Þróttur Reykjavík

Fréttamynd

Læsa hliðum til að bregðast við áreiti karlmanns í Laugardal

Knattspyrnufélagið Þróttur í Reykjavík hefur ákveðið að loka öllum nema einum aðgangi að gervigrasvelli sínum í Laugardal til að sporna við áreiti karlmanns gagnvart börnum í Dalnum. Íþróttastjóri Þróttar lýsir algjöru úrræðaleysi því þótt maðurinn sé endurtekið handtekinn er hann mættur jafnharðan á svæðið.

Innlent
Fréttamynd

Ian Jeffs tekur við Þrótturum

Ian Jeffs hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Þróttar R. til næstu þriggja ára, en Jeffs var aðstoðarþjálfari karlaliðs ÍBV í sumar, ásamt því að stýra kvennaliðinu seinni part sumars.

Fótbolti
Fréttamynd

„Dómarinn þekkir ekki okkar leikmenn“

Þrátt fyrir 4-0 tap fyrir Breiðabliki í úrslitaleik Mjólkurbikarsins var Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, sáttur með sitt lið og frammistöðu þess. Hann hafði eitt og annað við dómgæsluna í leiknum að athuga.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Hún er magnaður leikmaður“

Vilhjálmur Kári Haraldsson var stoltur af sínum konum í Breiðabliki eftir 4-0 sigurinn gegn Þrótti í bikarúrslitaleiknum í kvöld. Hann segist ekki vera hættur.

Fótbolti
Fréttamynd

Fram áfram taplaust | Þróttarar fallnir

Það fór fram heil umferð í Lengjudeild karla í dag. ÍBV er öruggt upp, Framarar eygja enn von um að klára tímabilið án tapleiks en það er sorg í Laugardalnum því Þróttarar eru fallnir.

Fótbolti
Fréttamynd

Trúlofaðist æskuástinni og stakk svo af til Íslands

Bandaríska knattspyrnukonan Dani Rhodes hefur slegið í gegn með Þrótti í Pepsi Max deild kvenna í sumar. Hún hefur skorað þrjú mörk í fimm deildarleikjum og eitt mark í einum bikarleik, en hún segist aldrei gleyma vikunni þegar hún ákvað að koma til Íslands.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hádramatískar lokamínútur í Lengjudeild karla

Öllum fimm leikjum dagsins í Lengjudeild karla er nú lokið eftir að flautað var til leiksloka í leikjum Gróttu og Grindavíkur annars vegar, og Þróttar og Fram hinsvegar. Grótta vann 2-1 með sigurmarki á sjöttu mínútu uppbótartíma og Þróttur tryggði sér 2-2 jafntefli með marki á fjórðu mínútu uppbótartíma.

Fótbolti
Fréttamynd

Framarar tryggðu sér sæti í Pepsi Max deild karla

Framarar munu leika í deild þeirra bestu á næsta tímabili, en liðið tryggði sér sæti í Pepsi Max deildinni að ári með 2-1 sigri gegn Selfyssingum. Þá unnu tíu leikmenn Grindavíkur 2-1 sigur gegn Þrótti R. og Grótta vann einnig 2-1 sigur gegn Kórdrengjum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þróttur opnaði fallbaráttuna upp á gátt

Þróttur vann lífsnauðsynlegan 3-0 sigur á Selfossi í fallslag í Lengjudeild karla í fótbolta í kvöld. Liðið er áfram í fallsæti, en aðeins tveimur stigum frá Selfossi sem eru í öruggu sæti.

Fótbolti