Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hrekkjavökuhátíðin hefur fest sig í sessi hérlendis á undanförnum árum og bætist stöðugt í hóp þeirra sem kjósa að klæða sig í búning 31. október. Sumir vilja fara alla leið í herlegheitunum og ákvað Lífið á Vísi því að veita lesendum innblástur þegar það kemur að hrekkjavökubúningum. Tíska og hönnun 22.10.2024 11:02
Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Glamúrinn var sannarlega í fyrirrúmi á laugardagskvöld þegar stórstjörnur heimsins komu saman í sínu fínasta pússi á galakvöldi Academy Museum í Los Angeles. Tíska og hönnun 21.10.2024 20:00
Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Ofurskvísurnar Aníta Björt og Sigrún Guðný lifa fyrir tískuna og reka nytjaverslunina Mamma Mia Vintage í miðbæ Reykjavíkur. Þær stóðu fyrir tískuteiti á dögunum þar sem skvísur bæjarins mættu í sínu fínasta pússi. Tíska og hönnun 21.10.2024 13:01
Kátir tískukarlar hjá Kölska Stórglæsilegir gæjar komu saman föstudaginn þréttanda september þegar Kölski hélt heljarinnar veislu í tilefni af því að liðin eru sex ár frá stofnun merkisins. Tíska og hönnun 18.9.2024 20:01
Best klæddu stjörnurnar á Emmy verðlaununum Stjörnurnar skinu skært í hátísku á rauða dreglinum í gærkvöldi. Tilefnið var Emmy verðlaunahátíðin sem fór fram í nótt í Peacock leikhúsinu í Los Angeles. Tíska og hönnun 16.9.2024 13:09
Hægt og rólega að finna stílinn sinn aftur eftir barneignir Tískuáhugakonan og fagurkerinn Helga Jóhannsdóttir er búsett á Snæfellsnesi og er með stórglæsilegan stíl, bæði þegar það kemur að klæðaburði og heimili. Helga á tvö börn og segist aðeins hafa týnt persónulega stílnum sínum eftir barneignir sem hún hefur hægt og rólega verið að endurheimta á síðustu árum. Tíska og hönnun 14.9.2024 11:33
Mætti á nærfötunum einum klæða Geimfarar og fáklæddar stórstjörnur voru meðal þeirra sem létu sjá sig á verðlaunahátíð MTV sjónvarpsstöðvarinnar, Video Music Awards eða VMA sem fram fór í nótt. Tíska og hönnun 12.9.2024 12:50
Tár, gleði, hátíska og ást hjá Línu og Gumma í New York Ofurparið Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, og Lína Birgitta eigandi íþróttamerkisins Define the line eru búin að eiga stórkostlegar stundir í New York undanfarna daga. Lína Birgitta var með vel heppnaða sýningu á tískuvikunni og Gummi Kíró stelur senunni í hátískuhönnun. Tíska og hönnun 11.9.2024 11:31
Tískan við þingsetningu: Hverjir voru í hverju? Á hverju hausti mæta þingmenn landsins í sínu fínasta pússi til þingsetningar og var dagurinn í dag engin undantekning þar á. Tískuunnendur bíða gjarnan spenntir eftir því að sjá hvaða klæðnað embættismenn velja fyrir tilefnið. Tíska og hönnun 10.9.2024 20:02
Halla valdi drapplitað fyrir þingsetninguna Halla Tómasdóttir forseti Íslands setti Alþingi í fyrsta sinn í dag. Mikil tilhlökkun ríkir gjarnan yfir klæðaburði embættismanna á þessum degi og valdi Halla að versla við Frú Hrafnhildi fyrir tilefnið. Tíska og hönnun 10.9.2024 14:22
Laufey prýðir forsíðu Vogue Rísandi stórstjarnan Laufey hefur sannarlega átt risastórt ár og meðal annars unnið til Grammy verðlauna, selt upp á tónleika um allan heim og mætt á Met Gala. Hún prýðir nú forsíðu hátískublaðsins Vogue sem þykir mjög eftirsóknarvert. Tíska og hönnun 9.9.2024 15:59
Óþægilegir skór undantekningalaust slæm hugmynd „Ég get mjög líklegast farið í allar sundlaugar landsins og aldrei í sama sundbolnum tvisvar,“ segir tískuáhugakonan Amna Hasecic. Amna er sérfræðingur í viðskiptaþróun hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Öldu og hefur séð um kynningarmál og markaðssetningu hjá Heimsþingi kvenleiðtoga. Hún er sömuleiðis viðmælandi í Tískutali. Tíska og hönnun 7.9.2024 11:31
Rakel María afhjúpar skotheldar leynileiðir í förðun „Ég get farið farið að dansa sveitt í alla nótt, farið að sofa, vaknað og verið gordjöss í fyrramálið,“ segir förðunarfræðingurinn og hársnyrtirinn Rakel María um skothelda förðun sem hún kennir í splunkunýjum þáttum. Þættirnir heita Fagurfræði og þar fer Rakel María yfir ýmis góð ráð og aðgengilegar aðferðir þegar það kemur að förðun. Tíska og hönnun 5.9.2024 16:01
Helen Óttars í herferð Juicy Couture Fyrirsætan Helen Óttarsdóttir er búsett í London og hefur unnið að ýmsum spennandi verkefnum í tískuheiminum. Hún sat nýverið fyrir skvísumerkið Juicy Couture og stefnir jafnvel á bandarískan markað á næstunni. Blaðamaður tók púlsinn á henni. Tíska og hönnun 4.9.2024 07:03
„Banna mér alfarið að hugsa um föt sem karla- og kvennaföt“ Tónlistarmaðurinn og dansarinn Torfi Tómasson segir tískuna geta verið ákveðin framlenging af manni sjálfum og hefur gengið í gegnum ýmis konar tísku tímabil. Hann hefur sérstaklega gaman af því að klæða sig upp fyrir sviðið og tengir flíkurnar ekki við afmarkað kyn. Torfi er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tíska og hönnun 31.8.2024 11:30
Kemur með íslenskan innblástur til hátískuheimsins í París Fatahönnuðurinn Ása Bríet Brattaberg hefur komið víða að í tískuheiminum og er búsett í París. Síðastliðna mánuði hefur Ása Bríet unnið að samstarfsverkefni með tískuhúsinu Hermés, sem þykir með fínustu merkjum heimsins. Tíska og hönnun 27.8.2024 09:03
Ríflega þúsund manns skemmtu sér í bílakjallara Það var gríðarlegt fjör í bílakjallara Grósku á Menningarnótt á viðburðinum Rvk X. Samanlagt mættu um 1100 gestir. Tíska og hönnun 26.8.2024 20:02
Elskar að ögra og klæða sig þveröfugt við tilefnið Nýútskrifaði lögfræðingurinn Daníel Hjörvar Guðmundsson hefur alla tíð haft áhuga á tísku og er óhræddur við að fara eigin leiðir og skera sig úr. Hann hefur ofurtrú á eigin innsæi þegar það kemur að klæðaburði og hvetur fólk til að gera eitthvað skemmtilegt með stíl sinn en ekki hlusta á álit annarra. Daníel Hjörvar er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tíska og hönnun 24.8.2024 11:31
„Klæddu þig eftir veðri, ekki verði“ Plötusnúðurinn Daníel Ólafsson blandar saman há- og lágtísku á einstakan hátt og hefur gaman að menningunni á bak við tískuna. Hans eftirminnilegasta verslunarferð var með stjörnulögmanninum og tískuunnandanum Villa Vill í Napólí og segir hann að það að versla með Villa sé sambærilegt því að spila fótbolta með Maradonna. Daníel Ólafsson er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tíska og hönnun 17.8.2024 11:31
Ofurskvísur heimsins í íslenskri skóhönnun Áhrifavaldar Danmerkur flykktust að þegar hönnuðurinn Katrín Alda frumsýndi nýja KALDA skólínu í Kaupmannahöfn á tískuvikunni og andrúmsloftið einkenndist af hátískustemningu. Blaðamaður var á svæðinu og ræddi við Katrínu Öldu. Tíska og hönnun 13.8.2024 18:00
Sól meðal tískuhönnuða erlendis sem vert er að fylgjast með Fatahönnuðurinn Sól Hansdóttir vakti mikla athygli fyrir sýningu sína á Tískuvikunni í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Forsvarsmenn hátíðarinnar völdu Sól sem ein af þeim hönnuðum sem áhugavert er að fylgjast með og hún sýndi hönnun sína í arkítektúr- og hönnunarmiðstöðinni Blox við höfnina. Tíska og hönnun 13.8.2024 07:01
Kærustupar og tískusálufélagar gefa út einstaka fatalínu „Við höfum þekkst í um fimmtán ár og erum við fyrst og fremst bestu vinir. Við vinnum vel saman, virðum skoðanir hvors annars og á milli okkar ríkir mikið traust,“ segir parið Díana Breckmann og Bjarki Geirdal. Þau voru að fara af stað með fatamerki undir nafninu Harajuku Appparel. Blaðamaður ræddi við Díönu. Tíska og hönnun 12.8.2024 14:00
Tískugyðjur komu saman í Kaupmannahöfn Það var hátísku líf og fjör í Kaupmannahöfn í síðastliðinni viku þar sem hin sívinsæla tískuvika fór fram. Vikan var stærri en nokkru sinni fyrr og sóttu stórstjörnur á borð við Pamelu Anderson sýningarnar og tóku púlsinn á norrænu tískunni. Tíska og hönnun 12.8.2024 11:01
Klæðir sig upp til að komast í betra skap Tískuspekúlantinn Haukur Ísbjörn sér um hlaðvarpið Álhattinn ásamt vinum sínum en þar er því gjarnan varpað fram að hann sé einn best klæddi maður landsins. Haukur sækir innblástur til tíunda áratugarins, nýtir hvert tækifæri sem gefst til þess að klæða sig upp og er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tíska og hönnun 3.8.2024 11:30