Fastir pennar

Fréttamynd

Of margir ungir öryrkjar

Umsóknum um örorkumat fjölgaði um sjötíu af hundraði á tveimur árum. Það er ekki aðeins að það sé slæmt fyrir ungt fólk að fara á örorkubætur, heldur aukast útgjöld samfélagsins til þessa málaflokks mjög ef fólk er á örorkubótum lungann úr starfsævinni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Siðareglur þingmanna

Reglur um samræmda upplýsingagjöf þingmannna Framsóknarflokksins er framfaraspor og vonandi bara fyrsta skrefið í því sem koma skal, að búnar verði til alhliða og almennar siðareglur fyrir þingmenn sem sitja á Alþingi Íslendinga.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nýyrðasmíðin er hvítigaldur

Maðurinn frá Wales virtist standa í þeirri trú að hér væri rekin einstrengingsleg hreintungustefna þar sem orðum eins og „ókei“ og „frík“ og „brúka“ sé úthýst jafnharðan af þungbúnum orðatollvörðum...

Fastir pennar
Fréttamynd

Frakklandsforseti í kröppum sjó

Ákaflega mikilvægt er fyrir Frakklandsforseta að sannfæra landsmenn sína um ágæti hinnar nýju stjórnarskrár Evrópusambandsins, því að öðrum kosti eiga Frakkar á hættu að verða ekki eins áberandi og áhrifamiklir í Evrópu og fram að þessu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tímaskekkja

Öflugt ríkisútvarp er driffjöður fyrir öflugt og vandað útvarp á vegum annarra, kemur af stað ákveðinni gæðahringrás.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fréttablaðið í fjögur ár

Í dag eru tímamót í sögu Fréttablaðsins. Frá upphafi útgáfunnar hefur blaðið vaxið og dafnað og leitt af sér aðra fjölmiðla. (Steinunn Stefánsdóttir og Sigurjón Magnús Egilsson skrifa.)

Fastir pennar
Fréttamynd

Saman við stjórn í tíu ár

Eitt er það mál sem mun gnæfa yfir öll önnur á tímabili þessarar ríkisstjórnar, ef frá er talið efnahagslífið, og það er virkjunin við Kárahnjúka. Sagan ein mun dæma um það hvort hún verður veglegur minnisvarði um framsýni og dug manna hér á landi um aldamótin eða hvort hér hefur orðið umhverfisslys.

Fastir pennar
Fréttamynd

Dramb er falli næst

"Hver uppsker eins og hann sáir og það er sjálfsagt að gleðjast yfir góðum árangri eftir mikið erfiði. En dramb er falli næst og ekkert kemur af sjálfu sér. Við Íslendingar höfum þurft að hafa mikið fyrir hlutunum og munum áfram þurfa að hafa það í breyttum heimi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Háskólasamfélag við hlíðarfót

Á háskólakömpum þarf að vera margt fleira en kennslustofur og skrifstofur kennara. Ungt fólk sem þar stundar nám þarf að geta leitað sér þar lífsfyllingar utan skólaveggjanna. Það verður örstutt í Miðbæinn frá Hlíðarfæti og væntanlega er gert ráð fyrir góðum göngu- og hjólreiðaleiðum frá Öskjuhlíð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Persónur og saga

Hvernig ætli Grímur Thomsen hefði tekið á verzlunarmálinu og sjálfstæðismálinu, hefði hann farið fyrir Íslendingum? Því verður ekki svarað með nokkurri vissu, en við getum samt reynt að gizka í eyðurnar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hverjir eiga flokkanna?

Fyllsta ástæða er til að fagna því að Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Framsóknarflokkurinn ætli að styðja tillögur um að Alþingi endurskoði löggjöf um fjármál stjórnmálaflokka.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hrákadallar tímabærir aftur?

Fyrir margt löngu þótti sjálfsagt að hrækja og skyrpa í allar áttir, jafnvel á gólfið þegar svo bar undir. Er ekki kominn tími til að fara af stað með nýja herferð? Hættum að hrækja!

Fastir pennar
Fréttamynd

Átak gegn hungri og fátækt

"Þetta samsvarar öllu því mannfalli sem varð vegna flóðanna í Asíu um áramótin, munurinn er bara sá að þetta gerist í hverri viku, allt árið um kring, 52 flóðbylgjur á ári. Hvers vegna vekur þetta ekki meiri viðbrögð hjá okkur en raun ber vitni?" spyr hún og segir þennan vanda lykilatriði í mannréttindabaráttu heimsbyggðarinnar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Rússar minnast stríðslokanna

Rússnesk stjórnvöld undirbúa nú mikil hátíðarhöld í tilefni af því að í næsta mánuði eru liðin 60 ár frá því að síðari heimsstyrjöldinni lauk. Þessi hátíðarhöld teygja anga sína til Íslands.

Fastir pennar
Fréttamynd

Almenningur fái að kaupa í Símanum

Mikill áhugi er á stofnun fjöldahreyfingar til að að bjóða í Símann. Viðbrögð forsætisráðherra vekja vonir um að greitt verði fyrir kaupa almennings, innan þeirra reglna sem settar hafa verið um söluna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Mengun

Langar mig að hlusta á leikþátt um æsta konu í umferðinni fyrir klukkan hálf átta að morgni? Nei. Þarf ég þess? Nei. Hef ég gott af því? Nei.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hjáróma raddir

Bush forseti um sönnunargildi þróunarkenningarinnar: "Kviðdómurinn hefur enn ekki kveðið upp úrskurð sinn".

Fastir pennar
Fréttamynd

Vigdís

Staðreyndin er sú að þó að Vigdís hafi látið af embætti forseta Íslands fyrir nokkrum árum heldur hún áfram að bera hróður Íslands víða um heim. Það sýna hinir erlendu fyrirlesarar glöggt sem hingað eru komnir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Innflytjendur eiga að læra málið

Samkvæmt könnunum sem gerðar hafa verið hér á landi virðist gæta vaxandi andúðar hjá ungmennum hér í garð útlendinga, og má í mörgum tilfellum því miður líkja afstöðunni við fordóma eða rasisma. Þetta er svipuð þróun og hefur átt sér víða annars staðar og af því eigum við að læra.

Fastir pennar
Fréttamynd

Peningalyktin í landinu

Það er eins og sama víman fylli þjóðina einhverju óbilandi sjálfstrausti. Og af því boðleiðirnar eru svo óhugnanlega stuttar - og þjóðin svo fámenn að hún rúmast öll í einu og sama samkvæminu - er um að gera að allir geri eins. Það er þetta sem gerir þjóðina einsleita.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þau sýnast einmitt eiga við

Alveg óháð því hvort eitthvað er í raun og veru athugavert við undirbúninginn á sölu Símans, hvort einhver sérhagsmunasjónarmið hafi þar ráðið för, þá er ljóst að mjög stór hluti þjóðarinnar trúir að svo kunni að vera. Í því felst einmitt hin stóra áminning!

Fastir pennar
Fréttamynd

Erlendir verkamenn lúti lögum

Það vekur athygli að ágreiningsmál um vinnuréttindi útlendinga hafa í marga mánuði verið til meðferðar hjá sýslumanninum á Seyðisfirði, en þegar svipað mál kom upp á Suðurlandi var þetta afgreitt með hraði hjá embættinu á Selfossi. Þessi mál voru að vísu ekki alveg eins, en engu að síður vekur þessi mismunandi afgreiðsluhraði embættanna athygli.

Fastir pennar
Fréttamynd

Smáfiskadráp

Bílstjórar bæjarins voru ekki í miklum vafa um morðtilræðin: stjórnin stóð sjálf á bak við þau, sögðu þeir, til þess að geta klínt þeim á stjórnarandstöðuna. Hver var drepinn í nótt? var fyrsta spurningin, sem maður lagði fyrir leigubílstjórana á morgnana.

Fastir pennar
Fréttamynd

Barátta innan Samfylkingarinnar

Þau Össur og Ingibjörg Sólrún eru bæði frambærileg í leiðtogahlutverkið og það verður líklega álit flokksmanna á þeim sem persónum sem ræður hvort þeirra verður formaður Samfylkingarinnar á fundinum í maí, málefnaágreiningur mun varla ríða þar baggamuninn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ógeðfelldar umferðarauglýsingar

Oft hefur verið rætt um að varasamt kunni að vera að nota börn í auglýsingum, nema vandað sé til verka, en þegar börn eru látin gretta sig og skæla i þessum auglýsingum og segja setningar eins og " drullaðu þér áfram kallpungur" og "færðu þig kelling" eða " ertu heilalaus hálfvitinn þinn", er skotið yfir markið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Málin sem nefndir fjalla um

Til hvers að hafa þjóðkjörinn forseta sem má ekki vera annað en puntudúkka og svo forsætisráðherra sem kannski er kosinn af 15% þjóðarinnar, sem vílar og dílar við vini sína og samningabræður um alla hluti: hver á að eiga Símann, hver á að eiga bankana og almennt og yfirleitt hver má gera hvað klukkan hvað.

Fastir pennar
Fréttamynd

Frægur sigur

Megas sextugur - Hann er Elvis-eftirherman sem hljómar stundum eins og langdrukkinn íslenskur sveitaprestur á 19. öld að tóna, stundum eins og ljúfur drengur, stundum eins og kátur púki - alltaf eins og rokk </font /></b />

Fastir pennar
Fréttamynd

Fjórtán ára á Vog

Allt að tíu af hundraði sjúklinga sem koma á Vog eru þar vegna lyfja sem ávísað hefur verið af læknum. Sjúklingum í þessum flokki hefur fjölgað verulega á undanförnum árum. Þeir fá ávísun á róandi og örvandi ávanalyf og sterk verkjalyf.

Fastir pennar