Bílar

Fréttamynd

Ferðamenn byrjaðir að streyma til landsins og bílaleigur hafa vart undan

Bílaleigur hafa vart undan við að bæta í bílaflotann nú þegar ferðamönnum hefur fjölgað eftir afléttingar sóttvarnaaðgerða. Þá eru hótelbókanir komnar yfir sjötíu prósent í sumar. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spáir góði sumri og að fjöldi ferðamanna verði aftur kominn í hátt í tvær milljónir á næstu tveimur árum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Viðlíka verðhækkun í Evrópu ekki sést í manna minnum

„Þetta er auðvitað skelfileg verðþróun. Við sjáum það bara að á tíu dögum hefur verðið hækkað um 20 kr. til neytenda á útsölustöðum og það sér ekki endilega fyrir endann á þessu þannig að við vitum ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér.“

Innlent
Fréttamynd

Fækkum bílum

Mig langar að biðja lesendur á höfuðborgarsvæðinu að líta út um gluggann. Það eru yfirgnæfandi líkur á að meirihluti þess svæðis sem þú horfir á fari undir einn samgöngumáta - bílinn.

Skoðun
Fréttamynd

Nýorkubílar 83,3 prósent nýrra seldra bíla í janúar

Hlutdeild nýorkubíla heldur áfram að aukast og nam hlutur þeirra alls 83,3% af heildarsölu nýrra bíla þar sem af er janúar. Hreinir rafbílar eru í efsta sæti með alls 36,9% hlutdeild, tengiltvinnbílar með 32,9% og hybridbílar 13,5%. Hlutdeild dísilbíla var 9,3% og bensínbíla 7,4%.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stóra bíla­salan braut lög

Fullyrðingar Stóru bílasölunnar ehf. um að boðið væri upp á allt að 100% lán fyrir kaupum á smájeppa voru villandi, að mati Neytendastofu og hið sama á við óskýran verðsamanburð við bíla hjá samkeppnisaðilum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rikka er alsæl sem bifreiðasmiður og bílamálari

Það færist sífellt í vöxt að ungar konur læri að verða bílamálarar eða bílasmiðir. Gott dæmi um það er Rikka Sigríksdóttir, 21 árs, sem var að útskrifast með hæstu einkunn, sem bifreiðasmiður. Áður hafði hún lært bílamálun þar sem hún fékk líka hæstu einkunn.

Innlent
Fréttamynd

Sprenging í bíla­þvotti eftir flug­elda

Ís­lendingar flykkjast þessa dagana í þúsunda­tali með bíla sína á bíla­þvotta­stöðvar til að losna við drulluna af bílum sínum. Hún hefur verið sér­stak­lega mikil vegna veður­skil­yrða eftir flug­elda­sprengingarnar um ára­mótin.

Innlent
Fréttamynd

Toyota fallið úr toppsætinu og rafbílar sækja á

1.826 Kia fólksbílar voru nýskráðir hérlendis á seinasta ári og var merkið það söluhæsta í fyrsta skipti með 14,3% hlutdeild af sölu nýrra fólksbíla. Næst á eftir kom Toyota með 1.790 nýskráða bíla og 14% hlutdeild en japanski framleiðandinn hefur setið efst á lista yfir vinsælustu fólksbíla Íslendinga samfleytt í um þrjá áratugi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tesla innkallar hálfa milljón bíla í Bandaríkjunum

Bílaframleiðandinn Tesla hefur innkallað um 475 þúsund bíla í Bandaríkjunum vegna galla á afturmyndavél og farangursgeymslu sem gæti leitt til slysa. Um er að ræða allt að 356.309 bíla af gerðinni Model 3 sem seldir voru í Bandaríkjunum milli 2017 og 2020 og allt að 119.009 Model S bíla sem seldir voru eftir 2014.

Bílar