smávægileg líkindi með flokkunum tveim, sem hér hafa verið nefndir. Eigi að síður hefur Morgunblaðið nú lýst eftir tímabæru uppgjöri við fortíðina, svo að eftirtekt hlýtur að vekja, vegsömun og lof.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sú einfalda tilfinning

Það hefur verið ansi heitt hér í Berlín frá því fótboltakeppnin byrjaði. Við notum þetta margir sem afsökun fyrir því að horfa á leiki undir berum himni og yfir köldum drykk í einhverjum af þessum risastóru bjórgörðum sem virðast helsta lífsmarkið í atvinnulífi borgarinnar þessa dagana. Þetta gefur í leiðinni færi á ýmiss konar félagsfræðilegum athugunum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Dregið úr fasteignalánum

Þróunin á fasteignamarkaði hér hefur verið ótrúleg á síðustu misserum bæði hvað varðar fjölda bygginga og verðlag. Frá því bankarnir fóru að bjóða íbúðalán í stórum stíl fyrir tæpum tveimur árum hefur fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað upp undir 70 af hundraði og þar með er fasteignaverð í Reykjavík orðið með því hæsta í höfuðborgum Evrópu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Til hamingju hommar og lesbíur

Dagurinn í dag er stór dagur í baráttusögu samkynhneigðra Íslendinga því frá og með þessum degi geta þeir loks fagnað því að njóta sömu grundvallarréttinda og gagnkynhneigðir íbúar landsins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Verðskulduð viðurkenning

17. júní var haldinn hátíðlegur um land allt, venju samkvæmt og fátt kom á óvart. Veðurguðirnir léku ýmsa leiki, mismunandi eftir landshornum en mannfólkið brosti og veifaði fánum og blöðrum, jafnt í sólskini sem rigningu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bubbi kóngur

Bubbi Morthens varð fimmtugur á dögunum og þjóðin fagnaði innilega. Ekki síðan Laxness leið hefur verið haldið upp á afmæli listamanns á landsvísu. Bubbi var vel að því kominn. Hann hefur gefið okkur svo mikið og svo lengi. Bubbi á okkur, við eigum Bubba.

Fastir pennar
Fréttamynd

Viðleitni til að bæta ímynd

Í höfuðborgum Habsborgaraveldisins gamla, Vín og Búdapest, er umferðin komin aftur í samt lag eftir umsáturs­ástandið sem skapaðist þegar tiginn gestur vestan frá Washington drap þar niður fæti í síðustu viku.

Fastir pennar
Fréttamynd

Erfiðar ákvarðanir létta róðurinn

Þessar vikurnar snýst tilvera heimsbyggðarinnar um fótbolta. Þar er spilað á tvö mörk. Á sama hátt hefur þjóðarbúskapur Íslendinga togast og teygst milli tveggja marka: Annað er í litum stöðugleikans en hitt í litum verðbólgunnar. Eftir nýgerða kjarasamninga vaknar sú spurning hvar þjóðarbúkapurinn stendur í toginu milli þessara tveggja stríðandi marka.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hver á að gæta varðanna?

Fyrir nokkrum árum síðan skrifaði ég ásamt Orra Haukssyni fyrrum aðstoðarmanni Davíðs Oddssonar fjölmargar greinar um fiskveiðistjórnun. Kvað svo rammt að þessum greinarskrifum að góður vinur minn gaf mér 5 kíló af ufsakvóta og ónýta trillu í afmælisgjöf í þeirri veiku vona að skrifunum linnt úr því að ég væri orðinn hagsmunaaðili.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vinnufriður tryggður

Samtök atvinnulífsins og verkalýðshreyfingin náðu í fyrrakvöld mikilvægu samkomulagi um kaup og kjör sem ná mun til á annað hundrað þúsund launþega í landinu. Þeir spyrja sig að sjálfsögðu í kjölfarið: "Hvað fæ ég í minn hlut?" og það fer þá eftir launakjörum og efnahag hvers og eins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Alltaf í boltanum

En ég hef alltaf haldið því fram að ekkert, ekkert í lífinu, er jafn þroskandi og það hlutskipti að tapa. Það herðir þig og ef einhver manndómur er í þér bregstu við. Þú lærir af mistökunum á vellinum og í lífinu og þú kannt að meta betur sigurinn, þegar loks hann kemur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Á að segja varnarsamningnum upp?

Einn af þingmönnum Samfylkingarinnar beitti sér nýverið fyrir því að gerð var skoðanakönnun um afstöðu þjóðarinnar til uppsagnar varnarsamningsins. Niðurstöðurnar gefa að sönnu tilefni til ítarlegra umræðna um þetta mikilvæga viðfangsefni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Umhverfisbætur eða umhverfisvernd?

Umhverfisvernd er kjörorð dagsins. En gengur umhverfisvernd ekki of skammt? Þarf ekki miklu frekar markvissar umhverfisbætur? Á hverjum degi breytist umhverfið, dýra- og plöntutegundir deyja út í frumskógum við Amasón-fljót, um leið og aðrar tegundir verða til þar og annars staðar í tortímandi sköpun náttúrunnar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ég vil elska mín lönd

"Hvaða þjóðremba er nú þetta?" Þessari spurningu dembdi gamall vinur minn einn yfir mig með svolitlum þjósti, þegar hann heyrði mig vitna með velþóknun í hálfrar aldar gamalt ættjarðarástarkvæði Snorra Hjartarsonar, sem hefst á þessum línum: "Land þjóð og tunga, þrenning sönn og ein, þér var ég gefinn barn á móðurkné; ég lék hjá þér við læk og blóm og stein, þú leiddir mig í orðs þíns háu vé."

Fastir pennar
Fréttamynd

Naflaskoðun blaðamanna

Stundum hefur manni sýnst að íslenskir fjölmiðlar séu á góðri leið með að verða sjálfbærir í fréttum. Það er að segja, að einn daginn verði lítið annað skrifað eða sagt í fjölmiðlum en fréttir af öðrum fjölmiðlum og af fólki sem vinnur við fjölmiðla.

Fastir pennar
Fréttamynd

St. Kitts og Nevis-eyja yfirlýsingin

Ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðsins stendur nú á Sankti Kitts og Nevis-eyjum. Fundurinn hefur samþykkt yfirlýsingu með eins atkvæðis meirihluta þar sem því er lýst yfir að ekki sé lengur þörf á allsherjar hvalveiðibanni. Þetta hafa þótt nokkur tíðindi. En kjarni málsins er hins vegar sá að samþykktin er með öllu gildislaus að þjóðarétti.

Fastir pennar
Fréttamynd

Umskipti á Austurlandi

Mikil umskipti hafa orðið á Austurlandi á undanförnum misserum og um þessar mundir er æ skýrar að koma í ljós hvaða áhrif stórframkvæmdirnar hafa á þróun og mannlíf þéttbýlisstaðanna eystra. Þar rísa til að mynda margra hæða íbúðahús á mörgum stöðum, ýmis þjónustustarfsemi hefur stóreflst og nýjar opinberar byggingar hafa risið eða eru að rísa.

Fastir pennar
Fréttamynd

Um eftirlaunaósóma

Ef hægt er að hækka laun þingmanna og ráðherra með lögum, þá er líka hægt að lækka laun þeirra með lögum. Það er ekki flóknara en það. Dragist þetta fram yfir kosningar geta þau sem þá bjóða sig fram haldið því fram að súperkjörin hafi haft áhrif á framboð þeirra og hafa kannski eitthvað til síns máls. Þess vegna skiptir meginmáli að snúa ofan af þessu fyrir kosningar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stólar og tjöld

Sat og horfði á Grímuna. Leikhúsfólk að fagna. Og nota tækifærið til að bauna á stjórnvöld. Í einu hléinu var því hvíslað að mér að ef Sjálfstæðis- eða Framsóknarmenn í hópi leikara hefðu nýtt sér kynningarorð og þakkarræður til að punda á stjórnarandstöðuna myndi heyrast orð úr horni. Slíkt yrði ekki liðið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Níutíu og einu ári síðar

dag, 19. júní, halda Íslendingar upp á þann áfanga sem konur náðu fyrir níutíu og einu ári þegar þær fengu kosningarétt. Þetta var vissulega stór áfangi á leið íslenskra kvenna til jafnréttis. Sá böggull fylgdi þó skammrifi árið 1915 að konur þurftu að vera orðnar 40 ára til þess að mega kjósa til þings og enn þann dag í dag virðist jafnrétti kvenna vera ýmsum skilyrðum háð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Halldór Ásgrímsson

Sumir þingmenn Framsóknarflokksins hafa til dæmis ekki borið gæfu til að styðja stefnu og verk flokksins síns nema endrum og sinnum og þá helst vegna þess að þeir gættu ekki að sér.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fegurð fótboltans

Á föstudag var skorað svo fallegt mark á HM að litlar líkur eru á að betur verði gert á þessu móti. Þetta var mark númer tvö í leik Serbíu-Svartfjallalands við Argentínu. Markið kom við ­tutt­ugustu og fjórðu snertingu innan argentíska liðsins þegar Esteban Cambiasso þrumaði boltanum í netið eftir hælsendingu frá félaga sínum, Hernan Crespo. Ótrúleg snilld sem hefur kallað fram gæsahúð um allan heim.

Fastir pennar
Fréttamynd

Eignarhaldsfélagið Exbé

Það getur hent bestu flokka að daga uppi og verða að eignarhaldsfélagi. Á hinn bóginn er það nýjung að flokkur umbreyti sér í eignarhaldsfélag samhliða því að hann heldur stjórnmálastarfi áfram, tekur þátt í kosningum, á fulltrúa á þingi og jafnvel í ríkisstjórn líka. En sú þróun virðist eiga sér stað þessa dagana varðandi Framsóknarflokkinn.

Fastir pennar
Fréttamynd

17. júní

Það verða nýir fulltrúar sem minnast þjóðhetjunnar Jóns Sigurðssonar í höfuðborginni í dag, þegar nýkjörinn forseti borgarstjórnar leggur blómsveig á leiði hans í kirkjugarðinum við Suðurgötu og nýorðinn forsætisráðherra flytur ávarp við hátíðarhöldin á Austurvelli. Þannig verður það líka víðar á landinu, þar sem nýjir valdhafa hafa tekið við eftir sveitarstjórnarkosningarnar í síðsta mánuði. Allir þessir valdhafar ættu að hafa í huga það sem sagt hefur verið um Jón Sigurðsson sem fæddist á Hrafnseyri við Arnarfjörð fyrir 195 árum, en það er að hann hafi verið alinn upp við iðjusemi, nákvæmni og hirðusemi og kennt að bjarga sér sjálfur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Engir hveitibrauðsdagar

Að sönnu er skiljanlegt að menn vilji standa fast við gefin loforð. En stjórnarflokkarnir lofuðu líka stöðugleika. Farsælla er að hengja sig á það loforð. Við ríkjandi aðstæður væri tilraun til að efna hvort tveggja í einu að berja höfðinu við steininn.

Fastir pennar